Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚNI 1963 Lögberg-Heimskringlo Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Autborized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Dr. Richard Beck: Ávöxtun dýrmætra ertða Ræða flutt á hátíSarsamkomu aS Mountain, N.Dak., 17. júní 1963. Mikið ánægjuefni er okkur hjónunum það, að eiga þess kost að taka þátt í þessari sögulegu samkomu, sem helguð er sameiginlega endurreisn hins íslenzka lýðveldis fyrir 19 árum og 25 ára afmæli þjóðræknisdeildarinnar „Bárunnar“. Eins og ég mun koma að síðar, þá fer ágætlega á því, að vér höldum með þeim hætti tvíheilagt hér í dag. En áður en lengra er farið, tel ég mér, sem íslenzkum ræðismanni hér í ríkinu, sérstaka sæmd að því að mega flytja ykkur eftirfarandi símkveðju frá hæstvirtum Forseta Islands, herra Ásgeir Ásgeirssyni: „Ég sendi innilegar kveðjur og árnaðaróskir frá heima- þjóðinni Þjóðernishátíð Vestur-lslendinga að Mountain og jafnframt sérstakar kveðjur til „Bárunnar" í tilefni 25 ára afmælishátíðarinnar.“ ÁSGEIR ÁSGEIRSSON. Ég veit, að þessi hlýja kveðja forsetans er töluð beint út úrlijörtum ættingja og þjóðsystkina vorra almennt heima á ættjörðinni, og að þar fylgir hugur máli; einnig er ég þess fullviss, að þessi kærkomna kveðja heiman um haf finnur djúpan og einlægan hljómgrunn í hugum vor Islendinga hérna megin hafsins. ísland á enn mikil og sterk ítök í hjörtum fjölmargra í vorum hópi. Þessi þjóðminningarhátíð, og hinar mörgu aðrar slíkar hátíðar, sem haldnar eru um þessar mundir víðs vegar meðal Islendinga hér í álfu, eru talandi vottur þess, hve glatt logar enn í glæðum íslenzkra ættarerfða og minninga vestur hér. Við þá elda er holt að verma hendur og hjörtu, því að í þeim eldum ólgar og streymir lífsþróttur þjóðar vorrar kynslóð eftir kynslóð, hertur og elfdur í baráttunni við hin andvígustu kjör öldum saman. Ég vék að því í málsbyrjun, að það sæmdi ágætlega, að halda hér samtímis Lýðveldishátíð og 25 ára afmælishátíð „Bárunnar". Öll vor þjóðræknislega viðleitni, og þá um leið aldarfjórðungsstarf þessarar deildar, stefnir að því marki að halda lifandi sem allra lengst íslenzkum þjóðernis- og sjálf- stæðisanda meðal vor Islendinga hér í Vesturálfu, og að varðveita og ávaxta í lengstu lög það, sem fegurst og líf- rænast er í dýrkeyptum menningararfi vorum: tunguna, söguna og bókmenntirnar. Endurreisn lýðveldis á íslandi 17. júní 1944 var sprottin upp úr þeim þjóðernis- og menn- ingarjarðvegi. Þess vegna er 17. júní, og verður alltaf, helg- aður þeim hugsjónum, sem miða að varðveizlu frelsis- og sjálfstæðisanda hinnar íslenzku þjóðar og dýrmætra menn- ingarerfða hennar. Með þeim huga sameinumst vér þá einnig löndum vorum beggja megin hafsins á þessum sigurdegi þjóðar vorrar, deg- inum mikla og langþráða, þegar hjartagróinn draumur henn- ar 'um endurheimt frelsi hennar og sjálfstæði rættist að fullu. Loks er hinn þráði dýrðardagur runninn, draumarnir rætast, frelsissigur unninn. Horfinna alda hetjuraddir óma, himininn regngrár sveipast morgunljóma. Þessar ljóðlínur urðu til í huga mínum að Lögbergi 17. júní 1944, og fór það að vonum. Enginn íslendingur, sem nokkuð verulega þekkir til ævi þjóðar sinnar, gat verið þar viðstaddur þann ógleymanlega dag, þegar lýst var að nýju lýðveldi á íslandi, svo að hann finndi eigi þyt sögunnar yfir höfði sér. Af þeim sjónarhól — helgistað þjóðarinnar — opnaðist útsýn langt og vítt yfir farinn íeril hennar. Saga hennar blasti við augum sem opin bók. Fleyg orð séra Matt- híasar Jochumssanar frá 1874 sóttu fast á hug