Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1963 5 ln Memoriam John Lawrence Thompson Jack Thompson died on March 16, 1962, in Pough- keepsie, N.Y., after a sudden stroke. His was truly a many- sided mind; his was the warmth of soul which touch- ed alive each of us with whom he came in contact. And in this breadth of mind and big- ness of heart lies the irony of Jack’s sudden call to his Maker’s home at the age of 32. He was 31 — would be 32 following Sept. 14. John Lawrence Thompson We cannot relate it all here. Yet we, his classmates, can pause for a moment and re- call the ways of camaraderie with which he touched us, perhaps through the N.R.O. T.C., the Glee Club, the Yacht Club, the Westminster Fel- lowship, the Nassau Country Club, or 3 North Dod Chowder and Marching So- ciety. When Jack’s fellow Prospect Club members elected him their vice-presi- dent, and when the American Whig-Cliosophic S o c i e t y elected him to vice-president, then to the Woodrow Wilson Honorary Debate Panel, and finally honored him with permanent life membership, it was as much in recognition of Jack’s inate worth as a man as of his widespread popu- larity. Those with whom we share the loss of our classmate in- clude his fellow faculty mem- bers at the U. of Pennsyl- vania, Drexel Institute of Technology, and the Dutchess County Community College where Jack successively taught Sociology as instruc- tor and professor; his fellow salts from the U.S.S. Ediste; and the friends he made in India during his Ford Found- ation-awarded studies there. Most of all, our memories are sympathetically shared with Jack’s surviving family; his wife, Mary Thompson, his boys, Jon, Danny and Tim, and with his parents, Norman and Laurel Thompson. It is given to few to touch so many so deeply in so short a span. He shall be sorely missed, yes, but loved and remembered ever. The Class of 1952. Þessi ungi og glæsilegi maður var sonur Norman Thompson frá Pelican Rapids, Minn., og konu hans Láru dóttur Stefáns Johnson og Hólmfríðar Hjaltalín Johnson sem lengi bjuggu að Upham, N. Dakota (Sjá Söguþætti Landpóstanna, Vol. I. Page 208.) Ummælin sem hér birt- ast voru prentuð í vikublaði Princeton háskólans, en hann útskrifaðist þaðan með hárri einkunn vorið 1952. þakkir íslendinga allra. Hér vóru nýlega á ferð Árni Kristjánsson píanóleikari; frú Áslaug Zoega Bénediktsson, er hún ekkja Halígríms Bene- diktsson og móðir hins unga og duglega borgarstjóra í Reykjavík Geirs Hallgríms- sonar. Frú Áslaug á hér ætt- ingja og vini. Líka var hér á ferð Hólmfríður blaðakona frá Reykjavík. í þessum mánuði fer til Is- lands Guðmundur Þorsteins- son, er hann Borgfirðingur að ætt og ætíð manna fyrstur að rétta hjálpar hendur þeim, sem að þeirra þurfa með; er hann látinn af störfum og ferðast mikið utan lands, sem innan. 