Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1966
5
Fréttir frá íslandi
Jóns Vída!
í tilefni 300 ára minningar
meistara Jóns Vídalíns verða
í dag minningarguðþjónustur
um hann í öllum kirkjum
landsins. Verður m.a. hátíð
í Skálholtskirkju í kvöld, þar
sem Vídalíns verður minnzt.
Hátíðin í Skálholtskirkju
hefst kl. 9 í kvöld og mun þá
Steingrímur J. Þorsteinsson
prófessor flytja erindi um Jón
Vídalín. Þá les biskup, herra
Sigurbjörn Einarsson, upp úr
verkum Vídalíns. Guðjón
Guðjónsson stud. theol. leikur
síðan tvö orgelverk og dr.
íns minnzt
Róbert A. Ottósson stjórnar
söng. Hátíðini lýkur með því,
að sóknarpresturinn í Skál-
holti flytur stutta bæn.
í sambandi við minningu
Vídalíns í dag verður Garða-
kirkja á Álftanesi vígð af
biskupi. Viðstaddir vígsluna
verða prestar Kjalarnes-
prófastdæmis. Þess má geta,
að prestakallið hefur verið
auglýst laust til umsóknar og
verður að öllum líkindum
veitt í vor.
Mbl. 24. marz.
Sýningar í Seatile
Um nokkurt skeið hafa nor-
rænu félögin í Seattle á vest-
urströnd Bandaríkjanna, haft
aðgang að sameiginlegu sýn-
ingarsvæði þar sem heims-
sýningin fór fram fyrir fjór-
um árum. Þarna halda félög-
in „Norrænu hátíðina“ í Se-
attle í ágústmánuði ár hvert.
1 bréfi, sem blaðinu hefur
borist frá „The Icelandic Club
of Greater Seattle“, segir að
þáttur íslendinga í hátíðum
þessum hafi verið til mikils
sóma fyrir land og þjóð. En
helzt sé það að, að íslending-
ar séu fámennir og verði að
tjalda öllu til, til að standa
hinum Norðurlandaþjóðunum
á sporði og er nú svo komið
að eigi að koma í veg fyrir
að sýna þurfi sömu hlutina ár
eftir ár, verður að fá aðstoð
frá heimalandinu.
í bréfinu segir að eitt af því,
sem einkennt hafi íslenzku
sýninguna hafi verið það að
ekkert af sýningargripunum
var til sölu. Mestur hluti
þeirra hafi verið listaverk,
húsgögn og heimilisiðnaður í
eigu þeirra, sem búsettir eru í
Seattle. Hér sé því tilvalið
tækifæri fyrir íslenzkar listir
og iðju af öllu tagi að koma
sér á framfæri kynna landið
og þjóðina með litlum til-
kostnaði. Sýningarhúsnæðið
sé ókeypis og vinnan fram-
kvæmd af sjálfboðaliðum,
sem telja ánægjuna af að
kynna menningu Islands og
fegurð landsins nægilega
umbun fyrir starf sitt.
Síðan segir orðrétt í bréf-
inu:
„Það er von okkar allra hér,
að þessu máli verði það vel
tekið heima á íslandi, að hing-
að verði sent, okkur að kostn-
aðarlausu, efni til þess að
standast sómasamlega þát-
töku í þessari landkynningar-
starfsemi fyrir hönd félags
okkar en ekki sízt vegna ís-
lands og göfugrar menningar
þess.
perla glansar svo sem perla.
Eins skín ein veik trú í aug-
um Guðs svo skært, sem þó
hún væri sterkari, því að trú-
in er aldrei vort verk, heldur
hans anda. Víst er að ein veik
hönd tekur eins við ölmusu
svo sem ein fullhraust, óg eins
vel umfaðmar ein veik trú
Krists forþénustu svo sem
fullörugg, því að Guðs kraft-
ur fullkomnast í breiskleikan-
anum.
I lok predikunar á 5. sunnu-
dag eftir þrettánda segir
meistari Jón:
Pundið er stórt, reiknings-
skapurinn er mikill, Guðs
blóð gr dýrt, reiði hans er
þung, dómarinn er strangur,
lífið er stutt dauðinn er vís,
helvítið er heitt, eilífðin löng.
Og þér vitið ei, nær eð hús-
bóndinn kemur.
Mbl. 20. marz.
íslenzka félagið bar uppi
tillögu sem samþykkt var á
sameiginlegum fundi norrænu
félaganna. — Nokkurskonar
fimm ára áætlun. Fylgir hér
eintak af henni. Næsta sumar
verður aðaláherzla lögð á
landfræði íslands; annað
verða aukaatriði. Má þar til
dæmis benda á tækifæri fyrir
landslagsmálara, sem kynnu
að vilja sýna myndir sínar.
