Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Síða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964
Minning:
Kristján
Það var hljótt um lát Krist-
jáns Richter í St. Paul í vetur.
Hann dó sama dag og
Kennedy forseti var myrtur,
22. nóvember 1963, og iþartnig
var það að fréttin um andlát
þessa háaldraða heiðurs-
manns fór framhjá mörgum
kunningjum. Kristján var
móðurbróðir Ólafs Thors fyrr-
verandi forsætisráðherra Is-
lands, Thors sendiherra í
Washington, og þeirra syst-
kina, og líka móðurbróðir
Kristjáns Albertssonar rit-
höfundar. Hann var síðastur
sinnar kynslóðar í fjölskyld-
unni og var nærri því 95 ára
er hann lézt.
C. Harold Richter var nafn-
ið sem Kristján Kristjánsson
frá Hraunhöfn á Snæfells-
nesi bar hér vestra. „C.“ var,
á ensku, „Christian“, Krist-
jáns nafnið sem hann fékk
við skírn, en „Harold“ var
nafnið Haraldur, sem hann
kaus sjálfur í endurminningu
um elzta bróður sinn, Harald,
sem fórst sviplega 'í sjóslysi
nálægt Akranesi, 1884.
Kristján dó á Midway
sjúkrahúsinu í St. Paul,
skömmu eftir hádegi, 22. nóv-
ember. Banalega hans var um
aðeins sex daga og hafði hann
haft frábæra heilsu alla æfi,
þangað til um síðustu þrjú
ár æfinnar þegar sjón og
heyrn fóru að bila. Samt var
hann andlega hress alveg
fram að síðustu stundu.
Jarðarför Kristjáns fór
fram á mánudaginn, 25. nóv-
ember, á jarðarfararstofu
Fred Johnsons í St. Paul, þar
sem prestur Baptista-safnað-
arins sem Kristján tilheyrði,
Dr. Alton Snyder, flutti
kveðjumál. Hann var jarð-
settur í kirkjugarðinum Rose-
lawn Cemetery í St. Paul.
Kristján kom til Vestur-
heims árið 1887 með Pétri og
Sveini bræðrum sínum, og
fór hann fyrst til Winnipeg.
Var hann þar nokkur ár og
kom svo til St. Paul, höfuð-
borgar Minnesota-ríkis um
1894.
Nokkuð eftir komu hans til
St. Paul giftist Kristján
Theresu Lawin, af þýzkum
ættum, sem fædd var í þjóð-
verja-byggð skammt fyrir
vestan Minneapolis, í Chaska,
Minnesota. Lifir hún mann
sinn, ásamt tveimur börnum,
fjórum barnabörnum og átta
barna-barnabörnum. Eftirlif-
andi börn Kristjáns og Ther-
esu eru: Forrest Harold, 62
ára, sem á heima í Richfield,
Washington, skammt frá Port-
land, Oregon, við Kyrrahafs-
strönd, og dóttirin, Phyllis,
kona J. T. Van Istendal, sem
á heima í Hollywood, Florida.
Phyllis var tvígift, missti
fyrri mann sinn, David M.
Brownlee, sem hún átti tvö
börn með, Richard og James
Philip. Er James Philip að-
Richf-er
eins 18 ára, og á heima með
móður sinni og stjúpföður í
Hollywood, Florida, en eldri
sonurinn, Richard Brownlee,
er giftur og á sex börn, þrjá
syni og þrjár dætur, og eiga
þau heima að White Bear
Lake, Minnesota, útjarðarbær
St. Paul borgar. Af nánum að-
standendum Kristjáns er líka
Frank Goss, sem þau hjónin
ólu upp, verzlunarmaður í
mörg ár í Stillwater, Minne-
sota, félagi fósturföður síns í
fleiri fyrirtækjum, ógiftur,
kominn yfir sextugt, við
slæma heilsu af heilablóðfalli
er hann varð fyrir þremur
árum, til heimilis hjá ekkj-
unni, að 1725 . Highland
Avenue, White Bear Lake,
Minnesota.
Kristján Richler
Kristján Richter átti heima
í St. Paul og nágrenni borg-
arinnar í 70 ár, í Winnipeg
sex eða sjö ár, á íslandi rúm
18 ár. Það er þá lítil furða þó
hann fjarlægðist íslandi, en
samt gleymdi hann aldrei
uppruna sínum. Hann var —
af gildum ástæðum — upp
með sér af fólki sínu á íslandi.
Maður þarf ekki nema að
blaða í æfisögu mágs hans,
Thors Jensen, eftir Valtýr
Stefánsson, að skilja það.
Um líf Kristjáns í Vestur-
heimi — og er það lengsti
kaflinn — er sannarlega
margt hægt að segja. í Win-
nipeg var hann vinur Frí-
manns Anderson, stofnanda
vikublaðsins Heimskringlu,
og lagði hann sitt til, að
styrkja blaðið. Við komuna
til St. Paul í „landaleysinu“
þar, samrýmdist hann strax
staðarháttum. Hann varð
ljósmyndari, en betur þó —
taldist „portrait artist“, vegna
þess að hann litaði manna-
myndir sem hann tók, í
pastel-litum, af mikillri list.
