Lögberg-Heimskringla - 30.12.1965, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30. DESEMBER 1965
7
Gamalf plagg, uppvakið
Fyrir langa-löngu síðan
þegar ég var ungur heillaði
það mig talsvert að lesa um
bardaga sem mér skyldist
hafa verið háðir í þágu frelsis
og velfarnaðar. Sagan hafði
frá mörgu slíku að segja, og
var það allt spennandi eins og
því var lýst. Og engan efa
dróg ég á það að þjóðin sem
ég tilheyrði hefði ávalt haft
á réttu að standa. Enda var
ekki um neitt að villast, eftir
sögn sögunnar sem kennd
var hinum uppvaxandi lýð.
Allir virtust vita og skilja
hvorumegin réttlætið var, og
dugði mér það um allmörg
ár. í
En með tímanum fór mér
að skiljast að réttmæti það
sem fengið varð aðeins með
ofbeldi gæti varla verið með
öllu ákjósanlegt. Hreysti og
liðsmunm- að sjálfsögðu hljóta
sigur; en er það nokkur
vísbending þess að hann sé
af heilnæmum og góðum
ástæðum unninn? Það hefur
sjaldan komið til mála, og er
mér því spurn hvað hafi unn-
ist annað en yfirgangur hinna
styrku og þarmeð aukið rang-
læti, eins og mönnum er um
farið réttarfarslega?
Maðurinn er álitinn og
sagður vera vitrasta skepnan
á jörðunni, og er hann þó sú
eina sem oftlega hatast við
sinn eigin ættlegg og eyðir
hávaða tíma síns og afla til
þess eins að kúga og drepa
alla þá meðbræður sína sem
heimta jafnrétti í baráttunni
til viðunandi lífs og sælu.
Slíkt hugarfar er einstætt í
tilverunni og óskiljanlegt
þeim sem einhverja réttlætis-
tilfinningu hafa. Og áður en
langt um líður nú mun þess-
háttar ástríða líða undir lok.
Þó ýmsum smærri ágrein-
ings-atriðum sé oftast borið
við, svo sem trúarbrögðum,
kyn-eiginleikum og stjórn-
málum, er meginástæðan
eignar-fýsnin, sem í verunni
á engan rétt á sér, því jörðin
með öllu sem á henni er, er
eign allra jafnt, bæði manna
og annara dýra, því ekkert
þeirra stofnaði til þess sem
varð og er. Afnotin, en ekki
eignin, ráða því sem til hags
getur komið, og það ætti
mannheimi að skiljast á með-
an þau standa enn til boða.
Ef það ekki skilst og játast
bráðlega er allt útlit þess að
einu sinni enn fari öll menn-
ing forgörðum, eins og oft
áður, á þeim milljónum ára
sem maðurinn hefur misbrúk-
að sitt vit og fallið í fen
afturhvarfs og úrræðaleysis.
Núna, enn einu sinni, stend-
ur svo á að öflin til lífs og
niðurdreps eru nálega jöfn.
Helmingur þjóðanna æskir
samstarfs og samvinnu án
tillits til eignar-skírteina, en
hinn helmingurinn heimtar
eign og yfirráð, og tvísýnt er
um hvernig fara muni á með-
an drápsvopnin eru næstum
að jöfnu á báða bóga. Og þó
er nokkur vonarglæta í því að
austrænu þjóðirnar eru í
dálitlum meirihluta hvað
fólksfjölda snertir og mun
vitrari en hinar, þó tæknin sé
að vísu enn af skornum
skammti á stórum svæðum.
En enginn mun nú lengur svo
skyni skroppinn að trúa því
að fólkið í Sovétríkjunum, til
dæmis, sé eftirbátur hinna
vestrænu í vísindum og öllu
því sem áhrærir mannlegan
velfarnað. Saga þess um 48
ára bil sannar að þar sé stefnt
að almennings heill án óréttis
og yfirgangs. Stefnan er ein-
beitt til friðar og framtaka,
og afkoman sönnun þess að
stefnt sé í rétta átt. Og ef sú
stefna ekki sigrar á næstunni
þá megum við öll kveðja
þennan vonvænlega heim,
sem mislukkaða tilraun
náttúrunnar einu sinni ennþá;
því nái kapitalisminn yfirtök-
unum á ný þá er engin sú
ósvífni til að hún verði ekki
notuð honum til viðhalds
undir sínu viðurskyni eða
öðru. Mannkynið hefur allt að
þessu lifað við þesskonar
ójöfnuð, og oftast samsínst
honum í aðalatriðum. Það
virðist undarlegt, og ekki
sízt meðal vor Islendinga, sem
einu sinni þóttust jafnokar
annara manna og vildu frem-
ur láta lífið en gerast þrælar
annara, hvort sem um var að
ræða filestea fjármála eða
skynlausra stríðsmanna. Einu
gildir.
