Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 8

Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966 Dagskrá helguð íslenzkum söngvum og dönsum á sjónvarpinu í Winnipeg á sjónvarpssiöðinni Ch. 7 í Winnipeg kl. 9.30 þann 23. janúar næslkomandi. Dagskrárliðurinn CANADIANS ALL á sjónvarpsstöðinni Ch. 7 í Winnipeg verður helgaður íslendingum sunnudaginn þann 23. janúar n. k. Sextán ungar stúlkur sýna íslenzka þjóðdansa, blandaður kór syngur íslenzk þjóðlög og hinar kunnu Westdal systur frá Fort Garry syngja tvísöngva. í ráði er, að þessi dagskrárliður verði síðar sýndur á sjónvarps- stöðvum utan Manitóba, og er fólki, sem hug hefir á að fylgjast með sýningunni, ráðlegt að hringja í heimastöðvar (sjónvarpsstöðvar) sínar og fá nánari upplýsingar hjá þeim. Úr borg og byggð Safnaðarráð Fyrstu lútersku kirkju hefir ákveðið að þrjá fyrstu og köldustu mánuði ársins verði messað aðeins einusinni í mánuði á íslenzku og fara þessar messugjörðir fram sem hér segir: 30. janúar, 20. febrúar og 20. marz. Eftir þessar guðs- þjónustur fer fram kaffi- drykkja og spjall í neðri sal kirkjunnar. * * * * Mr. og Mrs. Pall Hallson eru nýkomin heim, þau dvöldu hjá dóttur sinni og manni hennar og börnum um jólin. Á leið heim komu þau við í Chicago, en þar á Mrs. Hallson eina systir. * * ❖ Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju efnir til sölu á lifra- pylsu og blóðmör í neðri sal kirkjunnar fimmtudaginn 20. janúar frá kl. 2 til 6 e. h. — Kaffi verður til sölu fyrir þá sem óska. Til arðs fyrir bygg- ingarsjóð Betel II í Selkirk. * * * Kona óskasf til að taka að sér störf á góðu heimili, aðal- lega að líta eftir tveim börn- um, 3 og 7 ára, $100 á mánuði, fæði og eigin herbergi. Frí eftir hentugleikum. Símið: GR 5-4562. * * * Heimilisfang séra Guð- mundar P. Johnson er: 1350 North Callow, Bremerton, Wash. U.S.A., Sími: ES 3-3008. ❖ *4t Síðasfa fölublað Lögbergs- Heimskringlu nr. 49 er geng- ið til þurðar og þætti okkur afar vænt um ef einhverjir af áskrifendum blaðsins létu okkur það í té. * * * Gifting Valdine, dóttir Mr. og Mrs. C. H. Scrymgeour og Second Lieutenant Sigfred Hernes, sonur Mrs. Knut Leistad frá Trondheim, Noregi 18. des. 1965 í St. Stephens lutersku kirkjunni í Winnipeg. * * * Aðfararnótt föstudagsins, þegar frostið varð 40 stig í Winnipeg, var 54 stiga hiti í Reykjavík. *4« * * Verzlun brennur á Hellu Mikill eldsvoði varð í gær- kvöldi á Hellu, er verzlun Árna Jónssonar brann. Húsið, sem er einnar hæðar hol- steinshús, klætt með timbri, gereyðilagðist, svo og allar vörur sem í því voru. Ekkert slökkvilið er á Hellu og' búið var að loka símstöðinni á Hvolsvelli, þar sem slökkvi- liðið er, og varð að aka aust- ur til þess að ná í slökkviliðs- mennina. Tíminn 5. des. * * * Þess má geta sem gjört er Fyrst allir aðrir þegja þá ætla ég að segja vþað má ekki minna vera, enn maður þakki fyrir sig“. Ég hef verið að vona að ein- hver hinna mörgu gesta er þáðu boð Icelandic Canadian Club 20. desember síðast lið- inn, léti í ljós, þakkarvott til allra þeirra meðlima úr fyrr- nefndum félagsskap, sem tóku höndum saman til að halda íslenzka Jólaskemmtun fyrir hina