Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966 7 Ljós yfir landamærin Út er komin ný bók eftir Jónas Þorbergsson, LJÓS YFIR LANDAMÆRIN, er fjallar um dulræna reynslu hans. Aðal- björg Sigurðardóttir, ekkja séra Haraldar Nielsen, skrifar um bókina í Morgunblaðið, 10. desember og birturn við kafla úr þeirri grein. — I. J. Varðveizla Framhald af bls. 4. án þess að nokkurrar viðleitni gæti til þess að brjóta þessi málefni til mergjar. í stað þess mótast allar umræður á íslandi af einhvers konar lífs- þægindafrekju eða lífsþæg- indagræðgi langt umfram all- ar eðlilegar þarfir. Eru lífs- þægindamálefni þessi rædd af slíkum hita og ástríðu, að ekki þarf að fara í neinar grafgötur um, hvað mönnum á Islandi raunverulega liggur á hjarta. Þessi lífsþægindaþráhyggja hefur einkum áhrif á viðhorf til þjóðmenningar með tvenn- um hætti. í fyrsta lagi í almennum sljóleika og tilfinningarleysi fyrir andlegum verðmætum yfirleitt og þá einnig fyrir þjóðerni og þjóðmenningu. — Meðal þeirra, sem gengið hafa lífsþægindasjónarmiðun- um á hönd, gilda einfaldar viðskiptareglur. Þjóðfélagið hefur ekki annað hlutverk en \ fullnægja efnalegum kröfum og afstaðan til þess fer eftir því einu, hvort það gerir þetta eða ekki. Alkunn eru við- brögðin, þegar þjóðfélagið bregst þessum vonum. Þá eru uppi hafðar hótanir og svigur- mæli, gerð verkföll eða hlaup- izt af landi brott, og eru þá einkum að verki menn, sem kalla má hátekjumenn á ís- lenzkan mælikvarða. Sérstak- lega eru athyglisverð sjónar- mið hinna brotthlaupnu. Þeg- ar þeir láta til sín heyra, er þeim mest í mun að lýsa ævintýralegum tekjum sín- um, bifreiða- og heimilisvéla- eign sinni eða þá þjónustuliði sínu. Þeir lýsa þægilegu lífi sínu og íburðarmikilli starfs- aðstöðu. Læknir einn brotthlaupinn lýsir því yfir fyrir nokkru, að mánaðarlaun sín séu næstum eins og árslaun íslenzkra lækna og ekki virðist hann taka nærri sér hvernig fjár- hag sjúklinga hans kann að reiða af, því hann hafði við orð, að þá, og þá fyrst, kæmi hann til íslands aftur, ef sett yrði í Bandaríkjunum heil- brigðislöggjöf sú, sem miðar að því að auðvelda hinum efnaminnstu greiðslu sjúkra- kostnaðar, en hún mun setja einhverjar skorður við hóf- lausum töxtum lækna þar í landi. Tæknimaður einn, sem eins er ástatt um, lýsir því að hann hafi nú efni á eftir þriggja missera dvöl í tilteknu landi, að aka í milljón króna Jagúar-bifreið, en í 30 ára stríði sínu á íslandi hafi hann ekki komizt lengra en eignazt reiðhjól, eða ryðgaða rússabifreið, þegar bezt lét. Hér eru sem sagt hrein við- skiptasjónarmið ráðandi og röksemdir sem að þeim lúta einar teknar gildar. Þjóðern- isleg rök og menningarleg rök, — og raunar einnig mannúðarrök eru þessum þjóðernis lífsþægindamönnum, alger- lega óskiljanleg. 1 annan stað kemur þessi lífsþæginda — og viðskipta- hugsunarháttur fram meðal fólks, sem hefur að vísu skiln- ing á menningarverðmætum almennt, eða lætur svo að minnsta kosti en virðist þeirr- ar skoðunar, að í menningar- efnum eigi viðskiptalögmál frjálsrar samkeppni óskoruð að gilda. Það í menningarefn- um, sem hærri hlut beri í samkeppninni sé í raun og veru það, sem bezt sé og æskilegast. Nú er það staðreynd, sem áðan var að vikið, að aðstaða íslenzkrar menningar er með þeim hætti, að hún hlýtur að standa að ýmsu leyti höllum fæti í samkeppni við menn- ingu stórþjóða. Við þessari staðreynd er einkum brugðizt á tvennan ihátt, og fer það eftir þv\ hvort menn vilja teljast „ábyrgir" eða láta sig það einu gilda. Hinir síðarnefndu — hinir „óábyrgu“ boða þá skoðun að íslendingar eigi að taka við því bezta í menning- arefnum, hvaðan svo sem það kemur, og er þá átt við mat hlutaðeigandi á því, hvað bezt sé. Ef íslenzk menningarstarf- semi stenzt ekki samkeppni við erlenda, sýni það aðeins, að hún sé ekki mikils virði og litlu máli skipti, þótt hún leggist niður. Spurt er sem svo, hvers vegna eiga íslend- ingar að gefa út bækur, ef hægt er að fá betri og ódýrari bækur frá útlendum þjóðum? Hvers vegna eiga íslendingar að vera