Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Síða 5

Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Síða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964 5 lii— Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. LVI Now we shall consider the first conditional of vera (to be), which is mundi vera (would be), and is conjugated as follows: íl 'Halldóra B. Björnsson: Singular ég mundi vera þú mundir vera hann (hún, það) mundi vera Plural við mundum vera þið munduð vera þeir (þær, þau) mundu vera Translate into English: Ég mundi vera heima, ef þú kæmir á morgun. Ef þú værir ekki latur, mundir þú vera búinn að læra lexíur þínar. Hann mundi vera hér lengur, ef hann gæti. Ef veðrið væri betra, mundi hún vera úti að skemmta sér. Við mundum vera á íslandi allt sumarið, ef tíminn leyfði það. Ef það væri mögulegt, munduð þið gera það líka. Jón og Árni mundu báðir vera þar eins lengi, ef þeir þyrftu ekki að fara heim áður. Þær systurnar, Anna og Guðrún, mundu vera í Reykja- vík í tvær vikur, ef þær færu til íslands. Þar eiga þær systkin, og þau myndu vera í borginni meðan þær væru þar. Gleymt skáld — geymd vísa Vocabulary: alli, all, neut. sing of allur á morgun, to-morrow á íslandi, in Iceland áður, before beira, better, comparative neut. sing. of góður borginni, the city, dat. sing. of borgin búinn, ready, vera búinn, have done, finished eiga, have eins lengi, as long fara, go færu, would go, subjunctive, 2nd pers. plur. of fara gera, do gaeii, could, subjunctive, 3rd pers. sing. of geia í. in kæmir, came, would come, subjunctive 2nd. pers. sing. of koma laiur, lazy lengur, longer, comparative of lengi lexíur, lessons, acc. plur. fem. of lexía leyfði, permitted, allowed, past 3rd pers. sing. of leyfa læra, learn meðan, while mögulegi, possible, neut. sing. of mögulegur skemmia sér, amuse herself sumarið, the summer systkin, brother and syster iíminn, the time, def. sing. of tími iil, to, with gen. iil íslands, to Iceland vikur, weeks, plur. of vika væri, were, subjunctive 3rd person neut. sing. of vera værir, were, subjunctive 2nd person masc. sing. of vera væru, were, subjunctive 2nd person fem. plur. of vera Þyrfiu ekki, did not have to, þyrfiu, subjunctive 3rd pers. plur. masc. of þurfa þær sysiurnar, the sisters Niðurlag. Einnig er til eftir hana kvæði um heimilisfólkið í Görðum á Álftanesi og mun það ort einhverntíma meðan hún dvaldi þar á efri árum sín- um. Ekki get ég fundið út við samanburð á húsvitjanabók hvert árið það muni ort, en vel gæti hún hafa talið t.d. börn prófastsins þótt annað- hvort eða bæði væru farin að heiman. Fólkið á bænum mun hafa lært strax kvæðið sem ort var um það og varðveitt það frá glötun. Ekki hef ég rekist á neina afskrift af því á Landsbókasafni. Erindi þessi eru skrifuð niður eftir gamalli konu, Sigríði dóttur Stein- gríms og Margrétar sem bæði eru talin meðal heimilisfólks Görðum í kvæði Ingibjarg- ar. Ól. Þorvaldsson þingvörð- ur sem kunnugur var á Suð- urnesjum segist hafa heyrt farið með fyrsta erindið laust eftir síðustu aldamót, en aldrei síðan. Hann telur að kvæðið muni ort ofarlega á 8. tug síðustu aldar. Ekki kunni Sigríður neitt fleira eftir Ingi- björgu, en minntist þess að