Lögberg-Heimskringla - 26.09.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 26.09.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1963 Lögberg-Heimskringlo Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gimnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E Björnsson. Monireal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottowo, and for payment of PostaQe in cash. Vestur íslendingar á íslandi Á laugardaginn 21. september birtist í Winnipeg Free Press grein eftir Harald J. Hamar, ritstjóra Iceland Review um Vestur Islendingana sem fóru til lslands í júní s.l. til að taka að sér atvinnu, en þeir höfðu verið raðnir af séra Robert Jack í umboði Landssambands ísl. útvegsmanna, Sölumiðstöðva hraðfrystihús- anna og Síldarverksmiðja ríkisins. Þetta þótti sögulegur viðburður, því aldrei hafði svo stór hópur afkomenda íslenzkra landnamsmanna í Vesturheimi farið til ættlandsins í þessum erindum — 22 af íslenzkum ættum en 8 annara þjóðastofna. Ekki tók Lögberg-Heimskringla afstöðu til þessarar farar — hvorki hvatti né latti til hennar; þetta var einkamál — “business”. En að sjálfsögðu óskuðum við að þetta fólk hefði bæði gagn og ánægju af ferðinni og að hún yrði ölluni aðilum til góðs. Fæst af þessu íólki mun hafa verið bundið hér stöðugri atvinnu, né hefir það selt eignir svo nokkru nam, áður en það fór, eins og sagt er í Free Press greininni. Sú, er þetta ritar, hyggur að flestir þessara Vestur-lslendinga hafi farið vegna löngunnar til að sjá hið fagra land forfeðra sinna. sem þeir höfðu heyrt svo mikið um, og til að kynnast fólkinu — frændum sínum, sem landið byggja. Ef þeim hefði verið efst i huga að grípa upp gull á Islandi, hefðu þeir ekki lagt af stað án þess að sjá svart á hvítu hverskonar vinna þeini var ætluð og hverra launa þeir mættu vænta. Það var vanræksla af hálfu vinnuveitenda að láta ekki umboðsmanni sínum í té skriflegar 6kýrslur um þetta og samninga eyðublöð. En fólkið fór samt — e. t. v. af tilbreytingar — eða ævintýraþrá. Þessa skoðun byggi eg á eigin reyslu. Eg fór til íslands 1934 upp á eigin skýtur, með það í huga að dvelja árlangt til að kynnast landi og þjóð. Eg leigði mér herbergi hjá elskulegum hjónum í Reykjavík og vann fyrir mér með tímakenslu. Ekki féll mér alt vcl í fyrstu; sjávarfiskurinn ekki eins góður og fiskurinn í Winnipegvatni og eg hugsaði oft um hvenær myndi sjást í botn á saltkjötstunnu konunnar, sem eg og fleiri “kost- gangarar” borðuðum hjá. En eg vandist samt fljótt matnum og þegar eg kom til Islands siðar sóttist eg einmitt eftir þessum réttum, sjávarfiski og saltkjöti, auk annars góðgætis sem eg vandist á. Eg átti og bágt með að venjast sjávarveðráttunni, var oft svo kalt að eg skreið undir dúnsængina á daginn, en eg lærði brátt að klæða mig gegn kuldanum. Einu sinni varð mér að orði eftir margra daga suddarigningu, “Því getur ekki himinn þrumað og hellt úr sér vatninu í einum rykk eins og í Manitoba og verið svo búinn með það?” Ýmsu öðru varð eg að venjast eins og gengur í ókunnum lönd- um — á Islandi sem öðrum löndum. Leiðindaköst sóttu að mér fyrst í stað, en þetta sagði eg engum. Smámsaman náði eg mér á strik og í stað þess að vera á Islandi í eitt ár, dvaldi eg þar hátt á annað ár.. Eg kyntist ágætu fólki, sem eg ekki gleymi, fræddist um margt og tel að þetta ævintýr hafi orðið mér til gæfu og gleði. Vestur-lslendingarnir, sem hér um ræðir voru svo ólánsamir, að blaðamenn gengu á fund þeirra, áður en þeir höfðu haft nægan tíma til að kynnast og sejnja sig að staðháttum, með þeim árangri að um þá og óánægju þeirra birtust langar greinar með feitum fyrirsögnum í dagblöðum Reykjavíkur. Margar blaða-úrklippur bárust hingað á skrifstofu L.-H. En við hugðum að V.