Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Blaðsíða 1
Hö gber g> J^etmöfer ingla Stofnað 14. ]an.. 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1963 NOMER 28 HVER ER MAÐURINN? Sjötíu og fimm óra afmæli Það er ekki oft að blaðinu berast frásagnir um fyrsta landnám íslendinga í Vestur- heimi — landnámið í Utah. Okkur er það þvi sérstakt á- nægjuefni að Loftur Bjarna- son prófessor sýndi blaðinu þá góðvild að láta því í té ræðu þá, er hann flutti á ís- lendingamótinu í Fairfax Kaliforníu 17. júní, og birtist fyrsti kaflinn í síðasta blaði, annar kafli í þessu blaði og lokakaflinn í næsta blaði. Faðir Lofts hét einnig Loft- ur og var sonur Gísla Einars- sonar Bjarnasonar frá Hrífu- nesi í V.-Skaptafellssýslu og konu hans Halldóru Árna- dóttur Ásgrímssonar frá Með- allandi. Móðir Lofts var af ensk-amerískum ættum. Loftur fór með föður sínum til Islands á Alþingishátíðina 1930 og fékk þá mikinn áhuga fyrir íslenzku og íslenzkum bókmenntum, innritaðist í Háskóla íslands og naut fyrir- lestra prófessoranna Sigurðar Nordal og Alexanders Jó- hannessonar. Eftir að hann hlaut M.A. stig frá Utah há- skólanum 1936 lagði hann leið sína aftur til Háskóla Islands Nýlega komu til Winnipeg í heimsókn Mr. og Mrs. S. B. Olson frá Vancouver. Mr. 01- son er höfundur bókarinnar: Pioneer Sketches, sem gefur góðar myndir af frumbyggja lífinu í Manitoba og Saskatc- hewan. • Þau hjón eiga tvo syni í Winnipeg, Harold og Stanley, og einnig kom elzti sonur þeirra Björn Franklin til móts við þau hér. Hann hefir myndatökustofu ( O 1 s o n Photo Stúdio) í Garden City, Detroit, Michigan. Sökum þess að ég vissi að einn sonur „Steina og Fríðu“ Olson hafði verið yfirmaður við banka í Cuba (Royal Bank of Canada) þegar uppreisnar- tímabil Fidel Castro hófst, spurði ég Steina um fréttir af honum. Það gekk allt frið- samlega þegar Castro tók yfir bankana, og var þá Kjartan, sonur Steina, sendur til Suður Ameríku. Kjartan og kona hans Olive og dóttir þeirra Stefanie eru nú í Buenos Aires, Argentina, og hefir hann aðalumsjón með þremur bönkum fyrir Royal Bank; tveim í Buenos Aires og einum í Monte Video. „Það er alveg óskiljanlegt hve tíminn hefir liðið fljótt“ segir Kjartan í bréfi til föður til frekari lærdóms í íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum. Hann hefir nýlega gefið út bók fyrir University of Cali- fornia — úrval íslenzkra bók- Prófessor Loftur Bjarnason mennta og er hún aðallega ætluð námsfólki sem ekki kann íslenzku, og nefnist Anthology of Modern Ice- landic Literature in English Translation, 1800-1950. Ekki höfum við séð þessa bók, en það er miklum vanda bundið Framhald á bls. 7. síns, og ég get varla trúað því að nú innan 2—3 ára muni ég láta af störfum fyrir bank- ann.“ En þau hjón verða glöð að koma heim til Kanada. Loftslagið er frekar þvingandi í Buenos Aires, (þrátt fyrir nafnið, sem þýðir „Góðir vindar“) í samanburði við veður og loftslag í Cuba, sem þeim féll vel. Kjartan hefir nú starfað í 40 ár fyrir Royal Bank of Canada, síðan hann var á sextánda ári. Fyrst vann hann í Sasktchewan, aðallega á kreppuárunum. Síðan var hann í Calgary, Alberta, 1935—42, var svo sendur t’l Toronto, og vann við aðal- bækistöð bankans (Head Office) og gerður aðstoðar- m a ð u r við ráðadeildina (Management Department) 1945—52. Nokkru síðar var Kjartan sendur til Cuba, fyrst sem yfirlitsmaður, og síðan aðstoðarumsjónarmaður við Royal Bankann þar. Eftir að Castro tók yfir bankann, seint árið 1960, var Kjartan sendur til S.-Ameríku og kom þangað í marz 1961, þar sem hann hefir verið yfirmaður við þrjá banka. Kjartan og Olive eiga tvö börn. Sonur þeirra, Jón, er útskrifaður frá Queen’s Uni- ÁVARP flutt af Halldóru Bjarnadótt- ur í fjölmennu samsæti, sem Akureyrarbær hélt íslending- unum að vestan 25. júní 1963. Góðu íslendingar! Góðu íslendingar að vestan! Verið hjartanlega velkomn- ir heirn! Ég þakka kærlega fyrir síð- ast, árið, sem ég var hjá ykk- ur vestra fyrir 25 árum síðan. Hin ýmsu félög vestra, ásamt Þjóðræknisfélaginu, kusu 11 konur í nefnd til að taka á móti mér og leiðbeina á ferðum mínum. Ég hafði heimilisiðnaðar- sýningu með og hafði 50 sýn- ingar, ásamt erindum, í hin- um ýmsu íslendingabyggðum. Og ég þurfti eiginlega aldrei að tala enskt orð, allan tím- ann, svona var brúin sterk frá hafi til hafs. Ég dáist að ykkur: Þjóð- rækni ykkar, hve vel þið talið íslenzkuna, ættrækni ykkar og ættfræði, og þá ekki síst, hve góðan orðstýr þið getið ykkur í fósturlandinu. — Við erum stolt af ykkur. Mörgu merkilegu kyntist ég þetta ár, sem ég dvaldi vestan hafs, einnig mörgu skrítnu og skemmtilegu, eins og t.d. þegar karlarnir sögðu, að erindi loknu, þar sem reynt var að tína til allt fréttnæmt frá Islandi: „Þú sagðir okkur ekki neitt, sem við vissum ekki áður“. Eða þegar þeir sögðu: „Það er leiðinlegt, hvað fólkið heima er farið að tala slæma íslenzku!