Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1966 MINNINGARORÐ: Krsstján Kristjánsson kaupmaður frá Bolungarvík „Mínir vinir fara fjöld.“ Eftir því, sem árin færast yfir, og fleiri og fleiri úr vina- hópnum hverfa yfir á ókunna- landið handan grafar, sækja þessi alkunnu orð Bólu-Hjálm- ars fastar á hug minn. Og þau urðu mér sérstaklega rík í huga, þegar mér barst sú harmafregn, að Kristján Kristjánsson kaupmaður hefði orðið bráðkvaddur í verzlun- arbúð sinni að Garðar, N. Dakota, þ. 1. nóvember síðast- liðinn. Hann hafði að vísu ekki gengið heill til skógar um skeið, en eigi að síður kom dauðsfall hans vinum hans og sveitungum mjög á óvart. Jarðarför Kristjáns fór fram að Garðar þ. 4. nóvem- ber, að fjölmenni viðstöddu, er sýndi það ótvírætt, hve mikil ítök hann átti í hugum sveitunga sinna, enda var það áður vitað, að hann naut að verðleikum víðtækra vin- sælda í heimabyggð sinni. Við minningarathöfnina í Garðarkirkju flutti sóknar- presturinn, séra Claude Snider, fögur kveðjumál, en séra Paul Petersen, aðstoðar- prestur hans, las viðeigandi ritningarorð. Dr. Richard Beck, ræðismaður Islands í N. Dakota, flutti kveðjuávarp í embættisnafni, og þakkaði hinum látna alla tryggð hans við ættjörðina í orði og verki. Mælti hann á íslenzku. Kirkju- kórinn söng einnig íslenzka sálma. Séra Claude Snider jarðsöng. Var jarðarförin um allt hin virðulegasta. Kristján er grafinn í Garð- arkirkjugarði, en umhverfis hann hvíla í mold náin ætt- menni konu hans, og fjöldi annara íslenzkra sveitunga hans og vina þaðan úr byggð- inni. Kristján Kristjánsson var fæddur í Bolungarvík í Norð- ur-ísafjarðarsýslu 10. des. 1891. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristján Halldórsson, bóndi í Engidal og Tröð í Bol- ungarvík, og Petrína Guð- mundsdóttir. Kristján fluttist vestur um haf 1916 með séra Páli Sigurðssyni, og átti í 15 ár heima í Buffalo, New York, þar sem hann stundaði húsa- smíðar, en hann var ágætur smiður, og kunni vel því starfi. Hann hafði verið bú- settur á Garðar síðan 1938 og rekið þar verzlun, svonefnda Breiðfjörðsbúð, kennd við Stefán Magnússon Breiðfjörð, tengdaföður hans, er rekið hafði verzlun að Garðar um þrjá áratugi. Samhliða verzl- unrarekstrinum stundaði Kristján allmikið húsasmíðar eftir að hann fluttist til Garð- ar. Hann heimsótti ísland 1923 og dvaldi þá 8 mánuði heima. Þ. 8. sept. 1929 kvæntist Kristján eftirlifandi konu sinni, Valgerði Krístínu Breið- fjörð, prýðisvel gefinni ágæt- iskonu, og vel menntaðri, en hún hafði verið skólakennari áður en hún giftist. Foreldrar hennar voru þau Stefán Magnús Breiðfjörð, kaupmað- ur að Garðar, eins og fyrr get- ur, frá Hallsteinsnesi í Gufu- dalssveit, og kona hans Kristín Sigfúsdóttir Berg- mann, frá Garðsvík á Sval- barðsströnd. Af löngum og nánum kynn- um getur sá, er þetta ritar, borið um það, að Kristján var mikill gæfumaður í hjúskap- arlífi sínu, því að ekki gat betri eiginkonu og húsmóður heldur en Valgerði, kunni hann einnig til fulls að meta, hve vel hann var kvæntur. Var og öll sambúð þeirra hin ástúðlegasta, endd var hann framúrskarandi heimilisfaðir. Þau Vargerður og Kristján eignuðust eina dóttur barna, Marvel Adele, gáfu- og mynd- arstúlku. Hún lauk Bachelor of Science prófi í uppeldis- vísindum frá Ríkisháskólan- um í N. Dakota (University of North Dakota) 1952, og hafði unnið sér margvíslegan náms- frama. Síðan stundaði hún kennslu nokkur ár. Hún er gift myndarmanni, Allan James Williamson að nafni, af sænskum og norskum ættum, og eru þau búsett í March- field, Wisconsin. Þau eiga þrjú