Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1968 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, S. Aleck Thorarinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johonnson. EDITORIAL BOARD Winnípeg: Prof. Haraldur Bessoson, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Valdimar J. Eylonds, Coroline Gunnarsson, Dr. Thorvoldur Johnson, Rev. Phillip M Petursson. Voncouver: Gudloug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneapolis: Hon. Voldimor Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized as second closs moil by the Post Office Deportment, Ottawa, ond for payment of Postoge »n cash.__ Sumri fagnað Framhald frá bls. 1. daufar, þátttaka lítil, og málið lognaðist út af. Þá var stung- ið uppá því að semja rækilega sögu þjóðarinnar fram að þeim tíma, og var heitið verðlaunum þeim er vildi taka það verk að sér. En engum fannst það ómaksins vert að semja sögu landsins. Þá stakk prestur einn uppá því að bezt væri að messa um land allt, og láta það duga til hátíðabrigða. Hann ráð- færði sig við embættisbræður sína, og þeim kom saman um að spyrja prófastinn: Megum við messa? En prófasturinn svaraði: Ég get ekki gefið ykkur leyfi til þess, ég verð að spyrja biskupinn. Svo skrifði hann biskupi bréf og spurði: Megum við messa? En biskupinn svaraði: Ég get ekki leyft ykkur að messa; ég verð að spyrja kónginn. Svo skrifaði biskupinn kónginum í Kaupmannahöfn, og spurði hann: Megum við messa? Og kongurinn svaraði, eftir langa og alvarlega umhugsun: Já, hví ætli þið megið ekki messa. Svo tiltók hann einn allsherjar messudag, 9. sunnudag eftir Trínitatis, sem það ár bar uppá 2. ágúst. Jón Sigurðsson sat þá út i Kaupmannahöfn, og í nafni Þjóðvinafélagsins, sem hann veitti forstöðu, ákvað hann að allsherjar þjóðhátíð skyldi haldin fyrir land allt, á Þingvöll- um við öxará, 5-7. ágúst. Jafnskjótt og fréttin um þessa á- kvörðun barst til íslands risu ýmsir broddborgarar á norð- ur og austurlandi upp til andmæla, og heimtuðu að hátíðin yrði haldin 2. júlí. En sá dagur var jafnan nefndur þing- maríumessa, talinn miðdagur ársins, og sá dagur sem alþingi kom saman til forna. Löngu seinna, þegar landar hér í Vesturheimi höfðu ekk- ert sérstakt dægurmál til að þjarka um, tóku þeir upp þessa gömlu deilu. Hefði mátt ætla að hér væri um veru- legt sáluhjálparatriði að ræða, svo heitir urðu menn og mælskir í sókn og vörn þess máls hvort þjóðhátíðardagur íslendinga skyldi haldinn í júlí eða ágúst. Auðvitað skip- uðu Lögbergsmenn sér annarsvegar í deilu þessari, en Heim- kringluþegnar hins vegar, eins og sjá má af gömlum, guln- uðum blöðum frá fyrri árum. En sumardagurinn fyrsti er einstæður í sögu íslendinga sem hátíðisdagur, og hefir verið hátíðlegur haldinn, með ýmsu móti frá er sögur hófust. Forfeður okkar höfðu þann sið að blóta til árs og friðar þennan dag. Þegar við notum þetta orð, verðum við að vara okkur á því það hefir gjör- breytt merkingu sinni frá því sem áður var. Ef orðið er notað í nútímamerkingu, myndu menn draga þá álykt- un af því að forfeður okkar hefðu haldið uppá sumardag- inn fyrsta með því að bölva öllu í sand og ösku. En þeir gerðu einmitt hið gagnstæða. Að „blóta“ þýddi á þeirri tíð að dýrka, tilbiðja að bera fram fórn, eða offur. Menn dýrkuðu máttarvöldin í þeirri von að mýkja skap þeirra, og fá þau til að leggja blessun sína yfir hið komanda sumar, að það mætti færa íbúum landsins frjósemi og góðæri til lands og sjávar. Síðar varð þessi „blóts“ dagur að helgidegi í kirkjunni og sumardagurinn fyrsti almennur messudagur. Allt ber að varast, nema orð og gjörðir, segir málsháttur- inn. Orðin geta verið afar varasöm, ef menn átta sig ekki á því hvað þau þýða, og að þau geta haft mismunadi merk- ingu eftir því hvernig þau eru notuð. Þannig fór stúlku einni, að sögn, sem kom með böggul inná pósthús í Reykja- vík, sem hún vildi senda til kunningja síns í Ameríku. Póstþjónninn sem hún átti skifti við, ráðlagði henni að skrifa orðið „Gift“ á böggulinn, til þess að tollurinn í Am- eríku færi síður að rekast í því hvað í honum væri. Stúlkan velti þessu fyrir sér um stund, og skrifaði síðan á böggulinn: „Trúlofuð, en ekki gift.“ „Dauða vaknað allt er af, allt um jörð og loft og haf, sannar sigur lífsins.“ Sumardagurinn fyrsti er sannarleg sigurhátíð í meðvitund íslendinga. Óvíða kemur þetta ljósar | fram en í Slurlu í Vogum, miklu skáldverki, eftir Guðmund Hagalín. Þessi saga, í tveimur þykkum bindum, kom út fyrir mörgum árum, og vakti mikla athygli. Hún fjallar um baráttu mannsins við náttúruöflin. Sagan hefst á haust- degi í hvílíku aftaka roki að bóndinn missir allan heyfang sinn frá nýliðnu sumri, út í veður og vind, og stendur uppi allslus með allan búpening sinn við aðkomu vetrar. Hon- um er ráðlagt að fara með allar skepnurnar á blóðvöllinn, og virtist það eina skynsamlega lausnin. En bóndinn er viljafastur og einþykkur, og fer að sínum ráðum. Sagan er þannig frásögn um óvenjulega harðsnúna baráttu bónd- ans til að sjá búi sínu forráð um veturinn. Hún gerist öll á einum vetri, og er engu líkara en öllum hörmungum frá hendi náttúrunnar, og hatri og ofsóknum