Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Qupperneq 3

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Qupperneq 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1968 3 lék við hvern sinn fingur, og k j a f t a ð i á karlinum hver tuska! Litli Bjórinn beið eftir mér og aðstoðarráðherra ein- um ómerkilegum, sem var á leið til austurhafna að sefa ó- róaseggi og nöldrara þar. Eft- ir hálfsannars tíma bið kom þrætumála aðstoðarráðherra loks niður að bryggju og við hófum okkur til flugs. Var flogið til Lewisport m e ð friðarpostulann og skiluðum við honum af okkur í hóp þrætudólga sem s a f n a s t höfðu á hafnarplássi til að kvarta um lágt fiskiverð og lélega sölu. Síðan flugum við tveir áfram til Gander, en þar beið Canso-vél eftir okk- ur, orðin tveimur tímum á eftir áætlun. Voru nú garnir mínar með gaul og nöldur út af lélegum og fátíðum fæðuskömmtum. Keypti því nokkra flug-verði í pökkum og kók, og hlupum svo út í vélina. Sænskur ná- ungi, víkingslegur mjög, og Gunnar að nafni, var flug- stjóri. Var nú ekki beðið boð- anna en flogið af stað í hasti. Vélin var tóm og nóg rúm í aðallestinni. Sátum við þar tveir, ég og velklæddur mið aldra maður, sem hafði sleg' ist í för, og var í einhverjum söluerindum. Hóf ég strax at göngu skarpa að átmeti mínu og ropavatni, og bauð félaga og flugmönnum að neyta með mér. Fyrrnefndur far- andsali opnaði sinn ask og tók þar út pyttlu dávæna og setti á vör sér. Vildi hann engin afskifti hafa af sam- vizkum mínum og roksafa, en stútaði pela sinn. Þegar ég hafði hvílt mig um stunc og tottað eina pípu, fór ég á stjá, að litast um. Vorum við yfir austur- ströndinni, stefnan N-NV, og var fagurt um að litast. FogO' eyjan og Twillinggate og Notre Dame flóinn á stjórn en framundan Langfjalla' skaginn og White Bay. Er skaginn hærri miklu á vest- urströndinni, allhár fjallgarð- ur, aflíðandi til austurstrand' ar, og lækkar í stöllum til norðurs. Ýms fjöll skera sig úr, t. d. Bláfjöll og Gros Pate um miðbik skagans, en Indian Lookout (Rauðskinna skimir i og Gros Morne á bakborða nokkru sunnar, sitt hvoru megin við St. Paul’s Bay. Ég leit inn í stjórnklefa Gunnar hafði heyrt að ég hafði flugmannapróf og bauð hann mér að taka við stjórn Þáði ég það og settist að stjórnvelli. Sagði Gunnar mér að stýra 350 gráður. Fannst mér það skrýtið í fyrstu, því að stefnan virtist eiga að vera um 320°. En þarna er 30° gr. segulskekkja, vestlæg. sem ég hafði ekki áttað mig á strax, en í Swan River er skekkjan 13° austlæg. Við flugum í 5000 feta hæð Skýjabólstrar hengu yfi fjallgarðinum, og hófum við okkur yfir þá. Canso-flug- drunur vélarinnar í bak- skipið hefur vængjahaf vítt,! grunni. Fór mér nú að síga 103 fet, og blakir hún vængj- unum eins og fugl á flugi. Er hún mjög óvölt, eða hlið- stöðug, vegna vængþansins. Hinsvegar er stélið stutt, og heldur lítið. Geigar því loft- farið gjarna og er erfitt að halda beinni stefnu. Þegar reynt er að rétta stefnuna með vængstýrum (ailerons), sem venja er, þá geigar hún bara meira, og því meir sem meira er reynt að rétta við! Skjökraði ég þá allt upp í 20° á stjórn og bak, og heyrði ég flugstjóra og stýrimann hlægja dátt aftur í lestinni, og svelgjast á samvizkunum. Fór ég þá að nota stélstýri, sem ekki er kölluð góð flug- mennska, og hélt vélin þá stefnu. Fann ég brátt að bezt var að sparka snarplega í fótafjalirnar, sem hreyfa stél- stýrið, öðru hvoru, en halda bara vængstýrinu kyrru. Eft- ir nokkra