Upp úr því færði hann út
kvíarnar við stofnun „The
Riehter Company“, sem varð
auglýsinga-fyrirtaeki, lagaði
myndir, texta, teikningar og
uppköst að auglýsingum
handa mörgum stórfyrirtækj-
um. Frank Goss, fóstursonur
hans, var þá kominn á starfs-
rek, og lögðu þeir út í raílýst
auglýsingaskylti, sem varð
þeim mikið til hagnaðar.
Þaðan af varð Kristján for-
maður lífstryggingarfélags,
Samaritan Life Insurance As-
sociation, sem hann veitti for-
stöðu í 16 ára, og starfaði á-
fram í þágu félagsins í skrif-
stofubyggingu í St. Paul langt
fram yfir öll þekkjanleg ald-
urstakmörk, þangað til fyrir
rúmum þremur árum.
Kristján var trúmaður
mikill, gekk í Baptista-söfnuð
fyrst við komuna til St. Paul.
Hann var leiðandi starfsmað-
ur í KFUM, og sunnudags-
skólakennari í meira en 40 ár.
Hann kenndi drengjum ein-
göngu, og ungum karlmönn-
um, og voru kennslutímar
hans helgaðir Biblíulestri og
athugasemdum þar að lútandi.
Hann var oftastnær með 140
til 150 ungmenni í sunnu-
dagstímum hjá sér, varð
þekktur um alla borgina í
þessu starfi, nóg til þess að
aðrir trúarflokkar sóttu um
hann sem starfsmann, og á
sjálfsfórnarferli hans í þessu
starfi, kenndi hann minnst
fjögur til fimm þúsund ung-
um mönnum, sem héldu
úyggð við hann æfilangt.
Kristján Richter var ekki
aðeins andlega hneigður, eins
og varð svo augljóst í tóm-
stundum frá verzlunarstarfi
hans. Stjórnmálin, sem hafa
einkennt að svo miklu leyti
ættfólk hans á Islandi, voru
ekki síður áhugamál hjá hon-
um. Hann var ákveðinn fylgj-
andi Republikanaflokksins öll
sín ár í Bandaríkjunum. Sér-
staklega árið 1914 beitti hann
starfskröftum sínum fyrir
,frjálslynda‘ hreyfingu innan
flokksins, og þar var hann
ötull samstarfsmaður föður
míns, Gunnars heitins Björns-
sonar, sem þá var formaður
flokksins í Minnesota.
Kristján var fyrir mörgum
árum, meðlimur „Charter
Commission“ í St. Paul og
átti virkan þátt í því að end-
ursemja grundvallarreglur
bæjarstjórnarinnar í höfuð-
borg Minnesötaríkis. Hann
skírði líka götuna þar sem
þau hjónin og fjölskyldan
bjuggu lengst — 1767 High-
land Parkway í St. Paul.
Gatan átti að heita Otto
Avenue. Kristjáni var alveg
sama um það þótt ætti að
heiðra þýzkan lúðraflokks-
stjóra sem hét Otto — honum
fannst miklu meira viðeigandi
að láta götuna, í einu af fall-
egustu íbúðarhverfum borg-
arinnar, njóta samnefni með
stórum garði þar í grendinni,
Highland Park og, einu sinni
sem oftar, fékk hann sínu
framgengt, safnaði áskriftum
að bænaskrá sem fór fyrir
bæjarstjórn, og fékk nafninu
breytt.
Það var eitt sem einkenndi
pólitískt starf' Kristjáns um
fleiri áratugi. Hann vann jafn-
an fyrir málstað sem honum
var kær og fyrir frambjóð-
endur sem höfðu náð fylgi
hans — ekki fyrir sjálfan sig.
Hann sótti einu sinni um
þingmennsku í neðri deild
Minnesota-þingsins, náði ekki
kosningu, en var eftir sem
áður áhugamaður í stjórn-
málum.
Þótt hann væri langt fjarri
Islendingum, í ^t. Paul, lagði
Kristján fé í starfrækslu
vikublaðsin, Lögberg, og
gaf hann ríflega af efnum sín-
um til styrktar kennslustóls-
ins í íslenzku við Manitóba
háskólann.
Þegar athygli beinist að
festu og framtakssemi Krist-
jáns hér í Vesturheimi, þá
virðist sjálfsagt að rifja upp
ýmislegt úr bernsku- og ungl-
ingsárum hans á íslandi. Sum-
um fannst hann kaldlyndur
gagnvart íslandi hér, og var
hann löngu orðinn stirður í
málinu, þar sein hann hitti
samlanda svo sjaldan.
Það er skiljanlegt að end-
urminningar Kristjáns um
Island hafa, vægast sagt, ver-
ið misjafnar. Hann sá aldrei
sinn eigin föður, Kristján
Sigurðsson, bónda í Hraun-
höfn í Staðarsveit á Snæfells-
nesi, hann fórst í sjóslysi
skammt frá Akranesi á mið-
vikudaginn fyrsta í sumri,
1868, og fæddist yngsti sonur
hans, sem fékk að heita eftir
föðurnum, ekki fyrr en 3. des-
ember, þá um haustið, 1868.
