Lögberg-Heimskringla - 11.06.1964, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 11.06.1964, Page 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1964 Úr borg og byggð íslenzk messa í unitara kirkjunni á Gimli á sunnu- dagskvöldið 14. júní kl. 7 e.h. Séra Philip M. Pétursson prédikar. Allir boðnir og velkomnir. ☆ Sunrise Lutheran Camp að Husavik , Manitoba tekur á móti gestum frá kl. 2.30 til kl. 6.00 e.h. sunnudaginn 21. júní 1964. Allir þeir sem áhuga hafa fyrir því, að láta börnin taka þátt í námskeiði því sem fram fer í Sunrise Camp á hverju sumri, eru boðnir og velkomnir. Allir sem koma eru beðnir að hafa með sér nesti. Kaffi verður veitt ókeypis. Kaldir drykkir, ís- rjómi og fl. vérða til sölu á staðnum. Sunrise Camp Board, f.h. Bandalags Lúterskra kvenna. ’ ☆ Valdimar Björnson fjár- málaráðherra Minnesotaríkis og frú Guðrún fylgdu Helgu dóttur sinni til Winnipeg á sunnudaginn, en hún flaug með hóp íslandsfarana á mánudaginn og mun dvelja hjá ættingjum á Islandi í sumar. Þau hjónin fóru heim á mánudaginn. ☆ Miss Unnur Kristjánsson og Dr. John Davidson Brown voru gefin saman í hjónaband, á laugardaginn 30. maí af Dr. Valdimar J. Eylands í Fyrstu lútersku kirkjunni. Brúðurin er dóttir frú Hólmfríðar og Friðriks heitins Kristjánsson- ar. Hún útskrifaðist í hjúkrun við Winnipeg General Hospit- al, stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði í Seattle, vann meistarastig í þeim fræðum og lauk síðan prófi í Nursing Administration við McGill háskólann. Hún er nú kennari við Manitoba háskól- ann. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ Óskar upplýsinga Ég óska upplýsinga um frú Ingibjörgu Böðvarsdóttur, sem var fædd að Koti í Rang- árvallahreppi, Rangárvalla- sýslu þann 7. júní 1885. Hún átti heima á Svínhaga, Rang- árvallahreppi, þegar hún fluttist til Winnipeg árið 1903 til móðursystur sinnar, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún giftist manni, sem hafði ættarnafnið Kliffer. Árið 1912 var hún komin vestur á Kyrrahafsströnd, og átti þá orðið þrjá syni, sem vitað var um. Ég er bróðursonur hennar og þætti mér mjög vænt um, ef hægt væri að gefa mér ein- hverjar upplýsingar um hana eða afkomendur hennar. Sigurður Á. Guðmundsson. Háteigsvegi 8, Vestmannaeyjum, Iceland. Mrs. Margrei (Helgason) Decosse hefir verið lífið og sálin í music lífi bæjarins St. Paul í Alberta, síðan hún flutti þangað með manni sín- um Dr. Roland Decosse fyrir allmörgum árum. Þau eiga nú fjögur börn, en þrátt fyrir umfangsmikil heimilisstörf tók hún þegar megin þátt í stofnun Musical Society og er hún söngstjóri 30 manna kórs. Hún er og sólóisti kórsins, enda gædd fagurri og þjálf- aðri rödd. Nýlega hélt félagið hina árlegu hljómlistarsam- komu sína, er þótti takast með ágætum og var Mrs. Decosse að verðugu hyllt. ☆ Tveir íslandsíarar urðu fyr- ir bílslysi á mánudaginn á leið vestur á flugvöllinn og misstu af hópnum, þau systkinin, Mrs. S. McDowell og Mr. S. Einarson, en sem betur fór urðu þau ekki fyrir alvarleg- um meiðslum og munu senni- lega fljúga til íslands næsta mánudag og ná þau þá í há- tíðahöldin 17. júní. ☆ We are going on a skemmli- ferð to Betel, Wednesday, June 17, 1964. The bus will leave the Unitarian Church, Banning and Sargent at 11.30 a.m. returning around 6 p.m. — For further information call Mrs. Christine Johnson SP 4-7546. Gjafir iil minnisvarða Vilhjálms Siefánssonar Mr. Arni G. Eggert- son Q.C................