Lögberg-Heimskringla - 02.04.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 02.04.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. APRÍL 1970 5 Hljómkviða náttúrunnar (La Symphonie Pasiorale.) EFTIR ANDRÉ GIDE: Frú Gerður Jónasdótiir þýddi í gömlum grafreit Niðurlag. Ég sá hiana aftur um kvöld- ið. Hún sat uppi í rúminu og hafði marga kodda undir höfðinu. Hár hennar var greitt upp og flétturnar yfir enninu voru skreyttar blóm- um, sem ég færði henni. Hún hafði augsýnilega háan hita og átti erfitt með andardrátt. Og hún hélt með sóttheitri hendi í hönd mína, sem ég rétti henni. Ég stóð við rúm hennar. „Ég verð að gera játningu við yður, prestur, því í kvöld er ég hrædd um að ég deyi, sagði hún. Ég skrökvaði að yður í morgun . . . Það var ekki að tína blóm . . . Viljið þér fyrirgefa mér, ef ég segi yður, að ég ætlaði að fyrir- fara mér?“ Ég féll á hné við rúmið og hélt í hönd hennar, en hún dró hana að sér og fór að strjúka hár mitt, en ég grúfði mig niður í lakið til að fela tárin og bæla niður ekkann. „Finnst yður þetta vera mjög rangt?“ hélt hún áfram blíðlega, þegar ég svaraði engu. „Vinur minn, vinur minn, sagði hún, þér vitið að ég er yður alltaf mikils virði. Þegar ég kom aftur til yðar, þá varð mér það strax ljóst, eða að minnsta kosti, að ég var yður það sem önnur átti að vera og að það gerði hana svo ó- hamingjusama. Það var glæp- samlegt af mér, að ég skyldi ekki sjá það fyrr, eða réttara sagt, auðvitað vissi ég það alltaf, að lofa yður að elska mig samt sem áður. En þegar ég allt í einu sá andlit henn- ar, þetta vesalings dapra and- lit þá gat ég ekki til þess hugsað að þessi ógæfa væri mér að kenna . . . Nei, nei, verið ekki að ásaka yður, en lofið mér að fara og gerið hana aftur glaða.“ H ö n d hennar hætti að strjúka hár mitt, og ég greip hana og þrýsti henni að vör- um mínum. En hún losaði sig óþolinmóðlega og það greip mig angist á ný. „Það er ekki þetta, sem ég vildi segja, nei, það er ekki þetta, sem ég vildi segja yð- ur“, endurtók hún og ég sá h v e r n i g svitadroparnir spruttu út á röku enninu. Svo lokaði hún aftur augunum um stund, eins og til að einbeita hugsunum sínum, eða komast aftur í sitt fyrra ástand að vera blind. Og rödd hennar, sem í fyrstu dró seiminn og var sorgmædd, hækkaði og hún opnaði aftur augun, tal- aði hærra og varð síðan ofsa- fengin: „Þegar þér gáfuð mér sjón- ina þá opnuðust augu mín fyrir veröld, sem var fegurri en mig hafði nokkumtíma dreymt um, jú sannarlega, ég gat ekki ímyndað mér, að dagurinn væri svo bjartur, loftið svo ljómandi og himin- inn svo víðáttumikill. En ég gat heldur ekki ímyndað mér, að andlit mannanna væru svo hrygg og óróleg, og þegar ég kom heim til yðar, vitið þér hvað ég tók fyrst eftir? . . . Ó, ég get ekki að því gert, ég verð að segja yður það: Það, sem mér birtist fyrst, var yfir- sjón okkar, synd okkar. Nei, berið ekki á móti því. Munið þér eftir orðum Krists. „Ef þér væruð blindir væri ekki um „synd“ að ræða hjá yður.“ En núna hefi ég sjónina . . . Standið upp, prestur. Setjist þarna hjá mér. Hlustið á mig án þess að grípa fram í. Með- an ég var í spítalanum las ég, eða réttara sagt, lét lesa fyrir mig vers úr Biblíunni, sem mér voru áður ókunn, og þér höfðuð aldrei lesið fyr- ir mig. Ég minnist orða Páls postula, sem ég endurtók fyr- ir sjálfa mig í heilan dag: „Ég lifði án laga einu sinni, en þegar boðorðin komu, kom syndin aftur og ég dó.“ Hún talað með miklum æs- ingi og með mjög hárri röddu og hrópaði næstum síðustu orðin, svo mér leið illa yfir að þetta gæti heyrst út úr herberginu. Þá lokaði hún augunum og endurtók með hvíslandi röddu: „— Syndin kom aftur — og ég dó.