Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAÍ 1968
7
Hundar
E n g i n n veit með vissu,
hvenær hundar voru fyrst
vandir, en svo mikið er áreið-
anlegt, að það eru margar
aldir síðan að þeirra var fyrst
getið í fylgd við manninn.
Keltar höfðu hunda í orust-
um, og það er skráð í sögum,
að orustunni við Maraþon
(490 f. kr.) barðist hundur í
liði Grikkja og móti Persum.
Svo löng og dygg fylgd
þessa dýrs við mannkynið á
hinum ýmsu menningarstig-
um þess hefur auðgað dyggð-
ir hundsins og haft áhrif á
hann í þær ýmsu áttir, sem
maðurinn hefur óskað eftir.
— Langar bækur væri vanda-
lítið að skrifa um vit og
tryggð þessa dýrs; hér skulu
sagðar tvær sögur af hyggni
þess:
„Foreldrar mínir áttu hund,
sem þau höfðu miklar mætur
á, og var hann látinn sofa á
gæruskinni u n d i r borði í
svefnherbergi þeirra. — Það
bar við að faðir minn kom
seint heim á kvöldin frá
skrifstofustörfum sínum, og
var það þá vandi seppa að
hann lá til fóta í rúmi móð-
ur minnar, þegar hún var
háttuð. — Undir eins og hann
heyrði föður minn hringja
dyrabjöllunni — hann
hringdi bjöllunni mjÖg ein-
kennilega — hljóp hann ofan
úr rúminu og á sinn stað und-
ir borðið. —
Vinnukona var hjá foreldr-
um mínum og hún hafði tam-
ið sér að hringja dyrabjöll-
unni alveg á sama hátt og
faðir minn, í því skyni að
gabba seppa. — Eitt kvöld,
þegar faðir minn hafði verið
venju fremur lengi að heim-
an, fór stúlkan ofan og þreif
í klukkustrenginn. Við heyrð-
um þegar hringt var og okk-
ur var ómögulega að gera
nokkurn mun á því, hvernig
hún hringdi og faðir minn
var vanur að gera, en seppi
lá grafkyrr. — Nokkrum mín-
útum seinna var aftur hringt
og þá þaut seppi undir eins
ofan úr rúminu, og lagðist á
skinnið sitt. — Það var faðir
hiinn, sem hringt hafði í þetta
sinn.“
„Þegar landgreifinn í B ...
tók sér ferð á hendur í kring-
um hnöttinn, skildi hann eft-
ir heima hund, sem lengi
hafði fylgt honum. Greifan-
um var mikil forvitni á að
vita, hvort hundurinn þekkti
sig aftur eftir 10 mánaða fjar-
vist, og lagði hann því ríkt
á við vandamenn sína og vini,
að þeir skyldu ekki fagna
Rétta aðferðin
til að veiða það
sem þú vilt á öngulinn
öngulveiðar í vötnum? Þær eru hvergi eins spennandi
og í Manitoba. Þær eru svo eftirsóttar nú á dögum að
heimilisfaðirinn fær ekki að fara einn — ekki lengur.
Öll fjölskyldan fer með!
öngulveiðar eru sport — hrífandi — og eins og annað
sport fylgja þeim reglur, sem verður að fylgja, ef veiði-
menn eiga að hafa sem bezt upp úr veiðunum. Notið
aðeins eina stöng við öngulveiðar á sumrin. Og veiðið
ekki meir á dag en löglegt er.... Fiskur er mikill í
Manitobavötnum, og dagur kemur ávalt eftir degi.
verið vissir um að hafa löggilt leyfi þegar þér eruð á
öngulveiðum. Leyfið með áföstum spurningum, sem nú
er notað, veitir hverjum einum tækifæri til að hlynna
að sport-veiðum með því að leggja fram ýmsar upp-
lýsingar varðandi öngulveiðar. Með því að svara þess-
um spurningum, tryggir hann það að geta haft ánægju
af öngulveiðum í framtíðinni.
Gefið unga fólki þínu, sem er á veiðum, gott fordæmi.
Það er skemmtilegra ef þér kunnið réttu aðferðina til
að veiða það sem þú vilt fá á öngulinn.
DEPARTMENT
OF MINES AND
NATURAL RESOURCES
FISHERIES BRANCH
HON. DONALD W. CRAIK W. WINSTON MAIR
Minlster Deputy Minieter
KEN DOAN
Dlreetor
líANITOs:
Test your skill lor a Master Angler Award.
No entry fee required.
sér öðru vísi en hverjum öðr-
um gesti og gangandi, er
hann kæmi til heimilis síns.
