Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Page 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966
M I N N I N G :
Björnson, Founder of City Firm
Dies al age of 77
Dánarfregn með þessari
yfirskrift birtist í Cavalier
Chronicle í lok febrúar mán-
aðar síðastliðinn. Fregnin um
lát hans kom öllum óvænt.
Matt Bjömson var hraustur
alla ævi og heilsan góð, en 27.
nóvember veiktist hann, og
náði sér ekki eftir það, var
svo öðru hvoru að heimili
sínu eða á spítala í Cavalier,
en snemma í janúar 1965 var
hann fluttur á sjúkrahús í
Winnipeg og þar lést hann
eftir 7 vikna þunga legu 24.
febrúar.
Matt Björnson var fæddur
að Akra, N. Dak. 26. apríl
1887, og átti öll sín ævi ár
heima hér í þessari byggð,
heimilið var í Cavalier.
Foreldrar hans voru hjón-
in, Guðmundur Björnson og
Guðrún Guðbrandsdóttir. —
Foreldrar Guðmundar bjuggu
í Marteinstungu í Rangár-
vallasýslu og þaðan flutti
Guðmundur til Ameríku. —
Guðrún móðir Matt’s, var um
nokkur ár til heimilis hjá
þjóðskáldinu séra Matthíasi
Jochumssyni á Akureyri, og
Matt Björnson er skírður eft-
ir honum.
Þó að foreldrar Matt’s gætu
ekki talist með landnemun-
um, sem fyrst komu í þessar
m byggðir, þá sáu þau og kynt-
ust frumbyggja lífinu í allri
sinni nekt og fátækt. Ekkert
rafurmagn, enginn talsími,
engir vegir nema hestagötur,
en þrátt fyrir þessi fábreyttu
skilyrði leið fólkinu vel.
Landnemarnir áttu sér
nokkurskonar óskrifuð lög,
sem þeir kappkostuðu að lifa
fyrir, og þau voru í stuttu
máli ánægja, nægjusemi, og
að vera alla tíð reiðubúnir að
rétta hver öðrum hjálpar-
hönd, þegar þess þurfti með.
1 þessu andrúmslofti ólzt
Matt upp; hann var strax á
ungum aldri stór og sterkur,
og fór snemma að vinna, því
það gerðu allir. Hann gekk á
barnaskóla þegar aldur leyfði,
og þar með var hans skóla-
námi lokið, og þó þessi barna-
og unglingafræðsla væri ekki
lengri, var hún farsæl og
haldgóð síðar á ævinni, enda
góðir nemendur í skóla hins
daglega lífs.
Matt Björnson var greind-
ur, fríður sýnum, hár vexti
og svaraði sér vel; hann var
alla ævi vinnuglaður, velvirk-
ur og verkhagur. Hann tók
góðan þátt í safnaðarskóla- og
sveitamálum í byggð sinni;
var gæddur fallegri bassarödd
og söng í kirkjukór Pjeturs-
safnaðar á Svold, frá því hann
var 14 ára að aldri.
Aðallífsstarf sitt byrjaði
Matt Björnson með stofnun
Olíufélags í Cavalier — og
aðra olíustöð í Fargo, North
Dakota — með sonum sínum,
og sem síðan hefur verið
starfrækt sem „Björnsons Oil
Co“. Hefur þessi atvinna auk-
ist með hverju ári og notið
trausts og virðingar viðskipta
mannanna.
Matt. Björnson var gæfu-
maður, en mesta gæfusporið
mun hann hafa talið, þegar
hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Guðnýu Dinuson.
Þau giftust í Grand Forks 15.
september 1926. Eitt snjalla
íslenzka skáldið orkti óð til
konu sinnar, það eru aðeins 2
erindi, en þau segja þeim mun
meira, það síðara er þannig:
„Gæfunnar leiðin
lífs míns á heiði,
löngum var grýtt
og þreytti mig,
unz ástríki vafinn,
hátt var jeg hafinn
á gæfunnar minnar sigurstig.
Hrópi minn óður!
Guð var mjer góður —
að gefa mjer vorið
bjarta — þig“. —
Það hlýtur að vera gott og
holt að fá svona vitnisburð,
það yngir lífið að fá svona
lofsöng, skyldi það vera fjarri
lagi að álykta að margar kon-
ur, já fjöldamargar fái svona
einkum hjá mönnum sínum;
ef svo er, þá er Guðný Dinu-
son ein af þeim, hún kom með
vorið til manns síns, og með
því vori kom sól og birta, sem
þau nutu öll samveruárin.