-lslendingunum, vinnuveitendum og séra Robert Jack væri ekki greiði gerður með því að endurprenta þær; hér væri ekki um stórmál að ræða og þetta myndi alt jafna sig með tíð og tíma, svo sem nú er komið á daginn, samkvæmt fyrnefndri grein í Free Press, er við leyfum okkur að endurprenta í þessu blaði (þótt höfundi skeiki í nokkrum atriðum). Okkur finst ólíklegt að V.-lslendingarnir, ef þeir eru vanir vinnu á annað borð, sætti sig ekki við að vinna aukatíma þegar þörf gerist; í Canada er það alvanalegt. Um þessar mundir vinna bændur og liðsmenn þeirra myrkranna á milli við uppskeruna og MISS SNJOLAUG SIGURDSON: Rognvaldur Sigurjonsson A concert by an Icelandic artist has always been received with great interest by the Icelandic Community in Winnipeg. Such was the occasion on Wednesday, September 18th when Rognvaldur Sigurjonsson was heard in recital at the Play- house Theatre. This event was sponsored by the Icelandic National League in association with the Celebrity Concerts Limited. Rognvaldur Sigurjon s s o n received h'is early musical training at the Reykjavik Col- lege of Music with Arni Krist- jansson. Further studies fol- lowed in Paris with Marcel Oampi, and in New York with Sascha Gorodnitzki. His reputation as one of Ice- land’s foremost pianists has already been established, for he has toured extensively in the Scandinavian countries, Austria, Germany, the United States, and the Soviet Union. These tours have included or- Chestral and radio engage- ments. In the field of record- ing, he has played the music of Bentzon and Schumann. For his Winnipeg concert Rognvaldur Sigurjonsson chose a program of unusual interest. It consisted of two contemporary works as well as music by the great Roman- tic composers, Schubert, Cho- pin, and Liszt. He impressed the audience with his dedicated approach to the music and the ease with which he presented this dif- ficult and taxing program. Leifur Thorarinsson is con- sidered one of Icel'and’s most promising young composers, and it was interesting to hear the world premiere of his Sonatina. Especially appeal- ing was the folk song effecrt of the melody in the beginning of the second movement. There was ghttering passage work in the Vivace move- ment. The sonata by the Dan- ish composer Bentzon made a favorable impression upon this first hearing. In these two works, Mr. Sigurjonsson showed a real affinity f o r contemporary music. He presented them with authority and under- standing of the present day musical language. In the Liszt Mephisto Waltz which makes such great tech- nical demands on the per- former he seemed to have all the resources of the instru- ment at his command. The audience was thoroughly cap- tivated by the dazzling octave passages, the shimmering tre- molos, and the sparkling ar- peggios. The response to his Chopin playing was equally enthus- iastic, for here too, his master- ful pianism was again reveal- ed. lt was perhaps only in the final section of the Ballade that the dramatic intensity oí the music was lost by exces- sive speed. At the close of the concert Mr. Sigurjonsson favoured his listeners with two encores. One of them, an arrangement of “Goda Veizlu Gjora Skal” particularly delighted the au- dience. The following have been gleaned from the reviews oi the Winnipeg press music cri'tics. The Winnipeg Tribune: “Mr. Sigurjonsson proved to be an able and serious pianist. He went through his program of Schubert, Chopin, Liszt and and two items by Danish eins er með fiskimenn á vötnunum og sjónum þegai veður leyfir og vel aflast, og einnig það fólk sem gengur írá aflanum til að verja hann gegn skemdum. Ungir og hraustir menn láta ekki slíkt