Lögberg-Heimskringla - 02.07.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 02.07.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. JÚLÍ 9170 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON Presldent, Jokob F. Kristjonsson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretory, Dr. L. Sigurdson; Treosurer, K. Wiihelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg; Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimor J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richord Beck. Icelond: Birgir Thoriacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 ''Second class mall registration number 1667". HALLDÓRA BJARNADÓTTIR: Ársdvöl hjá löndum vestan hafs 1937-1938 Og nú trúi ég að það séu íundrað ár síðan vesturfarir hófust! Og að nú sé svo kom- ið, að fjórði hver íslendingur sé vestan hafs! Það leið ekki á löngu þar til landar vestra fóru að stofna til félagsskapar. — Áttu líka mörgum ágætum forsjármönnum á að skipa. Þeir reistu kirkjur, sem um leið voru samkomuhús, gáfu út blöð, sem send voru heim og lesin niður í kjölinn! „Var þetta allt satt, sem þar stóð?“ — Það þótti ótrú- leg velgengni! — Sanna’st að segja voru menn hér heima lengi hálfreiðir Vestmönnum fyrir að hafa yfirgefið land- ið. — Þóttu líka líta nokkuð stórt á sig! Það mun mega fullyrða að hvergi á byggðu bóli hefur ísland verið elskað heitar en af íslendingum vestan hafs! Það var grátið og beðið til Guðs, skrifað, þráð að kom- ast heim aftur, og þegar augljóst var, að það gat ekki orðið, þá þráð og beðið að ættingjar og vinir kæmu á eftir vestur. Það má í þessu sambandi minnast landnámsins á Íslandi frá Noregi, Suðureyjum og Írlandi fyrir þúsund árum. •— Ætli það hafi ekki verið sama sagan: Söknuður og þrá, þegar auðsætt var, að samfundir voru bannaðir í þessu lífi. Um það segir Sigurður Nordal í bók sinni: „Snorri Sturluson“: „En miklu meira en að missa landið, var að missa ,fjöl‘ frænda. — Ættin var svo mikill þáttur í lífi einstaklings og þjóðfélags, að enginn mis&ir gat í einu verið meiri styrksviftir og sársauki.“ Um þetta efni segir gamla konan vestfirzka (Úr bréfi) 1957: „Mikið man ég vel, þegar ástvinirnir voru að fara al- famir til Ameríku í bernsku minni. — Ég segi stundum við nútímafólkið: ,Þið eigið gott að standa utan við þær þján- ingar, sem þeim ferðum fylgdu.‘.“ Þeir báru fæstir gull í sjóði landnemarnir, en samt voru þeir ríkir í fátækt sinni. — Þeir áttu það veganesti, sem reynzt hefur drýgst í lífsbaráttunni: Guðstrú og trú á mátt og megin, siðferðisþrek og fúsleik til að vinna, enda vanir örðugleikmun. — Þeir áttu þann metnað að vilja komast áfram og verða að manni. — Þeir áttu líka málið mjúka og ríka, bókmenntaerfðina og minningarnar! ' — Allt þetta reyndist mörgum landnemanum dýrmætur fjársjóður í ein- angrun og erfiðleikum. — Sá er í sannleika ekki fátækur, sem á allt þetta í fórum sínum. Þá var þetta kveðið: v Við komum með trefil og klæddir í ull og kunnum ei enskuna að tala. Við áttum víst langfæstir góss eða gull, né gersemar Vesturheims dala. — Með sauðskinn á fótum og sængurföt heit, með sjal og með skotthúfu’ og poka. Við fluttum þá útgerð í óbyggð og sveit, en „Enskinn“ við