Lögberg-Heimskringla - 25.06.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 25.06.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. JÚNI 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jokob F. Kristjonsson; Vice-President S. Alex Thororinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 #/Second class mail registration number 1667''. Síðasti laxinn Þessi frásögn er efiir Ernesi Schwieberi, bandarískan lax- veiðimann, sem á íslandi dvaldi sumarið 1967. Birtisi frá- sögnin í iímarilinu True fyrir nokkru. Sleingrímur Baldvinsson var sonur Baldvins Þorgrímssonar cg því bróðursonur séra Adams Þorgrímssonar, sem varð kunnur maður í Vesiurheimi. „ísland er unaðslegt," sagði hún, „fyrir þá, sem hafa sætt sig við auðnina þar.“ Hún var gömul kona, sem var ein á leið heim til Reykjavíkur eft- ir 81 ár í Ameríku. Það var morgunn, og hún var vakandi, þegar ég opnaði augun. Við kynntum okkur hvort fyrir öðru og áttum ánægjulegt samtal um allt og ekkert. Það var bjart, en fíngerð móða fyrir sólinni, sjórinn var ljós- leitur og lygn. Hún benti út um flugvélargluggann, en 12.000 f e t u m fyrir neðan skáru kjölför örsmárra fiski- báta sléttan sjávarflötinn. „Ég er á leið heim,“ sagði hún skyndilega. „Ég er orðin gömul og hef lifað öll bömin mín. Ég ætla heim til að deyja.“ Flugfreyjan kom og hag- ræddi teppi, sem hún hafði á hnjánum. Bros færðist yfir hrukkótt andlit gömlu kon- unnar. „Finnst yður það hljóma undarlega?“ hélt hún áfram, þegar flugfreyjan var farin aftur inn í eldhúsið. „Það hlýtur að vera, því að þér eruð ungur og hafið aldrei séð ísland. Það hljómaði undarlega, og ég þagði. „Þú skilur mig, þegar þú hefur séð landið,“ hélt hún áfram eftir nokkra þögn. „Við erum óbrotið fólk, og lífsbar- áttan erfið. Við höfum öll haft kynni af dauðanum.“ „Þér hafið saknað Islands alla tíð,“ sagði ég, og hún kinkaði kolli. Flugfreyjan kom aftur með morgunverð á bökkum. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá,“ sagði gamla konan ann- ars hugar, rétt eins og hún væri að tala við sjálfa sig. „Við höfum alltaf heim- þrá,“ sagði hún eins og til út- skýringar. „Og það sýnir að nokkru hverjar tilfinningar við bemm til landsins okkar.“ Hún brosti íhugandi og þýddi málsháttinn fyrir mig á ensku. I Keflavík tóku ættingjar á móti henni. Hún brosti og veifaði til mín um leið og hún fór, og ég sá hana aldrei aft- ur. Þetta var sérkennilegur forleikur að sérstæðri lífs- reynslu. Á íslandi eru 60 laxveiðiár, sem teljast til þeirra beztu í heimi, og þær höfðu laðað mig til landsins. Flestir íslending- ar stunda veiðar, og tollvörð- urinn glotti þegar hann sá a 11 a r veiðistangirnar mínar vafðar inn í segldúk. Hann óskaði mér góðs gengis og benti mér að ganga áfram. Um kvöldið borðaði ég með Sigurði Magnússyni og Krist- jáni Karlssyni á Hótel Loft- leiðum. Fyrr um daginn hafði ég fengið mér göngu um Tjarnargarðinn og dáðst að ferskum vindinum, sem lagði frá höfninni. Reykjavík hlaut nafn sitt af gufunni, sem lagði upp af hverunum í grendinni. I hálfrökkri spegluðust ljós borgarinnar í myrkum sjón- um og skuggamyndum fjall- anna. Sigurður sýndi mér íslenzk- ar fæðutegundir á hinu fjöl- breytta kalda borði. „Það gilda engar reglur um kalda borðið, sagði hann til útskýr- ingar. „Við byrjum á ýmiss konar síldarréttum, sem við borðum með rúgbrauði og smjöri." Hann benti á þykkar sneiðar af dökku rúgbrauði á borðinu. „Síðan gætirðu reynt hum- arinn,“ sagði Kristján, „eða rjúpur í ribsberjarsósu.