Lögberg-Heimskringla - 30.12.1965, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 30.12.1965, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1965 Úr borg og byggð Kærkomnir gesiir Haraldur Ágústsson stór- kaupmaður frá Reykjavík, kona hans, frú Steinunn Helgadóttir komu til Winni- peg rétt fyrir jólin í heimsókn til dóttur sinnar og tengda- sonar próf. Haraldar Bessa- sonar og frú Ásu. í fylgd með þeim er fóstursonur þeirra Ágúst Sigurðsson. Þessir góðu gestir leggja af stað heimleið- is 2. janúar. * * * Mr. og Mrs. T. R. Thorvald- son, 5 Mayfair Place, Winni- peg, lögðu af stað í skemmti- ferð vestur að hafi á jóladags- kveldið í heimsókn til skyld- menna og venzlafólks í Van- couver og í Californía. Sonur þeirra, Albert, stundar þetta ár framhaldsnám í þjóðfélags- fræði við British Columbia háskólann. Þau gera ráð fyrir að verða mánuð í burtu og dvelja síðustu vikuna á Van- couver eyunni. * * * Dr. og Mrs. S. E. Björnson dvelja um þessar mundir hjá frú Kristínu systir frú Marju og manni hennar Byron Tait að 54 N.E. 101 St. Miami, U.S.A. ♦ * Heimilisfang frú Láru og Helga Olson er nú Ste. 8, 749 Dow Ave. Burnaby 1., B.C. Þau kunna vel við sig þar vestra. Giffs To Betel A friend, Betel $5.00. Jakob Bjornson, Gimli, Man. $11.00. $1.00 to be given to each resident whose birth- day was in September. Mrs. Eleanor Gibson, Wpg. $100.00. In loving memory of her mother Mrs. Thjodbjorg Henrikson, Wpg. The Thjodbjorg Heprikson family, a framed picture of Mrs. Asdis Henrikson of Betel. R.C.A.F. Station, Gimli, Man. 1 hair dryer. The Protestant Guild, R.C.A.F., Station, Gimli, Man. vegetables. Jakob Bjornson, Gimli, Man. $10.00. $1.00 to each resident who had a birthday in October. The T. Eaton Co. Ltd., Wpg. 4 boxes hats. Mr. A. R. Tucker, 134 Handsart Blvd., Winnipeg. box of apples. The T. Eaton Co. Ltd., Wpg. 2 boxes biscuits. Mrs. J. L. Stephens, Scarborough, Ontario. $20.00. Women of the St. Stephens Lutheran Church, ST. James. knitted afghan. Mrs. V. H. Johnson, Villa Park, 111., U.S. $5.00. Given in memory of Richard Benson, Winnipeg. Mr. O. Hjartarson, Steep Rock, Man. $5.00. In memory of Halldora Thorsteinson, Betel. Mr. and Mrs. H. W. John- son, Blaine, Wash., U.S.A. Mr. and Mrs. R. J. Letourneau, Plenty, Sask. $10.00. — In memory of their uncle Joe Johnson, Betel. Jakob Bjomson, Gimli. $10.00. $1.00 to each resident who had a birthday in Nov. and December. Gratefully acknowledged, Lincoln Johnson, Treasurer 805 Sherburn St., Winnipeg. Dónarfregnir Tryggvi Snifeld, 62 ára varð bráðkvaddur að heimili Al- berts sonar sins í East Selkirk 24. desember 1965. Hann var bóndi að Hnausa, Manitoba meiri hluta ævinnar. Hann lifa kona hans, Sigrún; tvær dætur, Lillian — Mrs. Free- man Brandson í Ontario og Sigurrós — Mrs. Joe Magnus- son á Gimli. Ofangreindur sonur hans; móðir hans Mrs. Björg Snifeld á Gimli; einn bróðir Herman að Hnausa og fjórar systur, Mrs. Guðlaug Johannesson, Riverton; Mrs. Maria McNeil og Mrs. Inga Hallson, báðar í Vancouver og Mrs. Veiga Roche að Hnausa. Barnabömin eru níu. Útförin var gerð frá Lutersku kirkj- unni að Hnausum. * * * Ásgeir Jörundson, Lundar, Man. andaðist 13. desember 1965, 75 ára. Hann kom frá Islandi fyrir 62 árum og hefir stundað búskap að Lundar mestallann þann