“ Ég skalf og var lamaður af hræðslu. Ég reyndi að láta hana h u g s a um eitthvað annað. „Hver las þetta fyrir þig? spurði ég. ' — Það var Jacques, sagði hún og opnaði aftur augun og horfði fast á mig. Vissuð þér, að hann hefir skift um trú?“ Þetta var meira en ég gat afborið. Ég ætlaði að grát- biðja hana um að þagna, en hún hélt þegar áfram: „Vinur minn, ég verð að særa yður mjög mikið, en milli okkar má ekki vera nein blekking. Þegar ég sá Jacques skildi ég allt í einu, að það voruð ekki þér, sem ég elsk- aði, það var hann. Hann hafði yðar andlit, ég á við, eins og ég ímyndaði mér að yðar væri . . . Ó! hversvegna létuð þér mig neita honum? Ég hefði getað gifst honum — En Gertrude, þú getur það ennþá, hrópaði ég í ör- væntingu. — Hann er genginn í þjón- ustu kaþólsku kirkjunnar, sagði hún ofsalega. Hún skalf af ekka: „Ó! mig langaði svo mikið til að skrifta fyrir hon- um . . . , kveinkaði hún í eins- konar hrifningu. Þér sjáið að nú liggur ekkert fyrir mér annað en að deyja. Ég er þyrst. Viljið þér ekki vera svo góður að kalla á einhvern. Ég er að kafna. Lofið mér að vera einni. Ég vonaði, að mér mundi létta að fcala þannig við yður. Þér verðið að kveðja mig. Við verður að kveðjast. Ég þoli ekki að sjá yður leng- ur.“ Ég fór frá henni. Ég kallaði á Mlle de la M . . . til þess að hún væri hjá henni í stað- inn fyrir mig. Hinn mikli æs- ingur hennar kom mér til að óttast hið versta og mér gat ekki dulist það, að nærvera mín gerði ástand hennar lak- ara. Ég bað um, að mér yrði gert aðvart, ef breyting yrði til hins verra. 30. maí. Því miður! Mér auðnaðist ekki að sjá hana aftur á lífi. Það var í morgun við sólar- uppkomu að hún dó. Um nótt- ina hafði hún verið með óráði og mátturinn var alveg þrot- inn. Jacques kom fáeinum stundum eftir að öllu var lok- ið. Það hafði verið síðasta ósk Gertrude að biðja Mlle da la M . . . að senda honum skeyti. Hann ásakaði mig grimmilega fyrir að hafa ekki sótt prest meðan tími var til. En hvem- ig gat ég gert það, þegar mér var þá ókunnugt um, að þegar Gertrude var í Lausanne, og augsýnilega knúin áfram að undirlagi hans, hafði hún af- n e i t a ð mótmælendatrúnni. Hann tilkynnti mér í sömu andránni um sitt eigið aftur- hvarf og hennar. Þannig yfir- gáfu þau mig bæði í einu þess- ar tvær verur. Ég hafði að- skilið þau í lífinu, að því er virtist, og þau höfðu bæði á- kveðið að flýja frá mér og sameinast í öðru lífi. En ég tel mér trú um, að afturhvarf Jacques stafi meira frá rök- færslum hans heldur en ást. „Faðir minn, sagði hann við mig, Það sæmir ekki, að ég ás'aki yður, en það er víti yð- ar, sem hefir orðið mér ti varnaðar.“ Eftir að Jacques var aftur farinn kraup ég á hné við hliðina á Amelie, og bað hana að biðja fyrir mér, því ég þarfnaðist hjálpar. Hún fór einfaldlega með „Faðir vor . . .“ en hún hafði langa þögnin var þrungin övænt- Ég hefði viljað gráta, en ég fann að hjarta mitt var þurrt eins og eyðimörk. í Halifax er þéttskipuð byggð lönguliðinna manna, sem enn heldur velli gegn hyggjuviti nútímans er gjam- an vildi vígja reitinn tíðar- anda tuttugustu aldarinnar. Þetta er elzti grafreitur mótmælenda í Kanada. Hann rekur sögu sína aftur í miðja átjándu öld. Það sarrnar leg- steinn yfir konu leiði, sem á er letrað, Mrs. Martha Parker, dáin 28. maí, 1752, 24 ára göm- ul. Garðurinn var eign St. Paul kirkjunnar í Halifax, og var hún fyrsta afkvæmi ensku ríkiskirkjunnar í Kanada. Þessi drottins ekra, eins og reiturinn er iðulega nefndur í safnaðar skýrslum, jaðrar við gamla götu er nefnist Spring Garden Road og ligg- ur í halla í sjávarátt. Má vel vera að þetta hafi verið einn gestrisnasti garður dauðra er sögur fara af, því hér bland- ast hinum rétt trúuðu kaþ- ólskir og aðrir af flestum k v í s 1 u m kristinnar trúar, einnig hvítir og blökkumenn, en ekki rauðskinnar. Þeir