að halda uppi hljóm- sveitum eða leikhúsum, ef unnt er að fá hingað miklu betri hljómsveitir og leik- flokka frá útlöndum og það við minni kostnaði? Og hví skyldu íslendingar eiga að halda uppi útvarpi eða sjón- varpi, ef hægt er að fá hvort- tveggja betra og ódýrara frá öðrum þjóðum? í framhaldi af þessu er mjög algengt, að tekin sé neikvæð afstaða til allrar innlendrar menningar- starfsemi, og það oft gefið í skyn meira eða minna ljóst að hún sé ekki mikils virði, og litlu skipti, þótt hún legðist niður. Slíkri afstöðu fylgir oftlega mikil aðdáun á menn- ingu annarra þjóða og verður þá oft fyrir valinu eitthvert tiltekið stórveldi. í þessari af- stöðu felst það raunverulega að íslendingar eigi að taka við hlutverki þiggjandans í mjög mörgum eða flestum greinum menningar. Boðskap sem þennan er að finna í ýmsum vikublöðum, sem auðga nú menningu þjóðarinnar. Þeir, sem teljast vilja ábyrg- ir bregðast á hinn bóginn við þessari staðreynd, — að ís- lenzk menningarstarfsemi hlýtur að eiga að ýmsu leyti örðuga aðstöðu í samkeppni við erlenda — með gífuryrð- um og órökstuddum á allan hátt ósennilegum fullyrðing- um um það, hversu traust ís- lenzk menning sé, hversu gáf- uð og þroskuð þjóðin sé, en slíkar fullyrðingar eru ein helzta uppistaðan í öllum um- ræðum á íslandi um þjóðern- is- og þjóðmenningarmál eins og áður segir. Boðskap þenn- an er hins vegar einkum að finna í vissum virðulegum og ábyrgum dagblöðum. Nákvæmlega samskonar sljóleiki fyrir þjóðernis- og þjóðmenningu kemur fram, þegar litið er á framkvæmdir í þjóðfélaginu. — Sérhver þjóð á sér margar sameigin- legar menningarstofnanir, byggingar og önnur mann- virki, sem mynda eins konar ramma utan um þjóð- menninguna, og oft verða sem tákn þjóðfélagsins eða þeirrar þjóðar, sem hlut á að máli. Athyglisvert er, þegar þetta er haft í huga, hversu lítil rækt er lögð við slíkar opin- berar stofnanir á íslandi, — hvort sem um er að ræða menningarstofnanir eða ríkis- stofnaniroar sjálfar. Eru byggingar flestra þeirra og húsakostur næsta óburðugur, en starfsemi sú, sem innan veggja fer i fram af fjárhags- legum vanefnum. Á hinn bólginn getur að líta einkahýsi manna hlaðin íburði og óhófi langt umfram það sem kalla má eðlilegar og jafnvel ríflegar þarfir. Tak- markalaus« tregða manna til þess að leggja fé til almanna- þarfa veitir og vísbendingu um hið sama. Hér blasa ljóslega við þær andstæður, sem áðan var vik- ið að, —‘ tilgangslaus lífsþæg- indasókn einstaklinga and- spænis vesaldarbrag þess samfélags sem þjóðmenning- una ber uppi. Meðal þjóða, sem raun- verulega láta sér annt um þjóðerni sitt og þjóðfélags- lega reisn er þessu öfugt farið. Þar er lögð sérstök rækt við þær stofnanir og byggingar, sem þjóðin á sameiginlega og eru hin ytri tákn þjóðmenn- ingar hennar, en einkahús- næði manna og einkaeyðslu hins vegar fremur í hóf stillt. Af því, sem nú hefur sagt verið, virðist liggja nærri að draga þá ályktun, að engan veginn megi ganga að því vísu, að varðveizla þjóðernis og þjóðmenningar sé íslend- ingum það hjartans mál, sem ætla mætti af yfirlýsingum þar að lútandi, — þeir séu í rauninni ekki fastari fyrir en víkingarnir í Normandí fyrir 1000 árum, en íbúar Björgvinj- ar borgar, sem glötuðu hinni fornu tungu sinni á um það bil 2—3 mannsöldum á 14. og 15. öld, eða íbúar Orkneyja og Hjaltlands, sem glötuðu menn- ingu sinni á 18.—19. öld. Þegar stúdentar Háskóla ís- lands óska þess einhuga, að I málefni þetta sé tekið til um- Ég vík þá að 1. bókinni, þar sem rætt er um þjóðsögur og reimleika á okkar dögum, sér- staklega í sambandi við miðla, sem reynt hafa að hjálpa van- sælum verum á næsta tilveru- stigi, og með því upprætt reimleika. Sagt er sérstaklega frá reimleikunum á Fljótshól- um í Árnessýslu árið 1945, og frá reimleikum í sambandi við „Bárðdælinginn með hundinn“, en Hafsteinn Björnsson miðill náði í báðum þessum tilfellum sambandi við hinar vansælu verur, sem gerðu glögga grein fyrir sér og stóð svo að segja allt heima, sem þær sögðu. Með aðstoð miðilsins