“ Við snerum aftur til sæta okkar með ýmsar tegundir síldarrétta og harðfisk. „Og ef þú ert áræðinn,“ sagði Sig- urður hlæjandi um leið og við settumst, „ættirðu að bragða hákarlinn. Við skerum hann í ræmur, sem eru síðan grafnar í ármöl, og geymdar þar í nokkrar vikur og vindurinn látinn sjá um að verka þær.“ „Er hann hrár?“ „Já,“ sögðu þeir. B á ð i r eru Sigurður og Kristján rithöfundar meðal þjóðar rithöfundar. Þegar tal- ið barst að skáldskaparæðinni í Islendingum, sagði ég þeim frá gömlu konunni í flugvél- inni. „Hún virtist hlakka til að deyja,“ sagði ég, „og allt sem hún sagði minnti á skáld skap.“ „Slíkar konur eru ekki eins- dæmi hér,“ sagði Sigurður. „Sveitafólkið er emangrað og dauðinn er daglegur gestur.“ Kristján sagði mér, að bók- menntaerfð þjóðarinnar ætti rætur að rekja til hinnar miklu einangrunar og óblíðs veðurfars. „Langir vetur og einangrunin,“ sagði hann, „hafa skýrt málið — bóklest- ur hefur gert tilfinningu okk- ar fyrir orðum næmari.“ íslendingar eru ein mesta bókmenntaþjóð í heimi. 60 út- gáfufyrirtæki eru í landinu, sem gefa út bækur fyrir inn- an við 50.000 fjölskyldur. 65% af þeim 500.000 bókum, sem seldar eru á ári hverju seljast snemma vetrar, þegar dagur inn styttist stöðugt. Bókasal- an dregst saman á sumrin. Þá að lokum dimmum vetrum ríkir fögnuður á Islandi eins og öðrum Norðurlöndum. „Hve margir rithöfundar eru hér?“ spurði ég. „Rithöfundar og skáld?“ sagði Sigurður. Um það er ekki unnt að segja nákvæm- lega. Þeir eru til ,í hverjum dal. Það er jafnvel efnt til kappleikja í skáldskap í þorp- um úti á landi. „Skáldskaparkeppni? sagði ég? „Ekki keppni,“ sögðu þeir hlæjandi, „kappleikja.“ Svo virðist sem skipulagðir séu kappleikir milli eftirlæt- isskálda hinna ýmsu þorpa, sem þau koma til án undir- búnings. Sigurður sagði mér, að þessir kappleikir væru ekki síður vinsælir en knatt- spymukappleikir og glíma! „Þú munt raunar veiða með einu af betri skáldum lands- ins,“ sagði Kristján. „Veiða með honum?“ hváði ég- „Já, Steingrímur Baldvins- son er veiðivörður við Laxá.“ „Ég hef aldrei veitt með skáldi,“ sagði ég. . . . “ Tveggja hreyfla flugvélin hélt vestur á bóginn út yfir hafið, en beygði síðan í átt til hafnarinnar. Sjórinn var sléttur og blár. Ferjan til Akraness hafði leyst land- festar, stefndi í norður og skildi eftir sig dreifðan reykj- arslóða. Þetta var snemma dags og hús borgarinnar með rauðum þökmn sáust vel, þar sem þau stóðu á dökkum hæðum úr eldfjallaösku. Island er land elds og íss. Með eyðilegum heiðum sín- um, eldfjöllum, hraun- og vikurauðnum minnir það á eldbrunnið andlit tunglsins. Þessi samlíking er engan veg- inn langsótt, enda hafa bandat- rískir geimfarar stundað æf- ingar á íslandi til undirbún- ings fyrir rannsóknir sínar á yfirborði tunglsins. Þrjátíu virk eldfjöll sanna eldinn inni fyrir, auk yfir 700 hvera. Einn af þeim er Geysir, en af hon- um draga h v e r i r annarra landa nafn sitt. Jöklar hylja yfir 12% af yfirborði lands- ins. Stærsti jökulinn heitir Vatnajökull og nær yfir stærra svæði, en allir jöklar Evrópu samanlagt. Hekla er frægasta eldfjall- ið. Hún gaus fyrir rúmlega 20 árum, en Askja gaus 1961. Enn meiri athygli vakti þó myndun Surtseyjar, en hún reis úr sjó hjúpuð gufu og eldsúlum seint á árinu 1963 fyrir augunum á skelfdum síldarsjómönnum, sem voru að v e i ð u m í skammdegis- myrkrinu. I nágrenni Húsavíkur er ruddur flugvöllur, 3000 fet að lengd, hann er merktur með olíutunnum máluðum í appel sínugulum lit, en umhverfis er birkikjarr. Vindur var af hafi, og þegar búizt var til lendingar gat ég séð veiði- flotann sigla inn í þokuvegg í fjarska. Þær ár, sem ég hafði séð fyrr um daginn höfðu ver- ið mjólkurlitar af jökulfram- burði, en áin, sem nú var fyr- ir neðan okkur, fossaði áfram hröð og tær — Laxá, en í hinni hafði ég tekið á leigu spildur kallaðar „veiðisvæði.