mörgu svo nefndu Icelandic Senior Citizens hér í borg. Vildi ég mega þakka fyrir hönd allra hinna eldri kvenna er mér eru bundnar félags- lega á einn eða annan hátt. Sér í lagi vildi ég þakka Axel Vopnfjörð og Ninnu Stephenson er mér skildist hafa planlagt þessa kveld- stund. Þá ekki síður þeim er skemmtu fólki. Mætti geta Jónu Kristjanson, Neil Bardal, Lilju Thorvaldson og dóttur hennar Mrs. Allan að Prof. Haraldar Bessasyni ógleymd- um. Ég veit að meðlimum Ice- landic Canadian Club er veittu af svo mikilli rausn þettað kveld fundu sér fylli- lega goldið alla fyrirhöfnina með að horfa á öll þau eldri upljómandi andlit er þar skip- uðu bekki. Þettað er í annað sinn er þettað fólk leggur á sig svona fyrirhöfn og kostnað í þágu þeirra eldri. Með innilegu þakklæti, Valdheiður Thorlakson. Dánarfregnir Guðný Jakobina Nordal andaðist 6. janúar 1966, áttræð að aldri. Hún átti fyrr- um heima í Argyle en síðustu árin í Winnipeg að 624 Agnes St. og svo Central Park Lodge. Hún var tveggja ára, er hún kom frá íslandi með foreldrum sínum. Hún giftist Magnúsi Nordal og bjuggu þau fyrirmyndarbúi í Argyle og tóku mikinn þátt í kirkju- og félagsmálum. Hann dó árið MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. 1935. Hér í Winnipeg var hún virkur meðlimur kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar og Jon Sigurdson Chapter IODE. Hana lifa sex börn: Agnes Evans, Vancouver, Rúna Jóns- son, Winnipeg, Jón í Cypress River, Helga Johnson á Gimli, Elmer í St. Boniface og Victor í Vancouver; 19 barnabörn og 5 barna-barnabörn og tví- burasystir hennar Mrs. John- son, Gimli. Kveðjuathöfn fór fram í Winnipeg er Dr. V. J. Eylands stjórnaði og einnig kveðjuathöfn í Brú kirkjunni í Cypress, Man. * * * Guðrún Anna Erlendson lézt að heimili sínu í Árborg 31. des. 1965, 69 ára að aldri. Hún var fædd í Norður Dakota en átti heima í Arborg mestan hluta ævinnar. Hún missti mann sinn Halldór, árið 1961 og son þeirra Andrés 1952. Hana lifa tveir synir, Theodore í Los Angeles og Thor í Arborg, og fósturson- ur, Bryan, í B.C. Ennfremur fimm systur og fimm barna- börn. 4« * * Elizabeíh Bennell, 1161 Byng Place, Winnipeg andaðist 16. nóv. 1965, 89 ára gömul. Hún var fædd á íslandi og flutti til þessa lands fyrir 60 árum. Hún lætur eftir sig eina dótt- ur,. Mrs. A. W. (Dorothy) Hermans; fimm barnabörn og eitt barna-barnabarn. Enn- fremur lifir hann ein systir á íslandi, frú Dorothea Thor- steinsson. * * * Paul Johnson, Vogar, Mani- toba lézt á Eriksdale spítalan- um 23. des. 1965, átræður. — Hann syrgja systkini hans, Helga Arnason í Winnipeg og John að Vogar. Ennfremur sex systkinabörn. Séra P. M. Petursson stjórnaði kveðju- athöfninni í kirkjunni að , Vogar. Fréttir frá fslandi Framhald af bls. 1. til þess að ganga endanlega frá samningauppköstunum.“ Iðnaðarmálaráðuneytið 3. desember 1965. Af hálfu íslendinga tóku þátt í umræðunum, auk bandarísks lögfræðings, Jó- hannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, Steingrímur Hermannsson, Eiríkur Briem og Hjörtur Torfason. Af hálfu Sviss Aluminium tóku þátt í viðræðunum tveir forstjórar fyrirtækisins, Mey- er og dr. Miiller, tveir sér- fræðingar fyrirtækisins og Einar Baldvin Guðmundsson hdl., sem er lögfræðingur þeirra. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra fylgdist með samningaviðræðunum og einnig tveir fulltrúar Alþjóða- bankans í Washington. Hið endanlega samnings- uppkast verður lagt fyrir Al- þingi, þegar gengið hefur ver- ið frá ýmsum smærri atrið- um sem ráðgert er að verði lokið á næstunni. Tíminn 5. des. FARIÐ VEL MEÐ . . . Framhald af bls. 3. að borða oft en lítið í einu, af venjulegum mat, heldur en að stunda sultarfæði. Tilraun var nýlega gerð í Englandi á hópi magasárssjúklinga og varð reyndin sú, að þeir sem fengu tíðar máltíðir af venju- legu fæði læknuðust fljótar en hinir sem einnig voru látn- ir borða oft, en aðeins létt- meti. Sjúklingur með sár í skeifugörninni g e t u r a ð minnsta kosti huggað sig við eina staðreynd, sem er sú, að hann fær að líkindum aldrei magakrabba. Því þótt engum sé ástæða til þess kunn, er það vissa, að minnst sjötíu af hundraði magakrabbatilfella verða í magapoka með of litl- um sýrum og of litlum sam- dráttarhreyfingum, sem vit- anlega eru gagnólíkir maga- pokum þeim, er valda gama- sárum. Ef til vill væri það ekki ófyrirsynju að vísindamenn þeir, er leggja sig í líma við að finna aðferðir til að lækna magasjúkdóma, vildu kynna sér háttu sægúrkunnar nokkru nánar. Því hún kann eina óbrigðula aðferð. Hún lætur sem sé engin andleg áhyggjumál valda sér maga- meinum. Sé hún ert, fleygir hún bara magapokanum frá sér og syndir sína leið. Síðar meir fær hún, sér nýjan maga. Sunnudagsblaðið. LJÓS YFIR LANDAMÆRIN Framhald af bls. 7. ist hjá mér. Ég kom með plöt- urnar með mér frá London og missti ekki sjónar á þeim, nema rétt á meðan myndin var tekin, fylgdi ljósmyndar- anum inn í myrkraklefann og horfði á, meðan myndin var framkölluð. Á myndinni kom fram skýr mynd af mannin- um mínum fyrir ofan vinstri öxl mína, en í kringum mynd- ina var eins og útfrymisþoka. Ekki er mynd þessi lík neinni mynd, sem til er af Haraldi, ekki heldur lík þeirri mynd, sem kom fram á mynd með Soffíu dóttur hans og Sveini manni hennar. Það þótti mér einkennilegt, að myndin af Haraldi kom fyrr fram en mín mynd, hún var orðin alveg skýr áður en ég sá votta fyrir minni mynd. Þröngt mega sáttir sitja. * * * Það fer enginn ofan í mig með skónum. BETEL HOME FOUNDATION Stjómarnefnd Betels fagnar því, að geta nú tekið á móti umsóknum frá öldruðu fólki, er óskar inngöngu í nýja heimilið, sem nú er verið að reisa í Selkirk, Manitoba, Þetta nýja fullkomna heimili mun verða reiðubúið að taka á móti 62 manns þann 1. apríl 1966 eða um það leiti. Þeir sem óska inngöngu sendi skriflegar umsóknir til: J. V. Jónasson, ritara, 133 Kitson St., Winnipeg 6, Man. FEMALE HELP WANTED ARE YOU DISSATISFIED WITH YOUR PRESENT JOB. WE CAN GUARANTEE YEAR ROUND EMPLOYMENT WITH NO LAYOFFS. We have several openings for EXPERIENCED SEWING MACHINE OPERATORS We offer you: Top Wages Modern downtown plant close to all bus stops Pleasant working condiiions Apply To: RICE SPORTSWEAR LTD. 168 MARKET AVE. EAST WINNIPEG 2, MANITOBA. Near The City Hall

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.