Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Blaðsíða 1
I^eimsímngia Stofnað 14. jan., 1888 Sloínuð 9. sept., 1886 72^ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. APRIL 1963 NÚMER 14 Kr *8fjan Róbertss on: Ræða flutt á Frónsmóti í Winnipeg 18. febr. 1963 Seinni hluti. ^ik]en^n^ar §eta ekki talizt þó lr kifkjumenn. Þeim er meinlaust við presta sína ^eta fyrirgefið þeim margt, ó ^eir eru nógu gáfaðir, að vo taU..nú ekki um, ef þeir f^eir ®eiúrúi;fir í gamla daga. sj r taka vel mark á prestum hvUm’ an Þess aú trúa baSr,u orúi> sem þeir segja. þei Sama gildir um afstöðu ra ýmissa af kenning- tjj irkjunnar. Þeir neita því höfA-3511113 etckt> aú nayrkra- st a*ln®inn kunni að vera þa re^nú> en þeir afgreiða s nn ðingj a á sinn hátt, S£e sjá má af öllum þeim sem ^arnansagna um kölska, je orðið hafa til meðal ís- jrnZ rar alþýðu gegnum ald- vilar- Kölska vantar ekki ill- UnJann °g áhugann fyrir glöt- n - Sainanna, en þeir, sem eru gáfaðir og lærðir og þ^nna eitthvað fyrir sér, geta b aiitaf leikið á hann. Þannig ,Ur íslendingum öld eftir höfAtekÍZt aú tata myrkra- slí ingjann verða sér til ainmar og gert hann að he aranúi athlægi og viðundri. ]íe,lr meira að segja storkuðu ísl S^a meÚ Þvi aÚ skaPa ram- nzka persónu, sem sló þann sla.mia alveg út í illsku og 0 tugheitum. Það var Húsa- Vlkur-Jón. ,‘fiÖ eftir dauðann hefur k ln íslendingum meira heila- rntaefni en flestum öðrum J0ÚUrn- Kannski hafa þeir tij ! nema mátulega trúað á vist helvítis, en engu að síð- ^r hafa eilífðarmálin alltaf eku Þeim römm alvara og b kert gamanmál. Menn tala ^annski um þau af hressilegri ^ailrnennsku og með hispurs- b.Usu orðalagi, eins og t. d. b°ndinn, sem spurður var, tjj^rt ekki væri tími kominn ^ að hugsa fyrir eilífðinni. s etta fer einhvern veginn í Uciskotanum, þegar að því oemur,“ svaraði hann. Slíkt ísi ''>ra®® er ekki dæmalaust á andi, 0g dettur engum siresti i hug að láta líða yfir b at því að heyra það. Hinn j Jufl talsmáti er gríma, sem ^s endingum er 1 a g i ð að bregða upp til að leyna við- mmninni og alvörunni, sem Undir býr. .. g hef verið prestur meðal s!?manna, og veit þvi vel, að |!°mannamálið er ekki ýkja ^agað ævinlega, þótt auðugt a^‘ -Við héldum að allt væri tara til helvítis,“ sagði einn islenzkur sjómaður við mig, þegar hann var að segja mér frá lífsháska, sem hann hafði Jent í á sjó. Engu að síður eru fáir menn hlýrri um hjarta og jnnilegar trúaðir en íslenzkir .sjómenn. Þeir eru líka margir hverjir ótæmandi brunnar yits og lífsreynslu. í einrúmi tala þeir við Guð sinn eins pg víkingar, en þó með virð- jngu, sem er allri vanaguð- ,rækni æðri. Þeir bera ekki guðsorðið á vörunum daglega, pn þeir hugsa sitt og þeir lesa líka. Kannski er þarna um Séra Kristján Róberlsson (samíslenzkt einkenni að ræða. Jslendingar eru bágrækir til kirkju, en þó mætti segja mér, að þeir vissu meira um trúmál, eilífðarmál og lífsfílósófíu al- mennf en flestar aðrar þjóðir. Islenzkt alþýðufólk getur tal- að við prestinn sinn um eilífð- armálin eins og jafningjar, þó að það aldrei hafi í annan skóla gengið en háskóla lífs- ins. Mér hefur verið sagt, að ný- lega hafi birzt grein í hér- lenzku blaði um draugatrú