Lögberg-Heimskringla - 24.05.1970, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 24.05.1970, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MAÍ 1970 »1- Lít-il athugasemd • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseii: SKÚLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg 10, Manitoba Styrkið fálagið m*S þrí aS geraii meðlimir. Ársgjald — Einstaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendist lil fjármálarilara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg 3, Manitoba. Pkone 789-9971 Til ritstjóra Lögbergs-Heimskringlu I blaði yðar, Lögberg Heimskringlu, frá 19 febrúar þ.á. er bréf til ritstjórans, undirritað S. E., Box 982, Swan River. Einskonar við- auki við bréf þetta er Smá- saga. Hefir bréfritari hana eftir einhverjum Kristjáni Kristjánssyni, sem hann telur Norðlending. Sagði Kristján þessi, að þegar hann var ungl- ingur hefði hann oft heyrt talað um, og gert gis að, hvernig Norðlendingar afbök- uðu málið. Á saga sú sem fylgir, og áður er getið, að vera sýnishorn af því. Sögu þá sem hér um getur kannaðist ég vel við, faðir minn, Sem alinn var upp í þeirri sveit, þar sem sagan gerðist, sagði mér hana þegar ég var unglingur. En að hún geti verið einskonar spegil- mynd af málfari Norðlend- inga, kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir. Bóndi sá, sem hér um ræðir var, þó hann ætti almargt sauða, fremur lítið gefinn, fljótfær, og frægur fyrir ambögur sín- ar, kunni faðir minn ýmsar fleiri sögur eftir honum, af svipuðu tagi. Eru hliðstæð dæmi alþekkt um allar jarðir. Þarf ekki alltaf greindar- skortur að koma til, mismæli og orðaruglingur hendir oft greinda menn, svo sem al- kunna er. Að heimfæra þetta uppá Norðlendinga almennt, er hin mesta fjarstæða. Ég held að það sé viður- kennt, að.íslenzkan hafi hvergi á landinu verið töluð hreinni, en á Norðurlandi, og að þar hafi verið minnst um orðskrípi. Þ e s s u vildi ég koma á framfæri, til að fyrir- byggja misskilning, þó engin von er þess, að alhr sem Lög- berg-Heimskringlu lesa, viti hið sannia um þetta efni. Með beztu kveðju, Stefán Kr. Vigfússon, Arnarslöðum, N. Þingeyjarsýslu. Ég hefi ánægju af því, að birta þesSa Athugasemd frá lesanda L.-H. í N. Þingeyjar- sýslu. En hann hefir auðsjá- anlega ekki lesið Bréf frá S. E. sem birtist í L.-H. 2. apríl og leyfi ég mér því, að endur- ' prenta kafla úr því, sem sönn- un þess að S. E. veittist ekki sérstaklega að Norðlending- um. Annars hafði ég gaman af bréfum S. E. því ég er kom- in af Norðlendingum og þeg- ar ég var að alaist upp í Mikl- ey, var ég tíðum sneypt fyrir flámæli þ.e.a.s. að rugla sam- an e og í og u og ö. Þar áttu og n o k k r i r Vestfirðingar heima og þeir báru fram orðin, langa tanga, með a hljóði en, ekki með á hljóði, eins og við gerðum. Á Islandi er nú bæði útvarp og sjónvarp og er sennilegt að mismunandi framburður hverfi með tíð og tíma hvort sem það yrði skemmtilegra eða ekki, en hér er nú seinna bréfið frá S. E. — I. J. ÚR BRÉFI FRÁ S. E. Box 982, Swan Rover, Man. „Ansi þótti mér leiðinlegt að þú ónýttir alveg fyrir mér söguna hans Kristjáns, sem átti að sýna hvernig málið hefði átt að vera afbakað á Norðurlandi, með því að enda sum orð með í, sem áttu að enda á a. í sögunni sagði bóndinn — Á ég að trúa því að hún Þórunn mín hafi verið svo bölvuð að taka frá mér spesíuna handi honum handi mér. Það er alveg furða hve ís- lendingar voru lausir við málýskur, borið saman við aðrar þjóðir, þegar samgöngu- leysið er tekið til greina, en þó átti þetta sér stað, að orð og orð væru borin fram með dálítið mismunandi hætti á sumum stöðum, eða þá brúk- uð í einum fjórðungi 1‘ands- ins en ekki öðrum, en samt nóg til þess ,að það mátti greina úr hvaða landshluta þessi eða hinn var úr, vegnla orðatiltækja eða framburði á sumum orðum. T. d. þegar ég var að alast upp á Seyðisfirði skömmu eft- ir aldamótin þá var enginn vandi að þekkja sunnlendinga frá öðrum. Á þeim árum réð- ist fjöldi sunnlenzkra sjó manna til útvegsbænda á austfjörðum yfir sumarið og kvenfólk líka hvað það snert- ir. Þetta fólk var mest úr víkunum fyrir sunnan Rvík. Það brúkaði vanalega „i“ þar sem „e“ átti að vera og „vice- versa“ og eins „u“ staðinn fyr- ir „ö“. Við hlógum dátt að bréfi sem móðir mín heitin fékk frá stúlku sem hafði unnið hjá okkur árið áður og sem var að spyrja um hvemig Önnu liði í höndunum, (vin- kona hennar sem vann hjá okkur) en það kom svona út „hvernig líður henni Unnu í hundunum“. Einnig voru surmlendingar mjög hnir á „d“ið. Gaman væri að vita hvort að þetta helzt enn við á þessum stöðum, en ég efast mjög um að svo sé. L.