Lögberg-Heimskringla - 02.04.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 02.04.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. APRÍL 1970 7 í gömlum grafreit Framhald af bls. 5. holdsins á hinzta degi heims. Hópur ættingja hefir lagt undir sig þó nokkra spildu í garðinum. Yfir þeim öllum er einn steinn, og segir hann svo: Hér hold er klæddi fegurð, dyggð, hjaðnla og blandast dufti skal. 'Ó gröf, svo góðum gestum byggð, gef frið í köldum myrkrasal. í dimmum beð þau blundi rótt því björt og traust er erigla sveit sem sjálfs síns líka kennir fljótt og skipar vörð um þeirra reit. * Loks sviftast fjötrar svefns af þeim. Svo opnaðst gröf við englasöng, ljúf líknar rödd þau boðar heim Undirrituð fæddist í Jórvík í Breiðdal eystra 19. nóv. 1888 og ólst þar upp. Foreldrar mínir voru Stefán Jóhannes- son, bóndi þar og um tíma Austurlandspóstur, og fyrri kona hans, Mensaldrína Þor- steinsdóttir. Faðir minn var af hinni svo kölluðu Tóarsels- ætt í Breiðdal. Ætt þeirri átti að fylgja stelpuvæfla, sem almennt var kölluð Tóarsels-Skotta. Þess skal getið, að ég var yngst af börnum föður míns. Var ég látin vaka yfir túninu aðra hverja nótt, þegar ég var átta ára. Þá voru engar girðingar og var þetta því óumflýjan- legt. Þetta mun hafa verið sveitasiður um land allt. Þá bjó í Tóarseli móður- bróðir föður míns, Jón Guð- mundsson söðlasmiður. Elzta dóttir hans hét Anna. Hún var harðdugleg og þá orðin fullorðin. Var hún því oft þama á bæjunum í sveitinni tíma og tírna við ýms störf, þegar vantaði fólk. Næsti bær vestan við Jórvík eru Hösk- uldsstaðir. Þar var Anna oft í vinnu. Faðir minn vildi, að allt heimilisfólkið væri komið til náða klukkan ellefu að kvöldi, en ég var látin gæta túnsins þar til klukkan fimm að morgni. Þá mátti ég fara að sofa og vitanlega að vera þá nýbúin að reka allar skepnur rækilega frá. Nótt þá, sem kemur hér við sögu, var sérstaklega milt og gott veður, en skuggsamt um og ljós þeim opnast himnagöng. Árið 1760 var garðurinn lagður niður um örstuttan tíma. Kenna kirkjubækur það óeirðum Indíána og því að reiturinn hafði legið of langt frá hervirki borgarinnar til að njóta skjóls af. Fara svo ekki fleiri orð þar um. En þjóð- sögur herma að Frakkar bú- settir að Beausejour, þar í grendimni, hafi boðið vel í höfuðleður af enskum, og að líkt hafi enskum farið ef um kúpuskinn af frönskum var að ræða. Indíánar vildu gjam- an njóta góðs af þessum skær- um milli hvítra manna en þótti óþarfi að hætta sér út í að vinna á lifandi fólki, grófu heldur til fjárs í leiðum dauðra. Hvað sem satt kann að vera í slíkum orðróm, þá liggur þessi sögustaður enn óskertur á sínum stað, og þar er eftir gulli að grafa fyrir þá sem telja sig í ætt við mamnkynið frá eilífð til eilíífðar. Carolina Gunnarsson. láglendið. Ég var búin að vera úti mestalla nóttina og stugga skepnunum rækilega frá. Fór ég þá inn í stofu, sem var vinstra megin við innganginn. Þar áttum við að halda til á nóttum, því að þar var látinn matur á borð fyrir okkur að kvöldi. Þetta hressti mann og bægði frá svefni, að minnsta kosti með- an á máltíðinni stóð. Tók mig nú samt að syfja, þegar ég hafði borðað nægju mína. Fór ég þá út til þess að sópa hlað- ið. Hafði til þess stóran hrís- vönd, sem notaður var til þeirra hluta, því þá voru eng- ir strákústar komnir. Brátt fór af mér allur svefn og hugðist ég ljúka þessu verki áður en ég færi að sofa. Vildi hafa hlaðið fínt, þegar fólkið kæmi á fætur. Kálgarður var fyrir miðju hlaðinu og fjóshlaðan öðrum megin við hann, en þó var mjótt sund á milli. Mig fór að verkja í bakið, rétti mig upp og fór að skima í kring- um mig. Sé ég þá að stelpa á reki við mig kemur hlaup- andi meðfram kálgarðsveggn- um og stefnir á hlöðuna og síðan áfram samsíða hlöðu- veggnum. Um leið og hún skauzt fyrir