“ „Heimir Sigurðsson!“ veiði- vörðurnn, sem beið mín á flugvellinum, kynnti sig, og við burðuðumst með farangur minn út úr vélinni. Veiðiverð- irnir leiðbeina einnig um veiðiskap, og þessi atvnna gengur í arf frá föður til son- ar líkt og forn iðn. Aðalveiði verðir, svo sem Steingrímur Baldvinsson, annast heilar ár, og hugsar eins vel um þær og fiskifræðingamir, sem vinna að náttúruvernd á veg- um Bandaríkjastjórnar. Vindurinn feykti hraunmöl eftir súkkulaðibrúnni flug- brautinni, og tveir svanir flugu með ánni í átt til hafs. Enn var snjór í fjöllum. „Það er óvenjulegt í júlí,“ sagði Heimir. „Hvað er óvenjulegt?“ „Snjór í Víknafjöllum, svar- aði hann og benti í átt til þeirra. „Laxinn er seint á ferðinni, en hann fer að ganga núna.“ „Við ókum niður með ánni,“ fram hjá Laxmýri, yfir hrjóstruga sléttu, að klettun- um við Æðarfossa. Þar fellur áin niður í áttatíu feta háa sprungu sem myndazt hefur í jarðskjálfta, og fellur síðan í löngum sveigixm um dökka fjöruna.til sjávar. Heimir kallaði frá fossbrún- inni. „Sjáðu þama handan klettanna!“ Þar voru 30 laxar. Þetta var góðs vísir. Við ókum upp með ánni aftur að bóndabænum, þar sem ég átti að búa, og stönzuðum við þekktustu hylina í ánni. Tveir laxar st.ukku í hylnum rétt hjá Laxamýri. Fleiri lágu fyr- ir ofan rústir gamallar brúar. Ég var farinn að gerast ó- þreyjufullur. „Förum að veiða,“ sagði ég- Heimir hló, þegar við geng- um aftur að jeppanum- „Veiðitíminn hefst kl. 4," svaraði hann. Það var þriggja tíma bið- Við borðuðum og útbjuggum veiðarfærin. Vegur lá í bugð' um niður að ánni og bænda- býlunum, og við ókum með- fram rófnaökrum að veiðihús- inu. Fimm veiðileyfi eru veitt við Neskirkju, og Norðmaður, tveir Bandaríkjamenn og aldr aður Belgi voru að borða há- degisverð. Um morguninn höfðu þeir veitt þrjá laxa um 12 pund að þyngd hvern um sig. Þeir héngu úti fyrir. „Eru þ e 11 a meðalfiskar? spurði ég. Heimir kinkaði kolli. „Steim grímur Baldvinsson kemur hingað kl. 4“ sagði hann- „Haim verður með þér.“ Steingrímur kom stundaf' fjórðungi fyrir fjögur. Hann var fríður, gamall maður, alV' arlegur á svip, en mýktin 1 augnaráðinu sýndi að fleira var til í fari hans en alvara- Hvítt hárið reis upp af hán enninu eins og hjálmar á sum- um málverkum endurreisnar- tímans. Gamli maðurinn var í vinnuskyrtu, bindislaus, 1 mynztraðri peysu. Handatak- ið var þétt og furðu sterkleg* af nærri 75 ára gömlurtl manni. Hann bauð mig ve^' kominn að ánni sinni. „Hvar átt þú veiðileyfi?1* Ég hafði skrá yfir hvar e& mátti veiða hverju sinni, nákvæmt kort yfir veiðisvmó' in við Neskirkju og takmörk þeirra. Hver hylur var greinl' lega merktur á kortið. Gamh maðurinn leit yfir listann blá augu hans ljómuðu. „Grástraumar!“ sagði hann í ánægjutón. Þar var einn bezti hylurih11 í ánni. Gamli maðurinn haf hrósað þessu svæði óspart yhr hádegisverðinum, en þótt e$ þrautreyndi fyrir ofan kletta syllurnar og á grynningunnrI1 fyrir neðan, sá ég hverg1 nokkur merki um lax. „Skrítið,“ sagði gamli ma^ urinn lágt. Við ókum eftir gömlum aI farvegi í rússneskum jepPa’ sem Steingrímur átti. Geisl'a kvöldsólarinnar voru hlýi'r ° við fórum út til að opn® e loka hliðum á búpeningsgir ingum, þar sem vegurinn h aðist í átt til ávalra hæðanha’ sem minna á landslag í oming. Það voru gæsir á aTl11* I mýrlendinu við ána úði grúði af lóum og hrossagaU . um, sem flögruðu upp fram111 fyrir bílnum. Loks námurU við staðar, þar sem voru engl ar og ég tók veiðistöngin3 0

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.