stund kömu flug- menn frammí til mín í stjórn- klefagáttina, sögðu að ég hefði þá uppgötvað leyndar- mál flugunnar og brostu í campinn. Flaug ég nú áfram í nær tvo tíma, og skiftu flug- stjórar sér ekkert af minni stjórnmennsku. Farandsali var farinn að syngja, Gunnar hraut bers- erks-hrotum, en stýrimaður reykti og tók undir með söng' manni. Var ég nú svangur aft- ur og farin nað þreytast af þessu bölvuðu sparki í pedal- ana, og kallaði í skipstjóra og bað þá að taka við stjórn. Þeir önzuðu mér engu, en hættu hvorki hrotum né har móníu. Fór svo að ég gekk úr stjórnklefa aftur í lest. Sagði ég þeim að skipið gæti siglt sinn sjó en ég ætla að fá mér bita og blund. Var þá allt uppurið nema dreytill úr annarri pytlu mangara, og bað ég hann að njóta dreggj anna, með því að ég drekk ekki sjálfur. Ekki höfðu flug- menn snert neitt af brenni- víni, en tekið þeim mun rösk legar til matar síns og svala- drykks. Varð það nú úr að ég tók við samsöngshlutverki stýrimanns, en Gunnar nudd aði stýrur úr augum, bölvaði á bjargaðri sænsku, og settist að stjórn, en aðstoðarmaður honum á hægri hönd og fór að rýna á kort. Kallaði sá hinn sami brátt til mín og kvað mig ári-slyngan við navígasjón, ekki nema 5 míl- ur af „kúrs,“ og þurfti að breyta stefnu um 2° til vest urs vegna reks. Við vorum nú komnir inn yfir Labradorfjöllinn, og lágu illviðris skýjaflákar yfir öllu Hinn söngvi sölumaður var nú farinn að draga seiminn og hixta öðru hvoru, og smá-dró úr söng. Tók og að skyggja og von bráðar var söngurinn þagnaður. Úr því varð allt hljótt, utan smáhrotur með einstaka hixta á milli, og i brún og var brátt sofnaður. Framhald í næsta blaði LOFTLEIÐIR 11. þessa mánaðar undirritaði flugmálastjóri fyrir hönd ís- lenzkra flugmálayfirvalda og aðstoðarflugmálastjóri Bret- lands samkomulag um flug- réttindi Loftleiða til og frá Bretlandi með Rolls RoyCe flugvélum sínum. Samkvæmt samkomulaginu er Loftleið- um heimilað að fljúga einu sinni í viku á leiðinni Reykja- vík-Glasgow-Lundúnir. Við- urkennd eru réttindi félags- ins til að flytja allt að 170 farþega í hverri viku frá Bretlandi og Bandaríkjanna en engar takmarkanir eru á farþegafjölda frá Bretlandi til íslands. — Frá og með 1. maí verða eingöngu notaðar Rolls Roce 400 flugvélar til áætlunarferða Loftleiða. Farnar verða 19 ferðir í viku til og frá New York og 15 milli Islands og Luxenborgar. Tvær af DC 6 B-flugvélum Loftleiða hafa nú verið leigð- ar til Hollands og sennilegt er að hinar flugvélarnar srjár verði bráðlega seldar. * * * Aflabrögð voru góð hjá bát um fyrir Suðurlandi í vik' unni og mikið barst á land Hornarfirði, í Vestmanna- eyjum og Grindavík. Neta bátar á Breiðafirði fengu lít inn afla og hafa margir leit- að á miðin syðra. — Frá ára- mótum til fimmtánda þessa mánaðar höfðu borist á land Vestmannaeyjum 1 5.6 2 4 lestir af fiski. — Afli í Vest firðingafjórðungi frá áramót- um til marzloka var 10.734 lestir ICELANDiC GENEAL0GIES Americons of lcelandic origin can have their lcelandic ancestry traced ond In- formation about nearest living relatives in lceland. MODERATE FEE. PLEASE CONTACT Stefón Bjarnason, P.O. Box 1355, Reykjovík, lceland FRÁ VINI Mr. A. G. EGGERTS0N, Q.C. Barrister and Solicitor 303-209 Nolre Dame Ave., Winnipeg 2. Man. Office 943-5635 Residence 453-0603. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseli: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON 681 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba Styrkið félagið með því að gerast meðlimix. Sendist til f jármálarilara Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt MR. GUÐMANN LEVY. 