Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1963 7 Vitnisburður ævi minnar Sjötíu og fimm hafa ölduföll ára yfir mig gengið á jarðlífsins sjá. Alt líf vort er samblöndun sælu og tára, samt aldrei náðin Guðs víkur oss frá. Hún nægileg reynist í starfi og stríði, styrkir og huggar og leiðir oss þá. Og alt þó hér breytist, og árin burt líði, eilíf og söm er Guðs algæzkan há. Sem lærisveinn Jesú hve ljúft er að vinna! Lífinu mannlega veitist með því það verðmætið æðsta, sem unt er að finna á meðan dveljum vér jarðheimi í. * * * Ó, lof sér Jesú, minn lausnarinn blíði, líf sem að gafst þitt til frelsunar mér. Gef að sú líf-gjöf þín minn lífsferil príði, láti hann verða til vegsemdar þér. Kolbeinn Sæmundsson. Raus og rabb Framhald frá bls. 4. standa ógleymanleg dæmi um andleg gjaldþrot mannkyns- ins, og iþá ógn sem því stafar af eigin heimsku og fláræði. Ný guðfræðistefna spratt upp úr þessum jarðvegi, og virðist hún nú halda velli, og hafa leitt aldamótaguðfræð- ina, sem Vestur íslendingar deildu mest um, af hólmi. Er þessi nýja guðfræðistefna kölluð „nýi rétttrúnaðurinn.“ En í sjálfu sér er það líka rangnefni, því að stefnan er hvorki „ný“ eða „rétttrúuð“ í þeim skilningi sem venjulega er lagður í það orð. Er hér um einskonar hugmyndasam- steypu, eða samruna að ræða úr ýmsum löndum, og tímum. Eru þræðir þessarar stefnu raktir alla leið til Danmerkur, til Sörens Kirkegaard, guð- fræðings nokkurs sem þar var uppi um miðja öldina sem leið, (1813—1855). Virðist hann hafa verið heittrúarmaður. Er þess getið að honum hafi ofboðið hin steindauða bókstafstrú ríkiskirkjunnar dönsku á þeirri tíð. Menn hlýddu mess- um á helgum dögum, höfðu sakramenti um hönd og þuldu trúarjátningar, en voru engu bættari er sunnudagurinn var liðinn. Kirkegaard hrópaði á menn að færa áhrif kristin- dómsins yfir á daglegt líf og breytni. Hann var sá fyrsti sem notaði orðið „existentiel“ í þeim skilningi að kristindóm- urinn ætti að hafa áhrif á „existence“ mannsins, eða til- veru hans á jörðu. Kirkegaard ritaði mikið um þessi efni; en samtíðarmenn hans sögðu um hann, og málið á bókum hans að það væri oft erfitt og ó- skiljanlegt. („Hans Sprog er vanskeligt og uforstaae- ligt.“) En þeim mun meiri var vísdómurinn! Minnir þetta á skáldið íslenzka, sem sagði, er kvartað var yfir því að skáldskapur hans væri tor- skilinn: „Það er mitt að yrkja, en ykkar að skilja.“ Þessari guðfræðistefnu hefir verið valið nafn, eftir ofangreindu orði, og er á máli guðfræðinga oftast nefnd „extentialismi." Er henni beint jöfnum hönd- um gegn kaldri bókstafstrú, og ópersónulegri skynsemistrú og manndýrkun. Er talið að hún hafi helgandi og betrandi á- hrif á manninn í daglegu lífi hans og statfi, í hans Sitzt im Leben, eins og Þjóðverjar orða það. Innan stefnunnar eru margvísleg blæbrigði og á- herzlumunur, en yfirleitt er hún jákvæð: Guð er yfirskil- vitlegur, hann verður aldrei fundinn með röksemdum og ályktunum einum, heldur að- eins fyrir opinberun. Þessi opinberun er þegar gefin í Jesú Kristi. í persónu hans hefir eilífðin komið inn í tím- ann, og hið. guðlega inn í hið mannlega. Það er í og með Kristi einum, að Guð talar til mannanna. Biblían er innblás- in af Guði, en jafnframt er hún mannaverk. Hún flytur Guðs orð, eins og perlur í brotinni skel. Kenningin hlýt- ur ávalt að vera undirstaða breytninnar. Enginn getur komist af án Guð náðar . . . Yfirleitt munu Vestur ís- «4 NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR lendingar ekki hafa veitt þess- um „nýja rétttrúnaði“ mikla athygli, enda hefir hann naumast verið á borð borinn fyrir almenning. En stóru nöfnin á meðal guðfræðinga Evrópu, svo sem Barth, Tillich, Neibuhr, og Brunner eru mjög tengd þessari stefnu. En umræður um þessi mál hafa fyrir löngu lagst niður á meðal vor. Risarnir eru horfnir af jörðinni; hér sjást ekki lengur nein fjöll. Menn eru ekki lengur reiðir Guðs vegna. Kirkjufélögin á meðal Vestur íslendinga eru nú bæði úr sögunni við samruna við stærri félagsheildir hérlendra trúbræðra. En óhætt mun að fullyrða að Vestur Islending- ar þurfa engan kinnroða að bera vegna umræðna sinna um trúmál og kirkjumál. Þær hafa að vísu oft lent út í öfgar og persónulegar deilur, þar sem málstaðurinn hvarf og gleymdist með öllu, en mað- urinn, eða flokkurinn, sem á var deilt, varð aðal-skotspónn- inn. Slíkt gerist löngum í Is- lendingasögum. Vestur íslend- ingar hafa aldrei verið eitt, fremur en þjóðbræður þeirra- austan hafs, og því síður allir eins. Að því leyti hafa þeir svarið sig í ættir feðra sinna, og starfað í anda hinnar ís- lenzku þjóðar. Civil Defence says: — You can arrange to take First Aid and/or Home Nurs- ing training. These skills will assist you in any emergency. Phone Civil Defence for particulars. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 KANADA — ÞJÓÐIN Á KROSSGÖTUM! SNÚIÐ Á RÉTTA LEIÐ TIL EININGAR í KANADA Hvað varð um hina stoltu hugsjón Sil Wil- fred Laurier — „tuttugasta öldin tilheyrir Kanda?“ Kanada á í misklíð við aldagamla vini og nágranna í Evrópu og í þessari álfu er kvalin af efnahagsvandræðum og atvinnuleysi, þjáð vegna óhæfrar conservativestjórnar annars vegar og af kosingabrellum smáflokka hins- vegar. Heimurinn lítur ekki lengur öfundar- augum til Kanada vegna tækifæra og vel- sældar landsins. Úrlausn þessa sorglega og hættulega ástands er að finna hjá Liberal flokknum, sem er sá eini, sem getur myndað verulega meirihluta- stjórn til að veita Kanadísku þjóðinni for- ustu, eins og hann hefir gert áður, í áttina til hinnar miklu hugsjónar, hinnar Kana- dísku „tuttugustu aldar“. Ný Liberal sfjórn mun gera þetta: Hún mun yeita þjóðinni: 1. Fullkomin og Jöfn lækifæri fyrir dugandi fólk og ungmenni. Nægileg atvinna og betri fjárhagur verður aðalmarkmið nýrrar Liberalstjórnar, að létta af því hörmulega ástandi, er 6 af hverju 100 af starfshæfu kanadísku fólki er atvinnu- laust. Stefna Liberala er að skapa eina milljón atvinnu tækifæra, sem hinn fjölg- andi landslýður þarfnast, á næstu fjórum árum. Þetta verður að gerast til að ná öðrum markmiðan Liberala. Menntuð og starfshæf ungmenni er einn okkar mestii þjóðarfjársjóður. Við munum aðstoða Kanadísk ungmenni við að færa sér i nyt framtíðartækifærin með því að styrkja þau til náms og starfslærdóms. 2. Hugarrósemi fyrir aldraða og sjúka. Ráðagerð Liberala um reglubundnar greiðsl- ur í eftirlaunasjóð myndi gera öllum íbúum Kanada mögulegt að leggja niður störf 65 ára aldri með sæmilegum eftirlaunum. Hún myndi þegar veita hverjum einstaklingi á 70 aldri $75.00 á mánuði og hjónum $140.00 mánaðarlega. Allir Kanadamenn verða að fá læknishjálp þegar þeir þurfa þess, án ótta við skuldir, sem þeir geta ekki greitt. Ráðagerðir Liberala í þeim efnum verða framkvæmdar í samráði við fylkin og læknastéttina. Þeirra áform er að læknishjálp verði ókeypis fyrir öll börn í skólum og fyrir fólk yfir 65 ára. Fyrir aðra Kanadamenn er læknis kostnaður yfir $25.00 á ári ókeypis (þeir sem hafa hærri tekjur greiða meira). 3. Öryggj heima fyrir. Okkur er annt um að tryggja öryggi Kanada, að verja Kanadíska lífshætti gegn 'stöðugri kommúnista hættu. Liberal flokknum er það ljóst að einangrun Kanada er ekki mögu- leg. Við mælum með þátttöku Kanada í sam- eiginlegum öryggisráðstöfunum og varnar- bandalögum svo sem Sameinuðu þjóðunum og NATO. í þeim tilgangi höfum við með höndum kjarnorku varnarvopn. Þessi vopn er einskisnýt án skotfæra. Annað hvort höf- um við þau eða við getum ekki varið land okkar né tekið nýtan þátt í sameiginlegum vörnum. 4. Álit erlendis. Með því að leysa drengilega af hendi hern- aðarlegar varnar skyldur okkar mun Kanada skoðað talsmaður friðar og verjandi frelsis af öllum þjóðum heimsins. Með því að end- urreisa alþjóða orðstír okkar og viðskipti okkar, setjum við Kanada á þá hillu sem henni ber meðal heimsins mestu viðskipta- landa. Með því að skapa andrúmsloft sam- vinnu og skilnings milli okkar og vina okkar og bandamanna munum við aftur öðlast þá virðingu sem þetta land á skilið. 5. Björt framtíð fyrir alla Kanadamenn. Við höfum allar náttúruauðlindir til að geta vaxið og auðgast. Allt sem við þörfnumst nú er raunhæf og yfirgripsmikil efnahags áætlun. Við þörfnumst samvinnu yðar allra. Við þörfnumst fólks frá öðrum löndum. Það var Liberal stjórn og Liberal stefna, sem gerði mörgum innflytjendum mögulegt að koma hingað. Við þurfum stöðugan innflytjenda straum til að hleypa vexti í efnahagskerfið. Með fullkomnu samfélagi ensku- og frönsku- mælandi borgara og innflytjenda frá mörgum öðrum löndum munum við byggja upp verulega sameinaða kanadíska þjóð. KANADA ÞARFNAST AÐSTOÐAR YÐAR! LÁTIÐ ATKVÆÐI YÐAR KOMA AÐ GAGNI 8. APRÍL KJÓSIÐ RÉTT KJÓSIÐ LIBERAL Klippið úr þessa lilkynningu til minnis. LESTER B. PEARSON Leader of the National Liberal Party

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.