Lögberg-Heimskringla - 30.05.1963, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 30.05.1963, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1963 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Hann þarf áreiðanlega ekki að líta hann hornauga. Hann er víst alveg eins efni- legur og hjónabandsbörnin hans. Og svo dansar hann svo dásamlega“, sagði Elínborg brosandi. „Og svo skulum við fara að hátta. Það koma varla fleiri gestir til okkar á þessari nóttu. Það er nú meiri ræf- illinn, hann Guðni, að nenna ekki að fara. Ég sem hélt að hann væri sá allra bezti í sveitinni“. „Og hann verður sjálfsagt snúningastirður eins og aðrir, þegar þeir koma af þessum skólum“, sagði gamla konan annars hugar. „Hvað sagðir þú annars að hann héti, þessi piltur?“ spurði hún svo allt í einu. „Hann heitir Benedikt, þyk- ist ég vita, að minnsta kosti er hann alltaf kallaður Bensi í Bakkabúð eða Bensi Hall- fríðar“, svaraði Elínborg. „Ojæja, ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að sjá það barn, hvorki ungt né gamalt“, andvarpaði gamla konan. „Hefur þú nokkurn tíma séð Hallfríði?" „Nei, ég hef aldrei séð hana“, svaraði Elínborg á leiðinni inn göngin. Vilborg kom fram úr hjóna- húsinu, þegar þær komu inn í baðstofuna. „Ég held, að það sé kominn tími til þess að fara að leggja sig. Mér finnst honum vera farið að létta strax“, sagði hún. „Er veðrið nokkru skárra?" „Já, það er bjartara“, sagði gamla konan. „Hann er far- inn, aumingja pilturinn. Sagð- ist vita, að móðir sín yrði hrædd um sig“. Húsfreyja horfði á þær til skiptis, dóttur sína og tengda- móður, ekki ólíkt því að hún þyrfti eitthvað að tala við þær. Svo sneri hún inn í hjónahúsið aftur og hallaði hurðinni hljóðlega á eftir sér. Hallfríður hafði sofið lítið þessa nótt. Það höfðu fleiri gert í baðstofunni á Stóru- Grund. Hún varð undrandi yfir því, að hún skyldi þó hafa sofnað, þegar sonur hennar laut yfir hana og kyssti hana mjúkan koss á kinnina. „Guð sé lof, að þú ert kom- inn! Ósköp varstu lengi. Var læknirinn ekki heima?“ sagði hún hálfsofandi. „Jú, hann var heima. Ég er búinn að fara fram að Fjalli, alla leið, og karlinn er búinn að fá meðölin ofan í sig fyrir mörgum klukkustundum. Og er vonandi farinn að anda létt- ara“, sagði Bensi. „Komstu nokkuð að Bjarna- ; bæ, Bensi minn“, umlaði í Siggu upp við þilið. „Ertu vöknuð, Sigga mín?“ sagði Bensi og kyssti hana hlýjan koss, sem var vel þeg- inn. „Víst kom ég þangað og fékk gott kúmenkaffi hjá mömmu þinni. Það leið öllum vel á þeim bæ. í Bakkabúð kom ég líka til að ná í skíðin mín. Þau eru heldur betri en þessir geplar, sem hann Bjarni fékk mér“. „Ertu ekki alveg orðinn uppgefinn og hefur þú fengið nokkuð að borða?“ spurði Hallfríður. „Já, ekki vantaði það, að nóg væri borið fyrir mig af matnum þarna fram í dals- botninum. Og notaleg var hún við mig, gamla konan grá- hærða. Er það kannske amma mín?