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba Phone 783-3971 Building Mechanics Ltd. Painting - Decorating - Construction Renovating - Real Estote K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 938 Elgin Avenue Winnipeg 3 Lennett Motor Service Operated by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrave & Bannotyne WINNIPEG 2, MAN. Phone 943-8157 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Steret Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti Stofnað 1894 SPruce 4-7474 G. F. Jonasson, Pres ond Man. Dir. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholesole Distributors of FRESH ond FROZEN FISH 16 Mortho St. 942-0021 Goodman and Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6433 Evenings and Holidoys Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Managing Director Wholesate Distributors of Fresh ond Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Bus.: 775-0481 772-3917 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-roof, Asphalt Shingles, Roof Repairs, Install Vents, Insulation and Eavestroughing. SPruce 4-7855 632 Simcoe St., Winnipeg 3, Mon. Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361 Thorvaldson & Company Barristers and Solicitors etc. 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage Ave. and Garry St. Winnipeg 1, Manitoba Telephones: 942-8291-2-3-4-5 LATHING AND PLASTERING CONTRACTORS H. Mel Sigurdson, Monoger Office and Warehouse 1212 St. Mary's Road Winnipeg 8 Ph. 256-4648 - Res. 452-3000 S. A. Thorarinson Borrlster & Solicitor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET Office WHiteholl 2-7051 Residence HU 9-6488 TALUN, KRISTJANSS0N PARKER, MARTIN & MERCURY Barristers & Solicitors 210 Osborne Street North WINNIPEG 1, MANITOBA OSCAR HJ0RLEIFS0N Accountant ond Auditor 1471 Main Street Telephone: 589-5309 T 52 te Wes 1 HARGR/ |£RR1 JBKdTHQjj 10UU PAlN1 J. SHI A. h tern Point Co. Ltd. kVE ST. WINNIPEG "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH 3-7395 MNOWSKI, President . COTE, Treoiurer Divinsky, Birnboim & Company Chartered Accountonts 1471 Main Street 707 Montreal Trust Bldg. Telephones: 589-5309—943-0526 Capital Lumber Co., Ltd. 92 Higgint Avenue Board, Ceiling Tile, Finishing Materiols, Everything in Lumber, Plywood, Woll Insulatlon and Hardware J. REIMER, Manager WH 3-1455 Phone WH 3-1455 Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenuo GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Rosidentiol ond Commerciol E. BENJAMINSON, Monoger H. J. LAWRIE LUDLOW Barrister and Solicitor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET WINNIPEG 1, AAANITOBA Ph. WH 2-4135 At Gimll Hotel every Fridoy 9:30 to 12:30 RICHARDSON & COMPANY Barristers and Solicitors 274 Gorry Street, Winnlpeg 1, Manitoba Telephone 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. J. F. R. TAYLOR, LL.B. C. R. HUBAND, LL.B. W. S. WRIGHT, B.A., LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A., L.L.B. G. M. ERICKSON, B.A., LL.B. E. C. BEAUDIN, B.A., L.L.B. "GARTH M. ERICKSON of the firm of Richardson & Company attends at the Gimli Credit Union Office, Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on the first ond third Wednesday of eoch month."

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.