4. maí þ. á. vóru gift í Las Vegas, Nev. Gunnar Sverris- son og Kristín ólafsdóttir frá Reykjavík. Við giftinguna aðstoðuðu þau Halla Haralds- son og Engilbert Ólafsson á- samt frú Svövu Valdimars- dóttur Moore, sem túlkaði á íslenzku allt sem að hinn lúterski prestur sagði á ensku. Skúli G. Bjarnason ar spilaði G. J. Jónason á harmoníku. Allir dagar eiga kvöld, eða kannske væri réttara að segja — allir dagar eigi nótt. Forseti samkomunnar þakk- aði þeim sem komu, og þá var risið úr sætum og sungið af öllum Eldgámla ísafold og My Country ’t is of Thee. Þá var sezt að kaffi og spjallað saman, rúman hálf- tíma um daginn og veginn. A.M.A. Frá Mountain N. Dokota 17. júní í Los Angeles Framhald frá bls. 1. Costa Mesa. Thomas og Unn- ur Jónsdótíir Camada frá Long Beach, dvaldi hann í 10 ár á íslandi og sagðist elska Island. Frá San Petro var Lalla Young með Lóu Young, dóttur sinni; er hún ættuð úr Húnavatnssýslu. Með þeim var Inga Walerhouse frá Sunny Vale Cal., ættuð úr Reykjavík. Nýkomin frá Islandi var Hulda Eiríksdóilir, er hún systir Eyólfs Erikssonar í West Covina. Ben og Alda Palasky frá Fountana, Cal.; var Ben á Islandi í 14 ár og hefur gott vald á Islenzku. Þá voru þarna Mr. and Mrs. William Haache, var hún áð- ur Þorbjörg Jónsdóttir, kenn- ari frá Kópaskeri. Með þeim voru Mr. and Mrs. Mac- Lachlan frá Manchester Eng- landi. Kom þetta fólk frá Kanada með börn sín fyrir um 3 árum. Það væri synd að segja, að eigi hafi verið bjart yfir íslendingum og vinum þeirra í Los Angeles 15. júní 1963. Það er sannarlega ánægju- legt hve margir færa sér í nyt hinar freistandi sam- göngur landa á milli. Fólk, sem að farið er til íslands. Olive Swanson og Rose Mary Me-Finnes frá Long Beach Frá Tujunga, Mrs. Kristi- jana Echman með 2 börn sín. Jónas Kristinsson ásamt móð- ur sinni, Jóhönnu Guðlaugs. Guðrún og Hörður Jóhannes son, sonur þeirra Örn og kona hans Systa. Halla og Hal Linker eru nú á Póllandi; hafa þau nú tekið myndir í um 100 löndum. Vóru þau sæmd heiðursmerki frá Finnlandi nýlega fyrir störf sín í þágu Finnlands. Þau hafa nú komið fram í 7 ár vikulega. Og oft er það hið eina sem að fjöldin veit um ísland, kynning sú sem að Halla og Hal hefur veitt þeim, eru þau ágæt til þess að fræða hina ófróðu, og eiga 17. júní rann upp hlýr og fagur, eins og svo margir aðrir júnídagar gera hér í Miðvestrinu, fyrri part dags skýjað loft en þá léttskýjað, seinni part dagsins dró upp bliku í norðri og gerði þéttan skúr. Þeir .sem mæla regn- fall í þumlungum skýra frá, að síðan seinustu dagana í maí til 14. júní hafi rignt frá 8 til 13 þumlunga í Pembína, Walsh og Cavalier Counties. Þetta varð of mikið vatn fyrir jörðina og sána akra, svo stöðuvötn mynduðust, og þar eru uppskeru horfur al- gjörlega tapaðar, svo hundr- uðum ekrum skiptir. Á hinn bóginn, þar sem hæfilega mikið regn kom er útlitið gott, og menn muna ekki eins öran vöxt til dæmis á engja- landi og bithaga. Nú er 17. júní ár hvert orð- inn einn of hátíðisdögum Is- lenzku þjóðarinnar, á svipað- ann hátt og 4. júlí er þessari þjóð, 17. marz Irlandi og 17. maí Noregi. íslendingar hér beggja megin landamæralínunnar, hafa sum árin síðan 1944, reynt að samgleðjast heima- þjóðinni, með því að koma saman, flytja ræður og syngja ættjarðar söngva. Hafa þessar samkomur oft verið haldnar að deginum undir heiðbláum himni, en einnig stundum regni, og svo aðrar að kvöldi, þegar önnum dagsins var lokið. Stjórnarnefnd deildarinnar Báran gekk ekki dulin, að eftir því sem tímar líða, er að verða erfiðara aðstöðu, með samkomur eingöngu á ís- lenzku, og er það í raun og veru ekkert undrunar efni; hitt gegnir meiri furðu að eft- ir hartnær 85 ár, er íslenzka enn töluð og sungin og það af börnum og unglingum. Þarf svo ekki að hafa fleiri orð um þetta