tíma. Þrír bræður og þrjár systur lifa hann: Kristinn að Lundar, Óskar í Riverton, Franklin í Wpg, Mrs. Herdís Thorkel- son, Lundar, Mrs. Thora Lansing, California og Mrs. Adelaide McNutt í Los Angeles. * * * Hallgrímur fGrímsi) Magnús- son, Gimli, Man. lézt 15. des. 1965, 78 ára að aldri. Hann var fæddur að Arnes, Man. og stundaði fiskiveiðar um ævina auk þess sem hann var báta- smiður. Hann lifa kona hans Sigga; þrír synir Johannes, Robert og Guðni, allir á Gimli. Tvær dætur, Wanda Fulton á Frakklandi og Kristine Magnússon á Gimli. Eina dóttur misstu þau hjónin 1961 — Mrs. Emily Stevens. Barna- börnin eru 17. Systkini hins látna á lífi em þessi: Mrs. Anna Johannson, Mrs. Dolly Bristow — Mrs. Bertha Rob- inson, Mike, Kris og Steini. * * * David Harley Snidal, 547 Sherburn St., Winnipeg, lézt í bílslysi 18. desember. Hann var 38 ára gamall sonur John J. Snidals heitins tannlæknis og eftirlifandi konu frú önnu Snidal. David Harley var fæddur í ; Winnipeg og hlaut sína ; menntun í Daniel Mclntyre MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. A íslenzku kl. 7 e.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. miðskólanum og Manitoba- háskólanum. Hann var í þjón- ustu Osler Hammond and Nanton félagsins. Auk móður hans er hann syrgður af konu sinni, Mary Snidal og fjórum bræðrum, John G. í Virden, Man., Robert H. í Ottawa; Dr. Daniel P. Snidal og Dr. M. J. Snidal, báðir í Winnipeg. — Dr. V. J. Eylands jarðsöng. ROBERT JACK Framhald af bls. 1. um það,“ hélt hann áfram, „að bændur á íslandi eigi fleiri og nýrri vélar heldur en margur bóndi í Skotlandi." Það var líklega rétt hjá kaup- manninum, en mismunurinn er sá að vélaaldardella er lið- in í Skotlandi. Hún er búin að jafna sig. Enn fremur kýs Skotzkur bóndi heldur að eiga góðan sparisjóð í banka, en að eiga sína peninga í öðru. — Pundið sterling og íslenzka krónan eru þó ekki eitt og það sama. Það hefur slegið okkur Víg- dísi, þegar við komumst að raun um að það var Björgvin Holm frá St. Peters Avenue í Arborg, sem fórst á Winni- pegvatninu í september. Við vissum nefnilega ekki að Björgvin var einnig vélamað- ur. Héðan langt yfir láð og lög sendum við Ingu og börn- unum innilegustu samúð okk- ar. Björgvin var öðlingsmað- ur, traustur, sannur og orðvar í alla staði. Ég kynntist hon- um vel, bæði þegar ég átti heima í Arborg og síðar, og gisti ég hjá honum og Ingu á ferðum mínum þar Vestra. Björgvin átti framúrskar- andi skemmtilegar kimnisgáf- ur þó dulur væri. Mér fannst hann altaf mjög mikill íslend- ingur í sér og töluðum við oftast íslenzku saman. Maður varð ekki að spyrja hvað Kristindómur væri eftir að hann hafði kynnzt Björgvin Hólm. Hann lifði hann í orðs- ins fyllstu merkingu, og hann gerði það með mikilli hóg- værð og litillæti. Guð blessi minningu Björgvins. Og svo að snúa mér úr skugga dauðans og sorgar í annað sem varðar lífið viljum við Vigdís óska honum Ólafi Hallssyni innilega til ham- ingju með sitt stóra afmæli. En ég bjóst ekki við að frétta um Ólaf 80 ára sem „frjálsan borgara“. Það- stafar af því að þegar ég var síðast í Winni- peg kom ég heim eitt kveld, sem oftar, á hótelið mitt og lá miði eftir mér sem sagði að Hr. Ólafur Hallsson á Stony Mountain hefði verið að reyna að ná mér í síma. „Guð minn góður hugsaði ég strax