Lögberg-Heimskringla - 17.09.1969, Page 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 17. SEPTEMBER 1969
Lögberg-Heimskringla
Published eyery Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Prinled by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Sireel, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
President, Jakob F. Kristjonsson; Vice-President S. Aleck Thorarinson; Secretary,
Or L. Siourdson, Treo*uror. K Wilhelm Johonnson.
EDITORIAL BOARD
Wlnmpeg: Prof. Horoldur Beseoson, choirmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr.
Voldimor J. Evlonds, Coroline Gunnorsson, Dr. Thorvoldur Johnson, Rev. Phlllip
M Petursson Vancouver: Gudloug Johonnesson, Booi Biornoson. Minneapolis:
Hon Vo'dimof Bjornoon. Vlctaria, B.C.: Dr. Ricbocd Beck lceland: Birgir Thor-
loeiut Steindor Stníndorsoon, Rev Robart Jock
Subscription* $6.00 per year — payable in advanc.e.
TELEPHONE 943-9931
"Second class mail registration number 1667"
Norðrið
„Framtíð Manitoba er í norðrinu engu síður en í
suðurhluta fylkisins“ sagði Ed Schreyer, hinn ungi nýji
íorsætisráðherra okkar í Manitoba og fyrir þá ástæðu
leigði stjórnin fjórar flugvélar og bauð þingmönnum
fésýslumönnum og öðrum framámönnum í tveggja daga
ferð til norðurins í vikulokin 22. og 23. ágúst og ferð-
inni fyrst heitið til Churchill við Hudson flóa.
Gekk flugið vel að öðru leyti en því að þegar eftir
voru 30 mílur til Churchill féll til jarðar önnur vélin af
einu flugfarinu. Farþegum var hverft við þegar flugið
iækkaði nokkuð skyndilega en voru öruggir meðan hin
vélin var í gangi. Flugfreyjunni varð þó ekki um sel og
spurði farþega hvort ekki væri læknir um borð. Jú,
henni var sagt að Dr. P. H. T. Thorlakson væri þar. „Nei
hann er kanslari Winnipeg háskóla, okkur vantar lækn-
ir!“ Sem betur fór, kom ekki til kasta Thorbjörns læknis
í þetta skipti; flugvélin skilaði farþegum heilu og höldnu
til Churchill eins og hinar þrjár.
Þó þessi ferð væri farin seint í ágúst mánuði hlýtur
aðkoman þar að vera nokkuð kuldaleg, því ísinn hrekur
ekki burt úr Hudson flóa fyrr en seint í júlí mánuði og
höfnin lokast aftur í október. Þar er ávalt frost í jörðu
og þar vex því engin skógur, auk þess er vindurinn af
Hudson flóa ávalt svalur.
Löngu áður en hvítir menn tóku sér bólfestu hér í
vesturlandinu var Hudson Bay félagið hér allsráðandi.
Nokkrir aðalsmenn á Bretlandi á 17. öld höfðu fengið
snefil af því að hægt yrði að græða hér mikið af grá-
vöruverzlun við Indíána. Ekki vildu þeir fara upp St.
Lawrence fljótið því þar sátu Frakkar við völd. Karl II
Bretakonungur þóttist þó eiga Hudson flóa því brezk-
ur þegn, Henry Hudson fann flóann 1711. Konungur
gerði sér lítið fyrir og gaf félaginu eignarrétt yfir öllum
vötnum og ám sem renna inn í Hudson flóa og öll svæði
umhverfis þessi vötn, og náði það svæði yfir mikinn
hluta sléttunnar.
Hudson Bay félagið reisti nú verzlunarstöð við
stóra á sem rann út í Hudson flóann og nefndi, Fort
Churchill og hlaut áin sama nafnið eftir Churchill
lávarði (síðar nefndur Marlborough hertogi). Ekki skal
rakin saga þessa auðuga félags lengra, aðeins geta'þess
að félagið amaðist fyrst í stað við innflytjendum til
vesturlandsins. Það var ekki fyrr en árið 1870, að Hud-
son Bay félagið afsalaði landréttindum sínum til Can-
adastjórnar fyrir auðfjár, en heldur þó enn áfram verzl-
un hér í landi.
Canada stjórn tók fljótlega að athuga hvort ekki
væri ráðlegt að leggja járnbraut norður til Churchill,
en staðurinn er 630 mílur fyrir norðan Winnipeg og er
nálægasta sjáarhöfn sléttufylkjanna. Laurier stjórnin
lét hefja verkið 1910 en lítið hafði áunnist þegar fyrri
heimsstyrjöldin skall á. Það var ekki fyrr en 1931 að
brautin var lögð alla leið til Churchill; þá voru flutt-
ir um sumarið fyrstu hveitikorns farmarnir þaðan
til Evrópu.
