Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚNÍ 1963 7 Björn Axelsson frá Reykjavík útskrifaðist frá Georgia Institute of Techn- ology í Atlanta, Georgia 8. júní s.l. Hann hafði áður lok- ið prófi í Textile Engineering við Halifax Technical College á England. Hann er kvæntur Catherine Murphy frá Boston, Mass. og eiga þau eina dóttur Karen. Björn dvaldi í Los Angeles s.l. sumar en vinnur sem stendur fyrir Aluminum Co. of America í Tennessee. Syst- kini hans þau Elizabet, Thomas og Axel Axelsson hafa átt hér heima í mörg ár. Þau eru börn hinna kunnu hjóna Axels Ketilssonar, kaupmanns á ísafirði, síðar eiganda Soffíu vérzluninnar í Reykjavík, og konu hans Ólafar Björnsdóttur frá ísa- firði. Axel og Ólöf eru nú bæði látin. Björn faðir Ólafar var son- ur Guðmundar Zakaríassonar er bjó í Tungu í Steingríms- firði, drukknaði á bezta aldri frá konu og fjórum börnum. Ekkjan, ásamt þremur börn- um sínum, flutti til Ameríku og ein af dætrum hennar giftist Magnúsi Snowfield að Mountain N. Dakota, um feril hinna barnanna er ættingjum þeirra ókunnugt. Ketill faðir Axels, var Magnússon fæddur að Laug- arbökkum undir Ingólfsfjalli, lærði skósmíði hjá Birni Kristjánssyni í Reykjavík og stundaði þá iðju til æfiloka á Isafirði. Þess má líka geta að hinn kunni læknir í Álaborg í Dan- mörku Kristján Ó 1 a f u r Björnsson er móðurbróðir þessara systkina. Dvaldi frú Ólöf árum saman í Danmörku hjá bróður sínum og yngsta stúlkan, sem nú er hjúkrunar- kona í Álaborg ólst alveg upp á vegum Kristjáns læknis. Kristján er ókvæntur og hef- ur nú dvalið erlendis í 55 ár og haldið þjóðerni sínu prýði- lega vel enda gáfaður og hinn mætasti maður. Skúli G. Bjarnason. Nokkur orð um fratfroveringar Tattoveringar er gamall sið- ur. Við þekkjum áhuga margra á því að láta tattovera sig, þegar þeir fóru fyrst til sjós, og þóttust af því meiri menn. Skemmtileg konu- mynd, kvennanöfn, skútur, akker o.fl. voru helztu mynd- ir, sem menn létu skreyta sig með. Áður en rafmagnsáhöldin, sem nú eru notuð við svona skreytingar, komu til sögunn- ar, var um sérlega kvalafull- ar aðgerðir að ræða við tatt- overingar. En nú eru komin áhöld til þess, sem valda ekki eins miklum þrautum. Þrátt fyrir það fækkar óðum þeim, sem láta tattovera sig. Árið 1816 var sjóliðsforing- inn Rutherford tekinn til fanga ásamt 5 félögum sínum af Maróíum, sem eru frum- byggjar Nýja-Sjálands. Hjá þessum þjóðflokki dvöldust þeir í 10 ár og voru teknir inn í samfélag Maróríanna. Við inntökuna gengust þeir undir ákveðna athöfn. En hún var fólgin í sérstakri tattover- ingaraðgerð. Sjóliðsforinginn lýsti athöfninni á eftirfarandi hátt: „Sérhver okkar var tek- inn og haldið af tveimur sterkum mönnum, meðan tattoveringarverkið var unn- ið. Tattoveringarmaðurinn bjó til þykka leðju sem lituð var trékolum. Niður í leðjuna dýfði hann meitli, sem gerður var úr beini. Hann beindi síðan meitlinum að húð okk- ar, og rak hann inn með hamri. úr sárinu blæddi á- kaflega. Tattoveringarmaður- inn strauk blóðið í burtu og athugaði, hvort vegsummerk- in væru nægilega greinileg. Ef ekki, beitti hann verkfær- inu á ný í sama farveg. önn- ur tæki voru einnig notuð, var eitt gert úr hákarlstönn og annað líktist tannhvassri sög. Meðan á aðgerðinni stóð, hreyfði ég mig ekki, og ekki gaf ég frá mér eina stunu, enda þótt kvalirnar væru næstum óbærilegar,“ sagði sjóliðsforinginn. „En félagar mínir veinuðu átakanlega. í fjórar klukkustundir vorum við tattoveraðir með ýmsum áhöldum og hold okkar var bólgið í 3 daga. Ég var 6 vik- ur að ná aftur styrkleika mínum eftir aðgerðina." Orðið tatíovera kemur úr tahitiska orðinu „tatau,“ sem þýðir að mynda sár, og það var einmitt gert í lýsingunni hér á undan. Enn kvalafyllri eru áreið- anlega aðferðir, sem frum- stæðari þjóðir nota við tatt- overingu, en þar er aðferðin framkvæmd án nokkurrar leðju eða áburðar, sem vissu- lega