höfðu öðru þar að sinna en svefnórum. Fyrir fáum árum síðan stóð hörð rimma um þessa forn- helgu jarðspildu. Fannst mörgum fremstu athafna- mönnum borgarinnar mál komið til að viðurkenna kröf- ur daglegs lífs og heimta þetta úrvals landrými mitt í verzl- unarhverfi borgarinnar undir bíla. Ófært, sögðu þeir, að láta það liggja skattfrítt undir dauðra manna beinum. Þó lauk málinu svo að vélmenn- ingar flokkurinn beið ósigur. Borgarstjórn og fylkisstjóm í Nova Scotia brugðust báðar við og lögðu fé í að hressa upp á-reitinn og halda honum við. Var maður ráðinn til að annast staðinn dag hvem frá morgni til kvölds. Þegar ég kom til Halifax hafði þetta embætti öldungur á níræðis aldri. Ég ympraði á því við hann að þetta væri erfið staða og hann hefði mörgu að sinna. Hann mót- mælti því, kvaðst vera gam- all sjómaður sem ýmsu hefði mætt um ævina og aldrei átt rólegri daga en einmitt þessa mánuði sem hann hefði hugs- að um garðinn. „Ég er nú heldur ekki a 1 v e g einn hérna,“ sagði hann brosandi, „eða stundum hefir mér fund- ist svo.“ Aldrei sagðist hann hafa óttast að völlurinn lenti undir bíla. Skildist mér á gamla manninum að hér hvíldu leifar fólks sem hefði átt sinn þátt í að leggja grundvöll að tilveru kana- dískrar þjóðar, og mundi það naumast láta stela þessum landskekli undan sér, eftir meir en tveggja alda eignar- rétt. Berum orðum hvað hann það jafn gott að hinir svo- nefndu framfaramenn kæm- ust ekki upp með allar sínar kreddur. Sagði hann mér að nú væri búið löglega að loka fyrir strompa á mörgum hús- um í Halifax, sem þó væru ekki nema hundrað til tvö hundruð ára gömul, víða væri ekki lengur leift að leggja eld á arin, og ylurinn yrði aldrei samur ef hvergi glitti í glóð né loga. Fann ég á gamla manninum að hann hefði lið- ið hjartakul við þessi ólög. Hann sleit handfylli af ill- gresi sem var rétt að stinga upp hausum kringum hrör- legan legstein. „Hvað finnst þér um þetta?“ spurði hann og benti á grafskriftina. Þar stóð að steinninn hefði verið reistur af James og Catherine Bosom til minnis um „ástkær- an son, sem aðeins var 22 ára að aldri var viljandi myrtur að morgni, 8. ágúst, 1839, af Smith D. Clark. Ekki vissi garnli maðurinn deili á málinu, eða hvort nokkrir aðrir en foreldrar hins framliðna hefðu fundið Clark sekan um morð, en þeim tókst að meitla sinn dóm í harðan stein, þótt nú sé þetta orðin máttlaus hefnd- arskrá, því atburðimir virð- ast liðnir úr manna minnum, og tími til kominn. En mikilli gremju og beiskri hefndarþrá hafa hinar skap- ríku sálir á austurströnd Kan- ada úthelt í grafskriftum yfir látnum ástvinum. Var það sýst fyrirhafnarlaust þegar þess er gætt að hinar bitru athugasemdir v o r u hand- höggnar í stein. Oft eru stafir felldir úr orðum, og verður manni á að gruna að sá, sem að verkinu stóð, hafi verið farinn að þreytast og viljað koma þessu af sem fyrst. Stundum er þó svo, að komið var alveg út á jaðar á stein- inum og orðið komst alls ekki fyrir nema skildir væru eftir einn eða tveir stafir. Oft voru harmur og bræði látin bitna á læknastéttinni. Þetta stend- ur á steini yfir leiðum þriggja ættingja: JANET GLEN Dáin 17. des. 1826, 77 ára. W. GLEN Dó úr synanche trachealis 9. maí, 1827, ára. A. R. GLEN Dó úr synanche maligne 12. maí, 4% ára. Var það drepsótt eða læknis yfirsjón sem breitti þeirra holdi í duft? Eitt ungbarn fékk þessa grafskrift: Hér hvíla leifar hinnar fögru Gertrude Augustin Per- ron, 11 mánaða og 12 daga. Hún varð fávizku og afbrýði að bráð 13. ágúst, 1829. Meira ber þó á einlægum söknuði, kærleik, vina þeli og bjargfastri trú, sjálfsagðri sáluhjálp og uppvakning Framhald á bls. 7. þögn mil'li setninganna og ingarfullum bænum okkar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.