atriði, má aðeins bæta við að stjórnarnefnd Báru sýndi kjark og dugnað, og auglýsti samkomu að Moun- tain, mánudagskvöldið 17. júní kl. 8. Mun nokkru hafa valdið áhuga hennar að boða fólk til Mountain þetta kvöld — að deildin átti 25 ára af- mæli. Því miður voru of mörg sæti auð í samkomuhúsinu á Mountain, og var það slæmt, því dagskráin reyndist hvor- tveggja í senn fjölbreytt og skemmtileg. Formaður Báru G. J. Jóna- son, hafði stjórn í sínum höndum, og var í byrjun sungið af öllum „Hvað er svo glatt“ eftir Jónas Hall- grímsson og sem hann nefnir — Vísur íslendinga. — Mrs. S. A. Björnson spilaði undir. Bæjarstjórinn Arnold Christ- jánson flutti stutt ávarp á ensku. Kathleen Shepherd 12 ára gömul, íslenzk í móðurætt — söng tvö lög „Bí bí og blaka“ og „Draumalandið“, öllum til yndis og ánægju. Amma hennar Mrs. Björnson við hljóðfærið. Þá flutti sam- komustjórinn ræðu og í lok hennar gott kvæði eftir sjálf- an sig, helgað íslandi og þá sérstaklega bernsku stöðvun- um í Skagafirði, sem hann aldrei gleymir. Curtis Olafson 9 ára að aldri sonur Mr. og Mrs. Valdi Olaf- son söng með skærri barns- rödd fyrsta erindið í kvæði Hannesar Hafsteins: „Ég berst á fáki fráum o. s. frv. Þessi ungi sólóisti slapp ekki með þetta en varð að syngja tvö aukalög. Hið blíða var, sig býr í skrúð og Stóð ég úti í tunglsljósi. Móðir þessa unga einsöngv ara Mrs. Olafson spilaði und- ir, bæði hann og Kathleen fengu mikið lof fyrir söng og frammistöðu alla. Næst flutti dr. Richard Beck aðalræðuna, sem birt er í þessu blaði, og var honum þakkað með lof í lófa. Fjórir ungir menn sungu þrjú ensk lögf gerðu þeir prýðilega — nöfn þeirra eru: Bob og Dean Ólafson — bræður — Alfred Sigfúson og Pálmi Jónason. Mrs. R. Beck sýndi myndir frá Islandi sem teknar voru víðsvegar um landið árin 1953 og 54 — útskýrði hún myndirnar á ensku, jafnóðum og þær komu á tjaldið. Allar voru þessar myndir vel tekn- ar og mjög skýrar af fossum og fjöllum alskonar landslagi, borgum og bæjum, var Mrs. Beck þakkað fyrir með lófa- klappi. Á meðan beðið var eftir að myndirnar yrðu sýnd- Ávöxtun dýrmæira erfða Framhald frá bls. 4. hið bezta og djúpstæðasta í eðli voru. Jafnframt leggjum vér með þeim hætti stærstan og varanlegastan skerf til hérlendrar menningar. Það var einmitt þetta, sem Stephan G. Stephansson hafði í huga og færði í snilldarleg- an orðabúning í hvatningar- kvæði sínu til Þjóðræknis- félagsins við stofnun þess fyrir nærri 45 árum: Nú skal bera á borð með okkur bót við numinn auð, margar aldir ósáð sprottið íslenzkt lífsins brauð. Allt, sem lyfti lengst á götu, lýsti út um heim, nú skal sæma sveitir nýjar sumargjöfum þeim — sumargjöfum öllum þeim! Að málslokum vil ég svo biðja þessari fögru byggð og landinu góða, sem vér búum í og eigum einu þegnskuld að gjalda, ríkulegrar blessunar um ókomin ár. Einnig veit ég, að ég mæli fyrir munn vor allra, þegar ég bið ættlandinu kæra heilla- og blessunar í þessu hjartnæma erindi úr hinu ágæta verðlaunakvæði Huldu skáldkonu 1 tilefni af endurreisn lýðveldisins 1944: Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt all þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði ísland ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. ^penhagen Heimsins bezto munntóbak

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.