Lögberg-Heimskringla - 24.05.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 24.05.1970, Blaðsíða 1
* . TH JODM I II J ASAf N I 0 REYKJAVIK, I C E L A N D . llögberg-Jletmsfmngla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 21. MAI 1970 NÚMER 20 Jakob Kristjánsson verður sjötíu og fimm ára þann 23. maí. Á sjötugsafmæli hans fyrir fimm árum skrifáði ég stutla grein um Kobba. Þar mætti mörgu við bæta, en læt nægja að senda honum og konu hans, frú Steinunni árn- aðaróskir og kveðjur. — H. B. Andrés Björnson Þainn 22. þessa fyllti Andrés Björnson áttunda tuginn. Hann er Vestfirðing ur af traustum stofnum í báð- ar ættir. Uppeldi sitt hlaut hann á söguríkasta prestssetri Vestfjarðakjálkans, og þar þroskuðust honum eðlislægir mannkostir. Hver sá, sem eitt- hvað hefir kynnzt Andrési, getur borið vitni um, að mað- urinn ber miklar menjar vöggugjafa og menningar- legs uppeldis. Svo fágaður og kurteis er Andrés til orðs og æðis, að maður yrði hálffeim- inn við hann, ef góðmennsk- an og húmorinn ljómuðu ekki af andliti hans. A n d r é s er félagslyndur maður og lætur sig sjaldnast vanta á vestur íslenzk manna- mót, en á slíkum mannfund- um er hinn mesti menningar- auki að nærveru þessa hlé- dræga og háttvísa Vestfirð- ings. Andrés hefir komið hart niður vegna fráfalls nákom- inna, en hann hefir siglt m j ú kl e g a úr skerjagörðum mánaðar mannlífsins og heldur enn gleði sinni og góðu viðmóti. Um árabil stundaði Andrés verzlunarstörf og síðar hótel- gæzlu. Tómstundum sínum ver hann oft til lesturs góðra bókmennta, og verður honum þá tíðlitið í ljóðabækur ís- lenzkra skálda. Andrés er við- ræðugóður maður og skemmti- legur. Ísland er honum kært umræðuefni, og ekki bandar hann hendinni við fréttum af Vestfjörðum. Kona Andrésar er af frönsk- um ættum. Vinir þeirra hjóna senda þeim ámaðaróskir á af- mæli húsbóndans og vænta þess, að þeim megi endast lífsfjör og heilsa um mörg ókomin ár. — H. B. Með vikrinum kom einnig upp aska, sem féll til jarðar efst í Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Af þessu urðu jarð bönn á nokkrum bæjum, og leit fénaður ekki við jörð. Voru kindur teknar á hús, en tveimur dögum eftir gosið, fór að bera á sjúkdómi í kind- um, sem nefndur hefur verið „Heklu-veikin“. Sjúkdómur- inn lýsir sér með sljóleika í fénu, það tekur ekki við fóðri og hreyfir sig lítið. Þarna er um að ræða „fluor1'1 eitrun, sem kindurnar hafa fengið af öskufallinu. Hægt hefur verið að lækna fé með kalkgjöfum, og ríkisvaldið hefur gripið til ýmissa ráða til að aðstoða bændur. Þetta er svipaður sjúkdómur og kom upp í fé 1947. — Þegar þetta er skrifað, tíu dögum eftir að gosið hófst, hefur mikið dregið úr því, og gýs nú nær eingöngu norður af Heklu. — Gífurlegur straumur ferðamanna hefur verið að fjallinu, og hafa bíl- ar valdið spjöllum á gróðri, en hópar manna hafa þegar farið til að kigfærá það. — Engin slys hafa orðið á mönn- um, engin hætta vofir yfir, og tjón hefur ekkert orðið, nema það, sem hér á undan er nefnt. Frá Ríkisútvarpi íslands, 15. maí, 1970. Til Aðalræðismannsskrifslof- unnar í Winnipeg. JARÐFRÆÐIKORT YFIR NORÐVESTURLAND Menningarsjóður hefur gef- ið út jarðfræðikort yfir Norð* vesturland, blað 1. hið fimmta í röðinni af kortablöðum Jarð- fræðikorts af Islandi, en kort- in eru gefin út í samvinnu við Náttúrufræðistofnun íslands. Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur hafði með höndum rannsóknir og úr- vinnslu heimilda. — Framhald á bls. 3. Tónverk Hallgríms Helgasonar flutf í Regina Þann 22. febrúar lék Regina Einsöngvari var Anton Pistot- Symphony Ochestra undir nik. Undirtektir voru hinar stjórn Howard Leyton-Brown: ágætustu við mjög góða að- Heklugosið Hekla byrjaði að gjósa um klukkan 21:30 þriðjudaginn 5. maí. Gosið hófst í gíg, sem er suður af sjálfu Heklufjallinu, og síðan byrjaði að gjósa á tveimur öðrum stöðum; suð- vestur af fjallinu og norður af því. Þarna var því ekki um raunverulegt Heklugos að ræða, þar eð ekki gaus úr sprungu þeirri, er liggur eftir Heklufjalli endilöngu og gaus úr 1947. Hins vegar hefur komið í ljós, að gosefnin eru hin sömu og í gosinu 1947, nema hvað askan inniheldur talsvert meira magn af „fluor“. ’ Fyrstu klukkustundir goss- ins þeyttist upp allmikill vik- ur, sem barzt norð-vestur yfir landið, en féll að mestu