minn stund- ina þá: Eitt er mest, að ertu ti'l, allt sem þú hefur lifað. Vissulega er það réttmæli um þjóð vora, og eitt sér dá- samlegt, en hitt er þó enn dá- samlegra, að þjóð vor skyldi eigi aðeins lifa af allar hörm- ungaaldir sínar, heldur jafn- framt halda vakandi hjá sér á öllum öldum harla merkilegu menningarlífi. Það er krafta- verkið mesta í langri ævi hennar. Að veðurfari var hann sannarlega allt annað en bjartur, sá langþráði dagur 17. júní 1944 að Þingvöllum, hellirigning og hvassviðri mestan hluta dagsins. En það skipti í rauninni engu máli, fögnuður þjóðarinnar var alltof almennur og djúpstæð- ur til þess, að fólk léti slíkt á sig fá. Rigningin og hvass- viðrið, þungskýjaður himin- inn, hurfu með öllu í vorljóma dagsins í hugum fólksins. Hann var og verður, eins og fagurlega og réttilega hefir verið um hann sagt: „Dagur frelsisins, dagur framtíðar- innar, dagur Islands.” Um hann leikur alltaf heiðbirta vordýrðar og sumarljóma í minningu okkar, sem báru gæfu til þess að lifa þann dýrð- lega dag í sögu þjóðarinnar. Enginn sá íslendingur, sem var að Þingvöllum þann dag, fær nokkuru sinni gleymt því, er forseti sameinaðs Alþingis lýsti yfir því að Lögbergi, að stjórnarskrá lýðveldis íslands væri gengin í gildi. Djúp þökk og sambærilegur fögnuður fylltu hugi hins mikla mann- fjölda á Þingvöllum, og allra hinna þúsundanna, sem í út- varpinu fylgdust með hinum áhrifamikla atburði, er mark- aði „merkustu tímamót í sögu þjóðar vorrar frá því að land byggðist“, eins og með réttu hefir verið sagt um endur- reisn hins íslenzka lýðveldis. Freistandi væri, að bregða upp fleiri myndum frá þess- um ógleymanlega degi í sögu þjóðar vorrar, en tímans vegna verð ég að láta mér nægja, að minna á einn annan meginþátt í hátíðarhaldi dags- ins, en það voru ávörp og kveðjur erlendra fulltrúa, sem allar voru þrungnar hlýju og virðingu í garð hinn- ar íslenzku þjóðar, einlægri aðdáun á mikilvægum og varanlegum skerf hennar til heimsmenningarinnar, og um annað fram á sviði lýðræðis- legs þjóðskipulags og bók- mennta. Virðulegum fulltrúa Bandaríkjanna, herra ambas- sador Louis G. Dreyfus jr., fórust meðal annars orð á þessa leið: •>,Land yðar var numið framgjörnum mönnum, er leituðu í vesturátt að full- komnu frelsi og sjálfstæði. I dag hefir takmarki þeirra loks verið náð. Það er eigi furða, þótt aðrir, sem báru sömu ósk í brjósti, hafi öldum síðar einnig leitað vestur á bóginn. Fyrir meir en þúsund árum var stjórn valin á Þing- völlum, þar sem vér stöndum nú, og þing stofnað með lög- gjafar- og dómsvaldi. Alþingi, elzta þing heimsins, er al- mennt talið mesta framlag ís- lendinga til þróunar fulltrúa- þings og þjóðmálastofnana. Loginn, sem hér var tendrað- ur, læstist um öll lönd, þau er frjálsir menn byggja. Mann- kynið mun aldrei gleyma þeirri skuld, er það á Islandi að gjalda.“ Þetta er vel mælt og drengilega í garð íslenzku þjóðarinnar, og getur verið oss íslendingum áminning um að sýna í verki trúnað við sögulega og menningarlega arfleifð ^vora. Og þá er ég kominn beint að þjóðræknis- legri viðleitni vorri og starf- semi deildarinnar „Bárunn- ar“. I 25 ár hefir hún unnið sitt þarfa starf í anda hinnar þríþættu stefnuskrár Þjóð- ræknisfélagsins, sem vert er að rifja upp við þetta tæki- færi, en hún er á þessa leið: 1. Að stuðla að því af fremsta megni, að Islending- ar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi. 2. Að styðja og styrkja ís- lenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi. 3. Að efla samúð og sam- vinnu meðal íslendinga aust- an hafs og