Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Blaðsíða 1
I lögberg-líeimsferingla Stofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNI 1963 NÚMER 26 Vestur-íslendingapisl'ill fró Reykjavík Hinn mæti og vinsæli kennimaður séra Sveinbjörn S. Ólafsson kvaddi söfnuð sinn í Little Falls, Minnesota, síðastliðinn sunnudag, eftir jrjátíu og tveggja ára prests- jjónustu hjá Methodista- Lætur af embætf-i séra Sveinbjörn S. Ólafsson kirkju Bandaríkjanna. — Hann var fæddur að Akra- nesi á Islandi 1897 og fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Winnipeg 1911. Ári síðar lézt Jónas faðir hans en móðir hans, Anna Svein- bjarnardóttir náði háum aldri dó 1948. Sveinbjörn stundaði nám við Jóns Bjarnasonar skóla 1918—20, lauk B.A. prófi við Valparaiso háskólenn í Indi- ana 1925, innritaðist í Gerrett Biblical Institute í Evanston, 111. 1928 og lauk þar guð- fræðiprófi — B.D. 1931. Séra Sveinbjörn hefir þjón- að Methodistasöfnuðum í Princeton, 111., Duluth, Thief River Falls, Minneapolis, South St. Paul og Little Falls. Og á öllum þessum stöðum hefir hann notið vinsældar vegna ljúfmennsku sinnar og hæfileika sem ræðumaður; margar ræður hans hafa birzt í dagblöðum þar sem hann hefir þjónað. Hann kvæntist Miss Maur- ine Finnegan 1926 ættaðri frá Indiana og eiga þau tvö börn: Nancy Lou — Mrs. Ibsen, hjúkrunarkona og Paul James. Séra Sveinbjörn hefir kennt til sjóndepru og leggur því niður prestsstörf fyrr en annars hefði orðið, en hon- um kemur ekki til hugar að setjast í helgan stein; þau hjónin eiga heimili að 7120 Stevens Ave., Richmond, Minn. Þar á hann stórann trjágarð og hefir í hyggju að rækta þar jólatré. 17. júní í Los Angeles 77. ÁRGANGUR Sextugur K. W. (Bill) Johannson Þriðjudaginn 2. júlí á Kári Vilhelm (Ásmundsson) Jo- hannson sextugs afmæli. Hann er vel kunnur hér í borg og víðar, er eigandi og for- stjóri Building Mechanics Ltd. í Winnipeg og hefir tekið mikinn og heilladrjúgan þátt í félagsmálum Islendlnga. Hann er eftirsóttur í fram- kvæmdanefndir þeirra, þegar til stórræða kemur, sökum þess hve hann er ötull og á- reiðanlegur í hverju því máli sem hann lætur sig skipta, hann lætur aldrei setja við orðin ein. Hann var kjörinn féhirðir byggingarnefndar Betelheimilisins þegar sú stofnun var endurbyggð og er nú varaforseti Betels, hann hefir verið lengi og er enn í safnaðarráði Fyrstu lútersku kirkju og var forseti safnað- arins þegar ráðist var í að reisa hið myndarlega Parish Hall safnaðarins. Hann var féhirðir útgáfunefndar Lög- bergs og tók að sér það em- bætti þegar blöðin voru sam- einuð, hefir mikinn áhuga fyrir því að Lögberg-Heims- kringla komist á fastan fjár- hagslegan grúndvöll og eru ó- talin störf hans í þágu blaðs- ins. Bill, eins og vinir hans nefna hann, er í frímúrara- reglunni og nýtur þar vin- sælda og virðingu sem ann- arstaðar. Hann er kvæntur Maríu Mathews, myndarlegri ágæt- iskonu og er heimili þeirra að 910 Palmerston Ave. Þau eiga einn son, Albert Pétur og fjögur sonarbörn — þrjár stúlkur og einn dreng. 1 til- efni þessa merkis afmælis óskum við Bill gæfu og geng- is í framtíðinni. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Siyrkið það. Kaupið það Lesið það Mikið hafa viðtökurnar á íslandi verið lofaðar bæði af þeim sem komu hingað í hóp- ferðunum frá Winnipeg og Vancouver og einstaklingum sem komu bæði fyrr og síðar. Gamlir og nýir vinir og ætt- ingjar hafa tekið þeim opn- um örmum, borið þá á hönd- um sér og auk þess hafa ein- staklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir keppt að því, að gera þeim dvölina á ættland- inu ógleymanlega. Báðum hópunum var ekið um borgina og nágrenni í boði Þjóðræknisfélagsins í Reykja- vík undir stjórn ágætis leið- Islendingar og íslandsvinir hérna í Norður-Kaliforníu komu saman á sunnudaginn, 16. júní 1963, í Marin Town and Country Club í Fairfax, Marin County, til þess að halda hátíðlegan Þjóðhátíðar- dag Islendinga. Byrjaði hóp- urinn að safnast kl. 10 f.h., foreldrar með börn sín, ungir og gamlir. Var hátíðarblær yfi picnic area no. 3, fánar íslands og Bandaríkjanna blöktu á milli trjánna. Margir fóru í sund, börnunum var skemmt með reiptogi og fleiri leikjum, hádegisverður var eldaður og allslags sælgæti fram borið. Um kl. 3 e.h. kallaði Sveinn Ólafsson, formaður íslend- ingafélagsins hér, fólkið sam- an. Bauð hann alla velkomna á samkomuna og flutti kveðju frá séra S. O. Thorlakson, ræðismanni Islands í San Francisco, sem er á ferðalagi um þessar mundir. Því næst flutti frú Gunn- hildur S. Lorensen