á sig fá, ekki sízt þegar þeim er greitt tvöfalt kaup fyrir aukatíma. Það var e. t. v. misráðið, að öllum hópnum var komið fyriv á sama stað; það þarf ekki nema einn gikk í veiðistöð til að gera alla óánægða. En hvað um það, þessi vandræði virðast nú hjáliðin. Ekki er ólíklegt að þessir piltar geti síðar fengið aðra atvinnu á Islandi, sem þeim fellur ibetur í geð, ef þeir óska þess — og þá hærri laun. Þeim eru allir vegir opnir, og heimleiðin líka. Okkur þykir ómaklegt að séra Robert Jack sé gerður að nokkurskonar “scapegoat” fyrir öll smávægileg vandræði, sem óhjákvæmilega áttu sér stað. Við urðum ekki vör við að hann lofaði gulli og grænum skógum og lásum við þó viðtöl við hann í dagblöðunum og hlýddum á hann í útvarpi.* * Hann kann vel við sig á Islandi og þykir vænt um Island, telur það eiga glæsta íramtíð fyrir höndurn. Við teljum víst að hann vildi og vill þessum Vestur-lslendingum vel og hann lagði á sig mikil ferðalög og erfiði til þess að þeir mættu upplifa þetta ævintýr. Hver veit nema þeir eigi eftir að meta það betur síðar. ★ Mr. Jack says those who will come with him will be able to earn more than the equivalent of $3,000 a year. —Winnipeg Tribune, March 1963. * He said the avérage yearly salary of fishermen in Iceland was about $3,300. —Winnipeg Free Press, Mareh 29, 1963. and Icelandic composers, with technical finesse and honest musicianship. In the process, he displayed a flair for a virtuoso approach to the key- board, which reached its high- est level in the Liszt’s Meph- isto Waltz.” “A 10-minute Sonatina by L e i f u r Thorarinsson was given its world premiere. The opening Allegro offered a wide variety of rhythmic con- trast, with sharp jagged sta- cato accents. There was a cer- tain lyric charm in the Adagio section, but the work as a whole conveyed little of abiding interest.” “Superb technical qualities were disclosed in Liszt’s Mephisto Waltz. Mr. Sigur- jonsson has the dead-sure dig- ital mechanism demanded for an accurate negotiátion of the many technical intricacies in which Liszt’s fantastic com- position abounds. The frenzied climaxes were prepared with sufficient power and develop- ment to make them stirring and inevitable.” The Winnipeg Free Press: “The Chopin pieces offered the performer a world of op- portunáty, which Mr. Sigjur- sson was pianist enough to turn to his advantage. To be sure, he substituted Nordic coolness for Slavic heat, but within this understandable limitation in his Chopin style, his playing had admirable delicacy. His E minor Noc- turne was both sensitive and lucid; and his G minor Bal- lade, apart from some spasms of speed and bouts of banging in the climatic passages, was at once poised and meaning- ful.” “Then came the Liszt, and with it, a remarkable rally- ing, in one pianistic tour de force, of all the strengths spor- adically displayed in the pre- ceding performances.” — “al- ways intelligent, always vig- orous and at times majestic- ally eloquent.” Following the recital, a re- ception was held at the home of the Icelandic Consul, Gret- tir Johannson. The Ipelandic National League also gave a luncheon in his honour and presented him with a mo- mento of his visit to Win- nipeg. Rognvaldur Sigurjonsson’s present tour includes concerts in Vancouver, Seattle, and Waáhington, D.C., where he is scheduled to play at the Nat- ional Gallery of Art. He departs with the warm wishes of an appreciative Ice- landic Community. On his re- turn to Iceland where he heads the Piano Department of the Reykjavik College of Music, he takes with him our sincerest greetings to the land of our forefathers. —Icelandic Canadian

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.