Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1963 7 Hver er maðurinn? Framhald frá bls. 1. að þýða íslenzkar bókmennta perlur á aðrar tungur. Loftur er kvæntur Ruth Alexander frá Renton, Wash., og hefir hún lært að tala ís- lenzku og heimsótt ísland með manni sínum. Þau eiga einn son Christopher 12 ára og eru þau að kenna honum íslenzku, með það í huga að hann heimsæki land forfeðra sinna síðar meir. Hér fer á eftir stutt ágrip um æviferil þessa mæta ís- lendings. * * * Loftur Bjarnason was born in Logan, Utah, August 16, 1913, the son of Loftur Bjarna- son and Ida Holladay Bjarna- son. He graduated from East High School, Salt Lake City, in 1930. After one year’s study at the University of Iceland he returned to the United States, enrolling in the Uni- versity of Utah. From this school he received the degree of Bachelor of Arts in modern languages in 1934 and the Master’s degree in 1936. For two years in succession (1934- 1936) he was awarded the coveted Rosenbaum Scholar- ship in recognition of his ability in his major subject: German Literature. After two years of study abroad (at the universities of Heidelberg, Berlin, and Ieeland), he at- tended Harvard University, from which school he receiv- ed the degree of Master of Arts in Scandinavian lang- uages in June, 1939. After teaching German and Ger- manic philology at_ the Uni- versity of Utah, he was awarded a double scholarship (the John R. Park grant from the University of Utah and Newell scholarship from Stanford) to continue his study for the doctorate at Stanford University. He studies were interrupted by World War II, but he return- ed later to complete his doctoral dissertation, Cate- gories of Soren Kierkegaard's Thinking in the Life and Writings of August Strind- berg, and to be awarded the degree of Doctor of Philo- sophy in Germanic Languages and Literatures by Stanford University in June of 1951. During World Wár II Bjarnason served with the 4th Division, USMC, as Regi- mental Intelligence Officer, 25th Marines. He received the usual unit citations; and, in addition, he was commended “for meritorious performance of duty” by the Commandant of the Marine Corps for his part in the action against the enemy at Saipan and again at Iwo Jima. At the present time he is in the Ready Re- serve, USMCR, holding the rank of Lt. Col. He has held the following teacher positions: teaching as- sistant, University of Utah, 1934-36; assistant instructor, same school 1939-40; assistant instructor in German and Ice- landic, Stanford University, 1941-43; instructor, same school 1946-47; assistant pro- fessor, University of Florida, 1947. Since 1958 he has been at the United States Naval Postgraduate School at Mon- terey, California with the rank of Professor of Liter- ature. He has published a num- ber of translations, articles, and reviews in both scholarly and popular journals. He contributes, in fact, quite regularly articles or reviews to Scandinavian Studies, the journal of The Society for the Advancement of Scandi- navian Studies, of which society Professor Bjarnason is Vice President. This is a scholarly society having the avowed purpose of encour- aging to the greatest possible degree the study of Scandi- navian languages, literatures, and cultures. Professor Bjarnason teaches modern Iceland and also modern Icelandic literature by correspondence. These courses are offered by the University of California at Berkeley, California. Professor Bjarnason is married to the former Ruth Alexander of Renton, Wash- ington .They have one child, Christopher, age 12. The family lives in Pacific Grove, California. Gultormur skáld Framhald frá bls. 4. ung, og hún leit eftir búinu. „Yfirleitt leiðist mér sá söng- leikarinn sízt, sem grípur oft- ast og bezt í sem flestasta strengi,“ skrifaði hann mér eitt sinn í bréfi, sem nú er löngu glatað. Mér finnst Stephan mesta skáld íslands fyrr og síðar. Líttu á kvæðabálkinn ,,Á ferð og flugi.