“ Það væri fallega gert af ykkur að kenna börnum ykk- ar og barnabörnum að babla svolítið íslenzku, því nú koma fleiri og fleiri heim árlega, einnig unga fólkið, og þá er tungan lífsnauðsyn. Sambandið er komið á, og styrkist árlega, góðu heilli! Þökk sé þeim góðu mönn- um, körlum og konum, beggja megin hafsins, sem að því máli vinna. Svo þakka ég ykkur kær- lega fyrir komuna, góðu landar! Bið að heilsa! — Góða ferð! — Guð fylgi ykkur! versity í Ontario. S.l. ár var hann skólakennari í London á Englandi, en er nú að ferðast um Evrópu á lítilli aflvél (motor scooter) með vini sínum. Síðan mun hann koma heim til Kanada. H.D. Þann 11. júlí verður Free- man M. Einarson, bóndi og fyrrv. ríkisþingmaður að Mountain, N. Dakota, hálf- áttræður. Hann er löngum kunnur innan sveitar sinnar og utan fyrir þátttöku sína í opinberum málum, eins og ég lýsti all ítarlega í grein minni um hann, „Hver er maður- inn?“, hér í blaðinu 19. apríl 1962. Að þessu sinni verður dví einungis vikið að nokkr- um meginatriðum í starfi \ans. Freeman er fæddur og al- inn upp í grennd við Moun- tain, og af traustum stofni kominn, en foreldrar hans voru hin mætu landnáms- hjón, Methúsalem Einarsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir, er námu land í Mountain- byggð á fyrstu árum hennar og bjuggu þar eftir það til dauðadags. Síðan hann, á tvítugsaldri, lauk verzlunarskólanámi í Grand Forks, hefir Freeman búið búi sínu í grennd við Mountain, en jafnframt kom- ið með mörgum hætti og far- sællega við sögu byggðar sinnar, setið í sveitarstjórn og skólanefnd árum saman, og var auk þess, meðal annars, sýslunefndarmaður (“County Commissioner“) í 12 ár. Einn- ig var hann formaður bygg- ingarnefndar elliheimilisins „Borgar“ að Mountain og lengi í stjórn þess. Hann hefir ennfremur verið mikill stuðn- ingsmaður kirkju sinnar, Vík- Fagur veður og bjart var í Reykjavík hinn 17. júní. Þótt ekki væri tiltakanlega hlýtt í veðri, mun óhætt að segja að sjaldan eða aldrei hefur veð- urlag verið betra þennan dag í Reykjavík. Ólafur Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar Reykja- víkur, tjáði Morgunblaðinu í gær að þátttakan í hátíða- höldunum hefði aldrei verið fjölmennari. Hátíðahöldin hófust með því, að kirkjuklukkum Reykjavíkur var samhringt kl. 10 um morguninn. Stund- arfjórðungi síðar lagði forseti borgarstjórnar, frú Auður Auðuns, blómsveig á legstað Jóns Sigurðssonar í gamla Melakirkj ugarðinum. Klukkan hálfellefu léku lúðrasveitir barna og unglinga við Grund og Hrafnistu undir stjórn Karls Ó. Runólfssonar og Páls Pampichlers Pálsson- ar. urkirkju, að Mountain. * Síðast en ekki sízt, ber að geta þess, að Freeman átti í samfleytt 16 ár sæti á ríkis- Freeman M. Einarson þinginu í Norður-Dakota, og þótti þar hinn nýtasti maður, og naut virðingar og vinsælda af hálfu samþingsmanna sinna. Af sjónarhóli 75 ára á Free- man M. Einarson því yfir merkan og athafnasaman ævi- feril að líta. Veit ég, að ég tala fyrir munn sveitunga hans almennt, og annarra vina hans, þegar ég flyt honum á þeim tímamótum innilegar þakkir og heillaóskir, og bið honum og hinni ágætu konu hans, Hallfríði Magnúsdóttur Einarson, blessunar um ókom- in ár. Eftir hádegi hófust skrúð- göngur. Var gengið frá þrem- ur s t ö ð u m , Melaskóla, Hlemmi (Vatnsþró) og Skóla- vörðunni og safnazt saman á Austurvelli. Fyrir göngunum fóru reykvískir skátar. Kl. 13.40 var hátíðin sett við Austurvöll. Gerði það Ól- afur Jónsson, formaður þjóð- hátíðarnefndar, en síðan var gengið í Dómkirkjuna. Þar flutti herra vígslubiskup Bjarni Jónsson prédikun. Stundarfjórðungi yfir klukkan tvö gengu forseti Islands herra Ásgeir Ásgeirs- son, og forsætisráðherra Ól- afur Thors, í fylgd nýrra kvenstúdenta að styttu Jóns Sigurðssonar. Lagði forsetinn blómsveig við fótstall stytt- unnar. Þessu næst flutti forsætis- ráðherra, ólafur Thors, ræðu af svölum Alþingishússins. Þá flutti Kristín Anna Þórarinsdóttir, leikkona, „á- Framhald á bls. 2. Stjórnar þremur bönkum í Suður Ameríku RICHARD BECK. 17. JÚNÍ í REYKJAVÍK

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.