Vert er að geta þess að
„Norræna Hátíðin“ í Seattle
hefur vakið það mikla at-
hygli hjá hinum Norðurlönd-
unum að þau styrkja hana
með ráðum og dáð, bæði
stjórnir landanna, einstakling-
ar og fyrirtæki.“
Loks segir að kostnaður við
sýninguna sl. ár hafi verið
rúmlega þrjú þúsund dalir í
beinum útgjöldum frá félag-
inu, ekki eru þá talin framlög
frá einstökum velunnurum
þess. Farmgjöld frá íslandi
voru stór liður í kostnaðinum.
Lokaorð bréfsins eru þann-
ig. — „Að lokum biðjum við
alla þá sem þetta lesa að gera
þetta mál að sínu áhugamáli,
íslandi til heiðurs og heilla.
Bréfið undirritar Benedikt
Langholt í Seattle.
Alþýðublaðið 17. feb.
* * *
Unnið af fullu krafti
að undirbúningi
kísilgúrverksmiðjunnar
Mbl. 22. marz snéri sér í gær
til Magnúsar Jónssbnar, fjár-
málaráðherra, og spurðist fyr-
ir hvað segja mætti um gang
undirbúnings kísilgúrvinnsl-
unnar við Mývatn.
— Þar hefir verið unnið í
allan vetur við byggingu
starfsmannahúss og mötuneyt-
is. Þá er stöðugt unnið að því
að ganga frá samningum við
ameríska fyrirtækið John
Manville um rekstur verk-
smiðjunnar, sagði fjármála-
ráðherra. Þá bætti hann við:
— Áður en hægt verður að
ganga að fullu frá samning-
um þarf að fá lausn á tveimur
tæknilegum vandamálum, en
annað er hvernig með ódýr-
um hætti er hægt að ná járn-
inu úr hráefninu en hitt,
hvernig hægt er að þurrka
það á hagkvæman hátt, en
þetta er eina verksmiðjan í
heiminum sinnar tegundar,
sem vinnur efnið undan vatni.
Það þykir þó sýnt að þetta sé
hvorttveggja auðið, þannig að
niðurstaða . verði jákvæð og
góðar horfur eru á að svo fari
að leystum þessum vandamál-
um náist samningar við hið
ameríska fyrirtæki um sam-
aðild að byggingu verkámiðj-
unnar og sölu framleiðslu
hennar á hagstæðum grund-
velli fyrir íslendinga, sagði
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra að lokum.
* * *
Meira til gamans
en verulegra nota!
Á umfe'rðarmálaráðstefn-
unni, er haldin var að Hótel
Meistari Jórt
Hann talaði vonlausum traust og kjark
á tungu, sem hjartáð skildi.
Þar reist hann sér andans aðalsmark,
sem aldrei máist af skildi.
Hann gnæfði sem hæðin með hjarnsins fald,
svo harðger — en brosti af mildi.
Hans meistaraorð á þann eld og það vald
sem eilíft varir í gildi.
E. Ben.
Nú minnist kirkja Islands
þriggja alda afmælis þess
manns sem áhrifamestur hefir
orðið íslenzkra predikara fyrr
og síðar. Því skal honum gefið
orðið í þessum kirkjuþætti,
með fáum ívitnunum.
í predikun út frá freisting-
arsögunni segir meistari Jón:
„Allt þetta vil ég gefa þér,
ef þú fellur fram og tilbiður
mig.“ Hér var ærið mikið í
boði, elskuleg Guðs börn, og
er það mála sannast, að marg-
ur hefur lotið andskotanum
fyrir minna . . . Góss og
peningar eru stór Guðs gáfa,
þegar þau eru af hendi Guðs
meðtekin, en ekki hrifsuð út
af munni síns náunga, hins
fátæka, ekkjunnar og hins
föðurlausa. En eigi eru þau
þess verð, að falla á kné fyrir
andskotanum til að eignast
það, sem ekki er nema til
þyngsla, og til að . . . þjóna
einum níðingi, sem aldrei
saddi sinn þénara, hvað þeir
þó allir gjöra, sem annaðhvort
afla fjárins með rangindum
eða festa sitt hjarta þar við.
Hin grimmu villidýrin á
mörkinni hafa sinn vissan
skammt og þau taka ekki
bráðina nema hungruð. En
græðgi hins fégjarna tekur
aldrei enda. Hann etur alltíð
og er þó alltíð soltinn.
Út frá sögunni um ríka
manninn og Lazarus, segir
Vídalín:
Það segist um hinn ríka
purpuragikk, að hann hafi
pelli klæddur verið . . . Um
viðlíkan vefnað segir Pliníus,
að hann brenni ekki í eldin-
um. Því voru lík konunganna
sveipuð þar í á hinni gömlu
brenniöld, að ei blandaðisf
þeirra aska með viðaröskunni.
Megi ég skemmta mér um
hinn óskemmtilegasta hlut, þá
vildi ég segja, að þessi dári
hefði gjört víslega, ef hann
■hefði tekið nokkuð af þessum
dýra vefnaði til helvítis, hefði
það mátt hlífa honum fyrir
logunum, sem hann kvaldist í.
