Lögberg-Heimskringla - 30.12.1965, Blaðsíða 1
Högber g; - J^eímslmngla
Stofnað 14. jan.. 1838 Slofnuð 9. sept.. 1886
79. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1965 arffjjp*. NÚMER 49
Gullbrúðkaup
í Glenboro, Maniloba
Bréf frá séra Robert Jack
17. nóvember 1965, áttu hin
vinsælu hjón Mr. og Mrs. B. S.
Johnson, Glenboro, Manitoba,
50 ára giftingarafmæli. í til-
efni af deginum tilkynntu
dætur þeirra og tengdasynir,
Mr. og Mrs. Reg. Rawlings
(Ellen), Glenboro, og Dr. og
Mrs. R. E. Helgason (Mar-
garet), S. Burnaby, B.C., a'ð
þau væru að halda upp á dag-
inn með “open house” sam-
sæti á heimili foreldra sinna,
og buðu þangað velkomna
vini og ættingja. Margir komu
sem vænta mátti, hátt á þriðja
hundrað manns. Veðrið var
gott, bjart sólskin, en snjór á
jörð. Allir vildu koma til að
gleðjast með heiðursgestun-
um, og óska þeim til ham-
ingju. Margar voru kveðjurn-
ar og kortin, sem þau fengu,
bréf og skeyti — jafnvel frá
Islandi — og svo gjafir frá
ættingjum og vinum. Dæt-
urnar og menn þeirra fögn-
uðu gestunum, þegar þeir
komu og báru fram ríkman-
legar veitingar.
Björn S. Johnson er fædd-
ur í Gardar, N.D. 16. janúar
1887. Hann kom til Canada
1902 með foreldrum sínum
og systkinum, þau settust að
á bújörð þeirri þar sem
Grundarkirkjan stendur
skammt frá.
Hann giftist Hillu Frederick-
son, 17. nóvember 1915 á
heimili foreldra hennar,
Borgu og Olgeirs Frederick-
son. Séra Friðrik Hallgríms-
son gifti þau. Fjórum árum
seinna keypti Björn bújörð
tengdaföður síns 4 mílur suð-
ur frá Glenboro, þar bjó hann
og kona hans góðu búi til 1958.
Þegar þau hættu búskap þá
fluttu þau til Glenboro og
byggðu sér þar fallegt heimili.
Það má segja með sanni að
Hilla og Björn hafa verið
leiðandi hjón í sinni byggð,
Argyle, þar sem þau. hafa
óspart lagt fram efni og
krafta sína öllum góðum
félagsmálum til stuðnings. í
50 ár hefur Björn verið í
stjórnarnefnd Frelsissafnaðar
í Grundarkirkju og flest árin
forseti safnaðarins. Hann var
í sveitarstjórn Argyle í fjölda
mörg ár og í stjórnarnefnd
Glenboro Pool Elevator í 25
ár. Þá var hann einnig í
stjórnarnefnd Glenboro
Hospital, svo árum skipti og
Sec. treas. fyrir Hóla og
Hekla sveitaskólanna. Marg-
ar fleiri ábyrgðarstöður gæti
ég talið. Manitoba Travel and
Convention Association heiðr-
uðu Björn með “Golden Boy
Award”, 7. nóvember 1964. -
Og er ég tel upp þátttöku
Björns í félagslífinu í Argyle
og Glenboro, minnist ég þess
að ávalt við hlið hans var
hans góða eiginkona Hilla,
honum samtaka í öllu starf-
inu. Það er hún sem hefur
spilað á orgelið í Grundar-
kirkju við allar messur, jarð-
arfarir og svo til í 45 ár. Munu
fáir hafa betur gjört. Einnig
hefur hún starfað í kvenn-
félagi Frelsissafnaðar í 50 ár,
unnið þar af trúmennsku og
verið starfandi í Glenboro
Hospital Aid og Red Cross.
Kæru góðu vinir, Hilla og
Björn, ég hugsa til ykkar á
þessum tímamótum og sam-
gleðst ykkur. Ég vona að þið
fáið að njóta lífsins við góða
heilsu, umkringd ástvinum
ykkar. Megi gullnir geislar
sólsetursins lýsa leiðina, sem
eftir er, og Guðs blessun
fylgja ykkur alla daga. *
„Heyr börn þín, Guð faðir,
sem biðja þig nú“
var sungið við giftingar fyrir
50 árum — og kveð ég ykkur
nú með þessum orðum: —
„Þinn friður og náð
þeirra farsæli ráð.“
Guðlaug Johannesson.