vestan. Með samkomuhöldum, sem hún hefir beinlínis staðið að eða átt hlutdeild að, hefir „Báran“ unnið að þessu marki. Á vegum hennar hafa komið hér fram á samkom- um margir af kunnustu ræðu- mönnum vor íslendinga, og aðrir ágætir skemmtikraftar innan byggðar og utan. Meðal annars stóð deildin að söng- samkomu þeirra Egger.ts Stefánssonar söngvara og frú Guðmundu Elíasdóttur söng- konu. Ennfremur átti deildin á sínum tíma hlut að farsælli söngkennslu Ragnars H. Ragnar, sem fólk minnist enn með þakklæti, og í tvö sumur, að söng- og íslenzkukennslu frú Hólmfríðar Daníelson, sem einnig bar mjög góðan árangur. Óhætt má þó segja, að mesta og mikilvægasta afrek deildarinnar hafi verið starf hennar að undirbúningi söng- samkomu og heimsóknar Karlakórs Reykjavíkur haust- ið 1946, er tókst með miklum ágætum. Naut deildin fram- úrskarandi samvinnu byggð- arfólks, en söngmennirnir dvöldu á heimilum þess. Var söngsamkoman og heimsókn söngmannanna sögulegur við- burður, öllum til hinnar mestu ánægju, og geymist minningin um komu þeirra lifandi í þakklátum hugum fólks hér. Margir koma, að vonum, við sögu „Bárunnar“ á 25 ára ferli hennar, en ég fæ aðeins nefnt þá, sem gengt hafa að- alembættum í deildinni á tímabilinu 1938—1963, og aðra núverandi embættis- menn, og fer þar eftir upp- lýsingum frá núverandi rit- ara: Forsetar: S. S. Laxdal, fyrsti forseti, í þrjú ár; W. G. Hillman, í tvö ár; H. T. Hjaltalín, í þrjú ár; Ragnar H. Ragnar, í eitt ár; séra E. H. Fafnis, í tvö ár; H. B. Grím- son, í tvö ár; og núverandi forseti, G. J. Jónasson, í 12 ár. Ritarar: Thorlákur Thor- finnsson, fyrsti ritari, í fimm ár; Á. M. Ásgrímsson, í tvö ár; Kristján Kristjánsson, í eitt ár; V. A. Björnson, í tvö ár; Ó. G. Johnson, núverandi fjármálaritari, í eitt ár; og nú- verandi ritari, H. B. Grímson, , 14 ár. Þessir hafa skipað sess féhirðis: Chris Indriða- son, fyrsti féhirðir, í 7 ár; Jóhannes Anderson, í 9 ár; Haraldur Ólafsson, núverandi vara-ritari, í 4 ár; og núver- andi féhirðir Joseph Ander- son, í 5 ár. Aðrir núverandi embættismenn eru S. A. Björnson, vara-forseti; H. J. Björnson, vara-féhirðir; Fred Hailldórson, vara-fjármála- ritari; og Chris Guðmunds- son, skjalavörður. I nafni núverandi forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Philips M. Pétursson, og í eigin nafni sem fyrrv. forseti félagsins, votta ég öllum fyrr- verandi og núverandi em- bættismönnum „Bárunnar“, og öðru félagsfólki hennar, hjartanlegar þakkir fyrir trúnað þeirra við málstað félagsins og störf þeirra í þágu þess. Jafnframt flyt ég deildinni innilegar kveðjur og heillaóskir af hálfu forseta Þjóðræknisfélagsins, stjórn- arnefndar þess og félagsfólks þess í heild sinni. Er það ein- læg ósk vor allra, að „Báran“ megi rísa sem hæst, í bezta skilningi orðsins, í framtíðar- starfi sínu, og halda með þeim hætti áfram að bæta við þann ágæta skerf, sem hún hefir þegar lagt til aukinnar menn- ingar og fjölskrúðugra félags- lífs hér í þessari söguríku og blómlegu byggð, sem á sér nú í sumar 85 ár að baki. Á þessari hátíðarstundu minnumst vér þá einnig hinna mörgu, karla og kvenna, sem hér stofnuðu íslenzk byggð- arlög, breyttu auðninni í víð- lend og frjósöm akurlönd, og lögðu traustan grundvöll að íslenzku félags- og menning- arlífi. Þeir ruddu brautina oss hinum, sem síðar komu. Það skyldi ávalt munað og metið að verðugu. En með varðveizlu og á- vöxtum hins göfugasta og líf- rænana í íslenzkri ættar- og menningararfleifð vorri sýn- um vér holla trúmennsku við Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.