báðum að þoka. Að fötum og útliti ’inn hérlendi hló og hæddist að feðranna tungu. En haldgóð var íslenzka útgerðin þó í eldrauna lífsstarfi þungu. — Við kunnum ei verkin, við áttum ei auð, og ekkert í landsmálum skildum. En Stór-Bretann sjaldan við báðum um brauð, því bjargast og menntast við vildum. Og svo þetta: Þau hörðustu lífspróf í heimi ’ann stóð, og hérlenda flimtið er dáið. Nú kennir hann málið, sem kunni hann þá ei, við kirkjum og skólum fékk tekið. Jónas Sig. En þetta breyttist allt til batnaðar með hinni miklu hjálp landans við stofnun Eimskipafélagsins (1913). Og síðar hin fjölmenna heimsókn landanna, gjafir og heillaósk- ir 1930. Og konumar létu ekki sitt eftir liggja með félagsskap og útgáfu blaðs. — Þær stofnuðu fjölda félaga (1925 var Banda- lag lútherska kvenna stofnað með 22 félögum). — Var það hinn ágætasti félagsskapur. — Formaður fyrstu 10 árin var Guðrún Ásgeirsdóttir. — Önn- ur 10 ár Ingibjörg J. ólafsson. íslenzku konurnar gáfu líka út blað: Ársritið „Ardís“ í 44 ár. — Veitti það margan fróð- leik um land og lýð. — Ingi- björg J. Ólafsson var lengst af ritstjóri þess. („Ég hef ver- ið viðriðin útgáfu þess frá byrjun“). — Ársritið „Ardís“ og Ársritið „Hlín“ mættust á miðri leið yfir hafið. — Brú- uðu djúpið! — Það voru góðir fulltrúar! Þessi viðskipti öll og kunn- ingsskapur leiddi til þess, að Þjóðræknisfélagið og Banda- lag kvenna fóru að gera því skóna, að ég kæmi vestur til þeirra í heimsókn. — Þau sáu af blöðum, að ég var alltaf á ferðalagi, innan lands og utan, með sýningar. „Hún ætti að heimsækja okkur landa sína hér vestra og hafa sýningu með,“ sagði fólkið! — Já, því ekki það! Og svo kom hátíðlegt heim- boð! Það var vandi vel boðnu að neita. — Ég átti nákomna ætt- ingja vestan' hafs, sem ég hafði skrifazt á við frá barns- aldri. — En þetta var dýrt ferðalag. — Og það var auðséð, að „Hlín“ varð að hætta það árið. En svo fór nú samt, að þetta var afráðið. Ég var þennan vetur, 1936- 1937, á Isafirði (fyrir Vestur- land), til skiptis í fjórðungun- um, til þess að eiga hægara með að ná til fólksins á hent- ugum tíma. Það fyrsta sem ég gerði, þegar ferðin var afráðin, var að h i 11 a Guðmund minn Hagalín, sem þá var bóka- vörður á ísafirði, og biðja hann um góða bók um Vest- urheim. Þóttist ekki nógu vel að mér í þeim fræðum. Svo var að koma sér af stað. — Ferðin átti að hefjast snemma í maímánuði 1937. — Smíðaðir voru tveir miklir kassar undir sýningarmunina: „Úr heilum borðum saman reknir,“ eins og þar stendur. — Og þetta var sent á und- an, eftir fyrirskipun Eimskip. Mest voru það ullarvörur, út- skurður, skinn, þjóðbúningar. — Allt sem íslenzkast, að sjálfsögðu. — Búizt var til ferðar á Háteigi, mínu gamla góða heimili í Reykjavík. Farmiði var keyptur hjá Eimskip í Reykjavík alla leið heim í hlað í Winnipegborg. — Og með skipinu var fylgd- armaður, er tæki á móti mér við skipshlið í Englandi, og kæmi mér í rétt skip vestur. Það var ekki laust við að vera dálítið spauglegt: Ókunn ur, útlendur maður kemur að skipshlið í Grimsby, kallar nafnið, ekur á harðaspretti í gistihús til morgunverðar, 'kemur með syrpu af morgun- blöðum, því dagurinn í gær var í mesta máta sögulegur: Krýning