Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Side 8

Lögberg-Heimskringla - 02.05.1968, Side 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MAl 1968 Úr borg og byggð SUMARSAMKOMAN Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju bauð gestum sínum valið prógram á sumardaginn fyrsta: Miss Roslyn Storry, sem vann Ferguson verðlaun- in (sjá L.-H. 4 apr.), heillaði alla með píanóleik sínum og hinn sjö manna blandaði kór undir stjórn Mrs. E. A. Isfeld, gladdi alla þá sem unna svo mjög gömlu íslenzku söngv- unum. Kvæði Davíðs Björns- onar var vel fagnað og vænt- um við að hann sýni L.-H. þá velvild, að birta það í blað- inu. — Vestur íslendingar hafa flestir litið á kirkju þessa safnaðar sem nokkurs- konar dómkirkju sína; sú virðing sem skapast hefir í hugum fólks almennt fyrir þessari kirkju mun ekki sízt því að þakka, að hún hefir átt því láni að fagna, að njóta þjónustu þ r i g g j a frábærra kennimanna frá því söfnuð- urinn var stofnaður fyrir níutíu árum; þeirra séra Jóns Bjarnasonar, séra Björns Jónssonar og séra Valdimars J. Eylands. Og söfnuðurinn hefir kunnað að meta gáfur þeirra og forustu, bæði innan og utan safnaðar. Séra Valdimar flutti eina af sínum bráðskemmtilegu ræðum þetta kvöld; hann er g æ d d u r góðri kimnisgáfu, sem léttir skapið og kemur fólki til að brosa. Mættum við lengi njóta þessa hæfileika- manns. Ræða hans birtist í þessu blaði. Forseti kvenfélagsins Mrs. Valdheiður Thorlakson stýrði samkomunni mjög myndar- lega og svo þáðu gestir kaffi og veitingar af hinum elsku- legu konum sem veitt höfðu okkur þennan sumarfagnað. Þökk sé þeim og öllum sem hlut áttu að máli. — I. J. * * * The Ladies Aid of the Un.i- larian Church of Winnipeg will hold a Spring Tea and Bake Sale, Thursday May 9th, from 2-4.30 in the T. Eaton Company Assembly Hall. Re- ceiving the guests will be Mrs. W. P. Jenkins and Mrs. W. F. Vemer.” * * * Leiðrétting við æviminningu frú Stefaníu Magnússon (L.-H. 18 apríl 1968) Undir myndinni átti að vera: Slefanía Björnfríð, 18 ára gömuL Ruglast hafa línur sem ættu að lesast: Stefanía var ein af stofn- endum og ávalt meðlimur kvenfélagsins „Djörfung“ og hafði jafnan velferð þess í huga. Hún var heiðursmeð- limur síðustu árin. Þ e 11 a kvenfélag er enn starfandi: hjálpar bágstöddum, styrkir kirkjuna lútersku, og önnur félagsmál, gefur eitt „Scholar- ship“ í tólfta bekk á hverju ári, og fleira. Þriðja ljóðlína í fyrsta versi í lok greinarinnar á að vera: „Sem barn mér finst ég borin heim.“ K. S. ,B. * * * BOARD AND ROOM Wanted by working girl near 116 Edmonton area. Phone Office 942-7209 Res. 772-9674 Christine Magnússon * * * HÓF SÆNSKA KARLAKÓRSINS Svíar komu sér upp einstak- lega fallegu samkomuhúsi út í ríki náttúrunnar í Charles- wood fyrir nokkrum árum. Þar hélt Sænski karlakórinn sína árlegu samkomu, sem á- valt fer fram síðasta laugar- daginn í apríl. Um stund skrafaði fólk við kunningja sína og þeir sem þess óskuðu gæddu sér á guðaveginum. Síðan var gengið að borði — smorgasbord hlaðið gómsæt- um réttum og hlóð hver á disk sinn eftir vild. Að mál- tíð lokinni tók Skapti Thor- valdson forseti kórsmanna við stjórn og er hann bráð- snjallur samkomustjóri. Kon- súll Svía hér í borg Ed O. Carlson flutti kveðju frá