Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1963 Úr borg og byggð Úlskrifasi í B.C. Guðjón Ray Johnson, frá Kitimat, B.C. burtskráðist frá háskóla British Columbia í vor með B.Sc. einkunn. Hann er sonur Björns heitins John- son og konu hans, Guðlaugar Johnson. Fjölskyldan flutti frá Vogar, Manitoba, 1956, til Kitimat og hefir átt þar heima síðan. Donations to Sunrise Lut- heran Camp. General Fund; Langruth Lutheran Mis- sionary Society, $5.00. Children’s Trust Fund; Langruth Missionary Society, $10.00. First Lutheran Church Sun- day School, $32.00. Received with thanks, Mrs. Anna Magnusson. T r yggingar s j óður Lögbergs-Heimskringlu Þjóðræknisdeildin Lundar — $25.00. Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, féhirðir. Alda Davidson, d ó 11 i r Charles og Guðrúnar David- son að Santa Patrica, Ontario hlaut í annað sinn Legion bursary $100.00 fyrir að vera efst í sínum bekk í lokapróf- unum í vor. Þessi gáfaða 14 ára gamla stúlka er sonar- dottir Mrs. R. Davidson, Win- nipeg og dótturdóttir Mr. og Mrs. Ólafur Bjarnason, Gimli. Mr. Ingi Swainson, Home St., Winnipeg er nýkominn heim eftir að hafa setið þing Retail Clerks International Association, sem haldið var í Conrad Hilton hótelinu í Chicago dagan 24—28 júní. Einn af aðalræðumönnum þingsins var Lyndon B. John- son, varaforseti Bandaríkj- anna. Skýrsluform fyrir þá, sem óska þess, að upplýsingar um ætt þeirra og uppruna geym- ist í Vestur-íslenzkum æfi- skrám um aldur of æfi, fæst á skrifstofu Lögbergs-Heims- kringlu. Spumingarnar í skýrsluformi eru bæði á ensku og íslenzku. Staka Heilsa mín má heita sterk, hausinn mér til sóma; hún fær aldrei höfuðverk höfuðskelin tóma. — P.G. Leiðrétling; vísa Páls Ólafs- sonar er þannig: Þó jeg ætti þúsund börn, með þúsund afbragðs konum, mest jeg elska myndi Björn og móðurina að honum. Ljóðmæli 1944, bls. 316. Kveðjur A. G. Eylands. Miss Carrie Breckman frá Beverley Hills, California, var nýlega tvær vikur hér í borginni í heimsókn hjá bróður sínum, G. M. (Slim) Breckman og hjá Mrs. E. Breckman og bróðurdóttur sinni Mrs. Val Thorlakson. Síðan fór hún til London, Ont. og dvaldi hjá bróður sínum H. K. Breckman og fjölskyldu hans í viku. Miss Breckman starfar hjá Saks Fifth Avenue tízkuverzlun- inni Beverley Hills — í hatta- deildinni. Betel Building Fund Mr. and Mrs. F. Fridfinn- son, Ste. 6 — 776 Ellice Ave., $5.00 — In memory of Guð- mundur K. Stephenson. Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. féhirðir byggingarsjóðsins. Giftingar Miss Hildur Pálsson, dóttir Mr. og Mrs. Bergthor Pálsson, Hecla, Man., og Mr. Harold Aitkenhead, Winnipeg, Man., voru gefin saman í hjóna- band 24. maí 1963 í St. Pauls Anglican kirkjunni í Fort Garry. Að vígslunni lokinni komu nánustu skyldmenni og vinir brúðhjónanna saman á heimili foreldra brúðgumans. Heimili ungu hjónanna er í Winnipeg. ☆ Miss Frances Sigurgeirson og Mr. William Moffat, voru gefin saman í hjónaband, 26. júní 1963 í Fyrstu lútersku kirkju af dr. Valdimar J. Eylands. Brúðurin er dóttir Kristins heitins Sigurgeirson og Myrtle ekkju hans, Hecla, Man, en brúðguminn sonur Mr. og Mrs. E. Moffat, kenn- ara að Hecla. Heimili ungu hjónapna verður í Winnipeg; brúðguminn lýkur fimmta námsári við Manitobaháskóla næsta ár. ☆ Laugardaginn 29. júní voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni í Selkirk, Ivy Olga elzta dóttir Mr. og Mrs. Ted Jefferson og Gerald Miller, sonur Mr. og Mrs. Bill Doll. Séra W. Bergman fram- kvæmdi vígsluna með aðstoð séra Skúla Sigurgeirson frá Waubun, Minn. Að henni lok- inni fór fram kveldverðar- veizla í Lutheran Hall Sel- kirk. Var hún vegleg og fjöl- menn; hjónaefnin eru ættuð frá Hecla og bæði frændmörg og voru því margir gesta langt að komnir. Mr. Larry Thomsen stjórnaði samsætinu en Mr. Lorne Johannson mælti fyrir minni brúðurinn- ar; vinkonur hennar skemmtu með söng. Stíginn var dans frameftir kvöldinu. Mr. og Mrs. G. M. Doll fóru