Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Blaðsíða 2
2 / LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1963 Ræða Frá bls. 1. ,grúa fornra og nýrra þjóð- ,sagna. Þessum ævintýraheimi þjóðsagnanna hafa Islending- ar hvorki getað né viljað glata, þvort heldur þeir hafa verið heiðnir, katólskir eða lútersk- jr. Þessi heimur, sem þeir lifðu í öðrum þræði, var þeirra puður í gegnum alla örbyrgð Pg neyð aldanna. Hann brá bjarma og gliti yfir hinn myrka og ömurlega heim jarð- neska veruleikans og lífs- baráttunnar. Þegar svo blind efnishyggjan kom og fór að standa bísperrt uppi í hárinu á íslendingum, þá kom nú- tímaspíritisminn sem mótleik- ur gegn efnishyggjunni og sætti hinn forna ævintýra- heim við nútímahugsunarhátt og menntun. Spíritisminn bjargaði þannig frá eyðilegg- ingu þeim þætti andlegs lífs á íslandi, sem íslendingum hefur verið óvenju kær, sem hefur verið veikleiki eða styrkur þeirra, eftir því sem menn vilja líta á málið. Trú á tilvist drauga er aðeins einn þáttur þessarar andatrúar, en slík trú lifir enn furðugóðu lífi á Islandi. Sem prestur hef ég verið kvaddur til að reka út drauga í nafni míns em- bættis. Og ég hef sjálfur upp- lifað það fyrirbrigði, sem kallað er draugagangur. Trúirðu þessu sjálfur? myndi nú einhver spyrja. Ég mundi fyrst og fremst svara því svo, að fyrir mér er þetta hluti af íslenzku þjóðareðli. Ég get líka bætt því við, að sá íslendingur, er orðinn meir en lítið útvatnaður, sem ekki hefur gaman að draugasög- um. Þá verður ekki hjá því kom- izt að minnast lítilsháttar á bókaútgáfu á íslandi. Ef miðað er við fólksfjölda, er bókaút- gáfa Islendinga eflaust heims- met, og það merkilega er, að þessar bækur eru keyptar og lesnar. íslendingar eru les- andi þjóð, og það þykir lélegt heimili, sem ekki á eitthvert safn góðra bóka. Ef neisti hókmennta og lista slokknar á íslandi, þá eru engir raun- verulegir íslendingar til leng- ur. Listalíf á íslandi er furðu- auðugt miðað við allar að- Stæður. Það er t. d. varla til svo aumt þorp á íslandi, að þar sé ekki reynt að halda uppi einhverju leiklistar- og sönglífi. Á Siglufirði, sem hef- ur innan við 3 þús. íbúa, voru, er ég átti þar heima fyrir 9 árum síðan, starfandi 2 leik- félög og 2 kórar. 4—5 leikrit, ,og sum stór, voru sýnd suma veturna, auk nokkurra söng- skemmtana. Tónlistarskóli starfaði einnig í bænum með miklum myndarbrag. Þrátt fyrir allt hafa íslend- ingar þannig varðveit sál sína furðuvel í gegnum allt frhm- farabrauk síðustu tíma. Þeir hafa ekki gleymt hinum and- ilegri verðmætum, þótt þeir hafi lagt hart að sér í öflun þinna efnislegu. Sem þjóð eru þeir óvenju vakandi fyrir ,öllu því sem nýtt er, og þeim hefur furðuvel tekizt sú erfiða Jist að tileinka sér hið nýja |án þess að vanmeta eða henda hinu gamla. íslenzka þjóðin hefur sína stóru galla og marga hörmu- lega veikleika. En hún er samt merkileg þjóð, sem hinar stærri þjóðir gætu fjölmargt ,af lært. Það er erfitt að gera saman- burð á Heima-lslendingum og Vestur-íslendingum, á hinni Jslenzku veröld og þeirri ver- þld, sem þið lifið í hér. Ef ég eetti að reyna í stuttu máli að gera einhvern slíkan saman- burð, þá yrði hann eitthvað á þessa lund: Ykkar heimur er notalegur ,og hlýr, bjartur og vinalegur. Fólk er hér óvenju aðlaðandi vingjarnlegt og kurteist. Þið hafið sannarlega skapað ykk- ur heim hér, þar sem þið hafið skilyrði til að njóta lífsins. Heimur íslands er misvinda- isamari, skin og skúrir á víxl. Islendingar eru hrjúfari, ekki eins þægilegir í umgengni. En þeir eru meiri heilabrota- menn. Þeir lesa mikið, og ég held þeir fylgist betur með því ^em er að gerast í heiminum og á eigin vettvangi. Hlutleysi um menn og málefni er þeim ekki eiginlegt. Þeir geta rifizt, deilt og karpað endalaust í ræðu og riti. Það er hægt að ,tal3 við íslenzkt alþýðufólk ,um alla mögulega hluti, og það er með á nótunum. Hér hef ég aftur á móti tek- ,ið eftir tvennu, sem mér finnst hættumerki fyrir ykk- ur. Þrátt fyrir ágæta almenna menntun, eru bókasöfn heim- ilanna furðu fátækleg, og al- mennur bókalestur virðist ,mér alltof lítill. En ef bóka- ijesturinn hættir, þá er lítið orðið eftir af íslendingseðlinu. Mér finnst það heldur ekki góðs viti, hve fólk virðist lítt fylgjast með og mynda sér skoðanir um það sem er að gerast bæði í þjóðfélags-, menningar- og heimsmálum. ,Ég get sem dæmi tekið það mál, sem nú hefur verið efst á baugi hér um hríð, en það gr, hvort Kanadamenn eigi að afla sér kjarnorkuvopna eða ekki. Furðulítið hefur heyrzt um álit almennings um þau efni. Ef sambærilegt stórmál