Steinunn móðir hans, Jóns-
dóttir Sveinssonar frá Sól-
heimatungu í Borgarfirði og
Þorbjargar Guðmundsdóttur
prófasts Jónssonar að Staða-
stað, hafði þá alið sjö börn.
Sonur hjónanna, Guðmundur,
dó kornungur, og Hjörtur dó
skömmu eftir hann var tek-
inn í fóstur af frænda sínum,
Sveini Guðmundssyni í Búð-
um. Steinunn var þá ekkja
með þrjá syni er hétu Harald-
ur, Pétur og Sveinn, og tvær
dætur, Steinunn og Margrét
Þorbjörg, soninn, Hjört, sem
dó á næstu misserum, og
fæddist svo Kristján seint það
haust, í desember.
Erfiðleikar frú Steinunnar
voru átakanlegir eftir hún
missti manninn, 1868. Hún
hélt áfram búskap um tíma,
varð svo ráðskona á öðrum
bæ, og loks fékk hún sama-
stað árið 1880 hjá Sveini
Guðmundssyni frænda sínum,
þá verzlunarstjóri á Borðeyri,
með tveimur yngstu börnum
sínum, Margréti Þorbjörgu,
þá á þrettánda ári, og Krist-
jáni, 11 ára gömlum. Hin
börnin voru tekin til fósturs
hjá nábúum og ættfólki eftir
það mikla óhapp sem skeði 6.
janúar 1884, er elsti sonur
Steinunnar, Haraldur, þá 28
ára og aðal fyrirvinna fjöl-
skyldunnar, drukknaði á há-
karlaveiðum með Pétri Hoff-
man og tíu öðrum, á fiskibát
frá Akranesi. Einn bátur af
þremur komst 'í land á Akra-
nesi í ofsaveðrinu þá, og marg-
,ir fleiri fórust á sama hátt í
storminum mikla á þrettánd-
anum.
Thor Jensen kynntist Mar-
gréti Þorbjörgu ungri, á Borð-
eyri, 1880. Þau gengu í hjóna-
band 1886, og tók hinn ungi
húsbóndi að sér tengdamóður
sína og mág sinn, Kristján,
upp úr því. Kristján hafði
unnið með Thor Jensen við
verzlunarstörf bæði á Akra-
nesi og Borgarnesi og hefur
Valtýr Stefánsson þetta eftir
Thor í æfisögunni, um það
tímabil: „Samvera okkar
Kristjáns varð skemmri en ég
hafði vonast eftir, því að
sumarið 1887 ákváðu bræður
hans, Pétur og Sveinn, að
flytjast búferlum til Ameríku.
Þegar þeir höfðu bundið þetta
fastmælum taldi Kristján að
honum væri ráðlegast að
slást í förina með þeim.“
Sveinn dó fyrir um það bil
fimmtán árum í Seattle, vest-
ur við Kyrrahaf, Pétur'á und-
an honum í suðvestur hluta
Bandaríkjanna, báðir ein-
hleypir, og nú er Kristján
horfinn sjónum, þriðji bróðir-
inn sem lagði leiðina vestur,
fyrir meir enn 76 árum.
Valdmar Björnsson.
Fréttir frá íslandi
Framhald frá bls. 1.
ir uppi um að öskufallið ætti
sinn þátt í þessu náttúrufyrir-
brigði.
Hann bætti því við að lok-
um, að hann hefði tekið eftir
því, að fé, sem haft er á gjöf
en látið út daglega, rásaði
um túnin, en virtist ekki líta
við þessu græna grasi. Hins
vegar biti fé, sem gengi úti,
þetta gras, enda hefði það ekki
um annað að velja. Ekki sagði
Jón að hægt væri að merkja
þessa litarbreytingu á úthaga,
aðeins á túnum, og þá einkum
þeim, sem borið var á síðari
hluta sl. sumars.
Mgbl. 22. jan.
☆
Amerískir fornleifafræðingar
fallast á skoðanir Ingstads
Daginn fyrir gamlársdag
kom Helge Ingstad heim úr
síðustu Vínlandsferð sinni.
Ekki þó beina leið, því að
hann hafði lagt lykkju á
heimleiðina og brugðið sér
austur undir Himalajafjöll og
Framhald á bls. 3.
Why not visit ICELAND
now?
ALL-WAYS Travel Bureau
Ltd., 315 Hargrave Street,
Winnipeg 2, Man., WHitehall
2-2535, is the recognized Agent
of all steamship- and airlines,
including Icelandic Airlines,
and has assisted more Iceland-
ers in Maniloba with their
travel arrangements than any
other travel agent.
Mr. P. E. Salomonsen and Mr.
A. A. Anderson, both Scandi-
navians, will render you every
assistance in connection with '
your travel, in an endeavour
to have your trip as comfort-
able and pleasant, yet in-
expensive, as possible.
Consult
ALL-WAYS Travel
Bureau Ltd.
315 Hargrave Street,
Winnipeg 2, Man.
WHiiehall 2-2535