mannvænleg börn, tvo syni, Kress Allan og Mark Allan, og eina dóttur, Susan Jane. Auk ekkju Kristjáns og fjölskyldu, og náinna ætt- menna á íslandi, lifir hann vestan hafs hálfsystir hans, Petrína (Mrs. Marco Di- Georgio, í Wollaston, Massa- chusetts. Kristján Kristjánsson var hraustmenni og dugnaðarmað- ur mikill. Hann hafði stundað sjó í Bolungarvík framan af árum og tekið skipstjórapróf. Var það einnig auðfundið, að grunnt var á sjómanninum í honum, og varð okkur göml- um sjómönnum, sínum af hvoru landshorni, tíðrætt um sjósókn okkar á yngri árum. Var það, eitt meðal annars, sem tengdi okkur sterkum vináttuböndum. Um Kristján mátti segja, í sönnustu merkingu þeirra orða, að hann væri: „Þéttur á velli og þéttur í lund.“ Hann var maður mjög heilsteyptur að skapgerð, fastur fyrir, en jafnframt drengskaparmaður, og tryggðatröll hið mesta. — Hann var prýðisvel greindur maður, las mikið, og fylgdist vel með almennum málum, hafði hann sínar ákveðnu skoðanir á þeim, og hélt fast fram málstað sínum, þegar því var að skipta, en virti jafnframt fyllilega rétt ann- ara til skoðana þeirra. Kristján var tengdur ætt- stöðvum sínum í 'Bolungar- vík og ættjörðinni órjúfanleg- um böndum, og sýndi það með mörgum hætti í verki. Skal hér nefnt eitt dæmi þess. Þeg- ar ég fór til íslands fyrir all- mörgum árum, fékk hann mér í hendur og bað mig að koma á framfæri höfðinglegri fjár- gjöf til hinnar gömlu heima- kirkju sinnar í Bolungarvík, en þar var þá verið að safna fé í orgelsjóð. En jafnframt bað hann mig að flíka þessu ekki; vel má samt minnast þessa drengskaparbragðs hans nú, þegar hann er allur. Frábær gestrisni ríkti á heimili þeirra Valgerðar og Kristjáns að Garðar, og voru þau samhent í því sem öðru, og bæði hin skemmtilegustu heim að sækja. Jafnframt þori ég að fullyrða það, að engir gestir voru þeim kærkomnari heldur en gestir heiman um haf. Veit ég ekki tölu slíkra gesta þeirra, en þeir munu áreiðanlega skipta hreint ekki fáum tugum. Var það segin saga, að þegar slíka gesti bar að garði hjá mér í Grand Forks, og langaði til að fara norður í íslendingabyggðina, en það er um áttatíu enksra mílna vegalengd, þá þurfti ég ekki að gera annað en síma Kristjáni og segja honum, að nú væru komnir til mín ís- lendingar, sem hefðu hug á því að heimsækja landa sína á hans slóðum. Og svarið var ávalt hið sama, að ég skyldi senda þá beint norður til þeirra hjóna að Garðar. Ekki þurfti að viðtökunum að spyrja, þær voru alltaf jafn höfðinglegar og ástúðlegar. Hafa einnig ýmsir þeir, sem þar áttu hlut að máli, látið þess getið opinberlega, hve framúrskarandi góðum mót- tökum þeir hafi þar átt að fagna. Kristján Kristjánsson var, eins og vænta mátti, traustur félagsmaður í þjóðræknis- deildinni „Bárunni“. Hann var um skeið ritari hennar, og einmitt á því ári þegar Karla- kór Reykjavíkur heimsótti byggðina, og átti sinn drjúga þátt í undirbúningi þeirrar sögulegu heimsóknar. Geta má þess, að forseti deildar- innar var þá Ragnar H. Ragn- ar, núverandi skólastjóri á ísafirði, og var með þeim Kristjáni mikil vinátta og náin samvinna. Kristján var einnig góður stuðningsmaður kirkju sinn- ar, og átti um tíma sæti í safn- aðarráði. Hann var maður frjálslyndur í trúarskoðunum, og mun hafa orðið fyrir áhrif- um í þá átt frá séra Páli Sig- urðssyni, hollvini sínum, er hann mat mjög mikils að verðugu. Varpar það nokkuru Ijósi á trúarskoðanir Kristjáns. að frú Valgerður, ekkja hans, segir mér, að eftirlætis til- vitnun hans hafi verið þessi víðkunna og fagra vísa Stein- gríms skálds Thorsteinssonar: Trúðu á tvent