“ Hann er stórfeng- legt andlegt afrek. Ég met Stephan G. mest allra skálda, en hef líklega einna helzt lært af Þorsteini. Af honum lærðu allir.“ „En þekktirðu Káin?“ spurði ég Guttorm að lokum. „Hvort ég þekkti!“ „Kanntu nokkra vísu eftir hann, sem hefur ekki verið prentuð?“ „Ég held þessi vísa hafi ekki verið birt á prenti. Hún er eldgömul. Hún er svona: Sól til viðar sígur svefninn lokar brá, fugl til hreiðurs flýgur, fellur húmið á, fölnar aftanroða rós; á villigötum Vesturheims vantar meira ljós. En hefurðu heyrt söguna af þvi, þegar hann fór inn í ránd- húsið, þar sem þeir snúa við lestunum. Þangað mátti eng- inn fara og lágu við þungar sektir. Nú kemur Káinn inn í eitt slíkt hús og er svínkaðr ur og hefur líklega villzt þarna inn. Járnbrautirnar höfðu sérstaka lögregluþjóna, og nú rekst Káinn á einn þess- ara varðmanna í rándhúsinu. Hann gengur til Káins og spyr: „Til hvers kemur þú hingað inn?“ „Ég kom til að snúa mér við,“ svaraði Káin. Það lét pólitíið gott heita. Káinn orti mikið af ljótum vísum og skömmóttum. Hann sagði einu sinni við mig: „Ká- inn hefurðu kynnzt, en Kristjáni Júlíusi ekki.“ Káinn var aðeins einn flöturinn á þessum sérstæða manni.“ Mgbl. 16. júní. Hausikvöldið Framhald frá bls. 5. En með því að hún var enn kona ung og ekki afhuga lystisemdum heimsins, varð hún vanfær eftir þennan bú- stjóra sinn. Það barn var Hall- dóra. — En af maddömu Helgu er svo það að segja, að hún lenti í basli og bágind- um eftir þessa barneign. Þegar Halldóra Sigurðar- dóttir hafði verið ráðskona hjá Weyvadt í nokkur miss- eri, ól hún honum son, sem skírður var Níels Emil. En rúmu ári síðar kvæntist Weyvadt kornungri stúlku á Djúpavogi, danskri að ætt. Svo var mál með vexti, að um skeið var á Djúpavogi danskur sýslumaður, sem hét Marteinn Hansson Tvede. Hann gerðist bæjarfógeti í Reykjavík 1836, en varð nokkrum árum síðar bráð- kvaddur í skrifstofu sinni. Ekkjan fluttist þá aftur aust- ur á Djúpavog með börn sín. Virðist þetta fólk hafa samið sig allmikið að hérlenzkum háttum. Að minnsta kosti gerði sóknarpresturinn sér hægt um hönd og skrifaði föð- urnöfn barnanna að íslenzk- um sið — Tvedason og Tveda- dóttir. Það var Soffía Bi*ockdoff Tvedadóttir, sem Weyvadt gekk að eiga, aðeins sextán ára gamla. Halldóra fór þá af heimilinu, en sonur þeirra Weyvadts ólst upp hjá föður sínum til átta ára aldurs. Þá var hann sendur til Kaup- mannahafnar til náms og upp- eldis í umsjá Karólínu föður- systur sinnar, er um skeið var á Djúpavogi eins og þau systkin fleiri. Halldóra átti þó heima á næstu grösum, og að nokkrum árum liðnum giftist hún manni þeim, er hét Rasmus Rasmusson. Var hann danskur í aðra ætt. Dóttir þeirra hjóna giftist Ingimundi bónda á Sörlastöðum í Seyð- firði, og er margt manna út af þeim komið. Má til glöggv- unar geta þess, að Vilhelmína Ingimundardóttir frá Sörla- stöðum giftist Karli skóla- stjóra Finnbogasyni, og önn- ur Sörlastaðasystir, Sína, var kona Jóns prentara Sigur- jónssonar. En miklu fleiri voru þau Sörlastaðasystkin. III. Það kom brátt í ljós, að Weyvadt var atorkumaður. íann hélt fyrst úti svonefnd- um setubátum, sem voru opn- ar fleytur, til hákarlaveiða, en Degar hann hafði verið nokk- ur ár á Djúpavogi, keypti lann hákarlajakt, sem hét Bonnesen, fjörtíu lestir að stærð, því að setubátarnir DÓttu lítt til stórræða. Gerði íann jakt sína lengi út, og mun hún oft hafa verið hon- um fengsæl. Ekki var hugur Weyvadts dó allur bundinn við verzlun- ina og sjó. Landbúskapur áeillaði hann einnig. Hann reisti því bú á Teigarhorni við Berufjörð, og hafði þar ráðs- mann yfir búskapnum. Hófst íann þar handa um miklar