Eins og á dögum Jóhannes-
ar Skírara er Guðsríkið enn í
nánd, en óvíst þó um hvað
hinn óvitri og umkomulausi
almenningur muni kjósa. Ég
yrði ekkert hissa ef hann
skyldi kjósa sér hið verra
hlutskipti, eins og fyr — sína
eigin eyðílegging. Svo mikil er
trúin, jafnvel enn, á hið
gamla og úrelta.
Eilífðin á máske við því að
sóa mörgum menningar-tíma-
bilum til þess að framleiða
mannkyn sem þess er um-
komið að lifa í friði og farsæld
á hinni beztu jörð sem al-
heimurinn líklega á til. Takist
það ekki hér á jörðu vorri
held ég að mannlífið hafi
mistekist með öllu, því óvíða
munu tækifærin betri hvar
sem litið yrði í alheiminum.
Og hvað sem hver segir finnst
mér það heimskulegt að láta
eignar-ástríðuna verða til
þess að mannkynið eyðilegg-
ist með öllu. Ekkert annað
virðist vera sigrinum til frið-
ar og sælu til fyrirstöðu. Og
hví ekki þá að leyfa öllum
að verða samarfar að því
sem til er, og þar með frænd-
ur og vinir?
En líklega er ymprað á
þessu dálítið of snemma, og
því til einskis í bili. En hugs-
un um mál af þessu tagi getur
þó naumast vilt fyrir þeim
sem litla eða enga hugsun
hafa, og þeir eru flestir. En
hinum er vandalaust að
ígrunda málin og aðhyllast
það sem skynsamlegast virð-
ist.
Á síðari árum hefur það
nýmæli komið til að jafnvel
forkólfar stríðsmálanna hafa
fordæmt öll stríð og sagt þau,
ekki einasta ill í eðli sínu
heldur og einnig óvirk til þess
stefnt er að. En þó er hefð
hins gamla svo sterk, að eng-
in veruleg breyting fæst enn
til afnáms þessa ófagnaðar.
Auðmenn heimsins, og sér-
staklega hér vestra, eru svo
sterkir og voldugir á ýmsan
hátt að almenningur lætur
tælast til samþykkis, og er
hann þó það oft sem öllu
fengi ráðið, væri hann aðeins
samtaka. Sundrungin er það
sem valdhafarnir treysta á,
og hefur það dugað þeim allt
að þessu. En framvindan er
nú farin að sýna æ ljósara
hve vel samvinnan getur tek-
ist, og má því mikið vera ef
sú hreyfing ekki nær al-
mennri hylli um heim allan.
Og þá yrði úti um öll stríð og
flest annað sem hefur verið
mannkyninu til tálma og taps
til þessa dags. Um aðra sálu-
hjálp hefur aldrei verið að
ræða; og mistakist hún nú
vegna þrælslundar og
heimsku alþýðunnar þá tel
ég úti um alla menningu um
ótaldar aldaraðir framundan.
Þessu mun nú flestum finn-
ast of snemma aðvikið, því
fólkið upp til hópa er íhalds-
samt og trúað á gamlar hégilj-
ur og kenningar. En náttúran
lýgur aldrei, og smátt og
smátt verða menn að sjá
sannleikann; og verið getur
því að hann sigri að lokum
áður en um seinan verður. Þó
ég trúlítill sé á flest, vona ég
að svo verði nú í fyrsta sinni
ú jarðríki.
— P. B.
Alhugasemd
P. B. er skáld gott og ágæt-
ur þýðandi íslenzkra ljóða.
Þar að auk er hann prýðilega
ritfær eftir því sem nú gerist
meðal okkar hér vestra. En
því miður hafa flestar grein-
ar hans til Lögbergs-Heims-
kringlu verið um pólitísk mál
þótt honum sé vel kunnugt
um, að það er gagnstætt til-
gangi og stefnu blaðsins að
birta slíkar greinar. Það hefir
fengið meir en lítið á ritstjór-
ann að verða að stinga þeim
greinum undir stól, vegna
þess hve vel þær eru rit-
aðar. — í þetta skipti leyfi
ég mér þó að birta þá síðustu,
er sýnir hve gáfuðum manni
getur missýnst. Hann segir:
„Saga þess (Sovétríkjanna)
um 48 ára bil sannar að þar
sé siefnt að almennings heill
án óréttis og yfirgangs. Stefn-
an er einbeiti til friðar o. s. f."
Mikil er trú þín maður!
Gleimir þú yfirgangi Rússa
við Finna, Eystrasaltsríkin og
Ungverjaland og fl. og fl. —
Gleymir þú skýrslu Kruschevs
er hann flutti á allsherjar-
þinginu 1958 (að mig minnir),
og sagði frá glæpaferli Stalins
og samherja hans? Hefurðu
ekki lesið „Skáldatíma“ eftir
nóbelskáldið, Halldór Kiljan
Laxness, — Hann ferðaðist
löngum um Sovétríkin, en
vildi ekki trúa því, sem hon-
um bar fyrir augu, afsakaði
glæpina með því, að þeir væru
stundarfyrirbrigði og „hver
veit nema að Eyjólfur hress-
ist,“ sagði hann við sjálfan
sig. En áþreyfanlegasta sönn-
unargagnið um, að ekki sé
allt með feldu þar eystra,
mun þó Berlínarmúrinn —
múr til vamar gegn því að
fólk flýi land sitt umvörpum
vegna harðstjómar. — I. J.