dregur nokkuð úr sár- saukanum. Hvers vegna eru menn að tattovera sig? Margir fræði- menn hafa leitazt við að svara spurningunni. Einn þeirra er enski heimsspekingurinn Her- bert Spencer. Hann áleit, að siðurinn ætti rót sína að rekja til blóðfórna, sem færðar vóru við lát manna. Það er einnig staðreynd, að ýmsir þjóðflokkar á Suðurhafseyj- uín notuðu sorgartattovering- ar við lát vina sinna, en þá tattorveruðu þeir viðkvæm- ustu staði líkamans, svo sem tunguna. Er hún þó vissulega ekki áberandi staður til skreytingar. Þessi aðferð rennir stoðum undir það, að tatoveringar séu meira en skreytingaraðferð. Frumstætt fólk tattoveraði sig einnig ' til þess að refsa sjálfum sér fyrir það að hafa myrt einhvern mann. Einnig var tattovering notuð til þess að hræða burt óvini. Tattover- ingar voru og framkvæmdar til að þóknast forfeðrum sín- um, og þá ekki sízt til að geta litið sæmilega út, er komið væri til fyrirheitna landsins eftir dauðann. Til er mynd — sú elzta sinnar tegundar — af höfð- ingjasyninum Timotiti á Marquesaseyjum. Myndin er frá árinu 1790. Sést þar, að andlit mannsins er eins og klofið ofan frá og niður með svartri rák, sem var tattover- uð á það. Átti þetta að merkja, að hann væri skyldur að hefna föður síns, sem myrtur var af óvinum. Tattovering þótti einnig vörn gegn skæðum sjúkdóm- um. í nytsamlegum tilgangi voru systkin tattoveruð til að koma í veg fyrir kynmök bræðra og systra. í Japan voru tattoveringar aðeins stundaðar í þeim til- gangi að prýða fólk, og fengu þá aðeins fyrirmenn að njóta skreytingarinnar. Konungar og herforingjar notuðu tattoveringar til að senda leynileg skilaboð sín á milli. Tóku þeir þá þræla og rökuðu höfuð þeirra. Síðan voru skilaboðin tattoveruð á höfuðið og hárið svo látið vaxa út. Þegar þrællinn var aftur orðinn vel hærður, var hann sendur af stað með skilaboðin. Að sjálfsögðu gekk þetta ekki of fljótt fyrir sig, en á þeim tíma lá engum sérlega mikið á og gilti einu hvort styrjöld ríkti eða ekki. Lífinu var sannarlega tekið með ró. 1 síðustu heimsstyrjöld létu Þjóðverjar tattovera blóð- flokkastof hvers einasta her- manns þeirra á vinstri u-pp- handlegg. Kom það áreiðan- lega mörgum að góðu gagni. Fyrstu íbúar Evrópu, sem tóku upp á því að láta tattov- era sig voru sjómenn. Það var ekkert undarlegt við það. Sjó- mennirnir voru fyrstir, að kynnast hinum frumstæðu þjóðum á landafundaferðum sínum. En áhrifin, sem sjómenn- irnir urðu fyrir hjá frum- stæða fólkinu, voru gagn- kvæm. Sjómennirnir lærðu tattoveringar, en afkomendur upphafsmanna tattoveringa tóku upp ýmsar myndaeftir- líkingar, sem sjómennirnir létu tattovera á sig. Þannig gleymdu afkomendur frum- byggjanna upphaflegri þýð- ingu tattoveringarinnar, sem eins og fyrr er getið, var gerð í félagslegum og trúarlegum tilgangi. Alltaf öðru hverju hefur það verið tízkufyrirbæri að láta tattovera sig. Síðasta tízkfyrirbrigðið af þessu tagi breiddist út um Evrópu á seinni hluta 19. aldar. Englendingurinn Suther- land Macdonald, var þess tíma mikli tattoveringarlista- maður. Dagblöðin sögðu mik- ið frá skreytingum hans á kóngafólki og öðrum fyrir- mönnum. Sutherland sótti oft fyrirmyndir sínar til litskrúð- ugra japanskra tréskurðar- mynda. Eitt sinn skreytti hann brjóst frægrar leikkonu, Ellen Terry, með mynd af Shake- speare. Já, amerísk listakona lét hann tattovera á brjóst sín ,,Kvöldmáltíðina“ listaverk Leonardo Da Vincis. Af öðrum frægum tattover- ingarmönnum má nefna bræðurna Riley, sem störfuðu bæði í Englandi og Ameríku, South og Burchett í London og Thomson í Norfolk. 1 byrjun þessarar aldar var í tízku og mjög vinsælt á Frakklandi, að konur létu tattovera ýmsar fataeftirlík- ingar á líkama sinn t.d. var algengt að sundskýlueftirlík- ing var vandlega tattoveruð um lendar kvennanna. 