í heimi, tign sem hæsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Ekki verður heldur annað sagt, en að hún sé bæði göfug og víðfeðm sú lífsskoðun, sem lýsir sér í þeim spaklegu orð- um skáldsins. Minnug þess, að Kristján maður hennar hafði verið sjósóknari á yngri árum, hafði frú Valgerður látið prenta á minningarblað það, er, venju samkvæmt vestan hafs, var útbýtt við jarðarför hans, hið víðfræga kvæði lárviðar- skáldsins Alfreds Tennyson „Crossing the Bar“ (Út yfir brimgarðinn), en þar farast skáldinu meðal annars þannig orð, í þýðingu séra Matthíasar Jochumssonar: Kvöldfró og klukknahljóð og kyrrð við dagsins lát, en hvorki sút né sorgarljóð er set ég út minn bát! í þeim anda sæmir vel að kveðja Kristján Kristjánsson. Með þeim æðrulausa huga hafði hann sótt djarflega á opið haf af æskustöðvum sín- =!lllllliiiiiiin um á Vesturlandi, og hann myndi vafalaust hafa kunnað því bezt, að vinir hans kveddu hann með sama huga, er hann lagði úr höfn á það hafið, sem liggur til eilífðarstranda. RICHARD BECK. Frétfrir frá íslandi Framhald af bls. 1. við minnkandi aflamagni á bát og síðan minnkandi heild- arafla.“ Jón skýrði svo frá, að fiski- skip annarra þjóða, aðallega Breta, veiddu alltof mikið magn af yngri og smærri þorski. Telur Jón, að nú verði að leita eftir samkomulagi um aukna möskvastærð, til dæm- is 130 mm, eins og tíðkast í Barenshafi. Þá telur hann nauðsynlegt, að hætt verði við klæðningu pokans við togveið- ar, en þá háttu munu brezkir togaramenn stunda. Fyrir ut- an þessar ráðstafanir koma helzt til greina skömmtunar- aðgerðir, þannig að ekki verði veitt nema ákveðið magn af þorski, en á þeirri leið virðast ýmsir annmarkar. Þessi uggvænlegu tíðindi hljóta að staðfesta þá skoðun, sem íslendingar byggðu sókn sína í landhelgismálinu á, að þörf sé aðgerða til að vernda fiskistofnana við landið. — Rannsóknir á ýsustofninum sýna, að hann hefur aukizt eftir að uppeldisstöðvar eins og Faxaflói voru friðaðar, og staðfestir það enn stefnu ís- lendinga í þessum málum. Nú verður sýnilega að hefja nýja sókn, og hún verður á sviði alþjóða samstarfs, ef reyndar verða þær leiðir, sem fiskifræðingarnir telja nauð- synlegastar. Reynir þá enn á, hvort hinar voldugu fiskveiði- þjóðir hafa skilning á vernd- un fiskstofnanna. Alþýðublaðið, 1. marz. Illlllllllllllll^ LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL ISLANDS OG TIL ALLRA SKANDINAVÍULANDA Ráðgerið þér ferð til íslands? Fljúgið þá með LOFTLEIÐUM i og sparið nóg til að dvelja lengur, sjá fleira, og njóta þess betur. = LOFTLEIÐIR bjóða lægstu flugfargjöld til af öllum flugfélög- 1 um á öllum árstímum — aðra leiðina eða fram og aftur. Þér = greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld. Fljúgið í rúm- i góðu og þægilegu farrými í hraðfara, nýjum Rolls-Royce 400 i Jet Props beint til íslands, og þaðan með langferða DC-6Bs i til annara áfangastaða í SKANDINAVÍU. ókeypis heitar i máltíðir, drykkir og snacks til boða á hverju flugi. FRÁ NEW YORK TIL: ÍSLANDS - ENGLANDS - í SKOTLANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJÓÐAR í - DANMERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG. Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu i og lengra BRAUTRYÐJANDI lágra fargjalda til Evrópu WELANDW'amunes 1x>' MBŒWSUW® 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York, N.Y. 10020. i PL 7-8585. NEW YORK - CHICAGO - SAN FRANCISCO Fáið upplýsingabækling, farmiða og fl. hjá ferðaskrifstofu yðar. I TlllHIIIIIIIIIII llllllllllllllir

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.