náungans, sem hægt er að hugsa sér, sé þjappað saman í eina árstíð til að hrella og þjaka þennan vesæla mann. Sagan endar á björtum vormorgni. Konan á bænum horfir út um gluggann, og um leið sér hún að náttúran hefir skipt um ham, haf- ísinn er á hraðri útsiglingu, og að það er komin asahláka. Bústofninn er enn á lífi. Það er sigurgleði í rödd konunnar er hún syngur: s Vorið er komið og grundirnar gróa gilin og lækirnir fossa af brún. Syngur í runni, og senn kemur lóa, svanur á tjarnir, og þröstur í tún. Nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðrar sig blikinn og æðurinn fer, Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þá smalinn, og rekur á ból. Lömbin sér una um blómgaðan bala og börnin sér leika að skeljum á hól: „Syngur í runni og senn kemur lóa, svanur á tjarnir. " o.s. frv. Það væri gaman að athuga þátt fuglanna í sumarfagnaði og ljóðagerð Islendinga. Fróðir menn segja að það séu að minnsta kosti sjötíu og fimm mismunandi. tegundir varp- fugla á íslandi, og flestir þeirra eru sumargestir. Og þó að maður sé ekki vel að sér í fuglafræði, þekki ekki einu sinni glóbrysting frá gráspör, kannast allir heima-alnir Islending- ar við helztu sumarfuglana: heiðlóuna sem kemur frá Rúss- landi, eða Skotlandi; spóann, sem kemur frá Vestur Evrópu, og þrösiinn. sem talið er að komi alla leið sunnan frá Miðj- arahafi. Þetta eru alheimsborgarar; þeir láta sig landafræði og hreppa pólitík mannanna engu skifta. Þegar þá ber upp að ströndum íslands flytja þeir landsmönnum sól og sæluvon. Jónas Hallgrímsson situr útí Kaupmannahöfn að vordegi, fyrir meira en hundrað árum. Hann þjáist af þunglyndi og heimþrá. Hann sér þröst á grein, og telur víst að hann sé íslandsfari á norðurleið. Þetta verður tilefni eins hins feg- ursta kvæðis sem eftir hann liggur: Ég bið að heilsa," þar sem þetta eru lokaerindin: Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki, háa vegaleysu í sumardal, að kveða kvæðin þín. Heilsaðu einkum, ef að fyrirber, engil með húu og rauðan skúf, í peysu; þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Eitt af nútímaskáldunum segir frá því er hann fann hvíta rós, útsprungna á vordegi. Hún verður honum tákn vors- ins í æðra skilningi, og hann segir: i Þú kæra, litla, ljósa vorsins blóm þú leiðir mig að Drottins helgidóm þú berð mér kveðju hærra heimi frá þú himinn opnar minni dýpstu þrá. Við eigum bæði eina og sömu þrá og elskum bæði ljósið himnum frá. Við höfum vaxið upp af einni rót og okkur langar sama himni mót. Ég vil svo feginn verða eins hreinn og þú og vaxa í þinni fögru og sterku trú, og brjóta harða moldarfjötra af fót og fljúga með þér himni drottins mót. (Helgi Konráðsson) GLEÐILEGT SUMAR ln Memoriam The Icelandic community of Edmonton lost one of its most respected citizens in the death of Mr. Vilhelm (Bill) Anderson, on Feb. 22, 1968, after a long and debilitating illness. The many months of illness were spent in the Good Samaritan N u r s i n g Home, and finally in the Royal Alexandra Hospital. During these days of anxiety, he was receiving the loving concern of his family, more especially so of his eldest daughter, Della, and her hus- band, Mr. A. J. Roland. Their constant thoughtfulness on his behalf is an outstanding example of filial devotion. Mr. Anderson was the son of Jon and Gudrun Ander- son, who early settled in the Argyle district, going there directly on their arrival from Iceland. He was born on Oct. 27th, 1889, and was one of a large family of brothers and sisters. On reaching maturity, he joined his brother, Ben, in carpentry work, but left to become a grain buyer in the thriving district of Kan- dahar, Sask., where in 1913 he married Björg Hjálmar- son, who was visiting her sister and family, the Stein- sons. She had gained a no- ticeable reputation as a solo- ist in choral work in Argyle, Winnipeg, and in Kandahar, and was generous in lending her talents on innumerable occasions. Shortly after, he received a promotion to Dis- trict Superintendent over an enormous territory in north central Alberta for the Na- tional Grain Co., and was stationed in Edmonton, where the family made their home. During these years he was able to pursue his favorite hobby of gardening, for his flowers were always a great delight to all viewers. He also became an avid curler, and was able to take advan- tage of the exhilarating sports of hunting and fishing in the early days of the province. He was honored as a life- member of the Norðurljós Chapter of Edmonton, Þjóð- ræknisfélag, and was gratifi- ed to be present at the ins- tallation of his daughter, Della, as Fjallkona, as she made her memorable dedica- tion speech. On his retirement, he was the senior superintendent of the company. His wife pre- deceased him in July of 1966, and he leaves his daughters, Della, and Christine, who is Mrs. Phillips, of Winnipeg, as well as a son, Carl, living in Edmonton, and two grand- children. The large circle of friends of the family offer their sympathies on the loss of a beloved parent. Lillian I. Sumarlidason

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.