“ Hallfríður játaði því ósköp lágt. „Ellegar heimasætan“, hélt hann áfram. „Sú er nú svo- lítið almennileg. Og lætur heldur ekki af meiningu sinni. Hún næstum klæddi mig úr ytri jakkanum, því að eiginlega var ég búinn að hugsa mér að þiggja ekkert af því pakki. Og nú er ég víst búinn að segja þér ferðasög- una, og verð feginn að geta lagt mig“. „Heldur er hún nú stutt“, sagði Hallfríður. „Það bar fátt meira fyrir mig en það, sem ég er búinn að segja þér, nema það, að þær tóku mér ósköp vel stúlkurnar á Fjalli. Ég óttað- ist á tímabili, að ég kæmist ekki hjá því, að segja gömlu gráhærðu konunni hverra manna ég væri, því að hún var svo ákaflega forvitin. En svo illa tókst þó ekki til“. Bjarni bóndi ýtti við hinum lærða syni sínum, þegar hann var búinn að fá sér morgun- kaffið. „Ég verð að biðja þig að hjálpa mér til þess að gefa í húsunum, Guðni minn. Bensi er alveg nýsofnaður, og búinn að fara alla leið fram að Fjalli, svo að mér dettur ekki í hug að vekja hann“, sagði bóndinn. „Það er náttúrlega sjálf- sagt“, . sagði bóndasonurinn lærði. „En því kom hann ekki strákurinn við á fram eftir leiðinni. Ég var búinn að hugsa mér að fara fram eftir með meðölin", bætti hann við. „Hann hefur sjálfsagt farið fram eggjar, þykist ég vita“, sagði Bjarni. „Þegar þeir voru búnir að gefa í ærhúsinu og komu út á húsahlaðið, kom Sveinki á Litlu-Grund utan túnið. Þeir dokuðu við eftir honum. „Hvað ert þú eiginlega að pjakka í þessu færi, skinnið mitt?“ spurði Bjarni. „Herdís bað mig að spyrja eftir því, hvort það hefði ekki komið ær saman við hjá ykkur í gær“, sagði drengur- inn nokkuð vandræðalegur. Bjarni gat tæplega varizt hlátri. „Hvar hefði hún átt að koma saman við, þar sem féð hefur ekki verið látið út fyrir dyr í marga daga? Hafið þið rekið á beit þessa dagana?“ sagði hann. „Nei, bara rekið í vatnið“, sagði drengurinn hikandi. „Og hvarf ærin frá þeim, án þess að þeir sæju hvert hún fór?“ spurði Guðni. Því anzaði Sveinki engu. „Hvað, er Herdís farin að hugsa um féð“, sagði Bjarni. „Eru feðgarnir ekki færir um það?“ „Hrólfur var ekki kominn á fætur“, sagði Sveinki. „En hvers vegna er Bensi ekki í húsunum?" „Hann hefur verið á ferð- inni í alla nótt, og er því sofandi“, sagði Bjarni. „En yfir hverju vakti Hrólfur?“ „Hann langaði víst til þess að finna Bensa, þegar hann færi fyrir ofan“, sagði Sveinki talsvert hreykinn. „Það var leiðinlegt, að hann skyldi vaka til einskis. Lík- lega hefur hann sofnað á meðan Bensi fór hjá“, sagði Bjarni. „Þú getur sagt Her- dísi að ærin hafi líklega farið út að Sléttu, ef hún hefur ekki kæft sig í vatnsbólinu, að minnsta kosti hefur hún ekki komið hingað“. Sveinki kvaddi ' og fór. Feðgarnir horfðu kímileitir á eftir honum. „Skynsamlega láta þau núna, strákurinn og kerling- in“, sagði Guðni. „Ekki annað en það, að vaka í nótt í stór- hríðinni til þess að troða ill- sakir við menn. Skárri er það nú heiftin í honum, þessum bjána“. Bensi leit upp, þegar klukk- an sló tíu. Gunnvör sat á rúm- inu á móti honum og þeytti rokkinn. Hitt kvenfólkið var komið fram í eldhúsið til þess að borða morgunmatinn. „Hvers konar bölvaður svefn er þetta“, sagði hann. „Því ýttuð þið ekki við mér, svo að ég kæmist í húsin? Hvar er mamma eiginlega?