$10.00 Rev. Philip M. Pétursson 10.00 Kvennfélag Sambands- safnaðar í Winnipeg 25.00 Hon. Joseph T. Thorson, P.C., Q.C., Ottawa .... 15.00 Mr. Egill Johnson, Richmond, B.C........ 5.00 Miss Sigurbjörg Stefáns- son, Gimli ......... 10.00 Mr. S. T. Sveinsson, Arnes .............. 2.00 Narfasons, Minerva, Man.................. 5.00 Mr. Marino Johnson and Mrs. Þuríður Olafsson, Gimli...... 5.00 Gimli Women’s Institute .......... 10.00 Þj óðræknisdeildin „Aldan“, Blaine, Wash............... 10.00 Mrs. Carl Westman Sr., Bellingham, Wash..... 1.00 Senator G. S. Thorvald- son, Ottawa ........ 10.00 Frá Arborg, Man, Þjóðræknisdeildin Esjan 25.00 Mrs. Margrét Lifman .... 10.00 Miss Bergljót Johnson 10.00 Mr. and Mrs. Eiríkur Bjarnason og Bogi Bjarnason .......... 20.00 Mr. Gunnar Sæmundson 10.00 Timoteus Böðvarson .... 5.00 Mrs. Veiga Johanneson 5.00 Mr. Edward Gislason ... 5.00 Mr. Gunnlaugur Oddson 1.00 Þakkað fyrir hönd Þjóð- ræknisfélagsins, Grellir Leo Johannson, féhirðir. MESSUBOÐ Fyrsla lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Dónarfregnir Óli Hannesson, 651 Simcoe St., Winnipeg lézt á General spítalanum 2. júní 1964. Hann var fæddur í Winnipeg. Var warehouseman hjá Crescent Fruit Company en fyrrum hjá Rogers Fruit Company. Hann tilheyrði St. Pauls United kirkjunni. Hann lifa kona hans, Effie; einn sonur, Percy, í St. Vital; 3 sonarbörn; þrír bræður, Hannes og Tomas í Winnipeg og Kári í Vancou- ver, þrjár systur, Christine, Sybil og Mrs. E. Stewart, allar í Winnipeg. Útförin fór fram frá Bardals útfararstofunni. ☆ Sigurlína Halldóra (Finn- son) Thorsleinsson rúmlega 66 ára að aldri, lézt á Langen- burg spítalanum um miðjan maí. Hún var fædd 23. nóv- ember 1897 í Churchbridge og ólzt upp í því héraði. Hún giftist Jóni T. Thorsteinssyni, Tantallon, Sask. um 1930. — Lína, eins og hún var altaf nefnd, var mesta myndarkona, mörgum er sárt um hið skyndilega fráfall hennar. Út- förin var hafin frá United Church, Tantallon, Sask., prestur safnaðarins, Rev. G. W. Mitchell bar fram kveðju- orðin bæði í kirkjunni og svo í Hólar grafreitnum, þar sem jarðar var. Þessi jarðarför var óvanálega fjölmenn og mikið af fögrum blómum. Skyldfólk langt að komið var frá Cal- gary, Winnipeg, Yorkton og Calder. — Ekkjumaðurinn vill lýsa hérmeð sínu inni- legasta hjartans þakklæti öllum þeim er tóku þátt í þess- ari útför á einn eða annan hátt. — Vinur. FOR SALE 5 Room lakefront cottage on Hecla Island. Must be sold to settle estate. Completely equipped $2,000.00. Apply The Canada Trust Company, P.O. Box 881, Winnipeg 1, Maniotba. Fró Einari B. Guðmundssyni Nýlega birtist í Morgun- olaðinu í Reykjavík viðtal við Einar B. Guðmundsson hrl. um ferð þeirra hjóna hingað vestur, en þeim var boðið á 45 ársþing Þjóðræknisfélags- ins í tilefni fimmtugs afmæl- ís Eimskipafélags íslands. Hann skýrir ítarlega frá mót- tökunum í Winnipeg, ferð til Betels, setningu þingsins, ávarpi og kveðjum er hann flutti á þinginu og gjöfum er hann afhenti félaginu. Kveðj- urnar er hann flutti frá for- seta og forsætisráðherra Is lands eru birtar í heild, enn- fremur kveðja frá rektor há- skólans. Hann segir og frá samsætum sem fram fóru þeim til heiðurs, og svo frá aðalinntaki ræðunnar er hann flutti á lokasamkomu þingsins. Viðtalið er heilsíða í blaðinu og fylgir því ágæt mynd af heiðurskjali því, er Þjóðræknisfélagið sendi Eim- skipafélagi Islands. Þar