En ekki varð eins mikið gagn af þessari járnbraut
eins og vonir stóðu til. Aðeins 34 flutningaskip komust
þangað í fyrrasumar og fluttu til Evrópu 22 Vi milljón
búshel af korni og er það lítill hluti af því korni sem
framleitt er á sléttunni. Ef hægt er að lengja flutninga-
tímann, sem nú er um fjóra mánuði með því að dýpka
höfnina myndi birta yfir framtíð þessa staðar, en hann
virðist lengi hafa verið vanræktur af stjórnarvöldunum.
Nýlega hefir auðfélag í Bandaríkjunum sent feyki-
lega stórt olíuflutningaskip, Manhaiian gegnum norður
íshafið alla leið til Alaska með aðstoð Canadíska ís-
brjótsins, John A. MacDonald, en í Alaska hafa fundist
miklar olíulindir og hefir félagið í huga að flytja hrá-
olíuna þessa leið til borga á austurströnd Bandaríkjanna
og vinna þar úr henni.
Því ætti ekki ísbrjóturinn John A. Macdonald að
lengja flutningatímann frá Churchill höfninni með því
að gera flutningaskipum greiðan veg þangað?
Annars þótti ferðamönnunum fremur fátæklegt í
Churchill, ekki sízt meðal Indíána, sem þar eiga heima.
Hinsvegar stingur Fort Churchill sem er 7 mílur í burtu
mjög í stúf við hafnarbæinn þar eru allsnægtir.
Flugvöllurinnn í Fort Churchill var gerður á stríðs-
árunum og þar fengu Bandaríkjamenn bækistöð sem
er liður í varnarkerfi þeirra gegn árásum að austan.
Þaðan voru sendar flugvélar til Evrópu og Rússlands í
r-íðari stríðinu gegn Þjóðverjum. Þar er Rocket Range,
þar sem hægt er að skjóta eldflaugum. Þar er ekki til
neins sparað.
Ferðamennirnir komu einnig við í Gillam, sem er
445 mílur norður af Winnipeg og urðu mjög hrifnir af
raforkuverinu við Kettle Rapids, sem nú er verið að
ljúka við, svo hægt verður að leiða raforku þaðan til
Winnipeg 1971. — Framh. í næsta blaði.
Ný bók um ísland
MODERN ICELAND eftir John C. Griffilhs.
Úigef. Frederick A. Praeger, New York
226 bls. Kosiar 6.00.
Um mánaðamótin júlí og
ágúst í sumar kom ný bók um
ísland á markaðinn. Ber hún
það nafn sem að ofan greinir.
Höfundurinn er enskur blaða-
maður, og rithöfundur, mennt-
aður í Cambridge, og víðför-
ull mjög um lönd og álfur.
Hann hefir dregið efni að víðs-
vegar, í þessa bók, með lestri,
samtali við ýíhsa af núlifandi
leiðtogum þjóðarinnar, og með
ferðalögum um ísland fram og
aftur, meira að segja um jökla
þess og heiðar. Ekkert af því
sem hann segir um uppruna
og sögu þjóðarinnar kemur
eldri Islendingum á óvart, en
yfirleitt virðist hann fara vel
og rétt með það efni. Tölu-
verðu lesmáli er varið í um-
ræðu um landafræði, fornsögu,
menningarviðleitni, sjálfstæð-
isbaráttu, atvinnumál og menn
ingarlíf þjóðarinnar eins og
hún er í dag. Einnig er hér
birt þýðing á stjórnarskrá lýð-
veldisins og skrá yfir helztu
bækur, á ensku, sem fjalla um
ísland. Er sú skrá, út af fyrir
sig, góðra gjalda verð.
Yfirleitt ber höfundur ís-
lendingum góða sögu. Augljóst
er að hann vill segja rétt frá
öllu. Einn kaflinn fjallar um
foma menningu Iandsins, og
áhrif þau frá „menningarlönd-
unum“ í austri og vestri, sem
hafa mótað unga íslendinga.
ísland hefir verið flutt inná
alþjóðabraut, og hefir borgað
fargjaldið háu verði, ef vel er
gáð. Margir hafa sagt far vel
við fornar dyggðir. Þannig er
nú lestur fomsagnanna lagður
á hilluna. Ungir Islendingar
kannast ekki lengur við Gunn-
ar Skarphéðin né Njál, nema
þeir hafi setið á skólabekkjum
alllengi. Skáldverk fyrri tíðar
manna eru lítið lesin, en þó
yrkja menn mikið, eins þeir
sem ekki em skáld.