og andatrú á íslandi. Og eftir því sem ég hef heyrt, hafa þessi mál verið óvenju mikið á dag- ,skrá heima upp á síðkastið, Ég veit, að andatrúin á Islandi er fyrirbrigði, sem margir hér eiga erfitt með að skilja. Ég get ekki talið mig vera spíri- .tista í eiginlegum skilningi, en ég er íslenzka spíritismanum mjög vel kunnugur. Hann á meiri ítök í þjóðinni en flesta grunar að óreyndu. En hvern- (ig stendur á þessu? Til þess að skilja útbreiðslu spíiritismans á Islandi, verður að gera sér það ljóst, að ís- lenzka andatrúin er jafngömul Islandsbyggð og raunar miklu eldri. Hana má finna víða í íslendingasögunum og í ara- Framhald á bls. 2 Úr bréfi fró Hans R. Þórðarsyni forstjóra. Reykjavík 22. marz 1963 . . . Það er engin hætta á að koma hingað í maímánuði. Sama viðmótið og birtan. Nú þegar eru blóm farin að spretta og farfuglarnir að koma til landsins. Harpa verður þá gengin í garð. Sauð- burður byrjaður og fuglaklið- ur í lofti. Við fögnum vori og Hörpu með sumardeginum fyrsta. Gullfoss brann að nokkru leiti í Kaupmannahöfn hjá skipasmíðastöðinni. Það er að því leiti tjón fyrir Eimskip að geta ekki haldið áætlun. Þó er talið að hægt verði að ævagamalt vandamál sem nú ætii að vera hægt að leysa Helmingurinn af þeim þrem milljörðum manna, sem jörð- ina byggja, er vannærður eða lifir við beinan sult. Á stór- um svæðum í heiminum er daglegt brauð manna langt frá því að vera nægilegt. Börnin fá ekki aðra mjólk en þá sem móðurbrjóstin gefa. Barnadauði á aldrinum 1—5 ára er oft 15 sinnum meiri en á svæðum þar sem börnin fá ríkulegri og fjölbreyttari fæðu. Ekkert af þessu er nýtt. Það sem er nýtt er sú staðreynd, að með uppgötvunum og ár- angri vísindamanna er hægt RICHARD BECK: Máfar (Ort á sævarströnd í Victor- íuborg á Vancouvereyju í Kanada). Vængjahvítir vinir verma hugann eldi ljúfra mynda lífs úr ferð, líður senn að kveldi. Vakna í hjarta hljómar horfnra ævistunda: — Áraglam og undirspil öldublárra sunda. Firðir fjöllum krýndir faðminn mjúka breiða; brosa vinhlý bæjarþil, bjart er fram til heiða. Særinn sólu roðinn seiðir, hugann dregur burt af strönd, en langt í lönd liggur draumavegur. Horf’ eg út á hafið heim til æskufjarðar; vængjahvítum vinum með vitja móðurjarðar. taka upp ferðirnar í júní 1963. Óttar Möller var í Kaupmana- höfn þegar bruninn var. Það fyrsta, sem hann spurði að var: — Slasaðist nokkur? Svona hugsun er góð og metin víðar en hjá sjómönnum og fólki, sem vinnur hjá Eimskip. Mér finnst að ekki hafi verið völ á betri manni til forstjórnar Eimskips en Óttari. . . . Aflabrögð til sjávarins hafa verið með eindæmum góð og veðrátta til sveita. Nú er svo komið að vöntun er á fólki til starfa hvar sem er svo til vandræða horfir. Heima- fólkið er of fátt, þó mannfjölg- un sé. . . að framleiða matvæli sem nægja mundu tvöfaldri íbúa- tölu heimsins nú. Væri þekk- ing okkar notuð, þar sem hennar er brýnust þörf, væri hægt að koma í veg fyrir eða a.m.k. takmarka mjög veru- lega þá sjúkdóma sem starfa af vanhöldum. Þetta ætti að gleðja þá böl- sýnismenn, sem álíta að fólks- fjölgunin sé örari en aukn- ing matvælaframleiðslunnar. Samkvæmt nýbirtri skýrslu er því raunverulega svo farið, að