Tjörn, Vatnsnesi,
V. Hún., des. 1965.
Kæra Ingibjörg og lesendur
L-H.
Kalt er í verðri á íslandi og
vetur í algleymingi um gjör-
valt landið.
Það hefur snjóað töluvert
hérna á slóðum og ekki alstað-
ar greiðfært. Þó er verst á
Austfjörðum, og samgöngurn-
ar þaðan við umheimin rofn-
ar vegna hríða veðurs, nema
á skipum. Ég man ekki eftir
svona löngum kafla vonds
veðurs á þessum tíma árs. Að
undanförnum árum hefur tíð-
arfarið verið venjulega gott
fram að nýjári. Þessi kuldi
hefur dregið úr hreyfingu
manna og einnig vegna
skammdegismyrkurs, er lítið
skemmtilegt að segja. Það
er þessvegna að ég hefi kosið
þennan dimma tíma til að
liggja í lungnabólgu — og
skrifa þessar línur.
Það var mjög ánægjulegt að
fá um daginn tvær bækur
sendar alla leið til mín frá
Canada, önnur frá Winnipeg
og hin frá Montreal. En það
dró ekkert úr gleðinni að fá
bækurnar þótt þær væru
nákvæmlega eins. Þær heita
The Icelandic People in Mani-
toba. Ég bjóst við annari frá
Njáli Bardal og kom hin frá
Donald Johnson í Montreal.
Ég þakka þessum ágætu
mönnum fyrir þetta merki-
lega heimildarit, sem Wilhelm
Kristjanson hefur gert. Það er
ætíð vandasamt verk að skrifa
sagnfræðilegt rit og ekki sízt
um þjóðarbrot og baráttu þess
í fjarlægu landi. Engin sem
tekur þetta erfiða verk að sér
kemst fram hjá því að nefna
menn að nafni og menn og
gjörðir þeirra hafa verið
sterkur þáttur í sögu íslend-
inga í Manitoba. Bæði hinir
nefndu og ónefndu hafa mark-
að spor á Manitoba grund,
sem hvorki kuldi né heiti
tímans mun geta afmáð. Ég
held að hvergi í veröldarsögu
hafi eins lítið þjóðarbrot af-
kastað svo miklu, eins langt
frá ættlandi sínu og íslend-
ingar í Manitoba .
Formálinn eftir prófessor
Harald Bessason er einnig
ágætur og bendir réttilega á
að endurvakning til sjálf-
stæðis Islands, sem brann í
brjósti þeirra manna og
kvenna sem fluttust til Mani-
toba, hefði dugað þeim til
atorku og framkvæmda í
nýja landi, sem þessi bók um
íslendinga í Manitoba geta
hæglega gefið öðrum ritfær-
um mönnum hugmyndir sér
efna um þá Islenzk brautryðj-
endur í Canada og Bandaríkj-
unum.
Nýlega kom bandarískt skip
hingað beint frá Detroit hlað-
ið bílum. Þetta skip flytur
einnig sama varning á aðrar
Evrópu hafnir. Bílaöldin ríkir
hérlendis og nú virðist það
vera metnaður unglinga sem
annara að eignast bíl, hvort
að það er nauðsynlegt eða
ekki. Og auðvitað aukast nú
umferðaslys og fólkið hraðar
sér í dauðann. „Þessi bíla-
menning hér og sem annars-
staðar í dag gerir gagn,“ eins
og náungi minntist á við mig
í haust. Hún lætur óþokka
drepa sig,“ sagði hann, „og
þar með losnar þjóðfélagið
við þá á ódýran hátt.“
Eins og ykkur er nú liklega
kunnugt er séra Bjarni Jóns-
son vígslubiskup látinn. Ég
eins og allir aðrir prestar,
kynntist sér Bjarna vel, sem
var ágætur maður og klerkur
og átti sérlega skemmtilegar
kymnisgáfur. Ég man einu
sinni sem oftar að ég mætti
honum í Reykjavík. Brosandi
sagði ég við hann: „Ég er að
verða í vanda staddur í hvert
skipti sem ég tala við þig.“
„Af hverju“? spurði hann
glettnislega. „Það er af því“,
svaraði ég, „að nú ertu með
svo mörgum titlum, að ég veit
varla hvemig ég á að ávarpa
þig.“ Hann leit á mig, brosti
og svaraði: „Þegar ég er í
vondu skapi skaltu kalla mig
doktor eða biskup, en þegar
ég er í góðu skapi segðu bara
séra Bjarni.“
ísland ér að breytast og
þegar allar þessir týpur, sem
sett hafa svip á ýms kauptún
landsins í síðustu 30—40 ár
eru dánar, mun eitthvað
vanta. Þessar „týpur“ voru
alltaf sérstaklega íslenzkar og
þótt að nýjar komi fram, held
ég, að þær myndu hafa ein-
hvern útlenzkan blæ og þess
vegna frábruðgnar því ramm-
íslenzka, sem einkenndi
menn hér fyrir síðustu heims-
styrjöldina. Þegar þjóð sem
var landbúnaðarþjóð í þús-
und ár breytir til á örfáum
árum í Kaupstaðaþjóð, hljóta
róttækar breytingar á högum
manna að eiga sér stað.