sem hin ágæta ræða hans var birt í heild hér í blaðinu, ennfremur ávörpin ásamt all ítarlegum fréttum af þinginu, birtum við hér að- eins hin hlýlegu lokaorð hans í þessu viðtali: „Móttökur frænda okkar vestan hafs voru á allan hátt frábærar. Urðum við alls staðar vör við einstakan hlý- hug og sanna tryggð við ís- land. Tvennt var það, sem vakti sérstaka athygli hjá mér. Annars vegar hve ótrúlega margir Vestur-Islendingar tala góða íslenzku og hins vegar hve margir þeirra hafa af frábærum dugnaði og hæfi- leikum komizt til mikilla mannvirðinga. Okkur var sýndur margvís- legur heiður og sómi, og að lokum leyst út með vináttu- gjöfum. Tók ég m. a. með- ferðis heiðursskjal til Eim- skipafélags Islands. Við geymum minningar um ógleymanlega ferð og ég vil biðja Morgunblaðið fyrir þakkir okkar til allra hinna mörgu, er við hittum á ferð okkar.“ ☆ Frétfir frá fslandi Loftleiðir taka flugstöðina í Keflavík t dag voru undirritaðir samningar í sambandi við rekstur flugstöðvarbygging- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjórnin hefur samið um það við varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli að íslendingar taki við flugstöðvarbygging- unni frá og með 1. júlí 1964 og öllum rekstri hennar. Þá hafa utanríkisráðuneyitið og Loftleiðir h.f. samið um leigu, afnot og endurbætur á flug- stöðvarbyggingunni á Kefla- víkurflugvelli. Frá og með 1. júlí næstkom- andi munu Loftleiðir leigja og taka að sér og reka hótel og veitingasölu í flugstöðvar- byggingunni á Keflavíkur- flugvelli. Hafa þeir í hyggju að gera miklar skipulags- breytingar og endurbætur á flugstöðvarbyggingunni inn- anhúss, og er áætlaður kostn- aður við þær 6,5 milljónir króna og af þeirri upphæð greiða Loftleiðir 75%. Þeir greiða einnig hluta kostnaðar við almenninginn í bygging- unni. Samningurinn gildir frá 1. júlí 1964 til 1. júlí 1974. Jafnframt þessu hefur verið samið um að Loftleiðir fái að- stöðu til flugvélaviðgerða á Keflavíkurflugvelli. Tíminn 31. maí ☆ 4ý úlgáfa Laxdælu í Bandaríkjunum Nýlega er komin út í Banda- ríkjunum ný útgáfa af Lax- dæla sögu. Þýðandi er A. Margaret Arent, og hefur hún einnig ritað inngang og at- hugasemdir. Útgefandi er University of Washington og verð bókarinnar er $6.75. — Fyrir þá, sem vilja panta bókina, er fullur titill henn- ar þessi: The Laxdæla Saga, translated from the old Ice- landic with introduction and notes by A. Margaret Arent,* University of Washington. Mgbl. 23. maí Civil Defence says: — Early settlers kept their ‘powder dry’ and their larder stocked. Today’s emergency planning also calls for a re- serve food supply. How about yours? Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUmer 8-2351 EFNISYFIRLIT bls. In memoriam: Soffanías Thorkelsson — I.J. 1 Anna Halldórson — V.J.E. 2 Margrét Johnson — J.A...... 2 Jakob J. Norman — B.K...... 3 Mesta hættan ................2 The Selkirk Lutheran Church — P. H. T. T..........4, 5, 7 75 ára afmæli Selkirk safnaðar — i. j........:............7 Hvarf skipanna — L. F....... 7 fslands fréttir .......... 7, 8 Fréttir og ýmislegt ...... 1, 8 Why noi visii ICELAND now? ALL-WAYS Travel Buraau Ltd.. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted mora Iceland- ers in Manitoba with their travel arrangements than any other travel agent. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2. Man. WHitehall 2-2535

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.