“ „Það eru allir að borða fram í eldhúsi. Feðgarnir eru bún- ir að gefa í húsunum“, sagði Gunnvör. „Þeir hafa líklega séð, að þú værir hvíldar þurfi“, bætti hún við. „Fór Guðni með föður sín- um í húsin. Er honum bötnuð hálsbólgan, manngreyinu? > Verst, ef honum skyldi slá niður aftur“, sagði Bensi geispandi. Gunnvör hló ofan í kemb- una. „Það er nú heppilegra fyrir þig, ef þú vilt hafa hylli hús- móðurinnar, að tala ekki svona óvirðulega um son hennar“, sagði hún í hálfum hljóðum. „Alltaf getúr ein- hver verið á ferli í göngun- um“. „Var ekki sagt 1 gær, að hann væri svo illa haldinn af Dessari hálsbólgu“, sagði Bensi. „Að minnsta kosti sagði ég bóndadótturinni á Fjalli 3að“, sagði hann. „Aldeilis ertu dæmalaus, maður, að tala svona. Það er sem sé uppi í öllum, að þau séu dauðskotin hvort í öðru“, sagði Gunnvör og hló upp hátt. „Eins og það sé ekki sama. Honum verður áreiðanlega bötnuð hálsbólgan, þegar þau gifta sig“, sagði Bensi og hló henni til samlætis. „Enda yrði hann sjálfsagt viljugri við það, en að sækja meðöl handa karlinum“. „Finnst þér hún ekki mynd- arleg, bóndadóttirin á Fjalli?“ spurði Gunnvör, glettnisleg á svip. „Jú, hún er það“, svaraði hann og sneri sér til veggjar. „Þér er áreiðanlega óhætt að hvíla þig lengur. Bjarni ætlast varla til þess að þú hugsir um féð í dag, enda er strákurinn víst ekkert of hvít- ur til þess einn einasta dag“, sagði Gunnvör. Daginn eftir þrettánda kom bóndi framan úr sveit með hest' og sleða. Hallfríður var vel kunnug honum og fékk að sitja á sleðanum út í víkina. Hana var farið að langa heim í litla bæinn sinn. Sigga ósk- aði þess, að hún hefði getað orðið henni samferða. Guðni bóndasonur var farinn fyrir nokkrum dögum, svo að nú var tekið að fækka í heimil- inu á Stóru-Grund. Siggu fannst aftur fara að anda köldu frá kvenfólkinu á ný. Gunnvör hafði sagt hús- móður sinni það í trúnaði, að þau væru áreiðanlega trú- lofuð, Sigga og Bensi. Hann hefði kysst þær til skiptis, Siggu og móður sína, nóttina, sem hann kom frá Fjalli, sælla minninga. Hún gæti átt það, að setjast að hjá henni Hallfríði, þessari gæða mann- eskju. Og hann væri ekki ó- efnilegur sem mannsefni, svo bráðduglegur sem hann væri. Hann ætti það ekki langt að sækja, drengurinn. En Frið- rika sagðist ekki trúa því, að hann tæki Siggu að sér, þessa endemis rolu, og allslaust þar til og með. En hún er snotur, stelpan", bætti hún við og saug þykkjulega upp í nefið. Gunnvör vissi svo sem hvað það þýddi. Henni fyndist sjálfsagt heldur efnilegra fyr- ir Bensa, að velja dóttur hennar, sjálfa heimasætuna á Stóru-Grund, sem nú sat þög- ul og ofurlítið hnípin yfir hannyrðum sínum inni í hjónahúsi alla daga, en kom vanalega fram í eldhúsið, þeg- ar Bensi var kominn inn, og settist beint á móti honum við borðið og lék á als oddi af kæti. Ef það kom fyrir, að Sigga kæmi fram, reyndi hún að stríða henni með því, að hún talaði svo vitlaust, að það væri ómögulegt að skilja hvað hún væri að fara. Sigga fór því að forðast að koma fram, þegar Nunna heimasæta var þar fyrir. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Hargrave Stw Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535-Res. GL 2-5446 ^Bpenhagen Heimsins bezto munntóbok

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.