Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1966 7 Eiming sjávar æ umfangsmeiri um heim allan Sjáöldrin koma upp um hugsanir ykkar Æ fleiri aðferðir til að eima sjó eru uppgötvaðar í vax- andi fjölda landa sem búa við alvarlegan vatnsskort. í fyrra voru reistar stöðvar sem sam- tals eima um 150 milljón lítra vatns á dag. „Aukningin er þeim mun mikilvægari sem framleiðslan fram til 1962 nam samtals 76 milljónum lítra,“ segir í nýbirtri skýrslu framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna um þetta efni. Aukningin á árinu 1965 skiptist þannig: Evrópa 112 milljón lítrar á dag, Asía 22 milljónir, Rómanska Ameríka 9 milljónir og Afríka 7 millj. lítra. Sovétríkin hófu fyrstu meiriháttar áætlun sína með tveimur kjarnorkuverum sem verða notuð til að eima sjó. Stöðvar í Suður-Evrópu voru auknar til mikilla muna, og Suðaustur-Asía eignaðist sín- ar fyrstu eimingarstöðvar 1965. Sólarorka Eimingin er að mestu fram- kvæmd með olíu eða gas sem orkugjafa. Þó er ætlunin að nota sólarorku í eimingarstöð sem brátt tekur til starfa í Grikklandi, og kjarnorka er notuð í stórum stíl til eiming- ar. í vanþróuðum löndum er nú mest um vert að reisa litlar eimingarstöðvar. Einu löndin sem eru með áætlanir um verulega sótrar stöðvar eru Israel, Arabíska sambands- lýðveldið og Bandaríkin, seg- ir í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna. í Flórída eru t.d. uppi áætlanir um stöð sem á að skila 10 milljón lítrum af fersku vatni daglega. Enn- fremur hefur verið gengið frá áætlun í Kaliforníu um kjarn- orku- og eimingarstöð sem á að skila hvorki meira né minna en 570 milljón lítrum á dag. Auk þess hafa Banda- ríkin stofnað til allsherjar- rannsókna í því augnamiði að lækka framleiðslukostnað á hvern lítra. Búizt er við að rannsóknirnar taki fimm ár og muni kosta 200 milljónir dollara (8600 milljón ísl. kr.). Alþióðasamstarf Hin öra þróun á síðustu ár- um hefur orðið samfara æ víðtækara alþjóðasamstarfi á þessu sviði, bæði milli tveggja ríkja og milli fleiri ríkja. Til dæmis var fyrsta alþjóðaráð- stefnan um efnið haldin á liðnu hausti í boði Bandaríkj- anna. 55 ríki og 6 alþjóða- stofnanir — þeirra á meðal Sameinuðu þjóðirnar og Al- þjóðakjarnorkumálastfonunin (IAEA) — áttu þar fulltrúa. Fram voru lagðar 125 ritgerð- ir, álitsgerðir og skýrslur um efnið. Mörg iðnaðarlönd gerðu samninga um samvinnu við vanþróuðu löndin. Frakkland hjálpar t.d. Máretaníu til að reisa kjarnorkuver sem einn- ig á að eima sjó í Port Etienne. Bandaríkin eiga samvinnu við Saudi-Arabíu, I s r a e 1 og Mexíkó. Á liðnu ári voru gerðar undirbúningsrannsókn- ir fyrir væntanlega stöð í ísrael sem á að framleiða um það bil 380 milljón lítra af fersku vatni á dag. Hve mikilvæg frekari þekk- ing á eimingu sjávar og hin- um ýmsu aðferðum sem beitt er, er talin, kemur einnig fram í samþykkt Efnahags- og félagsmálaráðsiná frá liðnu ári. Þar eru dregnar fram meginlínurnar í viðleitni Sameinuðu þjóðanna á þess- um vettvangi og fram- kvæmdastjórinn hvattur til að efla það hlutverk skrifstofu samtakanna að vera í senn upplýsingamiðstöð og brenni- depill alþjóðasamstarfs um eimingu sjávar. Áveituvatn? Á liðnu hausti buðu Sam- einuðu þjóðirnar 34 ríkjum í Afríku, Asíu, Rómönsku Ame- ríku og Austur-Evrópu til ráðstefnu um hagnýtingu hins eimaða vatns. Þar urðu menn m.a. ásáttir um, að tæknin væri komin á það stig, að unnt væri að birgja heil land- svæði upp að vatni án telj- andi erfiðleika. Hins vegar væri eimingin enn of dýr til að hægt væri að hagnýta vatnið til áveitu. Þó væri ekki ólíklegt að framleiðslan gæti orðið ódýrari með því að hagnýta aukaefnin úr saltinu. Nálega allar sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa sýnt áhuga á eimingu sjávar. Alþj óðakj arnorkumálastofn- unin hélt fimmta fund sinn um hagnýtingu kjarnorku við eimingu sjávar í apríl í fyrra, og stofnunin hefur fulltrúa hvarvetna þar sem gerðar eru tilraunir með það. Það hefur lengi verið vitað, að stærð sjáaldranna er háð ljósinu. En nú hefur banda- rískur sálfræðingur sýnt fram á, að þau gefi einnig til kynna hvað er að gerast inni fyrir, í heilanum. Viðbrögð þeirra spegla, áhuga, tilfinningar, hugsanir og skoðanir. Það er bandaríski sálfræð- ingurinn Eckhard H. Hess, sem hefur skýrt frá því hvernig hann komst að þessu