1 frönsku stjórnarbylting- unni tíðkaðist að láta tatto- vera á líkama sinn pólitísk slagorð. Smá skemmtisaga er sögð um Karl 14., Jóhann, sem var forfaðir sænsku konungsfjöl- skyldunnar. Hann var áður franskur marskálkur. Einu sinni fékk hann alvar- legt nýrnasteinakast, og til þess að lina kvalirnar ætluðu líflæknar hans að taka af honum blóð. 1 lengstu lög færðist hans hátign undan því að rétta fram handlegginn, sem læknarnir vildu taka blóðið úr. Að lokum gafst hann þó upp vegna óbæri- legra þrauta. Og til allrar ó- hamingju gátu nú læknarnir lesið af óafmáanlegu letri orðin, Mort aux rois, drepið konungana. Óafmáanlegu? Já, á þeim tíma var aðeins með tvennu móti hægt að ná óheppilegri tattoveringu af sér. í fyrsta lagi með því að skera burtu húðflötinn, sem myndin var á og fá þar með ljótt ör. 1 öðru lagi var hægt að tatto- vera aðra mynd ofan í þá gömlu og þannig afmá þá fyrri. Reyndar voru til ýmis Framhald á bls. 8. On a Visil io Iceland Framhald frá bls. 2. (Lutheran Cathedral) which is across the street from Ice- land’s Parliament building. There are a number of beauti- ful statues erected in various parts of the city which in- clude a statue of Leif Eiríks- son very similar to a statue erected in his memory on Shilshole Bay in Ballard. The statue here was given and paid for by the U.S. Govern- ment and raised in the year 1930 in commemoration of the millennium when the Parlia- ment of. Iceland was founded in the year 930. Sightseeing in the capital city shouíd include a visit to the University, the hot springs reservoirs, the mus- eums, the Cathedral and the Althing (Parliament build- ing). Some of the main attrac- tions for visitors are the Gullfoss (Golden Falls), a beautiful waterfall about 70 miles from Reykjavík and the great Geysir, the famous hot springs from which spouts a jet of boiling water nearly 200 feet in the air^ The care- ful planning of our chartered trip and the tremendous wel- come received by all of our group in Icelaíid was fan- tastic and we have never experienced such hospitality. All our party have been taken on tours by bus and ferry and entertained at the home of the Honorable Ásgeir Ásgeirs- son, President of the Re- public of Iceland. The coastline of Iceland is 3,700 miles. The road system now has a total length of 5,625 miles. Iceland has about 30 active volcanoes. About 20% of thecountry is covered by post-glacial lava-flows and about 80% is uninhabited. About 97% of the total population are members of the state church (Lutheran). The study of religion is in- cluded in the curriculum of the schools, beginning with the first grade through junior high school. There are about 115 clergymen and parishes in all of Icelánd so far as the state church is concerned. Under the authority of the Government one of the Lut- heran clergymen is the youth director for all of Iceland and one of the principal organiz- ations for such activity is the YMCA which is considered in this country as an arm of the church. In recent years, the travel- ling public has gradually been “discovering” Iceland. The number of visitors is increas- ing each year and tourists from all over the world enjoy their stay in this country which is so different from any other. I have been a member of a service club, known as Rotary International for more than 20 years and have a reason- ably good record for perfect attendance. All of Iceland is in Rotary District 126, has 15 clubs and 487 members. The landing of our charter- ed airplane is considered by all newspapers published in this land.as a historical event in that this was the first' non- stop passenger flight from the West Coast of America to Iceland. In the preparation of this news article, it has been my privilege to have the steno- graphic services from a mem- ber of the staff of the United States Embassy located in the city of Reykjavík.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.