og góðra fundargesta, bæði hérna meg- in og hinum megin frá tókst að koma vitinu fyrir hinar vansælu verur og leiðbeina þeim út úr myrkrinu, en reimleikarnir tókust af. Þessar sögur rifja upp fyrir mér sams konar sögu, þar sem ég var sjálf þátttakandi í til- raunum að hjálpa vansælli veru, sú saga hefur reyndar áður komið út á prenti, og er alveg hliðstæð þeim sögum sem bók Jónasar segir frá. Það var á fundi hjá miðli hér í bænum, sem maðurinn minn ásamt fleirum var að þjálfa. Þar braust að eitt kvöld van- sæll andi, sem var svo sterkur og illvígur að hinir vönu sitj- arar á fundinum óttuðust um líf og andlega heilsu miðilis- ins, sem var veikbyggð kona. Þegar stjórnandi miðilsins náði loksins tökum á miðlin- um aftur, bað hann um að haldnir væru nokkrir fundir eingöngu til þess að biðja fyr- ir og hjálpa þessari vansælu veru, sem hér væri að verki. Ég tók þátt í þessum fundum, sem voru líkastir guðsþjón- ustu og náðu að lokum fylli- lega tilgangi sínum. Hér var um að ræða konu, sem fyrir- farið hafði barni sínu og síðan sjálfri sér, þegar Einar Bene- diktsson, settur sýslumaður úrskurðaði hana í varðhald. Orð var á, að hún fylgdi hon- um síðan, en hefði síðan orðið eftir af honum, þegar hann flutti frá Hofi á Rangárvöll- um. Konan fékk frið og skildi við okkur með blessunarósk- um, um vorið er fundir hættu. Seinnipart næsta sumars bar ræðu á hátíðisdegi þeirra, leyfi ég mér að líta svo á, að yngri kynslóðin geri sér ljóst, að hér sé um tímabært um- ræðuefni að ræða — hún líti þessi mál af meira raunsæi og skarpskyggni en sú kyn- slóð, sem fram til þessa hefur mótað þau viðhorf, sem mest- an svip setja á almennar um- ræður á Islandi. Framhald í næsta blaði. það við á heimili okkar hjóna, að maður kom seint um kvöld og vildi tala við manninn minn. Sátu þeir á tali langt fram á nótt. Þetta var bónd- inn á Hofi á Rangárvöllum, sem hvorugt okkar hjóna þekkti. Hann var að biðja um aðstoð til þess að losna við reimleika, sem fylgdu vissu herbergi í húsinu og hefði svo verið alla tíð frá dögum Ein- ars Benediktssonar, en sér- staklega færst í aukana síðast- liðinn vetur, svo að þau hjón treystu sér ekki að mæta næsta vetri, nema fá ein- hverja aðstoð. Reimleikarnir lágu jafnan niðri á meðan björt var nóttin. Maðurinn minn sagði bóndanum þá frá því, sem gerst hafði á fundun- um hjá okkur og kvaðst ekki álíta, að meira þyrfti með. Það fór líka svo, eftir því sem ég bezt veit hefur ekki orðið vart við Sólborgu síðan. Þá vil ég aðeins minnast á Einar Nielsen, sem Jónas Þor- bergsson segir ítarlega frá, og get ég tekið undir allt það, sem hann segir um hann og hin margháttuðu fyrirbrigði, sem hjá honum gerðust, enda er Einar Nielsen efalaust ein- hver sterkasti miðill, sem sög- ur fara af. Sumarið 1929 var ég stödd í Danmörku og fékk þá tvo einkafundi hjá Einari Nielsen, ásamt einni stjúp- dóttur minni, en maðurinn minn, prófessor Haraldur Nielson var þá' dáinn fyrir hálfu öðru ári. Á fyrri fund- inum kom Haraldur fram allíkamnaður, við þreifuðum á andliti og höndum og hann talaði við okkur nokkur orð með sínum sérkennilega mál- rómi og á hreinni íslenzku. Á síðari fundinum voru skilyrð- in eitthvað verri, þá komu engir líkamningar, en mikið útfrymi streymdi fram úr byrginu frá miðlinum og þá sá ég einhverja þá einkenni- legustu sýn, sem fyrir mig hefur borið. Það var allt í einu farið að móta eitthvað úr útfryminu, rétt eins og lista- maður væri að móta úr leir, og á þann hátt tókst að sýna mér andlit Haralds í láréttri stöðu, en í því andliti var ekk- ert líf, það var aðeins mynd, en þó með öllum andlitsdrátt- um. Það skal tekið fram að útfrymi er að meira eða minna leyti sjálflýsandi. Að lokum vil ég segja frá heimsókn minni til ljós- myndamiðilsins W i 11 i a m s Hope, sem Jónas Þorbergsson segir einnig frá, það var líka sumarið 1929. Hann vissi ekkert um mig, annað en að ég var útlendingur. Öll lýsing Jónasar á ljósmyndatökunni er nákvæmlega eins og gerð- Framhald á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.