framleiðsla matvæla á ár- unum 1962—63 á að taka örari vexti en hin árlega fólksfjölg- un, sem er tveir af hundraði. Því miður felur þetta samt ekki í sér neina lausn á vanda- máli matvæladreifingarinnar, þar eð mestu framfarir í fram- leiðslu matvæla eiga sér stað í löndunum sem þegar búa við allsnægtir, en framfarir eru hægastar í löndum sem mesta hafa þörfina. Þrátt fyrir aukna fólksfjölgun geta hin háþró- uðu lönd nú veitt íbúum sín- um meiri matvælakost en nokkru sinni fyrr. í Norður- Ameríku hefur íbúatalan t. d. aukizt um 35 af hundraði síð- an árið 1945, en framleiðslan hefur hins vegar aukizt um 60 af hundraði og arður hvers verkamanns á hvern klukku- tíma hefur aukizt yfir 100 prósent. Munurinn á þróuðum lönd- um og vanþróuðum er í ýms- um tilvikum mjög áberandi. I Japan er t.d. uppskeran á hvern hektara akurlendis þrisvar til fjórum sinnum meiri en í Indlandi. I Evrópu er framleidd fjórum sinnum meiri mjólk á hverja kú en í Suður-Ameríku og nálægum Austurlöndum, sjö sinnum meiri en í Afríku og tíu sinn- um meiri en í Suður- og Aust- ur-Asíu. I nokkrum löndum er mat- vælaframleiðslan svo mikil, að umframafurðir safnast fyr- ir. Þar eð hin hungruðu lönd hafa ekki fé til matvælakaupa, kemur þessi umframfram- leiðsla aldrei á heimsmarkað- inn. Til að ráða nokkra bót á þessu óeðlilega ástandi hafa Sameinuðu þjóðirnar og Mat- væla- og landbúnarstofnunin (FAO) gert áætlun um alþjóð- lega matvæladreifingu, sem miðar að því að nýta umfram- afurðir með þeim hætti, að þær stuðli að efnahagslegri og félagslegri þróun. Hefur þegar verið hafizt handa um fram- kvæmd þessarar áætlunar. Umframafurðir eru þó að- eins mjög lítill hluti af fram- leiðslu heimsins. Talið er að umframbirgðir af korni séu kringum 130 milljónir smá- lestir, og mest af þeim mun vera í Norður-Ameríku. Það er mikið magn, en þó mundi það ekki geta fullnægt hita- eininga-þörf alls mannkyns lengur en tvo mánuði. Jafnvel þó hægt væri að jafna mismuninn, er óleyst enn brýnna vandamál í sam- bandi við gæði þeirra mat- væla sem framleidd eru. Einnig á þessu sviði hafa að- eins orðið framfarir á tak- mörkuðum svæðum heimsins. Þannig hefur t.d. Vestur-Ev- rópa gert mikilsverða bragar- bót í sambandi við neyzlu kjöts og annarra fæðutegunda, sem ríkar eru að jurtahvítu- efnum. Taka má Frakkland sem dæmi, árið 1958 át hver Frakki að meðaltali 13 kg. meira kjöt en hann gerði tíu Framhald á bls. 3 127 hermenn S.Þ. féllu í Kongó 127 hermenn Sameinuðu þjóðanna hafa fallið og 133 særzt í aðgerðum samtakanna í Kongó á tímabilinu frá júlí 1960 til janúar 1963, segir í skýrslu sem nýlega hefur ver- ið birt. Af þessum mönnum féllu ellefu í síðustu bardög- unum í desember og janúar. 42 þeirra sem féllu voru frá Ghana, 20 frá Indlandi, 18 frá írlandi, 14 frá Italíu, 13 frá Eþíópíu, 9 frá Svíþjóð, 3 frá Nígeríu, 3 frá Túnis, 2 frá Súdan og einn frá Indónesíu, Malaja og Marokkó hverju fyrir sig. 1 skýrslu til öryggisráðsins 4. febrúar sagði U Thant fram- kvæmdastjóri að herlið Sam- einuðu þjóðanna yrði í Kongó eitt ár enn, en frá febrúarlok- um yrði liðsaflanum fækkað til að draga úr útgjöldum. Húngrið

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.