Höfundur telur umburðar-
lyndið mjög áberandi í skap-
gerð Islendinga. Þetta gengur
reyndar oft svo langt að nærri
stappar fullkomnu kæruleysi,
sem er túlkað í talsháttum:
Það fer allt einhvernveginn,
og annað eins hefir nú áður
skeð, eða: Maður gengur nú
ekki af göflunum út af smá-
munum. Allt verða smámunir
þar sem einstaklingurinn sjálf-
ur, sem við er rætt, á hlut að
máli. Þessarar afstöðu gætir
t. d. mjög í sambúð karla og
kvenna. T ö 1 u óskilgetinna
bama í landinu, segir höfund-
ur vera 28%, og er það víst
nýtt met með vestrænum þjóð-
um. Þetta segir höfundur að
stafi; að minnsta kosti að
nokkru leyti, af þeirri við-
teknu venju að menn halda
ráðskonur, og þegar þær em
nú einu sinni komnar uppí hjá
þeim, sjá þeir ekki ástæðu til
að vera að leggja í þann kostn-
að að giftast þeim. Hér kemur
skattalöggjöfin einnig til
greina, því að viss fjárhagsleg
hlunnindi eru í því fólgin að
ala upp börn utan hjónabands.
En aðalástæðuna til þessa ein-
stæða mannfélagslega fyrir-
brigðis með Islendingum, telur
höfundur þó almenningsálitið.
Það er ekkert tiltökumál þó
að fólk byggi sæng saman og
geti börn, án þess að kirkja
eða ríki séu að rekast í slíku.
Þetta er einkamál þeirra sem
hlut eiga að máli; og ekkert
tiltökumál fremur en þó að
maður bregði sér stöku sinnum
á fyllirí. Jafnvel sjálfsmorð er
einkamál, og í samfélagi þar
sem allir þekkja alla, og eng-
inn vill særa neinn, er venju-
lega breitt yfir slíka viðburði
með öllu hugsanlegu móti, og
reynt að gefa skynsamlegar
útskýringar á háttalagi þess
sem verknaðinn framdi. Þó
stendur fólki ekki á sama um
morð. Þegar slíkt ber við, vek-
ur það mikið umtal, — í bili.
Morð færast því miður í vöxt
á íslandi, en þó munu fá lönd
í heimi þar sem morðingjar fá
jafn milda dóma, hjá réttvís-
inni, sem þar.
Margt finnst þessum höfundi
kátlegt í háttum íslendinga.
Hann telur að hvergi í víðri
veröld muni jafn miklu af út-
varpstíma varið til jarðarfara,
og dánarminninga, og á ís-
landi. Telur hann að hér sé
um að ræða einn helzta tekju-
lið Ríkisútvarpsins.
Höfundi þessum finnst tölu-
vert los vera á hugsunarhætti
fólks; það sé eins og fólk sé
ekki enn búið að átta sig fulls
á aðstöðu lands og þjóðar í
síbreytilegum heimi. Að lok-
um bendir hann á að Islend-
ingar hafi barist góðri baráttu
við einangrun og harðindi í
þúsund ár, og lætur í ljós þá
von að þjóðin sé nógu sterk
til að þola hina góðu daga sem
yfir hana hafa runnið undan-
fama áratugi.
Höfundur telur Islendinga
gáfaða þjóð, hneigða til skáld-
skapar og bókmenntalegrar
iðju. Virðist hann hafa kynnst
ýmsum nútímahöfundum, og
finnst þeir vera ótrúlega marg-
ir sem lifa á ritstörfum. Hann
fullyrðir að ný ljóðabók gefin
út á Islandi, m u n d i seljast
miklu betur þar í landi, en
sambærileg bók mundi seljast
með Bretum, sem þó eru tvö
h u n d r u ð sinnum fleiri að
höfðatölu.
Aftan við bókina eru ýmiss-
konar töflur og skýrslur hag-
fræðilegs e f n i s . Gefa þær
glögga yfirsýn yfir verzlun og
viðskifti utan lands og innan
á ýmsum tímum.
Yfirleitt er bók þessi mjög
vingjarnleg í garð lands og
þjóðar; hún er skemmtilega
rituð, og girnileg til fróðleiks.
V. J. E.
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere? Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write, call or telephone to-
day without any obligations to-
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeg 6, Man.
Tel.: Globe 2-5446
WH 2-5949
Asgeirson Paints & Wallpapers
Ltd.
BUILDING MATERIALS
696 Sargenl Avanua
Winnipeg 3, Manitoba
• AIJ types of Rlywood
0 Pre-finish doors and
windows
0 Aluniinum combination
doors
0 Sashless IJnits
0 Formica
0 Arborite
0 Tile Boards
0 Hard Boards etc.
0 Table Legs
Phones
SU 35-967 SU 34 322
FREE DELIVERY