hafa heyrt talað um hana sem prýðilega skáldmælta konu. ÝMISLEGT Framhald frá bls. 4. góð skil, og síðan hefur kvæð- ið verið í hávegum haft, sem það á líka skilið, og er þekkt víðasthvar um heiminn. Til dæmis, eru til að minnsta fimm mismunandi þýðingar af því á Islenzku. (Minna má nú gagn gera!) Þetta kvæði, viðurkennt bókmennta perla, hefur það til síns ágætis að vera einkar ljúft aflestrar og blátt áfram, en um leið þrungið djúpri hugsun. Höfundur hæðist að ríkjandi hugmyndum manna um skaparann og alheims á- formið, bæði í Kristni og Islam, en gerir það svo fín- lega og velviðeigandi að ekki sakaði. Þar nær snilld hans sér bezt niðri. — Rubaiyat er vissulega eitt af beztu bók- mennta verkum manna, fyrr og síðar. — L. F. "Shoot To Kill" Skömmu áður en Banda- ríkjaforseti J. F. Kennedy var myrtur heimsótti hann vestur-Berlín. Þegar honum var sýndur hinn hái sements og vírgarður sem rússar hafa reist til að aðskilja austur- frá vesturbænum og halda austurfólkinu inni, sagði frétt- in að hann hefði rekið í roga stanz, og mælt: „This is un- believable! I had not thought that I would live to see any- thing of this kind.“ En skömmu þar áður hafði komið skipan frá Moskva til varn- armanna á garðinum: „Shoot to kill“ ef einhver reynir að stelast vesturyfir. Þá varð þessi vísa til: — The refugee came at ,a crawl After making his way through a crack In Berlin’s notorious wall — “Please, please, can you cache a small Czech?” — L.F. Björn var allvel hagmæltur líka og eru til nokkrar vísur eftir hann, m.a. ein um Óla Skans: Eyjólfs greiða kund við kjörum, kola og seyðum fargar sá, Ólafur skeiðar Skans úr vörum skeljungs breiða völlinn á. Hann kvaðst líka á við Jón Thoroddsen er þeir voru eitt sinn á heimleið frá Noregi, og þessi vísa hraut honum af vörum, er hann hugðist vitja um föðurarf sinn, en aðrir höfðu orðið handfljótari að eyða honum: Heimurinn er hrekkja fans, hef ég það oft fundið þegar allt er andskotans ama og meinum bundið. En hver er þáttur Björns í lífi þessarar konu? Líklega ekki annar en sá að vera and- stæða hennar og að sumt fólk er betur fallið en annað til að yrkja um það. Ekkert virðist benda til að nein óvinátta KVÆÐI um heimilisfólkið í Görðum á Álfianesi efiir Ingibjörgu Sigurðardóíiur Þórarinn séra og Þórunn frúin þarflegt í Görðum hafa starf, manndyggðum safna sóma búin sem þeirra börnin taka í arf. Það er: Jón, Anna, Elisabet, uppeldisdóttur Tótu ég met. Þjónustukvinnur verk sín vanda ❖innusamar og duglegar, iðjulausar þær aldrei standa allvel hæfar til búskapar. Vilborg, Margrét og Þorbjörg þar, það heita fríðu meyjarnar. Steingríma tvo og Lárus leit ég, Lúinn Svein og hann Hallgrím minn, Jón Árna líka vel um veit ég, verklaginn er sá drengurinn. Þessir í Görðum þjóna enn, það eru góðir verkamenn. Ingibjörg skal á eftir talin af því hún manna þyggur styrk, henni er enginn heiður falinn, hún er gömul og lítilvirk. Heimurinn dæmir hana ei vel honum að fylgja skárst ég tel. Það hef ég eftir ýmsu fólki af Álftanesi og víðar að þau Ingibjörg og Garða-Björn hafi lengi átt í kvæðaerjum og er því haldið fram aó henni hafi oftast veitt betur, er þar máski að finna eina skýringu á því hve lítt því hefur verið haldið á