brezku konungshjón- anna í London (við hlustuð- um á ræðu konungs í myrkri og húðarrigningu við Eng- landsstrendur kvöldið áður). Eftir morgunverðinn var ekið yfir England til gistihúss í Liverpool, ásamt hinum nýja feðafélaga. — Öllu ó- hætt! — Öllu ráðstafað í Eim- skip. — Nýr förunautur kem- ur næsta dag og fylgir til skips. — Heppilegt að ferðir falla svo fljótt vestur, engin bið varð í Englandi. Þá var ég laus við ensku karlana mínah og varð sannast að segja hálffegin, en aldrei hef- ur verið betur séð fyrir mín- um hag á ferðalagi! — Þökk sé Eimskip! Ferðin hófst frá Liverpool og við vorum 10 daga yfir hafið. Engum datt sjóveiki í hug. — Þjónn á hverjum fingri. —■ Bað á hverjum morgni. Og messa á hverjum degi! Og áður en varir er maður kominn á stöðina í Winnipeg og tunfaðmaður af þeim ell- efu nefndarkonum, sem þama voru mættar að heimta mann úr helju. — Gefa góðan mið- degismat á veitingahúsi, halda ræður og vista mann hjá Guð- rúnu Skaptason og Jósep, manni hennar, hreinræktuð- um Norðlingum. Og yndislegt var að heyra blessaða íslenzkuna talaða. — Þær voru allar leiknar í að tala hana, konurnar, þó aldrei hefðu til íslands komið, sum,- ar. — Þær sögðu, konurnar, að þetta væri fyrsti sólskins- dagurinn í Winnipeg. Vorið hefði verið kalt. — Þær töldu það góðs vita. Og það var gaman að koma heim í Mary- land og heilsa upp á Jósep og ungu dótturina. — Ég man að það var minnzt á það fyrsta kvöldið, hvort við ættum ekki að koma á sjó! — „Æ, ég er nú búin að fá nóg af sjóferð- um í bili,“ sagði ég. — En það sýndi sig reyndar, að þetta var þá bíó! — Og var mikið hlegið. N æ s t a dag var ákveðin ferðin í búðirnar. — Nú átti að dubba mann upp á þar- lenda vísu. — Hér dugði ekki að ganga í þjóðbúningi utan dyra, eins og ég hafði gert í öllum utanferðum, nema þau ár, sem ég var kennari í Noregi. Á Norðurlöndum er enginn vandi að klæðast þjóðbúningi á ferðalagi. Það er algeng sjón að sjá ferðafólk þannig búið. Mér þótti allríflega keypt í búðunum! — Leist ekki á blikuna! — Hafði að vísu ein- hvers staðar ávísun á banka í fórum mínum, en hún var ekki tiltæk. Guðrún sagði öllu óhætt: „Nú koma iekjurnar!" sagði hún. Það var þannig ákveðið, að ég hefði allan inngangseyri (25 cent), sem siður var að taka við erindi og sýningar. — Hins vegar sæi nefndin um hús, og konur gæfu kaffi. — Þetta var venjan og henni bar að hlýða. Þetta fór allt vel, svo eftir árið hafði ég jafnvel dálítinn afgang. Viðtökurnar voru dásam- legar! — Maður þurfti aldrei að gista á hóteli, aldrei að fá sér vagn. — Aldrei að tala enskt orð. — Og það var það bezta! Innan skamms átti svo að flytja erindi í íslenzku lút- ersku kirkjunni. — Mjög há- tíðlegt! Hvert sæti skipað. Á- gætir áheyrendur! — Skaut- búningur, auðvitað! Nefndin mín stjórnaði öllu. — Nú átti maður að muna að þúa alla. — Hér heima og í Noregi var mikill þéringaöld um þetta leyti. — Ég hálf- kveið fyrir að eiga strak að þúa síra Rögnvald, formann Þjóðræknisfélagsins, og dr. Brandson, en annað tjáði nú ekki. — Og maður komst fljótt upp á lagið. Svo var það næsta að halda sýningu í stærsta sýningarsal borgarinnar (Eaton). — Hún

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.