R Æ Ð A
Framhald af bls. 5.
legi og í lofti. Gmndvöllur er
lagður fyrir áframhaldandi
þróun og framförum. Og við
búum í frjálsu þjóðfélagi, þar
sem sérhverjum er heimilt að
láta í ljós skoðanir sínar og
hugsanir. Við skulum vona,
að við ofmetnumst ekki, —
kunnum fótum okkar forráð,
og berum gæfu til að varð-
veita innra og ytra frelsi og
halda áfram á braut aukinnar
velmegunar.
En ekki er nægilegt að
hugsa eingöngu um sjálf okk-
ur. Þótt við séum smæstir
meðal þjóða, hefir okkur
tekizt að ryðja okkur braut til
sætis meðal sjálfstæðra ríkja.
Því sæti fáum við að halda
meðan þjóðir eru ekki dæmd-
ar eftir auðæfum, mannfjölda
eða herafla, heldur eftir
manndómi og menningu. —
En vandi fylgir vegsemd
hverri. Sjálfstæðið skapar
ekki aðeins réttindi, heldur
einnig skyldur. Ef við aðeins
þiggjum og gerum kröfur til
annarra, missum við virðingu
umheimsins, og að lokum
virðinguna fyrir sjálfum okk-
ur. Við verðum stöðugt að
hafa í huga nauðsynina á því
að leggja nokkuð af mörkum
í samfélagi þjóðanna til sköp-
unar betri heims.
I ask the American friends
of Iceland who are here to-
night, to forgive me for speak-
ing so long in Icelandic.
I said a few words about
my predecessor, Mr. Thor
Thors, his brilliant abilities
and the greatworkhe has done
for his country as Ambassa-
dor to the United States,
Canada and several Latin
American countries, and as
Iceland’s Permanent Repre-
sentative to the United Na-
tions where his work was
characterized by a warm feel-
ing for the human rights and
faith in the future. May I add
to these remarks appreciation
and thanks to the American-
Scandinavian Foundation and
to its President, Mr. Peter
Strong, for their plans to
establish the Thor Thors
Icelandic Fund. The income
of this Fund is to be used to
underwrite student exchange
between the United States
and Iceland.
This Fund is a most ap-
propriate memorial to Am-
bassador Thors who was a
devoted friend of the United
States and who did so much
work for educational ex-
change between our two
countries.
For our celebration
today has been chosen the
anniversary of Denmark’s
recognition of our indepen-
dence and sovereignty in 1918.
On such an occasion the high-
lights of our history come to
our minds. And we think
about our country itself, this
remote and barren land, sur-
rounded by the waves of the
ocean, — this land of blue
mountains and green valleys,
of boiling springs and white
waterfalls, of midnight sun
and Northern Lights, of
glaciers and volcanoes, — this
beautiful land which is so
loved by its people.
I am happy to see here to-
night so many American
friends. Between our coun-
tries are bonds of warm
friendship and close co-opera-
tion. And in the United States
are living many thousands of
men and women of Icelandic
origin. Almost all of them
have fared well, and we are
proud that they have contri-
buted their modest share to
the creation of this great
American society, this home
of freedom of thought, of
enterprise and of noble
achievements.
. . . SYNGUR í Reykjavík
Framhald af bls. 4.
Mosher í Californiu, en syng
þó mest lög úr söngleikjum.
Mér finnast þau lög skemmti-
legust og að auki er engin von
til þess að komast að hjá
neinu óperufélagi fyrr en ég
verð 25 ára gömul.
— Ég hefi komið bæði fram
sem „amatör“ og eins leikið
og sungið 14 aðalhlutverk í
ýmsum söngleikjum, bæði við
skqlann og í litlum leikhús-
um á San Francisco-skagan-
um en þar búum við. Ég hefi
komið fram í flestum leikhús-
um þar.
— Satt að segja hafði ég
hugsað mér að reyna að fá
vinnu á einhverri skrifstofu
hér á meðan á heimsókn okk-
ar stendur, en víst vil ég held-
ur syngja, og mér var ráðlagt
að gera það. Umboðsmaður
minn hér er Pétur Pétursson,
og Árni Elfar leikur á píanó
með mér.
Er blaðamaður hafði hlýtt
á Stefani syngja lög úr My
Fair Lady, og söngleik, sem
hann ekki kann að nefna, var
leitað álits Árna Elfar á söng
hennar. Hann sagði:
— Stefani er alveg sérstak-
lega músíkölsk, og tekst fram
Framhald á bls. 8.