loft. Allt mun það nú týnt nema vísan í upphafi þessa þáttar, er barst um sveitirnar sem nafnlaus hús- gangur, og önnur til, sem Ingibjörgu er eignuð: Öll erum við Adams börn í orðum bæði og gjörðum. Þó heimurinn kalli hann hunda-Björn hringjarann frá Görðum. hafi verið milli þeirra. Björn er stundum skírnarvottur hjá þeim hjónum meðan hann er unglingur í Görðum og einnig má benda á það að Metta dóttir þeirra er vinnukona á Breiðabólstöðum 1870. Og ekki var Björn í hreppsnefnd þeirri sem úrskurðaði Ingibjörgu ölmusuna. En þó er ekki ó- líklegt að einmitt ólík að staða í lífinu hafi hvesst broddinn á vísnaskeytum hennar. Ef við fylgjum ferli þeirra í kirkjubókum má glöggt sjá að þrátt fyrir lítinn aldurs- mun og ágæta hæfileika beggja, liggur vegur Ingi- bjargar sífellt niðurávið, mælt á veraldarstikuna, en Björn er stöðugt að vinna sig upp í lífinu. Þau mætast en eiga aldrei samleið. Þau eru, aldrei jafnokar og það er allt- af hún sem stendur höllum fæti. Velgegni hans verður henni ímynd þess ofureflis sem hún hefur alltaf átt við að etja. Hann byrjar sem nið- ursetningur í Görðum, hún endar þar á sama stigi. Hann lefst frá umkomulausri æsku og síðar vinnumennsku til sí- hækkandi metorða í héraðinu, er að lokum orðinn mektar- bóndi á einni beztu jörð sveit- arinnar og meðhjálpari við Garðakirkju. Hann eignast konu sem er mikillar ættar og átti undir högg að sækja að fá hennar, slíkt hefur aukið mörgum manni metnað að sýna það að hann sé maður til að komast áfram. Ingibjörg giftist að vísu strax árið sem hún kemur í sveitina og má Dað vera nokkur dómur henni í vil, en hún verður þó aldrei annað né meira en kona þurra- búðarmanns og var ekki hátt þrep í augum samtíðarinnar. Þau hjónin fá að vísu ágætan vitnisburð í húsvitjanabók- inni: eru bæði prýðilega læs og skrifandi og kenna börn- um sínum lestur og skrift. En að hvaða gagni kemur þeim það í glórulausu baslinu og fátæktinni? Það skyldi þó ekki vera að slíkt sé allt að því hermdargjöf þeim sem enga eiga bókina að lesa og engan pappír að skrifa á né stundir aflögu frá lífsstritinu. Að minnsta kosti er nokkurn- veginn víst að þessi listfenga erfiðiskona hefur ekki sóað tíma sínum í það að skrifa ljóð sín né lausavísur. Það litla sem til er hafa aðrir geymt. (Og svo mætti líka spyrja í hve háu gengi skáldin voru á Álftanesi og víðar á þeim tíma. Kannski Grímur gæti eitthvað borið um það?) Hún missir mann sinn eftir tuttugu ára sambúð frá mörg- um ungum börnum, það yngsta um 5 ára. Þá um miðj- an aldur virðist hún vera þrotin að heilsu og kröftum og er sagt hún hafi einhvern- tíma um það leyti gert til- raun til að farga sér. Börn hennar fara sitt í hverja átt- ina til vandalausra og hún verður sjálf mikill einstæð- ingur og vill helst fara huldu höfði. En sá sem hjarir verður einhversstaðar að vera og kemst ekki hjá því að eiga sér einhverja sögu. Og nú liggur leiðin hina afmörkuðu slóð úr einu kotinu í annað í hús- mennsku sem virðist á þeim tíma vera eitthvert vonlaus- asta hlutskifti sem nokkrum var úthlutað, frá Hjallakoti að Svalbarða, frá Svalbarða að Hjallakoti, einir hrakhólarn- ir öðrum verri, frá hús- mennsku í vinnukonustöðu í Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.