Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 27.06.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚNI 1963 Úr borg og byggð Kafli úr bréfi til Skúla G. Bjarnasonar frá hinum mæta manni og góða lækni Krist- jáni J. Backman í Winnipeg. „Mig sundlar yfir öllu sem að ég er búinn að sjá og kynnast á viku tíma síðan að við komum til Islands. Gest- risni og höfðinglund íslend- inga og svo öllum dásemdum landsins, fjöllum og fyrnind- um, grænum grundum, ám, fossum og lækjum. Höfum komið að Arnarbæli, þar sem að Ólafur Johnsen faðir konu minnar var fæddur og Hákoti á Álftanesi, þar sem að Sig- þrúður móðir hennar var fædd. Sunnudaginn 16. þ.m. förum við með skipi til Akra- nes, í heimsókn til ættingja konu minnar en 22. þ.m. för- um við með skipi í kringum landið. Allt leikur í lyndi og ferðin sem að af er, tekið fram öllum vonum okkar og er þá mikið sagt! Kristján. ☆ Úlvarpsræða 17. júní Á _ sjálfan Lýðveldisdaginn, 17. júní, flutti Útvarpsstöð Ríkisháskólans í Norður-Da- kota (KFJM) 15 mínútna ræðu, sem dr. Richard Beck hafði talað á segulband í til- efni dagsins, og fjallaði um Framhald frá bls. 1. gengið til kirkju og hlýtt messu hjá séra Jakob Jóns- syni, presti Hallgrímssafnað- ar í Reykjavík, en síðan var gestunum skift tveim til átta á heimili borgaranna, sem veittu þeim sem týndum son- um og dætrum, sýndu þeim bæinn og fluttu þá að kvöldi á gistihúsið til að sitja veizlu í boði bæjarstjórnar. Að því loknu stigu gestir aftur á skip og höfnuðu í Reykjavík stuttu fyrir miðnætti. Ekki verður að þessu sinni reynt að lýsa 17. júní í Reykjavík, en Svíi einn sem hér var staddur sagði að hér hefði hann notið hinnar glæsilegustu hátíðar sem hann hefði nokkurntíma séð á ferðum sínum um fjórtán lönd í Evrópu. Þó munu Vestur-ísl. sem hér voru enn síður gleyma þriðjudeginum 18. júní. Um fjögur leytið mættu þeir við Austurvöll. Voru þeir fluttir þaðan í fjórum stórum fólks- þílum í boði Forseta íslands til Bessastaða. Forseti, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir tóku fyrst móti gestum í Bessastaðakirkju. Bauð hann þá velkomna með sinni alkunnu ljúfmensku, sagði sögu staðarins og kirkj- unnar og bauð þeim síðan að ganga til stofu og þiggja veitingar sem þar biðu á borðum. Forseti og frú Dóra fögnuðu hyerjum gesti í stofu- dyrum og er það ótrúlegt hve marga þau þekktu frá sinni stuttu heimsókn til Kanada íslenzka stjórnfrelsisbaráttu og menningarframlag hinnar íslenzku þjóðar. Gifting Laugardaginn 22. júní voru gefin saman í hjónaband af séra Kolbeini Simundson í Mikleyjarkirkju, Hecla, Man., þau Vivien Kristín, dóttir Mr. og Mrs. Gustaf A. Williams, Hecla, og Ewald Alfred Bautz, sonur Mr. og Mrs. A. Bautz, Middle Lake, Sask. Fjölmenn og vegleg veizla fór fram í Hecla Hall, er Jerry Thomsen frá Winni- peg stýrði. Margt ungt fólk eyjarinnar skemmti með söng, Ingibjörg Jónsson mælti fyrir minni .brúðarinnar en Worthy Scotward frá Gunnar Mines, Sask. fyrir minni brúð- gumans, ýmsir fleiri tóku til máls. Foreldrar brúðgumans, systkini og venzlafólk frá Middle Lake sóttu brúðkaup- ið, ennfremur föðursystir brúðurinnar, Mrs. V. Val- gardsson og börn hennar, Norman Valgardson og Mrs. Clarke frá Moose Jaw og Mr. og Mrs. Stan Walter og Sandra frá Regina, og margt fleira utanbyggðar fólk. Heimili Mr. og Mrs. Ewald Bautz verður að Gunnar Mines, en hann er verkstjóri við námurnar. fyrir tveim árum. Óhætt er að fullyrða að enginn annar þjóðhöfðingi kemst nærri Forseta íslands í þeirri list að fagna gestum sínum sem vinum og sjá þá kveðja með aukinni virðingu fyrir persónunni og embætt- inu. Um kvöldið nutu V.-ísl. aftur gestrisni Þjóðræknis- félagsins í Reykjavík á Hótel Borg. Hófinu stjórnaði for- maður félagsins Sigurður Sig- urgeirsson og var það auðvit- að stærsta boð sem félagið hefir haldið vestur-ísl. gest- um. Séra Jón Guðnason flutti ávarp til gestanna fyrir hönd félagsins. Aðrir sem skemmtu voru frú Anna Guðmunds- dóttir, Mrs. Guðný Thorvalds- son frá Los Angeles, Vigfús Guðmundsson, Sigurbjörn Sigurðsson frá Vancouver (kveðjá í ljóðum frá dr. Sveini Björnssyni), Snorri Gunnars- son fararstjóri stóra hópsins af Kyrrahafsströndinni, W. J. Lindal dómari, Árni Jónsson óperusöngvari og T a n i Björnsson frá Seattle. Enn eiga gestirnir boð frá ýmsum átthagafélögum og Eimskipafélagi íslands. J.F.K. Civil Defence says: — Radioactive fallout is a dust not a gas; it does not seep it settles; it can be washed