-H. 2. apríl. Fréttir fró fslandi Framhald af bls. 1. BATNANDI HAGSTAÐA Jón Axel Pétursson fyrrum bankastjóri kvaddi sér hljóðs í hádegisverðarboði Seðla- bankans í gær og sagði að ekki væri hægt að skiljast svo við þessi mál, þ. e. batnandi efnahagsstöðu, án þess að þakka þeim sem undirstöðuna | hefðu lagt. En það væru sjó- ; mennimir, sem hefðu sótt sjó- inn og aflað vel; útvegsmenn- irnir sem hefðu gert út; og verkafólkið sem hefði unnið úr og við aflann. Þetta fólk hefði allt gert sitt til þess að laga fjármálaástandið og því bæri að þakka ekki síður en öðmm. 80—90 manns vinna nú við framleiðslu í Sigló-verksmiðj- unni á Siglufirði, en verk- smiðjan hóf framleiðslu á ný um mánaðarmótin febrúar- marz, eftir langt hlé. Sigló verksmiðjan hefur hráefni til framleiðslu allt fram í októ- ber n. k. Gunnlaugur B r e i m hjá Sigló-verksmiðjunni, sagði í viðtali við blaðið í gær, að verksmiðjan hefði samninga við Sovétmenn um sölu á um 20 þúsund og 500 kössum af gaffalbitum, en um 100 dósir eru í hverjum kassa. Þá seldi verksmiðjan eftir hendinni á markaði í Bandaríkjunum og Danmörku, síldarflök í 2ja kílóa dósum. Væri aðaláherzl- an lögð á framleiðslu gaffal- bitanna handa sovétmönnum, þar sem um stærstan samn- inginn væri að ræða. Síldin, sem verksmiðjan framleiðir úr, er kryddsíld, veidd við suður og vestur- land á sl. hausti. Verksmiðj an keypti síldina af síldarsalt- endum á Djúpavogi, Seyðis- firði, Reykjavík og nokkrum vesturlandshöfum. Ráðgerðir eru uppi um það hjá Sigló-verksmiðjunni að vinnia úr grásleppuhrognum, en hvort af því verður er háð að nokkru verðlagi á hrogn- unum, þ.e.a.s. hvort verksmiðj an ræður við að kaupa hrá- efnið, en verð á grásleppu- hrognum hefur hækkað gífur lega að undanförnu. — STÓR TEPPI ÚR GÆRUSKINNUM FLUTT ÚT Meðal nýrra framleiðslu- greina hjá Sláturfélagi Suð- urlands og Framtíðinni svo- nefndar teppagærur, sem eru um 25 ferfet og ætlaðar sem gólfteppi. Á ensku nefnast þær Area Rugs og hafa vakið talsvert mikla athygli á Bandaríkjamarkaði. Hér heima kosta teppagærumar um 4000 krónur en hátt á 2 hundrað dollara erlendis. Þá hefur verið ágæt sala í gæru- skinni bæði hér heima innan- lands og erlendis. VIKING GIFT SHOP 698 SELKIRK AVENUE WINNIPEG Importers of Wooden Shoes and Scondinavion Articles Business Hours Monday to Thursday: 1 p.m. to 6 p.m. Friday—1 p.m. to 9 p.m. Saturday—9 a.m. to 6 p.m. Building Mechanics Ltd. Palntla* - Dacoratlnt - Conotructlon Ronovnttnfl • Rool Istato K. W. (BILU JOHANNSON Mortaoer 998 Ugln Avonuo Winnlpag 9 Benjaminson Construetion Co. Ltd. 1425 Erin Street. Winnipeg 3, Ph: 786-7416 UNIRAL CONTRACTORI L BINJAMINSON, Manoflor Lennett Motor Service Oporatod by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrove I Bonnotyne WINNIPIG 2, MAN. Phone 941-0197 Minnist BETEL í erfðoskróm yðor Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Wlnnlpeg 3, Manitoba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formicá • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY RICHARDSON & COMPANY Barrlatari and Sollcltori J74 Gorry Straat. Wlnnlpafl 1, Monltobo Talapbona 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. C. R. HUBAND, LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B «. M. ERICKSON, B.A., LL.B. J. F. R. TAYLOR, LL.B. W. S. WtlflHT, B.A., LL.B. W. J. KIHLER, B.A., L.L.B. I. C. BIAUDIN, B.A., L.L.B. ^GARTH M. ERICKSON of tha firm of Richordson & Compony attends ot tha Gimli Credit Union Offica, Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on tha firct ond thlrd Wednaidoy of eoeh month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.