minni frelsishetju Islands Jóns Sig- urðssonar. Prófessor Loftur Bjarnason frá The U.S. Naval Postgraduate School í Mon- terey, hélt fróðlega ræðu um fyrstu íslendingana, sem sett- ust að í Bandaríkjunum að undanskyldum Þorfinni karlsefni, en það voru Mor- mónarnir. Það var um 1854 að Samúel Bjarnason frá Vestmannaeyjum, ásamt konu sinni Margrétu og annari konu, Helgu Jónsdóttur, lagði upp í ferð til Bandaríkjanna, éftir að hann hafði tekið trú Mormóna. Settist hann að í Spanish Fork í Utah, á landi, sem Brigham Young gaf hon- um. Fleiri komu á eftir, og sagði prófessorinn frá þeim erfiðleikum, sem margt þessa fólks átti við að etja á leið- sögumanna sem færðu gest- unum mikinn fróðleik um sögu og þróun Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Sérstaklega mun sú ferð vera metin af þeim sem voru í Winnipeg-hópnum, því stanz- að var á hinu glæsilega heim- ili próf. Finnboga Guðmunds- sonar og konu hans, frú Krist- jönu Helgadóttur í Hafnar- firði sem veittu kaffi og kræs- ingar rausnarlega. Sunnudaginn þann 16 voru hátt á annað hundrað manns fluttir upp á Akranes í boði bæjarstjórnar þar. Fyrst var Framhald á bls. 8. inni vestur. Hann sagði, að íslendingarnir í Utah hefðu víða komið við mennta- og menningarsögu þess ríkis og að yfirleitt hefði þeim farnast mæta vel í hinu nýja um- hverfi. Að ræðunni lokinni var sungið og seinna um dag- inn lék Jóhann Sörenson á harmóníku. Meðal þeirra, sem kynnt voru, var Professor Haakon Hamre, kona hans og tveir synir, en Professor Hamre er yfir norrænu deildinni við há- skólann í Berkeley; ungur Bandaríkjamaður að nafni Peter Carleton með konu sína, Barbara, en þau kynntu sig sem Kári Marðarson og Þór- katla, og eru þau á förum til íslands, þar sem hann hefir áður stundað nám við háskól- ann og hyggst nú að lesa til doctorsprófs í íslenzkum fræðum (skáld 20. aldarinn- ar); Þórir Ólafsson og kona hans, Ingunn Valtýrsdóttir, með tvö ung börn, og eru þau hjónin frá Laugarvatni, hafa verið hér síðan í september s.l., en Þórir hefir Fulbright styrk og les efnafræði við Stanford háskólann; tvær ungar konur, sem eru ný- komnar til San Francisco, þær Katla Ólafsson, dóttir Ólafs >Ólafssonar, yfirlæknis á Sólvangi í Hafnarfirði og Alda Guðmundsdóttir Hall- dórssonar, og er hún önnur ai þeim tveim ungu íslenzku stúlkum, sem Pan American Airways réðu til sín sem flugfreyjur fyrir nokkrum árum. Einnig voru kynnt hjónin Lloyd og Dena Adam- son frá Filmore í S.-Kali- forníu, en frúin er systir Lofts Bjarnasonar, og Margrét Weber Halldórson frá Ari- zona. Þarna voru líka þær frú Bushnell frá Seattle og frú Eins og að auglýst hafði verið, hafði íslendingafélagið hér „Dinner Dance“ laugar- dagskvöldið hinn 15. júní í Móna Lísa matsöluhúsinu að 3343 Wilshire Blvd. í Los Angeles, en á þessum fína stað brosti Móna Lísa sínu blíða brosi og mjög umdeilda á síðari tímum. — Hinir tvístruðu íslendingar komu úr öllum áttum og á stuttum tíma voru þar saman komnir 140 manns, prúðbúið og glæsi- legt fólk á þessu dásamlega kvöldi um Jónsmessuleytið. Tom Croak hinn duglegi og nýji forseti félagsins setti samkomuna og bauð fólk vel- komið. Við hlið hans sat hin bjarta og fríða kona hans Jóhanna ólafsdóttir. Með Stefanie’Oddstad, en sú síðar- nefnda er á leið til íslands og Noregs í enda júlí mánaðar með syni sínum, Andres Odd- stad. Má að lokum segja, að úti- skemmtun þessi hafi lánast vel og verið öllum, sem hana sóttu, til hinnar mestu skemmtunar. G.S.L. fyrstu réttunum voru sungn- ir þjóðsöngvar Bandaríkjanna og Guð vors lands undir stjórn Gunnars Matthíassonar og undirspil hljómsveitar Alais Slovacek sem að líka spilaði á meðan matast var og svo fyrir dansinum til kl. 1% um nóttina. Þess má minnast að kona Alais er Þórdís Guð- jónsdóttir frá Húnavatns- sýslu; hafa þau átt heima í Hollywood árum saman. Síð- an var almennur söngur. Enda þótt að svo margir af fólki okkar séu nú fjarverandi þá virðist sem ætíð séu aðrir við hendina til þess að fylla í skörðin og var þessi góðra vina fundur engin undan- tekning hvað það snerti. Á meðal gesta frá íslandi var frú Ingibjörg ólafsdóltir; er hún kona hins kunna prests Neskirkjunnar í Reykjavík séra Jóns Thorarensen. Frú Ingibjörg, sem að er mjög höfðingleg kona, dvelur á heimili Borghildar og Guð- mundar Guðlaugssonar í nokkrar vikur. Þar var líka frú Ágústa Jónasdóttir, er hún í heimsókn hjá dóttur sinni og tengdasyni Donald Lucas í Framhald á bls. 5. 17. júní í Norður-Kaliforníu

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.