Lögberg-Heimskringla - 02.04.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 02.04.1970, Blaðsíða 1
thjoominjasafnio, reykjavik, I CELAND. Iletmsifermgla Stoínað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 |4. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 2. APRIL 1970 • NÚMER 13 Elizaberh drorrning Bretavcldis Elizabeth drottning mun heimsækja Manitoba í sumar í tilefni hundrað ára afmælis fylkisins. í fylgd með henni verður maður hennar, hertog- inn af Edinburgh og elztu börn þeirra tvö, Prinsinn af Wales — Charles ríkisarfi og Anne prinsessa. Þau munu ferðast flugleiðis til Churchill við Hudson flóa á föstudaginn 10. júlí og koma þangað kl. 2.30 e. h. Vonast er til að þau eigi kost á að sjá eins mikið af staðháttum og lífi almennings í Manitoba í stað þess að vera bundin veizlum og móttökum í bæja- ráðhúsum o. s. fr. í ráði er að fjölskyldan eða einhver úr fjölskyldunni heimsæki þessa staði: Churchill, Gillam, Norway House, Thompson, Flin Flon, The Pas, Swan River, Dauph- in, Clear Lake, Brandon, Car- berry, Portage la Prairie, Delta, Steinbach, St. Pierre, Carman, Fort Garry (Univer- sity of Manitoba), St. Boni- face, Selkirk, Lower Fort Garry, Winnipeg a n d St. James-Assiniboia. Hon. E. Schreyer forsætis- ráðherra fylkisins mun sjálf- ur eða einhver af ráðherrum hans mun verða í fylgd með þessum virðulegu gestum á f e r ð u m þeirra, ennfremui Hon. James Richardson, sem fulltrúi Sambandsstjórnar- innar. Hápunktur heimsóknarinn- ar verður 15. júlí, aldarafmæl- isdagur Manitoba>. Þá mun Elizabeth drottning ávarpa Manitobaþingið. Þ a n n dag munu og landstjórinn, Roland Michener og forsætisráðherra Canada, Pierre Elliot Trudeau taka þátt í hátíðarhöldunum. Sólheimar Einar Páll Jónsson: Sólheimar. Reykjavík 1969. Menningarsjóður. Enda þótt Einar Páll væri ágætt Ijóðskáld og héldi áfram að yrkja um langa ævi, var hann furðu lítið kunnur íslenzkum lesendum austan hafs. Hann dvaldi langmestan hluta starfsævi sinnar vestur í Winnipeg og var þar einn af dyggustu varðmönnum og skyggnustu vökumönnum um vernd og viðhald íslenzkrar tungu og menningar meðal frænda vorra þar vestra. Vann hann þar ómetnlegt starf sem ritstjóri og skáld, því að vel var skáldskapur hans kunnur vestur þar. Það er því ánægjulegt og maklegt að ljóðasafn hans skuli vera komið á prent á ný í fallegri og vandaðri útgáfu. Ljóð Einars Páls eru vel kveðin, vald hans á máli og rími var með ágætum. Þótt yrkisefnin séu af ýmsum toga spunnin og margt tækifæris- kvæða, sem stundum eru ekki mikils virði hjá góðskáldum, er samt sami rauði þráðurinn í öllum kvæðunum, það er ást höfundar á íslandi og öllu, sem íslenzkt er. Sú ást er hreinsuð og efld í langri út- legð við söknuðinn eftir ís- lenzku umhverfi og menningu heimalandsins. Innileiki ætt- jarðarljóða hans er slíkur að það er steinhjarta, sem ekki finnur til með skáldinu við lestur þeirra. Ég ætla ekki að vitna hér til einstakra ljóða, en vildi óska að þau yrðu lesin af athygli, einmitt nú, þegar farið er að líta á ætt- jarðarást eins og eitthvert úr- elt fyrirbæri. En auk þessa flytur bókin mikið af fegurð og góðleik í glæsilegu formi íslenzkrar ljóðlistar. Frú Ingi- björg Jónsson, ekkja skálds- ins, hefur annazt útgáfuna af mikilli smekkvísi, og Harald- ur Bessason prófessor skrifar vel og hlýlega um höfund- inn. — S. St. Heima er bezt. Saga Forsyreærrarinnar Sögurnar, sem sýndar hafa verið í sjónvarpinu undan- farna mánuði — og ár hafa flestar verið svo leiðinlegar að fólk er hætt, að hafa á- nægju af að horfa á þær. Flestar eru myndirnar af alls- konar g 1 æ p u m , áflogum, þjófnaði og morðum; hnefar og allskonar vopn oftast á lofti. Það er, glæpsamlegt, að misnota þetta undratæki á þennan hátt. Einstöku sinnum hafa verið sýndar sjónvarps- myndir frá Bretlandi, og bafa þær oftast borið af öðrum myndum. Það gegnir því furðu að ekki skuli vera út- vegað meira sjónvarpsefni þaðan. Árið 1967 var gerð sjón- varpsmynd á Bretlandi í 26 þáttum úr sögu Forsyte ætt- arinnar. Þessi saga er eftir hinn fræga enska skáldsögu- höfund, John Galsworthy, er hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir verk sín. En það ár voru lið- in hundrað ár frá fæðingu hans. Þessi skáldsaga er löng, alls níu bækur og hefst 1887 og fjallar um ætt af miðstéttinni, en á þeim tímum var mikill stéttamunur á Englandi og er víst enn. Galsworthy var af sömu stétt sjálfur og var því öllum hnútum kunnugur. Fyrsta bókin er nefnd Man of Property skrifuð 1906 og hefst með systkina fundi, þrem systrum og fjórum bræðrum af Forsyte