brúð- kaupsferð til Banff; heimili þeirra verður í Winnipeg. MESSUBOÐ Fyrsla lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Dánarfregnir Guðmundur Kristján Stephenson. að 1061 Dominion Str., Winnipeg lézt 5. júlí 1963, 74 ára. Hann var fæddur í Winnipeg; foreldrar hans voru landnámshjónin Vigfús Stefánsson af Skógarströnd í Snæfellssýslu og Kristín Guð- laugsdóttir úr sömu sýslu. Hann var formaður Ideal Plumbing Company hér í borg; meðlimur Fyrsta lút- erska safnaðar; tók virkan þátt í Men’s Club safnaðarins; var félagi í Thistle Curling Club og Whittle’s Point Gun Club og fl. — Hann lifa eig- inkona han, Jónína Lilja; einn sonur Gerald Keith í Toronto; tvö sonarbörn; einn bróðir, William í New York og ein systir, Jenny Hodgins í Win- nipeg. Útförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mið- vikudaginn; séra Kolbeinn Simundson flutti kveðjumál. ☆ Margaret Eastman, lézt að heimili sínu í Charleswood, 24. júní 1963. Hún var skozk að ætterni. Hana lifir maður hennar Thorsteinn og fimm systkini öll búsett á Skotlandi. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Mrs. Guðbjörg Einarson dó á Betel 1. júlí 1963, 94 ára. Hún fluttist af íslandi til Kanada 1886; hún átti lengst heima að Hnausum. Mann sinn, Sigurgeir missti hún 1912. Hún lætur eftir sig son, Björgvin í Riverton; tvær dætur, Sigríði — Mrs. Ólafur Ólafson, Riverton og Sigrún — Mrs. Geir Stefánson, Hnausa; átta barnabörn og sextán barna-barnabörn. Hún var lögð til hinstu hvíldar í Hnausa grafreitnum; séra Kolbeinn Simundson jarð- söng. ☆ Clvll Defence says: — In an emergency your hot water tank can supply you with vital water. Do you also have canned food available? Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Kísilgúrvinnsla Framhald frá bls. 7. er fengin vissa fyrir því, að hiti er þarna nægur til vinnsl- unnar, en við gufuna á að þurrka kísilleirinn. Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, mun nú vera í Hollandi að athuga um sölumarkaði fyrir framleiðslu, sem til greina kæmi að vinna þarna norður frá. Tíminn 27. júní. ÍSLENDINGADAGURINN PEACE ARCH PARK, BLAINE, WASHINGTON 28. JÚLÍ 1963 PRÓGRAM Ó, GUÐ VORS LANDS (allir) 1. Forseti dagsins S. Sigurdson 2. Almennur söngur, undir stjórn Elias Breidford 3. Ræða Dr. Halldor C. Karason 4. Bellingham Male Chorus (Norwegian) Conductor: Elias Breidford 5. Accordion solo Emil Aanestad 6. Frumort kvæði Dr. Sveinn E. Björnson 7. Ávarp, „íslandsför ’63” S. Sigurdson 8. Ávarp gesta. 9. Bellingham Male Chorus. Eldgamla Isafold — God Save The Queen — America. Skemmtiskrá hefst kl. 1 e.h. D.S.T. Kaffi gefið þeim sem bera borðamerki dagsins — frá kl. 11 f.h. til 1 e.h. og frá kl. 3 e.h. til 4 e.h. Forslöðunefndin Einar Simonarson, forseti; S. Sigurdson, varaforseti; B. E. Kolbeins, féhirðir; E. S. Johnson, varaféhirðir; Olgeir Gunnlaugson, skrifari; Séra G. P. Johnson, vara- skrifari; Elias Breidford, söngstjóri. Vara menn: T. B. Asmundson, Tani Björnsson og Jón Magnússon. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday Miss Aðalbjörg Helgason er fyrrum átti heima 1 Winnipeg lézt á Betel heimilinu á Gimli 5. júlí 1963. Kveðjuathöfn fór fram á heimilinu er séra Kol- beinn Simundson stjórnaði og jarðsett í Gimli grafreit. Tvær systur lifa Aðalbjörgu; Mrs. O. Brynjólfson og Mrs. G. Hjaltalin, báðar til heimilis í Winnipeg. ☆ Mrs. Sigridur Ingibjorg (Sarah) Pepper a long time resident of Edmonton and an honorary member of the Ed- monton Icelandic Society passed away on June 5th, 1963. Born in Miðfirði Húna- vatnssýslu, Iceland, . Mrs. Pepper came to Canada in 1911, living first in Manitoba and settling in Edmonton in 1921. Her husband Herbert Charles Pepper predeceased her in 1961. She leaves to mourn her passing, one daughter, Mrs. Cameron A. Smith (Freda), one grandson, Robert Cam- eron Smith, both of Edmon- ton. Also one sister Margret in Iceland.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.