En englarnir voru fúsari til
að bera Lazarí sál í Arahams
skaut, heldur en djöflarnir til
að færa hans pell og purpura
og annað oflæti með honum.
Lazarus skildi sinn armóð eft
ir við dyr hins ríka, en hinn
ríki sína fédyngju í sínum
kostulega garði, og hrapaði
svo fúll og félaus í það díkið,
sem rýkur af eldi og brenni-
steini. Svo munu og allir þeir
gjöra, er láta hans látum í
þessum heimi, en forsmá hinn
nauðstadda og öreigann og
láta hann jafnvel í hungri út
af deyja, á meðan þeir ala
sinn gjálífan kropp til að vera
helvítis eldsmatur og brenni
fórn andskotans.
I hinum nafntogaða „reiði-
lestri“ út af sögunni um barna-
morðið í Betlehem þrumar
meistari Jón gegn reiðinni:
Hún afmyndar alla manns-
ins limi og liði, hún kveikir
bál í augunum, hún hleypir
blóði í nasirnar, bólgu í kinn-
arnar, æði og stjórnleysi í
tunguna, deyfu fyrir eyrun
Hún lætur manninn gnysta
með tönnunum, fljúga með
höndunum, æða með fótun'
um, hún skekur og hristir all
an líkamann og aflagar, svo
sem þegar hafið er uppblásið
af stórviðri. Og í einu orði:
hún gerir manninn að
ófreskju, að holdgetnum djöfli
í augum þeirra, sem heilvita
eru. Og ef hún afskræmir
ásýnd mannsins fyrir öðrum
mönnum, hvernig mun hún
þá ekki afmynda sálina í Guðs
augliti?
Meistara Jóni er tamari
lúðurinn en langspilið, en seg-
ir um hina veiku trú:
En veik trú er þó trú. Einn
eldneisti er þó eldur. Ein lítil
Sögu um síðastliðna helgi
kom margt fróðlegt fram. —
Meðal annars hélt Egill Gests-
son formaður samstarfsnefnd-
ar tryggingafélaganna erindi
þar sem hann vitnaði í ýmis-
legt úr bók Guðlaugs Jóns-
sonar lögregluþjóns, „Bifreið-
ir á íslandi,“ þar sem ítarlega
er greint frá umræðum á Al-
þingi um aðdraganda 'þess er
fyrsta bifreiðin var keypt til
íslands.
Ekki voru allir á einu máli
um fjárveitingu til bifreiða-
kaupanna og sagði þá einn
háttvirtur þingmaður: „Því
fæ ég eigi annað séð, að fjár-
veiting þessi yrði til annars en
að myrða bæði fólk og fé, þar
sem þessir vagnar mundu
naumlega geta verið notaðir
án þess að slys yrðu að . . .“
Margir kvöddu sér hljóðs
um þetta stórmál og ekki er
meiri bjartsýni fólgin í þess-
um orðum annars þingmajins:
„Ef þingið veitir þessa fjár-
hæð (til að styrkja Detlev
Thomsen til að kaupa fyrsta
bílinn hingað til lands) þá
munu verða fleiri jarðarfarir
árið 1905 en nokkru sinni áður
svo það yrði mesta nauðsyn að
fjölga prestum til að jarða
alla þessa menn og læknum,
þó ekki væri til annars en að
gefa dánarvottorð.“
Það er sem sé augljóst af
þessu að menn voru ekki
ýkja bjartsýnir á framtíð bif-
reiðanna á Islandi, en samt
voru ýmsir sem gerðu sér
fullkomlega ljóst hvert þarfa-
þing var hér á ferðinni, og
beittu sér fyrir stuðningi við
það.
Á árinu 1914 var samþykkt
á Alþingi lagafrumvarp um
notkun bifreiða, og tóku lögin
gildi fyrri hluta árs 1914.
Enn höfðu fjölmargir þing-
menn samt megnustu óbeit á
bifreiðum og öllu sem þeim
fylgdi.
Magnús Kristjánsson þing-
maður Akureyringa sagði til
dæmis í umræðum um þetta
frumvarp: „Ég skal skjóta því
hér inn í, að ég álít, að bifreið-
ir geti aldrei orðið nein fram-
tíðar flutningatæki, sem að
almennum notum yrðu hér á
landi.“
1 fyrstu var almennt litið á
bifreiðir, sem skemmtitæki
eða lúxus og því var það að
einn háttvirtur þingmaður
sagði um þær: „Þær verða
ævinlega meira til gamans,
en verulegra nota.“
Alþýðublaðið 29. jan.
Kristófer fékkst við músik
og tónsmíðar og var þess full-
viss, að hann væri óvenju
efnilegur. Dag einn andvarp-
aði hann:
— Brahms er dáinn, Beet-
hoven liðinn, Grieg ekki leng-
ur í tölu lifenda — og ég
sjálfur ekki upp á það bezta í
maganum.