G u s t a f Adolf Svíakonungi; Mrs. Caroline Solberg lék á píanó og söng gamansöngva og fékk dynjandi lófaklapp að launum. Heimir Thorgrimson minnt- ist vorsins fagurlega og lauk máli sínu með ljóðlínum Kambans: Á hækjum kom vorið, á vængjum það fór o. s. frv. Síðan söng Karla- kórinn nokkur lög undir stjórn síns góða söngstjóra Arthur A Anderson, en hann hefir nú verið söngstjóri hans í rétt 40 ár. Islendingar eru í m i k i 11 i þakkarskuld við hann því hann og kórinn hafa margoft skemmt þeim vel á samkomum hér í borg og á íslendingadeginum á Gimli. Helmingur meðlima kórsins þarna voru íslendingar, Gunnar Erlendsson lék undir af list eins og venjulega. Síð- an dunaði dansinn af krafti fram á miðnætti. Hin bezta skemmtun. — I. J. , * * * Munið eftir Spring Tea á Bet- el heimilinu í Selkirk, sem forstöðukona og starfslið heimilisins efnir til á sunnu- daginn 5. maí kl. 2 til 5 og 7 til 9. Dánarfregn Oddur H. Oddson, Lundar, Man., lézt 6 apríl 1968. Hann lifa Sigrún kona hans; Allan sonur hans í Chicago; þrjár dætur, Mattie — Mrs. S. B. Sigfússon að Lundar, Kristín — Mrs. S. B. Sigurdson í Montreal og Verna — Mrs. J. P. Sinclair í St Vital; þrjár systur, Júlía — Mrs. Frank Gold í Vancouver, Una — Mrs. T. H. Thorkelson í Chi- cago og Ella — Mrs. William Bullis í Denver Colorado; 18 barnabörn og 6 barna-barna- börn. MESSUBOÐ Fyrsla lúterska kirkja Prestar: Séra V. J. Eylands, D. D., Séra J. V. Arvidson, B. A„ Sr. Laufey Olson. Djákna- systir. E n s k a r guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Guðþjónustur á íslenzku, á sunnudagskvöldum, sam- kvæmt tilkynningum í viku- blaði safnaðarins. Jóhann Sigurbjörnsson látinn Jóhann Sigurbjörnsson fyrr- um landnámsmaður og bóndi við Leslie, Sask. andaðist laugardaginn 13. apríl á elli- heimilinu G o 1 d e n Acres í Wynyard. Hann var fæddur 22 apríl að Skógum í Vopna- firði, árið 1875, og alla ævi taldi hann sumardaginn fyrsta sinn afmælisdag. Hann hefði orðið 93 ára þennan næst- komandi sumardag. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigur- björn Sigurðson, og Guðrún Björnsdóttir, sem b j u g g u fyrst að Skógum, en lengst af á Ytra-Núpi í sömu sveit. Jóhann var fyrstur af sinni fjölskyldu að flytja til Amer- íku 1903 til Winnipeg. 27. maí, 1905, giftist hann Sófíu, dóttur Sigurjóns Jónssonar og Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Húsavík í Borgarfirði e y s t r a . Jóhann og Sófía dvöldu í Winnipeg í þrjú ár þar sem hann vann að hús- byggingu. 1908 náði Winnipeg-Edmon- ton járnbrautin til Leslie, Sask. og um það tímabil flutt- ist mikið af íslenzku fólki frá Winnipeg inn í þá byggð, þar með Sigurbjörnsson fjölskyld an. Jóhann tók heimilisréttar- land nálægt Leslie og bjó þar í byggðinni um fjörutíu ár. Þegar þau tóku að eldast færðu þau sig inn í Leslie og bjuggu þar þangað til Sófía dó í nóvember 1964. Eftir það var Jóhann til heimilis hjá bróður-dóttur sinni, Guðrúnu, og manni hennar William Dunlop, í Wynyard, Sask. Síðasta hálft annað árið var hann á elli- heimilinu, „Golden Acres“ í Wynyard. Hann lifa uppeldisdóttir, Torfhildur, gift John Diet- zer, og börn þeirra Brett, Dawn, og Nora, í Vancouver. Við bróðurdætur hans mun- um með þakklæti hvað hann tók okkur vinsamlega þegar