off. Meíro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. „Mér er um og 6” Einu sinni var maður nokk- ur austur í Mýrdal, sem gekk hjá klettum við sjó fram að morgni dags fyrir fótaferð. Hann kom að hellisdyrum einum. Heyrði hann glaum og danslæti inni í hellinn, en sá mjög marga selshami' fyrir utan. Hann tók einn selshám- inn með sér, bar hann heim og læsti hann ofan í kistu. Um daginn nokkru seinna kom hann aftur að hellisdyr- unum. Sat þar þá ungleg kona og lagleg. Var hún allsber og grét mjög. Þetta var selurinn, er átti haminn, er maðurinn tók. Maðurinn lét stúlkuna fá föt, huggaði hana og tók hana heim með sér. Var hún hon- um fylgisöm, en felldi skap sitt miður við aðra. Oft sat hún samt og horfði út á sjó- inn. Eftir nokkurn tíma fékk maðurinn hennar, og fór vel með þeim og varð barna auðið. Haminn geymdi bóndi alltaf læstan niður í kistu og hafði lykilinn á sér, hvert sem hann fór. Eftir mörg ár reri hann eitt sinn og gleymdi lyklinum heima undir kodda- brún sinni. Aðrir segja, að bóndi hafi farið með heima- mönnum sínum til jólatíða, en kona hans hafi verið lasin og ekki getað farið með honum; hafi honum gleymzt að faka lykilinn úr vasanum á hver- dagsfötum sínum, þegar hann hafði fataskipti. En þegar hann kom heim aftur, var kistan opin, konan og hamur- inn horfinn. Hafði hún tekið lykilinn og forvitnazt í kist- una og fundið þar haminn. Gat hún þá ekki staðizt freist- inguna, kvaddi börn sín, fór í haminn og steyptist í sjóinn. Áður en konan steypti sér í sjóinn, er sagt hún hafi mælt þetta fyrir munni sér: „Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og sjö börn á landi“. Vestur-íslendingapisfill frá Reykjavík Sagt er, að manninum féll- ist mjög um þetta. Þegar maðurinn reri síðan til fiskjar, var selur oft að sveima í kringum skip hans, og var eins og tár rynni af augum hans. Mjög var hann aflasæll upp frá þessu, og ýms höpp báru upp á fjörur hans. Oft sáu menn það, að þegar börn þeirra hjóna gengu með sjáv- arströndinni, synti þar selur fyrir framan í sjónum, jafn- framt sem þau gengu á landi eða í f jörunni, og kastaði upp til þeirra marglitum fiskum og fallegum skeljum. En aldrei kom móðir þeirra aftur á land. Úr Þjóðsögum J.Á. DONATIONS to Sunrise Lul heran Camp. Re-General Fund; Ladies Aid Bjork, Lundar, Man. $10.00 Lutheran Ladies Aid, Langruth, Man. 10.00 Children’s Trust Fund; Ladies Aid Bjork, Lundar, Man. 20.00 Glenboro Lutheran Ladies Aid 10.00 Mrs. Thora Oliver, Selkirk, Man. 5.00 Thanking you, Mrs. Anna Magnusson, Treas. „Þj-ónn, á þetta að heita uxahalasúpa?“ „Já, herra minn.“ „Takið þér þá diskinn og lát- ið uxann dýfa halanum í súp- una einu sinni enn.“ Tattoveringar Framhald frá bls. 7. lyf, sem talin vor óbrigðul til að ná af sér tattoveraðri mynd, en þau reyndust einskis virði í praksis. T.d. þótti gott að setja ferskan dúfnaskít ofan í mynd, sem átti afmá, Kvennamjólk var talin alveg sérstaklega heppi- leg til þessara nota. Nú geta læknar hins vegar náð tattoveruðum myndum af líkamanum. Nota þeir til þess ljós, frystingu eða geisl- un. Víkingur. Why not visit ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Lld., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Maniloba witb their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Sireet. Winnipeg 2, Man. WHilehall 2-2535 — NORWAY HOUSE CRUISES — Accommodation still available for cruises to Norway House during July and August The SELKIRK NAVIGATION Co. Ltd. SELKIRK, MAN. P.O. BOX 1 19 PHONE 482-4121 WINNIPEG PHONE GLobe 2-0731 Innköílunarmenn Lögbergs- Heimskringlu MANITOBA Mrs. M. Einarsson .......................... Arnes Mrs. Laura Thorkelson Riverton Jóhann K. Johnson Hecla Mrs. Kristín Thorsteinsson 74 First Ave., Gimli, Husavik, Winnipeg Beach Mrs. G. F. Goodman Box 241, Lundar Ólafur Hallson Eriksdale Björn Th. Jónasson Box 207, Ashern Sig. B. Helgason Hayland Mrs. J. Finnbogason Langruth T. E. Oleson Glenboro, Baldur, Cypress River SASKATCHEWAN Jón K. Jónsson Tantallon Rosm. Árnason Elfros, Leslie, Mozart, Foam Lake, Wynyard, Fishing Lake G. F. Gíslason Churchbridge BRITISH COLUMBIA Marino Johnson 2719 W. 15th Ave., Vancouver 8 Gunnbj. Stefánsson 1562 W. llth Ave., Vancouver NORTH DAKOTA, U.S.A. Stefán Indriðason, Chrystal, Edinburgh, Gardar, Grafton, Hensel, Mountain H. B. Grimson Mountain WASHINGTON S. Símonarson Box RFD 1, Blaine, Bellingham Thor Viking 8057 Jones Ave., N.W., Seattle 7

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.