til jarðar á litlu svæði frá Heklu að Þjórsárdal. Mest varð vik- urfallið í kringum Búrfell, en við Búrfell er nú nokkur byggð, þar sem eru starfs- menn Búrfellsvirkjunar, sem tók formlega til starfa nokkr- um dögum fyrir gosið. Nokkr- ar rúður í húsum og bílum brotnuðu, en engar skemmdir urðu á vélum eða tækjum. Konur og böm, sem þarna búa voru flutt á brott af ör- yggisástæðum, en fólkið var allt komið til heimila sinnia þremur dögum síðar. Þetta var eina tjónið, sem vikurfall- ið olli. Intrada and Canzona eftir Haligrím Helgason. Önnur verk á þessum konsert voru eftir Verdi, Mozart, Saint- Saens og Sibelius. Verki Hall- j gríms var mjög vel tekið af i þéttsetnu húsi og var hann | tvívegis kallaður fram. Blaða- dómar voru afar lofsamlegir. Þetta er þriðja verk Hall- gríms, sem hljómsveitin flyt- ur. Áður hafði hún leikið Rapsódíu um íslenzk þjóðlög og íslenzka svítu. Hinn 11. apríl efndi dr. Hallgrímur til hljómleika í Regina með k ó r n u m The Folksong Choir Harmony, sem hann hefir stjórnað síð- an 1967. Á efniskrá voru 23 tónsmíðar eftir Schubert, Beethoven, Hindemith o. fl. og tveir íslenzkir kvaeðadans- ar í útsetningu Hallgríms. Fréttir fró íslandi Alþýðubl. 31. marz — 4. apríl STYRKUR TIL ÚTGÁFU Á yerkum EFTIR DR. URBANCIC Tónskáldasjóður Ríkisút- varj>sins hefur veitt ekkj Dr. Urbancic 50 þúsund kr. styrk til útgáfu á ýmsum verka hans hjá erlendu útgáfufyrir- tæki. Dr. Urbancic fluttist hingað til lands 1938 og hann andað- ist hér 4. apríl 1958. Hann var mikilvirkur í íslenzku tónlistarlífi og þótti mikilhæft tónskáld. — sókn. Kvæðadansarnir eru rímna- lög við þessar landfleygu lausavisur: Ég að öllum háska hlæ hafi á Sóns óþröngu. Mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Nú er kæti hugar hreyfð, hverfa látum trega. Vínið bætir drengjum deyfð drukkið mátulega. Þess má geta, að annað stef í n e f n d u hljómlistarverki Hallgríms er einnig íslenzkt kvæðalag. En texti þess í enskri þýðingu er svo: She is fine as mom in May, meek divine and clever, like a shining summer day, she is mine for ever.“ Nómsstyrkur BYGGING STJÓRNARRÁÐSHÚSS Nú er undirbúningur fyrir byggingu stjórnarráðshúss að hefjast og á að rýma húsin við Lækjargötu á næstu þremur mánuðum. Gert er ráð fyrir, að Ferðaskrifstofa ríkisins flytji úr Gimli yfir í hús það í Vonarstræti, þar sem Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar var áður til húsa. Menmtamálaráðuneytið hefur ákveðið að veita stúdent eða kandidat af íslenzkum ættum, búsettum í Kanada eða Bandaríkjunum, styrk til náms í íslenzkum fræðum í heim- spekideild Háskóla íslands frá 1. október 1970 til 1. maí 1971. Nemur styrkur þessi 70.000. — ísl. kr. Styrkurinn er miðað- ur við, að nægi fyrir fæði, húsnæði og námsbókum. Náms- manninum mun verða útvegað húsnæði á stúdentagarði og fæði í mötuneyti stúdenta, hvort tveggja gegn venjulegu gjaldi, sem greiðist af styrknum. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi er beðið að auglýsa stýrk þennan og gera tillögu til menntamálaráðu- neytisins fyrir 1. júlí n. k. um hverjum skuli veita. Styrk- þegi þarf að vera kominn til Reykjavíkur 1. október 1970 og stunda nám til 1. maí 1971. Þess skal getið, að mennta- málaráðuneytið býður árlega fram nokkra styrki til erlendra stúdenta frá ýmsum löndum, og verður efnt til sérstaks kynningarnámskeiðs fyrir þá að Laugarvatni í síðustu viku september í haust. Dvöl hinna erlendu stúdenta á þessu námskeiði er ókeypis, og er þeim ráðlagt að sækja það, þótt það sé engin skylda. Fluttir eru fyrirlestrar þama um ýmis efni og farið til nálægra staða svo sem Þingvalla, Skálholts og að Geysi í Haukadal. Er tilgangurinn með þessu nám- skeiði að veita hinum erlendu námsmönnum nokkrar al- mennar upplýsingar um ísland, áður en háskólakennslan hefst. I þessu námskeiði er námsmanninum frá Vesturheimi velkomið að taka þátt, ef hann æskir. Fylgja hér með upp- lýsingar á ensku um námskeið þetta og styrki þá, sem menntamáiaráðuneytið veitir erlendum stúdentum, en þar er að sjálfsögðu miðað við erlenda námsmenn, sem ekki kunna íslenzku neitt að ráði. er þeir koma hingað. F. h. r. Birgir Torlacius. Umsóknir sendist fyrir 15. júní n. k. til The Icelandic Natipnal League. 76 Middle Gate, Winnipeg 1, sími 774-5270.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.