við komum að sjá hann, og svo eins börnum okkar og tengdabörnum. Oft voru erf- iðir tímar, en alltaf var Jó- hann glaður og vongóður, og treysti með barnslegri trú á góðan Guð. Mrs. Sigríður Inglehart, Wynyard 18. apríl 1968. GJAFIR TIL HÖFN - 1968 VANCOUVER, B.C. Dr. B. T. H. Marteins- son .............. $100.00 C. P. A. Employees Fund .............. $50.00 Scandinavian Business Men’s Club .............. $50.00 Edmonton Icelandic National League ....,...... $100.00 George Eyford — Prince Ru- pert .............. $20.00 Mr. and Mrs. Luther Chris- opherson .......... $10.00 * * * í minningu um Alice Le Messurier dáin í Vancouver, Dec. 1967. Sólskin ............ $25.00 * * * í minningu um Mrs. Edna Watson, dáin í Vicíoria, 1968. Dr. & Mrs. Halldór Kárason — Bellingham ...... $10.00 * * * í minningu um Mrs. Jóhönnu Pálson Vancouver, B.C. Dr. & Mrs. Richard Beck — Victoria, B.C...... $10.00 * * * í minningu um móður mína Krislínu Michael Johnson — Edmon- ton .................. $5.00 Hjartans þakklæti frá stjórn- arnefndinni, Emily Thorson, féhirðir, Ste. 103-1065-W. 11., Van- couver 9, B.C. Betel Building Fund In loving memory of Þorgerð- ur Sigurdson Mr. Halldor Sigurdson 526 Arlington St., Winnipeg, Man............... . $500.00 * * * Canadian Fish Producers Ltd., 311 Chambers St., Wpg., Mr. J. Page, Manager $250.00 * * * Icelandic Canadian Club of Toronto H. J. Pétursson, Pres. $100.00 * * 1 * In loving memory of Eric Joel son of the late Sigfus Joel, and his wife Anna now living in Vancouver, B.C. Miss Ida Swainson, Wpg., ............. $15.00 * * * Mrs. Jona Halverson, 39 Saybrook Ave., Toronto 18, Ont.............. $10.00 * * * Ladies Aid of the First Uni- tarian Church of Winni- peg ................. $150.00 Með innilegu þakklæti fyr- ir hönd fjársöfnunarnefndar Betels. K. W. Jóhannson, féhirð- ir 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. STYftKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU í kærri minningu um Mr. og Mrs. Franklin og Aldís Pót- ursson Mrs. Guðrún Magnússon Mr. og Mrs. D. J. Jensson Mr. og Mrs. W. R. Henderson Mr. og Mrs. G. M. Magnússon Mr. og Mrs. Wilfred Holm ............... $25.00 Mr. og Mrs. Einar Guttorms- son Libau, Man........ $20.00 Beztu þakkir, K. W. Jóhannson, féhirð- ir L.-H. 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10. Man. For Solc ICELANDIC SWEATERS 100% HAND KNIT WOOL NATURAL COLORS U.S. $25 or CAN. $27, PPD. Stote Size, Color, Style Preference ICELAND - CALIF0RNIA C0. 1090 SANSOME ST. SAN FRANCISCO, CA. 94111 Calif. Res. Add 5% Tax GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to viiit other countnes or placei here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 yeara travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day without any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 103 Claremont Ave., Winnipeg 0, Man. TeL: GLobe 2 5446 WH 2-5949 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3, Manltoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY Left Your Wedding Photo Arrangements Late ? For qualily wedding pictures, custom done, call 247-8790 afler 6 p.m. Large number of proofs supplied for your approvaL

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.