með mér þegar ég las miðann. Nú er búið að kasta Ólafi í tugthúsið. Hvað hefur nú vinur minn gert að sér? Rænt, lamið einhvern, kanske hefur hann drepið einhvern. Ég var áhyggjufullur þegar ég komst upp í herbergi mitt og hugsaði með mér aftur. Nú veit ég að Ólafi líður illa í fangaklefa sínum og vill við mig tala. Það lá strax á að síma eitthvað út í bæ. Það gerði ég, en áður en ég lauk erindi mínu við manninn (hann var Skoti) spurði ég hann hvort að hann hafi séð nokkuð í blöðunum um dóm manns að nafni Ólafur Halls- son. „Fyrir drykkjuskap“, spurði Skoti. „Nei, nei“, svar- aði ég, „líklega verra því hann er í Stony Mountain.11 Og svo símaði ég að Stony Mountain til Ólafs og kom drengurinn í símann. Mér fannst það strax einkennilegt því ekki er það venja að hafa síma í fangaklefa. Bráðum j komst það upp hvar hann var ingur í húð og hár. En ég veit samt að þú ert Víkingur og þess vegna gat mér dottið í hug að þú hefðir kanske beitt sverðinu einhversstaðar á Manitoba grund. Fram, fram, aldrei að víkja og vertu 100 ára — plus — Ólafur minn. Ég þakka Jóni Magnússyni í Seattle fyrir ljómandi gott kvæðið Stafholt. Löngu höfum vér vitað að Jón er listamað- ur, góður og fagur. Minnist ég hans, fólks hans á kom- anda hátíð einnig Thors Vik- ings og fjölskyldu hans og Jakobinu Johnson og sonar hennar. Við geymum altaf bjartar minningar um gest- risni þeirra allra vestur í Seattle haustið 1961 og einnig um heimsókn Emiliu og Maurice Patrick Sullivan. Að lokum vil ég senda ykk- ur öllum beztu Jóla- og Nýárs- óskir okkar hér á Tjörn og megi friður jólabarnsins hvíla yfir ykkur alla daga og gefi ungum sem gömlum náð og kraft um ókomna daga og ár. Við þökkum öllum fyrir árið sem er að líða og ekki sízt þeim sem komu hingað í sum- ar, Njál Bardal, konu hans, Rósu og Ólafi Olsen, Emiliu og Mike Sullivan, og seinna Eddy Gislason, systir hans Ingu og Gordon Danielson. Ég vil einnig þakka Mrs. Johnson, Home Street, Winni- peg fyrir það að hafa „fund- ið“ son hennar Donald undir sérstaklega einkennilegum kringumstæðum. Guð blessi ykkur öll. Ykkar einlægur, Roberl Jack. ^ og var það ekki í fangabúð- | inni. Ég hafði ruglað saman | Stony Mountain fangelsi og hverfið sem ber sama nafn. Jæja, Ólafur minn ég vona að þú afsakir þetta því ég hefi altaf haldið að þú værir sér- staklega góður maður og borgari og friðsamur íslend- . . . SYNGUR í Reykjavík Framhald af bls. 7. úr hófi vel, er hún syngur lög úr söngleikjum. Hún er það bezta sem Reykjavík hefur séð í þessum efnum lengi, hér eru því miður alltof fáir, sem syngja söngleikjalög að nokkru ráði. Mbl. 28. nóv. WAN T E D ALL UNDAMAGED ICELAND AND GREENLAND POSTAGE STAMPS IN ANY QUANTITY. WILL PAY 3 CENTS EACH OR 4 CENTS EACH ON FULL ENVELOPES. ARNOLD E. KNUDSON 2626 So. 148 St. SEATTLE, WASH. 98168 ' WESTHOME SUPERMARKET LTD. WHERE QUALITY COUNTS Corner of Wellington Ave. and Beverly 737 WELLINGTON AVE.—PHONE 774-3491, 774-3492 SHOULDER LAMB — Cured and Smoked LEG OF LAMB — Cured and Smoked Heavy or Medium Smoked Available By Professional Experts Good Supply of "RULLUPYLSA" Available WE WILL SHIP ACROSS THE COUNTRY, IF WE GET ORDERS SOON »3«3)S«k»S«SlS)9)»K>tStSlIt>l>ta99l>)»9i»>,9l»t>l9l9l3)k9)»ia«3)3l9lMHSlkS«kMlk»j|

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.