Hún er gædd þeim kostum,
sem prýða konuna, fríð sínum,
hæglát og prúð í allri fram-
komu; hún var manni sínum
ástrík kona og 'elskuleg móðir
börnunum þeirra, og barna-
börnunum 7 þykir undur
vænt um ömmu sína.
Matt og Guðný eignuðust
4 börn, Deane Malihías, Cava-
lier giftur June Björnson,
Chrisline Eleanor — Mrs.
Hughes Hillsboro, No. Dak.,
Pauline Ann — Mrs. Myron
Bill Strathmore, California, og
Robert Frederick dáinn 30.
maí 1963 giftur Gertrude
Stark. Ein systir Margaret —
Mrs. Fred Stevenson er dáin,
en 2 systkini lifa: Mrs.
Christine Stevenson, Moun-
tain, No. Dak. og Barney G.
Björnson, Walhalla, No. Dak.
Öll Björnson’s systkinin eru
greind og vel gefin, söngelsk
og hafa fagra söngrödd, og öll
fengu þau meiri menntun en
almennt er með svona mörg
börn. Þegar þau voru ógift og
hjá foreldrum sínum, var
mikið um söng og music á
Björnson’s heimilinu. Eitt
sinn, sem oftar var séra E. H.
Fáfnis gestur þeirra og þá
sungu systkinin quartet, og
önnur systirin spilaði. Séra
Fáfnis, sem sjálfur var góður
söngmaður og spilaði á orgel,
minntist þess oft hvað sú
kvöldstund hefði verið
skemmtileg hjá þessum
gestrisnu hjónum og myndar-
legu börnunum þeirra.
Það er sagt um sönglistina,
að hún sé öllum listum æðri,
að hún sé eilíf — og skáldin
hafa orkt ódauðleg ljóð um
hana. Hún er gædd þeim
töframætti, sem hugur og
hjarta verður snartið af. Það
er sungið á öllum gleðimót-
um, og það er einnig sungið
á sorgarstundum lífsins.
Jarðarför Matts Björnson-
ar var gerð frá Luthersku
kirkjunni í Cavalier, að við-
stöddu miklu fjölmenni, séra
Gerard R. Peterson flutti
ræðu við útförina.
Matt. Björnson er horfinn,
en minning hans lifir.
A. M. A.
Olína Björg Bríet Cnristianson
1872 —
Þá skyggir dauðans ský
á lífsins blóma
mig enginn ótti slær;
mér einn er Jesus nær
í Ijóssins ljóma.
V. B.
'1 -
Þessa hugsun viJl ég til-
einka vinkonu mirdú Björgu
Christianson því 'hún mun
túlka trúarstyrk h'ennar, ekki
einungis hina síðustu ævi-
daga, heldur ævilímgt.
Hún var fædd já Kirkjubæ
í Norðurárdal í ^Húnavatns-
sýslu á Islandi þann 27. októ-
ber 1872. Forelarar hennar
voru merkishjónin, Ólafur
Guðmundsson Nordal og Mar-
grét ólafsdóttir. Árið 1883
fluttist hún með i foreldrum
sínum til Canada. sftir stutta
dvöl í Winnipeg og við Sandy
Bar í Nýja íslandi fíutti fjöl-
skyldan til Selkirk árið 1885.
Er talið að þau hafi verið
fyrsta íslenzka fjölskyldan
sem settist þar að til varan-
legrar dValar.
Á heimili foreldra sinna
ólst Björg upp og dvaldi þar
unz hún giftist. Var það
heimili orðlagt fyrir gjafmildi
og kærleika auðsýndan ís-
lendingum er um þær mundir
komu í stórhópum frá íslandi
og settust að í Selkirk. Með
alúð tók Björg þátt í þessari
afstöðu foreldra sinna og í
heimilisstörfum. Eítir að hún
og maður hennar höfðu stoj’n-
að heimili í nágrenninu
hið sama nána samband. Bæði
dóu foreldrar hennar í hárri
elli. Nutu þau kjærleiksríkrar
aðhlynningar Bjargar og
barna hennar þeirra síðustu
æviár.
í nóvember 1889 giftist
Björg Sigurði Árnasyni
(Anderson) ættuðum frá
Breiðavaði í Norðurmúlasýslu
á íslandi. Settust þau að í Sel-
kirk eins og áður er getið.
Eftir tæpa þrettán ára ástúð-
lega samveru andaðist Sig-
urður árið 1902. Var Björg þá
eftirskilin með sjö börn —
fjóra syni og þrjár dætur,
fæddist yngsti sonurinn
1965
þremur mánuðum eftir að
faðir hans dó.
Árið 1904 giftist hún í ann-
að sinn Kristjáni Helga
Christianson, eignuðust þau
tvær dætur. Aftur var þungur
harmur kveðinn að fjölskyld-
unni er hann lést 1917. Síðan
bjó Björg með börnum sín-
um á heimilinu að 402 Clande-
boye Avenue, Selkirk.