jarðabætur á mælikvarða þess tíma, reisti mjög vönduð bæj- arhús á býli sínu, lét stunda túnasléttun og túnrækt af miklu kappi og hlaða tún- garða. Var slíkt fátítt fram- tak þá. Má af þessu marka, að Weyvadt hafði mörg járn í eldi, og virðist honum hafa veitzt létt að glöggva sig á því, hvernig gögn og gæði til lands og sjávar yrðu nytjuð. Fljótt rak þó að því, að Weyvadt yrði ekki einn um hituna á Djúpavogi. Danskur sjóliðsforingi, O. C. Hammer, er hafði verið á herskipum hér við land, stofnaði útgerð- arfélag, sem bæði skyldi hafa með höndum fiskveiðar og hvalveiðar austan lands. Þeg- ar fram liðu stundir, hvarf hann þó að mestu leyti að há- karlaveiðum, og lét hann gera út nokkrar hákarlaskútur frá Djúpavogi. Þar kom hann einnig á fót dálítilli verzlun við hlið hinnar gömlu dönsku selstöðuverzlunar. Örums & Wulffs, sem Weyvadt stýrði. Að sjálfsögðu hefur myndazt samkeppni á milli verzlan- anna um hylli viðskiptavin- anna, en þó verður ekki annað séð en sú samkeppni hafi ver- ið háð án verulegrar beiskju, sem þó var ekki fátíð, þegar ný verzlun reis á legg, þar sem gamalgróinn kaupmaður hafði áður verið einráður. Starfsfólk verzlunar Hamm>- ers var í góðum metum á heimili Weyvadts og naut þar gestrisni og góðvildar. Lausakaupmenn lögðu leið sína til Djúpavogs á stund- um, og á efri árum Weyvadts hófst verzlun á Papaósi, er svipti hann að mestu eða öllu viðskiptum við bændur sunn- an Lónsheiðar. En gamla selstöðuverzlunin á Djúpavogi stóð traustari fótum en svo, að þetta kné- setti hana. Þegar Hammer sjó- liðsforingi gafst upp á há- karlaveiðunum, keypti verzl- un Örums & Wulffs skipin og hélt útgerðinni áfram. Framhald í næsla blaði. Til kísilgúrvinnslu Borhola, sem Norðurlands- Dorinn hefur verið að bora undanfarnar vikur norður í Námaskarði', gaus feikilegu gufu- og vatnsgosi um kl. 23,30 í gærkvöldi. Boranir Dessar eru gerðar til þess að tanna, hvort þarna sé nægi- ■ leg gufa til þess að byggja císilgúrverksmiðju við Mý- vatn, og þykir nú sannað, að svo sé. Baldur Líndal, efna- verkfræðingur, er nú úti í Hollandi með sýnishorn, sem framleidd vrou úr gísilgúrn- um í Mývatni, og er að athuga sölumarkaði þar. Norðurlandsborinn hefur verið að verki í Bjarnarflagi' í vesturhlíð Námafjalls, undan- :árnar vikur. Var borinn kom- inn niður á 220 metra dýpi, Degar hann kom niður á æð. Treglega gekk að fá hann til að gjósa, en í gærkvöldi var að lokum sett karbíð í hol- una, og gaus hún þá svo kröft- uglega, að erfiðlega ætlaði að ganga að loka henni aftur, ekki sízt vegna hins mikla hitá. Botnhitinn var á þriðja hundrað gráður, og gufuþrýst- ingurinn var gífurlegur. Einnig kom mikið vatnsgos. Veður var gott, en skugg- sýnt þegar holan gaus, og höfðu allmargir safnazt sam- an uppi í Bjarnarflagi til þess að sjá gosið. Sagði sjónar- vottur blaðinu, að sér hefði þótt mest til koma sá þrum- andi hávaði, sem gosinu fylgdi. — Við erum glaðir, Mývetn- ingar sagði hann, því að marg- ir hugsa nú gott til að hita upp húsin sín með þessu. Þarna í Bjarnarflagi er mikill jarðhiti, og hafa Mý- vetningar og fleiri haft þarna kartöflurækt mikla. Borholan er rétt hjá kartöflugörðunum og rétt hjá gömlu brenni- steinsverksmiðjunni, sem var starfrækt þar í stuttan tíma fyrir um tveimur áratugum. Þarna er jarðvegur laus, og var borholan fóðruð innan með steypu, jafnóðum og bor- að var. Nú er unnið að því að steypa undir borinn um 150 metra frá holunni, og verður þar grafin önnur hola, áður en borinn fer aftur til Húsa- víkur. Búast má við, að þar náist ekki síðri árangur, því að jarðhiti virðist þarna í rík- um mæli á stóru svæði. Þessi árangur lofar góðu um kísilgúrvinnsluna úr Mý- vatni, sem mikið er búið að ræða um. Ef seinni holan verður ekki síðri þeirri fyrri, Framhald á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.