hefði verið á döfinni heima á íslandi, hefðu allir Islendingar staðið á blístri af skoðunum pg hita. Kannski er aðalhætt- an hér, eins og oft vill verða, þar sem mergðin er mikil, að fólkið fari að láta leiðtogana hugsa fyrir sig. öllum ætti þó að vera Ijóst í hvert óefni slík þróun getur leitt. Skoðanir Islendinga á mörg- um málum geta verið band- vitlausar, en það er ekki oft sem þú hittir fullorðinn mann á íslandi, sem ekki hefur á- kveðnar skoðanir eða viti ná- kvæmlega hvemig eigi að Jeysa vandamál þjóðar sinnar og alls heimsins um leið. íslendingum verður tíðför- ult hingað til frænda og vina í Vesturheimi. Þeir eru þó fæstir, sem setjast hér að fyrir fullt og allt núorðið. Flestir hvérfa heim aftur eftir mis- jafnlega langa dvöl. Ég hef oft verið spurður um ástæð- una fyrir þessu. Hvað er það pem dregur íslendinginn heim aftur? Það sem ég hef séð af Kan- ada, þykir mér fagurt land og frjósamt. ísland virðist mag- urt og nakið í samanburði við Kanada. Sá sem hverfur frá Kanada til íslands hreppir Kaldbak, en lætur akra. Samt er ísland heillandi land í ó- endanlegri fjölbreytni sinni, í ljótleika sínum og fegurð, í nekt sinni og einstæðri lita- ,dýrð. ísland er land tilbreyt- inganna bæði í veðurfari og páttúru. Slíkt land er ekki auðvelt að kveðja að fullu og pllu. Islenzka þjóðin er fræg fyrir axarsköft sín, en sækir þó hraðar fram en flestar aðrar þjóðir. Og hvort sem íslend- ingar trúa á sálina eða ekki, eru þeir sjaldan sálarlausir. Landið og þjóðin hafa sál, sem sprikklar af lífsþorsta, þekk- ingarþorsta og heilagri ókyrrð. iVið Íslendingaí getum orðið hneykslaðir, grallaralausir og jafnvel fullir af reiði og vand- Jætingu hver yfir öðrum og ,hver við annan. En kannske er það einmitt þetta, sem við getum ekki verið án. Þjóðin er fámenn, og ein- istaklingurinn finnur, að hann hefur hlutverki að gegna. í fámenni og fátækt liðinna alda skapaði þjóðin andleg verðmæti og menningu, sem þinn stóri heimur verður að lúta og viðurkenna. Við erum enn að skapa, skapa sjálfa okkur sem þjóð og menning- arheild, og með því að skapa komumst við ekki hjá því að halda stöðugan rannsóknar- rétt yfir andlegu lífi sjálfra okkar. Lítil þjóð verður að vera lifandi þjóð, eigi hún að þalda sjálfsvirðingu sinni, og ,um leið verður hún að eiga ,trú á það, að hún hafi eitthvað pð gefa þessum heimi. Að jinega taka þátt í slíkri sköpun og lífi, er hlutur, sem heillar og dregur. Menn geta kvatt ísland í fússi og jafnvel bölv- að því, en í fjarlægðinni elska menn það. Engir elska ísland heitar en íslendingar erlendis. Allir íslendingar eru bornir með Væringjablóði. Útþráin er þáttur af eðli þeirra. ís- lendingurinn ber bróðurhug til framandi landa, fýsir að læra af öðrum þjóðum og kynnast siðum þeirra og menningu. En hann er þess líka fullviss, að hann er fær um að gefa, að aðrar þjóðir gætu margt gott lært af því bezta í íslenzkri þjóðarsál. Ég pr þakklátur fyrir það, að mér þefur gefizt kostur á að svala minni útþrá, gefizt kostur á pð koma hingað, kynnast ykkar heimi og læra af því bezta, sem hann hefur að bjóða. En ég er líka þakklátur fyrir, að hlutskipti mitt hér pr prédikunarstóllinn, því þaðan get ég sagt ykkur til Frh. bls. 3. FORUSTA Nú á tímum verður þjóðin að vinna að sameig- inlegu markmiði, sameiginlegum framkvæmdum, og tryggja sameiginlegt sjálfstæði sitt. Það hefir verið stefna Progressive Conservative stjómarinnar undir forustu Jhon Diefenbaker, að fylgja til hins ýtrasta grundvallar lögmáU stjórnar- skrárinnar, að útrýma greinarmun á fólki, að mis- munandi þjóðernis uppruni sé öllum metnaðarat- riði, að þjóðin geri sér grein fyrir hinni fjölskrúð- ugu menningarsögu okkar, og hún þróist í anda Sir George Etienne Cartier. „Fyrst og fremst skulum við allir vera Kanadamenn". í þeim anda er John Diefenbaker að leggja fram fyrir Kanadísku þjóðina áætlun fyrir næstu fimm árin. Þessi alþjóðar áætlun mun skapa þjóðareiningu —• framhaldandi þróun efnahagsins, uppbyggingu fátækrahverfa nú þegar, þróun orkukerfa landsins, útþenslu landbúnaðarins, aukna starfsfræðslu, meiri ' velferðartryggingar, eflingu heimsfriðar og afvopn- unaf. John Diefenbaker hefur tekið afstöðu fyrir Kanada: Alger borgararéttindi fyrir alla Kanadamenn. Víð- feðmari tækifæri, meira öryggi, mannréttindi og um- bætur fyrir sérhvern og alla Kanadamenn. Kanada mun halda áfram að þróast og vegna vel undir forustu John Diefenbaker. KJÓSIÐ Progressive Conservative 8. apríl Inserted by Progressive Conservative Party of Canada

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.