Ævisaga þessarar mikil-
hæfu konu er ofin saman við
sögu íslendinga í Selkirk.
Mun hún hafa verið ein eftir
af frumherjunum íslenzku
sem grundvöllinn lögðu. Með
sanni má segja að hún var
„Sú eik sem lengst og styrk-
ust stóð“. Á fyrri árum voru
félagssamtökin aðallega til-
heyrandi kirkjulegri starf-
semi. Selkirk söfnuður var
stofnaður árið 1889, var Björg
í tölu þeirra sem innrituðust
á stofnfundi. Átta árum síðar
(1897) er Björg ein af ellefu
konum sem stofnuðu kvenn-
félag safnaðarins. Var hún
starfandi meðlimur þess eins
lengi og heimilis kringum-
stæður leyfðu, og styrkti þann
félagsskap til æviloka þó hún
ekki væri meðlimur hin síðari
ár. Hún var ein af stofnend-
um trúboðsfélags kvenna Sel-
kirk safnaðar 1912 og var
áhugasamur meðlimur þess í
þau fjörutíu og sjö ár sem
félagið var starfandi. Til ævi-
loka var hún ein af dyggustu
meðlimum hins Lúterska
safnaðar. Hún elskaði kirkj-
una sína og sótti Guðsþjón-
ustur reglulega meðan kraft-
ar leyfðu. í öllu hennar starfi
út á við voru áhrifin heilla-
vænleg til að efla samúð og
auka áhuga fyrir öllu því sem
miðaði til góðs.
Starfi hennar á hinu um-
fangsmikla heimili á fyrri ár-
um er ég ekki fær um að lýsa
þar sem ég þekkti hana að-
eins hin síðustu tuttugu og
fimm ár ævi hennar. Um-
hyggjusöm og skilningsrík
móðir var hún og ástrík eigin-
kona. öll hennar mannvæn-
legu börn hlutu góða mennt-
un. Heimilið var aðlaðandi og
h e i m i 1 i s bragurinn allur
skemmtilegur. Móðirin, sem
var hiri styrka stoð heimilis-
ins gegnum árin, hlaut elsku
og virðingu barna sinna.
Margar hugljúfar endur-
minningar eru tengdar við
Christiansons heimilið —
flutti það sérstakan boðskap
til allra er þar komu. Gegn-
um öll árin var það hið prýði-
legasta utanhúss og innann,
umkringt af hinum fögru
blómum á sumrin, sem ein
dóttirin, Margrét, ræktaði
með svo mikilli alúð. Móðirin
sem altaf var jafn tignarleg
og ung í anda og dæturnar
þrjár sem á seinni árum
mynduðu heimilisshringinn
með henni sköpuðu hið hlýja
og vingjarnlega andrúmsloft
og tóku á móti gestum með
innilegri gestrisni. Aldrei hef
ég kynnst annari eins um-
hyggjusemi og ástúð sem
þeirri er móðurin var aðnjót-
andi hin síðari ár. Má með
sanni segja að hún var um-
vafin elsku allra barna sinna.
Var það fagurt og verðugt
endurgjald fyrir hinn mikla
kærleika sem hún hafði látið
þeim í té.
Tvö af börnum Bjargar
voru kölluð heim á undan
henni: Olafur (O. T. Ander-
son, Dean at United College)
er dó af slysi 6. október 1958
og Margrét, kenslukona, er
dó 16. nóvember 1965. Bæði
höfðu þau lokið miklu og
fögru dagsverki sem kennar-
ar.
Björg andaðist að heimili
sínu þann 25. nóvember 1965,
níutíu og þriggja ára að aldri.
Jarðarförin fór fram frá
kirkju Selkirk safnaðar 27.
sama mánaðar. Sóknar prest-
urinn, Séra W. Bergman,
jarðsöng. Hún hvílir í graf-
reit safnaðarins.
Eftirlifandi ástvinir eru:
þrír synir, Sigurður (Sam) í
Selkirk, Carl til heimilis í
Prince Rupert og Harold í
Ottawa. Fjórar dætur, Miss
Anna Anderson, Selkirk, Mrs.
J. S. Johnson (May), Van-
couver, Mrs. M. D. Verhage
(Sigrid), Kalamazoo, Michi-
gan, Miss Björg Christianson,
Selkirk. Einnig ein systir Mrs.
J. B. Priest, Regina. Það eru
tíu barnabörn og fjórtán
barnabarna börn.
Megi blessun Guðs hvíla
yfir minningu hennar.
Ingibjörg J. Olafsson.