hlöðuhornið, veif- aði hún til mín með hendinni, jafnframt því sem hún snar- aðist inn í hlöðuna, sem var þó lokuð. Stelpa þessi var á mólitum kjól með hvítleita svuntu, en með ljósleita skýlu yfir höfð- inu, * Mér verður nú ekki um sel. Þóttist vita, að þetta væri Tóarsels-Skotta, því að svona hafði ég heyrt henni lýst. Fleygði ég nú frá mér vend- inum og hljóp inn að rúmi stjúpu minnar — segi henni, að ég hafi séð Tóarsels- Skottu. Hún tekur í höndina á mér og segir mér að fara að sofa. Um það bil vaknar pabbi og segir mér að vera ekki að þessari vitleysu. Hann mátti aldrei heyra minnzt á afturgöngur. Sennilega aldrei séð þær á sínum mörgu ferð- um um landið. Þetta var nú klukkan fjögur. „Hvað verð- ur nú um túnið?“ sagði ég, um leið og ég skreið upp í til stjúpu minnar. „Vertu ekki að hugsa um það,“ sagði hún. „Ég skal gá að því.“ Var ég nú fegnari en frá megi segja og sofnaði skjótt. Þegar ég var vakin til að borða upp úr hádegi, fór ég fram í búr. Hið fyrsta, sem ég sá, var Anna Jónsdóttir frá Tóarseli. Hún sat þar að snæðingi og var á leið fram að Höskuldsstöðum til dvalar. Stjúpa mín leit til mín við- vörunaraugum, en ég sagði ekki neitt. Samt gat ég ekki gert að því, þótt mér dytti í hug stelpan, sem ég sá um nóttina svo greinilega. Öðru sinni var það á und- an komu þessarar Önnu Jóns- dóttur, að heimafólkið í Jór- vík var að borða, en ég eitt- hvað að hjálpa stjúpu minni. Gekk ég þá út á hlað, en man ekki til hvers. Sá ég þá stelpu koma innan götuna í átt frá Höskuldsstöðum og hverfa of- an í dálitla lægð, sem nefnd var Kvíabotn. Ég stóð nú um stund og horfði á hana og ætlaði að bíða, þar til hún kæmi í ljósmál aftur. En það dróst, enda kallaði stjúpa mín á mig, svo að ég fór inn. Hún innti mig eftir, hvað ég væri að gera, en ég sagði henni eins og var og líka frá því, hvað ég hefði séð. Okkur datt nú í hug, að þetta væri stúlka, sem Marta hét og var alin upp á Hösk- uldsstöðum hjá þeim hjónum, Einari og Margréti, foreldrum Stefáns Einarssonar prófess- ors. Nú leið svo og beið, að enginn kom. Stuttu seinna kom Anna Jónsdóttir frá Tó- arseli innain frá Höskuldsstöð- um ríðandi á rauðum hesti, sem henni var þá lánaður heim í Tóarsel. Hún kom inn í Jórvík og þáði góðgerðir, en hélt síðan heimleiðis. Það virðist ekki vera, að þessi ágæti ættardaugur hafi fylgt mér norður í Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslu. Sennilega verið óvanur löngu ferðalagi eins og fleiri „eilífð- arverur,“ sem séra Árni pró- fastur kallar svo. Samt segir Sigfús þjóðsagnasafnari, að h i n n nafnkunni austfirzki draugur, Skála-Brandur, hafi brugðið sér til Ameríku, en ekki baft vit á að meta þá heimsálfu. Nokkuð var það, að hann var á ferð um flestar sveitir eystra, þegar ég var þar að alast upp. Sagnir eru um það, að Þorgeirsboli hafi li'ka skroppið þangað, en það fór fyrir honum sem Brandi, að hann leitaði aftur á heima- slóðir. Þegar ég var um tvítugt, var ég í Reykjavík við nám. En ég átti heima austur á landi og hafði lítil efni til ferða þangað fram og aftur vor og haust. Mig langaði hins vegar til að mennta mig meira, og því afréð ég að biðja bróður minn, sem bú- settur var í Reykjavík, að ráða mig í kaupavinnu syðra að sumrinu. Þetta gerði hann og réði mig kaupakonu upp á Kjalames. Hann kvað mig mundu verða sótta eftir viku, og notaði ég þann tíma til að búa mig út. Húsbóndinn kom á tilsett- um tíma að sækja mig og héldum við fljótlega heim- leiðis. Hann var með vagn- hest og sóttist því ferðin seint, en ég var sett upp á viljugan klár, svo að ég undi illa seinaganginum. Húsbóndinn sá þetta og sagði, að ég gæti riðið á undan. Til þess kvaðst ég ekki treysta mér, þar sem ég væri ókunnug og komin væri líka þoka. „Láttu hestinn ráða“, segir hann. „En ég ráðlegg þér að slá ekki í hann, bara að örva hann, ef þér þá finnst þú þurfa þess með“. Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar. Fór hesturinn á hröð- um töltgangi langan veg, að mér farinst, þar til hann sneri út af veginum, og stuttu seinna fór hann í gegnum hlið og heim að hvítu íbúðar- húsi. Þar stanzar hann og hneggjar. Kemur þá út stúlka, og spyr ég hana, hvað bærinn heiti. Kom þá í ljós, að þetta var einmitt bærinn, sem ég var ráðin á. Varð ég því feg- in að vera komin á leiðar- enda. Þannig var húsum skipað, að gengið var um gang og síðan tvær tröppur upp í eld- húsið. Stigi var þar hægra megin upp á loftið. Myndað- ist því skot undir stiganum. Bóndinn á næsta bæ var nýbúinn að missa konu sína. Þegar ég var búin að vera þarna eitthvað mánaðartiíma, langaði mig til að skreppa til Reykjavíkur einhvern sunnu- dag. Var það afráðið og jafn- framt, að ráðskonan færi líka. Við fórum seint úr Reykjavík um kvöldið. En þegar heim kom, spurði ráðskonan mig, hvort ég vildi heldur flytja hestana eða ganga frá reið- tygjunum. Valdi ég síðari kostinn. Hengdi ég reiðtygin upp í skemmu, sem var stutt frá íbúðarhúsinu, gékk síðan inn. Sé ég þá einhverja veru í konu mynd vera í gangin- um. Vera þessi var í mórauðu pilsi og treyju, en hafði slút- andi hatt á höfði. Þegar ég sá þessa veru, var hún á leið inn ganginn, síðan hélt hún upp tröppurnar og inn í eld- húsið. Ég hélt á eftir henni, en þegar ég kom inn í éld- húsið, vatt hún sér inn í krókinn á bak við uppgöngu- stigann. Ég stanza andspænis henni, og við störum hvor á aðra. Augnaráð hennar var bæði starandi og ámátlegt um leið. Ég fer nú að hugsa mig um, hvernig ég eigi að losa mig með þessa sýn. Enn hlaut að líða talsverður tími, þar til ráðskonan kæmi heim. Mér dettur þá í hug að lesa eitthvað gott yfir þessari eil- ífðarveru til þess að vita, hvemig henni yrði við það, auðvitað í þeirri von að losna við hana. — En um leið og ég hyggst byrja, skýzt hún í hendingskasti niður tröpp- urnar, síðan frcun ganginn. En þegar hún kemur út fyrir dyrnar, breytist hún í móðu og síðan í eldglæringar, er sundrast í allar áttir. Og hvarf um leið. í því kemur ráðskonan heim og spyr mig, af hverju ég sé svona föl og hvort ég sé lasin. Ég skýri henni frá, hvað hafi komið fyrir mig. Hún skilur ekkert í þessu og kvaðst ekki vita til, að reimt væri í þessu húsi. Hún svaf í stofunni inn af eldhúsinu. Ég innti hana eft- ir, hvort hún væri ekki hrædd við að sofa ein þarna um nótt- ina. Hún kvaðst nú ekki vera það, en samt skyldi ég vera hjá sér, og varð það úr, að við sváfum saman. Við fórum nú að ræða um þetta fram og aftur, er við vorum háttaðar, og kvaðst ráðskonan hafa gaman af að vita, hvort nágranni okkar, sem áður var minnzt á, að ný- lega hefði verið búinn að missa konu sína, kæmi morg- uninn eftir. En um morgun- inn, er við komum úr fjósinu, var hann kominn og drakk með okkur kaffi í eldhúsinu. Þá var það seint á engja- slætti, að við vorum þrjú við heyskap stutt frá túninu, ég og önnur kaupakona og pilt- ur. Það var siður að veifa til okkar hvítri dulu, er við skyldum koma heim til að borða, og gerði það ævinlega ráðskonan. , Svo var það einn daginn stuttu fyrir klukkan tólf, að mér varð litið heim, og sé ég þá eitthvert hrúgald í kven- mannsmynd heima á hlaðinu vera að veifa til okkar báð- um höndum. Segi ég þá við piltinn, að það muni vera kominn matmálstími, því að ráðskonan sé að veifa til okk- ar. Hann kvað það ekki ná nokkurri átt, því að ekki væri kominn matmálstími. Ég leit þá í aðra átt snöggvast, en þegar ég gái aftur heim á hlaðið, er þessi vera horfin. Hvorugt hinna hafði neitt séð. En þegar komið var að mat- Framhald á bls. 8. ELÍSABET STEFÁNSDÓTTIR KEMP: Kynni mín af Tóarsels-Skoftu, Þorgeirsbola og Miklabæjar-Solveigu

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.