ættinni, flest komin á efri ár, nema yngsti bróðirinn, en brúður hans er tilefni þessa fundar. Annars er aðal áhugaefni hans og systkinanna að verða sem bezt efnum búin. Hinar bækurnar um syst- kinin og afkomehdur þeirra eru: In Chancery 1920, To Let 1921 The White Monkey 1924, The Silver Spoon 1926, Swan Song 1928, hinar síðustu þrjár nefndar einu nafni, Modern Comedy. Loks þrjár bækur nefndar einu nafni End óf a Chapler. Nær sagan öll yfir 60-70 áratugi og er oft afar spennandi. Það hefir verið mikið verk að þjappa söguni saman í 26 kafla fyrir sjónvarp, en sagt er, að vel hafi tekist og beztu leikarar Englands voru fengn- ir fyrir hlutverkin. Sagan hefir nú farið sigur- för um heiminn; til Astralíu, Evrópu, Japan, Hong Kong, Mexico, síðast til Bandaríkj- anna og nú loks til okkar í Canada. Ekki vitum við hvað hefir valdið seinlæti CBC en nú hefst hún á sunnudaginn kemur kl. 9 e. h. Bréf frá íslandi Reykjavík, 13. marz 1970. Ég segi sæl og blessuð ævin- lega! Aðeins nokkrar línur að gamni mínu þó að fátt sé í fréttum að segja „nema" þetta og „nema hitt," eins og gamla fólkið orðaði það. Þá var líka sendibréfið eina fréttatækið, auk þeirra og í fylgd með þeim, er lögðu leið sína milli bæja. Þá voru allar fréttir nýjar hversu gamlar, sem þær voru. En nú er öldin önnur. Frétt, sem send er í bréfi er eins og steinrunninn stranda- glópur langt aftan úr fornöld þó að hún sé send samdægurs og hún skeður hvað þá heldur frétt, sem er orðin nærri árs- gömul eins og sú, sem er til- efni þessara lína. Eins og þið vitið, fengum við íslendingar hér heima góða gesti síðastliðið sumar, þar sem voru þau hjónin Richard Beck og kona hans Margrét J. Brandson Beck, ásamt fleiri Vestur-íslending- um. Annars finnst mér Ric- hard Beck vera jafnt heima- maður austan hafsins sem vestan og standa þeim megin Atlantshafsins í tryggð og vináttu, starfi og stríði fyrir góðum málefnum og mann- bætandi hugsjónum. Þetta vitið þið eins vel og ég og betur. En fyrir okkur í I.O.G.T.-stúkunni Framtíðin nr. 173 í Reykjavík var koma þeirra hjóna sérstæður og á- nægjulegur viðburður. Richard Beck er einn af embættismönnum þ e i r r a r stúku frá skólaárum hans hér í Reykjavík og félagi hennar síðan og kjörinn heiðurfélagi frá því árið 1954. — Hann hefur setið fundi hjá stúk- unni í hvert skipti, sem hann hefur komið til Islands og veitt henni meiri stuðning þess á milli en margur, sem starfað hefur að málum henn- ar hér heima. En nú gekk konan hans í stúkuna líka í vor og var það okkur sér- stakt fagnaðarefni. Ég er viss um að hver einasti félagi hef- ur af einlægu hjarta boðið hana velkomna og fagnað henni og hún unnið hugi allra, er fengu að þrýsta hönd hennar og mæta hennar lát- lausu og viðfeldnu framkomu. Það skeður ekki á hverjum degi að við fáum nýja félaga og það úr slíkri fjarlægð, sem hún var komin og má það því kallast einstakur og gleðileg- ur altburður, sem er í frásögur færandi. Meiri heiður og vin- semd gat dr. Richard Beck ekki sýnt stúku sinni en þann að koma með konuna sína inn í stúkuna. Innilega þökk vil ég færa þeim báðum hér með frá stúku okkar og senda þeim kæra kveðju. V i ð góðtemplarar erum langt komnir með að byggja, hér í Reykjavík, mikið og vandað hús fyrir starfsemina og sem miðstöð hreyfingar- innar í landinu. Það stendur í næsta nábýli við Hallgríms- kirkju og fer vel á bæði að útlíti og menningarlega séð. Ennþá vantar nokkuð margar milljónir til að fullgera húsið, hvaðan sem þær koma en vonandi leggst nú eitthvað til. Sem betur fer virðast forráða- Framhald á bls. 2. Jóla-hugleiðing Enn þá bera blessuð jólin boðskapinn um frelsarann. Enn þá skín Guðs elskusólin; alla til sín kallar hann. Kallar oss til kærleiks, trúar, Kristi vígja hjörtu vor; alt sem skilur, ást hans brúar; okkur gefur von og þor. Og vilja til að verða' að liði, vanmáttugra bæta kjör. Vilja til að vinna' að friði, vondan slíðra stríðsins hjör. Og að breyta' í orði' og verki eftir fagri fyrirmynd hans, sem hreint bar himinsmerki hér á jörð, umkringdur synd. Jesú lífsins' ljósið bjarta ljómi skært um þessi jól og leiðbeini hverju hjarta í himnaföðurs náðarskjól. Það er sælt að eiga athvarf öllum jarðlífs vegum á, og með Kristi eiga samstarf aðraleiða' í sælu þá. Kolbeinn Sæmundsson. Þessi fallega jólahugleiðing áiti að biriasi í jóla- blaðinu 1969 en iýndisi, því miður, í skrifsiofunni. Séra Kolbeinn hefir nú sýnt okkur þá vinsemd að senda afrii af ljóðinu og þykir okkur öruggara að birta það nú. en að geyma það til næstu jóla. — I. J.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.