Daginn sem greifinn kom
heim var hann í ferðafötum
sínum og bar sig sem allra
ókimnuglegast. Þegar hund-
urinn sá að gest bar að garði,
tók hann að gelta og urra, en
brátt sljákkaði í honum, er
hann leit framan í komu-
mann. Hann þefaði af fótum
hans og skóm og snuðraði
kringum hann nokkra stund,
þangað til hann allt í einu
laust upp fagnaðarópi og
stökk upp um greifann, svo
hann átti fullt í fangi að verj-
ast falli.“
(Úr norsku).
HEIMILISBLAÐIÐ
Frá Ríkisútvarpi íslands
Framhald frá bls. 1.
1966 hafi verið unnið að
tæknilegum undirbúningi að
lagningu hraðbrauta hér á
landi. Áformað er að leita til
Alþjóðabankans um lán til
þessara framkvæmda og að
kröfu bankans verður að gera
heildarathugun á samgöngu-
málum íslendinga áður en á-
kvörðun er tekin um lánveit-
ingar til einstakra fram-
kvæmda.
1 áætlun um kostnað við
undirbúning hraðbrautafram-
kvæmda á þessu ári hefur
verið við það miðað að það
verk verði áfram unnið af ís-
lenzkum aðilum eins og verið
hefur til þessa.
Tveir íslendingar eru í hópi
18 manna frá aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins sem
fengið haf styrki til fram-
haldsrannsókna á ý m s u m
s v i ð u m frá bandalaginu,
Benedikt Gröndal alþingis-
maður og Þorsteinn Thorar-
ensen rithöfundur.
* * *
Hinn 15. þessa mánaðar rann
út umsóknarfrestur um em-
bætti skólameistara við
Menntaskólann á Akureyri.
Umsækjandi er einn, Stein-
dór Steindórsson settur skóla-
meistari. — Sama dag rann
út umsóknarfrestur um starf
fréttastjóra við fréttastofu
útvarpsins. Umsækjendur eru
tveir, Margrét Indriðadóttir
varafréttastjóri og ívar Guð-
mundsson blaðafulltrúi. —
Auglýst hefur verið laus til
umsóknar staða skólastjóra
Myndlista- og handíðaskóla
Islands.
* * *
Þjóðleikhúsið frumsýndi í
gærkvöldi leikrit Guðmund-
ar Kambans Vér morðingjar,
leikstjóri er Benedikt Árna-
son. — Leikhúsið átti 18 ára
afmæli í gær. — í júní í sum-
ar eru 80 ár liðin frá fæð-
ingu Guðmundar Kambans.
— Almenna bókafélagið hef-
ur fengið rétt til útgáfu á
skáldverkum hans og vinnur
Tómas Guðmundsson skáld
að útgáfunni sem gert er ráð
fyrir að verði í sjö bindum.
— Þjóðleikhúsið hefur tryggt
sér sýningarrétt á nýju leik-
riti eftir Arthur Miller, það
heitir á ensku The Price.
* * *
Norðurla ndameislar amótinu
í Körfuknattleik lauk í Rvík.
á annan í páskum. Finnar
urðu Norðurlandameistarar,
hlutu átta stig, næstir voru
Svíar, Islendingar þriðju, þá
Norðmenn og Danir ráku
lestina.
* * *
Guðmundur Sigurjónsson
v a r ð skákmeistari Islands
1968, hlaut níu og hálfan
vinning af ellefu möguleik-
um.
* * *
Á annan í páskum var tekin
í notkun hluti hins nýja fé-
lagsheimilisins á Húsavík.
Þar er meðal annars salur
sem rúmar 170 manns í sæti.
Smíðin hófst 1962, heildar-
kostnaður nú er 7,8 milljónir
króna.
* * *
Á páskadag var tekin í notk-
un endurgerð félagsheimilis
á Bíldudal, en það brann í
desember í vetur. Síðan þá
hefur verið unnið sleitulaust
að endursmíði hússins, mest
í sjálfboðavinnu.
* * *
Á miðvikudaginn hefjast 12
daga háiíðahöld í Esbjerg í
tilefni aldarafmælis bæjar-
ins. Væntanlegir eru margir
erlendir gestir, m. a. hefur
bæjarstjórn Neskaupstaðar,
vinabæjar Esbjerg á Islandi,
verið boðið að senda tvo full-
trúa.
Í968
CANADA
Látið alla aðra vita hvert þér eruð
að flytja. Fáið ó k e y p i s adressu-
spjöld frá Pósthúsinu. Skrifið upp-
lýsingarnar á þau og leggið í póst-
inn (engra frímerkja krafist) og þá
er búið að ganga frá því.