fyrst. Hann lá upp í rúmi og var að lesa bók með fallegum dýramyndum. Kona hans, hafði brátt orð á því við hann, að ljósið hlyti að vera mjög slæmt, þar sem sjáöldrin voru mjög stór. En það gat hann ekki skilið, því að hann fann ekki betur en birtan frá náttborðslamp- anum væri nægileg. Þá fór hann að hugsa um það sem hann þafði einhvern tíma heyrt um sambandið milli til- finninga og sjáaldra. En hér var ekki að ræða um tilfinn- ingar heldur um bókmennta- legan áhuga og hann hafði aldrei heyrt að slíkt gæti haft áhrif á stærð sjáaldranna. Strax næsta dag hóf hann athuganir sínar á þessu í rann- sóknarstofunni sinni við há- skólann í Chicago. Hann sýndi aðstoðarmanni sínum fjölda fallegra landslagsmynda og eina mynd af fáklæddri stúlku. Hann hélt myndun- um þannig, að hann sá þær ekki sjálfur, en gat aftur á móti virt fyrir sér augu að- stoðarmannsins. Þegar hann kom að sjöundu myndinni stækkuðu sjáöldrin greinilega. Sjöunda myndin var einmitt stúlkumyndin. Þá var hann viss um að þetta var rétt og ákvað að láta vísinda- menn gera frekari rannsóknir á þessu máli. Þeir byggðu sérst’akt mynda- tæki, sem tilraunafólkið gat horft í. í því var innbyggð myndavél, sem tók myndir af augunum á hverri sekúndu. Þannig varð mögulegt að mæla nákvæmlega stærð sjá- aldranna. 1 fyrstu tilraunini tóku þátt fjórir menn og tvær kon- ur. Það var gengið út frá því að mennirnir brygðust öðru vísi við en konurnar þegar sýndar væru myndir af kven- legri fegurð. Það reyndist rétt. Aftur á móti stækkuðu sjá- öldrin greinilega meira hjá konunum en karlmönnunum þegar sýndar voru myndir af börnum og konum með börn. Það sýndi sig, að þegar um var að ræða áhuga á ein- hverju stækkuðu sjáöldrin og á sama hátt minnkuðu þau þegar um ógeð á einhverju var að ræða. T.d. minnkuðu sjáöldur kvennanna greini- lega þegar þær sáu myndir af bækluðu og slösuðu barni. Viðbrögðin voru einnig oft neikvæð þegar sýndar voru myndir af nútíma listaverk- um. Og það sem þótti merki- legast við það var að fólk, sem hafði lýst því yfir að því fyndist nútíma listaverk fal- leg, kom upp um sannan hug sinn, því að sjáöldrin drógust saman. Það kom í ljós, að þegar sýndar voru mjög óhugnan- legar myndir stækuðu sjá- öldrin oft í fyrstu, en svo var eins og fólk vendist sjóninni og brátt urðu augasteinarnir örlitlir, fyrstu viðbrögð sjá- aldranna höfðu aðeins verið undrunin, óhugnaðurinn kom á eftir. Eitt það, sem mesta athygli vakti var athugun á hóp ungra manna. Þeim voru sýndar tvær myndir af sömu konunni. Á annarri myndinni voru sjáöldur hennar örsmá á hinni voru þau mjög stór. Eft- ir að hafa virt myndirnar fyr- ir sér kváðu þeir myndirnar vera eins, en munurinn væri aðeins sá, að önnur myndin væri miklu hlýrri, fallegri og kvenlegri. Enginn þeirra hafði tekið eftir muninum á sjá- aldrastærðinni — en sú hlýja var auðvitað sú með stóru auga steinana. Einnig voru athuguð við- brögð sjáaldrana þegar fólki voru sýndar dýrlegar krásir. í fyrstu voru vísindamennirn- ir mjög undrandi á því, að augasteinar helmings mann- anna sýndu miklu meiri áhuga en hins helmingsins. Eftir mikil heilabrot komust þeir að því, að munurinn lá einfaldlega í því að hópurinn með stóru sjáöldrin hafði ver- ið athugaður rétt fyrir hádegi — mennirnir voru sársvangir. Þá er verið að rannsaka hvaða áhrif bragð hefur á sjá- öldrin. Þeim rannsóknum er enn ekki lokið, en það hefur sýnt sig, að samband er á milli góðs bragðs og stórra sjáaldra. Rannsóknirnar hafa sýnt fram á það að tónlist hefur áhrif á sjáöldrin. Því þykir margt benda til þess, að sjá- öldrin standi ekki aðeins í sambandi við sjónstöðvarnar, heldur einnig aðrar stöðvar heilans. Þarna er því kannski komin framtíðaraðferð sál- fræðinga við að athuga hvað inni fyrir býr hjá sjúklingum. Til gamans má geta þess, að 34 háskólanemum, háskóla- kennurum og öðrum starfs- mönnum háskóla voru sýndar myndir af Johnson forseta og Barry Goldwater. Allir lýstu því yfir að þeir væru fylgj- andi Johnson — en, athugunin á sjáöldrunum sýndu að um þriðjungur þeirra sýndi já- kvæðari viðbrögð við mynd- inni af Goldwater, en við myndinni af Johnson. Sem sagt: Ykkur er óhætt að fara að gæta ykkar. Auga- steinarnir koma upp um það sem inni fyrir býr. Vísir 21. janúar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.