Á meðan ég er að skrifa á
breytingar man ég eftir því í
haust þegar ég var að ferðast,
ásamt Vígdísi og öðrum Is-
lendingum á hinum fagra
bakka við Loch Lomond í Skot
land. Við ókum fram hjá ein-
um stórbóndabæ. Allt í einu
sagði einn kaupmaður úr
Reykjavík: „Sjáið gamaldags
vélar á túninu?“ „Ég er viss
Framhald á bls. 8.
Kvöldsýn
Sólin er nú að síga til viðar,
sjálf þó nýtur ei hvíldar
né friðar,
glóhár dagsetrið
gull þráðum vefur
gliti upprisu, meðan þú sefur.
S. E. B.
Fréttir frá fslandi
Biskupinn yfir íslandi,
herra Sigurbjörn Einarsson,
er kominn heim frá Róm, þar
sem hann dvaldi í 10 daga, en
honum var boðið að vera við-
staddur þingslit hins mikla
kaþólska kirkjuþings. Biskup
hitti m.a. páfa Pál VI og
ræddi í um hálfa klukkustund
við hann. Færði biskup páfa
Ijósprentun af Guðbrands-
biblíu, en páfi leysti biskup út
með veglegri gjöf, ljósprent-
aðri útgáfu af einu elzta
handriti að Nýja testament-
inu, Codex Vaticanus Graecus,
og áritaði hana eigin hendi.
Auk þess gaf hann honum
sérstakan silfurpening, sem
páfi lét slá í sambandi við
förina til Sameinuðu þjóð-
anna.
Mbl. 14. des.
* * *
Sovézkt skip
rífur nót
Enn einu sinni hefur
sovézkt skip siglt yfir nót ís-
lenzks síldveiðibáts og rifið
hana. Hafa íslenzkir bátar
orðið fyrir miklu tjóni af
völdum sovézku skipanna á
undanförnum árum, og erfið-
lega mun ganga að fá skaða-
bætur úr hendi Rússa.
í fyrrinótt sigldi sovézkt
reknetaskip yfir nót vb. Jóns
Kjartanssonar frá Eskifirði og
reif hana illa. Skipstjórinn,
Aðalsteinn Finnbogason, lagði
fram kæru við bæjarfógeta-
embættið í Neskaupstað í gær,
en hvorki náði hann nafni né
númeri sovézka skipsins, sem
sigldi í burtu.
Gífurlegur fjöldi sovézkra
skipa er nú við Austurland,
en minni brögð hafa verið að
því, að þeir sigli á nætur ís-
lenzku skipanna. Telja menn
það að þakka reglugerðinni
um ljósaútbúnað fiskveiðivél-
báta og veiðum með herpinót
og kraftblökk, sem birt var
12. nóv. sl. Þar er slíkum skip-
um heimilað að hafa tvö raf-
gul ljós, hvort þrábeint upp
af öðru, á þaki stýrishússins,
sem tendrast og slokkna á
víxl, meðan veiðarfærið er í
sjó, og vara þannig önnur skip
við að fara of nærri. Sovézk
yfirvöld vita um reglugerð
þessa.
Mbl.