Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1970 5 \ ferðinni var mér oft litið til Heklu, þessa bölvalds ís- lenzku þjóðarinnar, sem nú héfir spúð eldi og ösku 23 sinnum síðan á landnámsöld. I maí gosinu þetta ár, mun hún ekki, sem betuf fer, hafa skemmt virkjunina í Þjórsár- dal, en því miður, jarðir bænda sumsstaðar, svo sem bréf séra Roberts Jacks gefur til kynna. Ég þ a k k a ferðafélögum mínum fyrir þennan gleðiríka dag og alla þeirra elskulega gestrisni. — I. J. WANTED Live in companion for con- genial lady in Rivy Heights. Room, board and wage in ex- change for light duties to suit- able applicant. Phone: 489-4630. Mrs. K. J. Austman. þá í sjón og reynd þessi 70 ába bæri kurteisina utan á sér. ( unglingur sem verið var að hilla. Veit ég það muni ekki vera ein einasta persóna í DAVÍÐ BJÖRNSSON: Gunnar ErSendsson sjötíu ára Að gefnu tilefni, skeði það, að flestir sem sjálfum sér gátu valdið fyrir elli sakir, krank- leika og anna, flykktust sam- an um klukkan átta að kvöldi í samkomuhúsi Skandinav- isku bræðranna við Young stræti í Winnipeg, þann átt- unda júní 1970. Tilefni þessa mannfagnaðar var sá, að vin- ur okkar Gunnar Erlendsson píanóleikari, kennari og svo margt og margt fleira, átti þá 70 ára afmæli. Þeir sem stóðu fyrir þessum afmælisfagnaði var Svensk-íslenzki karlakór- inn og aðrir vinir Gunnars. En hann hefur leikið undir fyrir karlakóriinn við æfingar og samkomur hans í mörg ár. Allir voru vel# vakandi og glaðir yfir því sem var að ske, að gleðja Gunnar. Og það var ein góð ástæða fyrir því að allir stóðu saman um þetta afmælismót og það, að öll- um þykir vænt um Gunnar. Og þegar hálf tvístrað þjóðar- brot kemur sér saman um að vera með, þá er það vissulega af heilum huga gert. Annað atriði sem einnig átti sterkan þátt í að allt fór einhuga vel fram með að gera þetta sam- sæti merkilegt og eftirminni- legt var, að þau fimmtíu ár sem Gunnar er búinn að vera á meðal okkar og starfa vel °g dyggilega að mörgu meðal íslenzka þjóðarbrotsins með framtakssemi og listum, að það hefur aldrei verið gert neitt til þess að gleðja hann og þakka honum, sem er þó hið alira kostnaðar minnsta nú á dögum sem auðvelt er að gera. Ea Gunnar er þannig sinnaður og kemur þannig fram við fólk almennt í at höfn og orði, að öllum finnst að Gunnar sé búinn að vinna fyrir því að honum sé sýnd ofurlítil viðurkenning fyrir það sem hann hefur gert, með því að gleðja hann á 70 ára afmælinu og sýna honum með því að hann er all vel efnað- ur að eiga svona marga vini. Snyriimennið. Eins og margr ir smekkvísir menn og snyrti- menni leggja að jafnaði all mikla áherzlu á, hefur Gunn- ar sérstaklega hneigð fyrir að ganga fallega til fara, og stundum kannske betur en getan leyfir góðfúslega. En slíkt er sómi hverjum Islend- ingi, ekki hvað helzt þegar umgengist er fólk sem að jafnaði klæðist vel. Og Gunn- ar er líka meira en algengur maðpr, hann er píanóleikari og píanókennari, svo hann verður að ganga snyrtilega til fara eins og listin og verka- hringurinn krefur. Og vissu- lega hefur hann rétt fyrir sér í því. Það er ein mesta manns- ins prýði að klæða sig vel og bera sig fallega. Íslendingar margir eru fagurfræðirigar og hafa mikla ánægju af að klæðast vel, vera fínir, koma prýðilega fram og láta, á sér bera, það gefur styrk, og „föt- in prýða manninn,“ segir ís- lenzkur málsháttur. Það er eðli margra og gefur af sér g ó ð a n þokka sem vegur stundum all mikið. Gunnar sýnir það líka í öllu sem hann aðhefst, með því að leysa allt sem hann gerir vel og snyrti- lega af hendi, hvort heldur um stórt eða smátt er að ræða. (Að gleðja góðan dreng og vel rnetinn er ávalt ávinningur sem leiðir af sér margt gott, og það var tilgangurinn með þessum afmælis fagnaði, eins og áður er sagt, og sýna hon- um, að allir bera virðingu fyrir honum og þykir vænt um hann.) Og það er nokkuð ríkdæmi út af fyrir sig á öll um tímum og við öll tæki- færi, að sjá kurteisi og prúð- mennzku sitja í hásæti og um prýða manninn. Og það leyn ir sér aldrei þegar Gunnar er á ferðinni, því þá er prúð- mennzka og háttprýði í fylgd með honum. Þá er einnig að gafnaði gleði góð, því maður- inn er ræðinn, víða heima, skemmtilegur og greindur í betra lagi. Svo eru þá glettnis gaukar hans þá að jafnaði vel vakandi, flörtandi og kitlandi til fagnaðar og ferskra mynda, sem skemmta mörgum, þeir sprikla og ærzlast allavega þegar hann er á milli vina sinna, svo þá vantar aldrei líf og fjör og yndi mikið, sem að leikur óþvingað á gleði- strengina. Og þegar Gunnar er í því ómengaða ástandi, sem hann reynir að vera að jafnaði, þá lætur hann fljúa óspart og óþvingað í hending- run, því hann er hagorður vel þó ekki láti hann mikið yfir því. Og er þá ekki óalgengt, að hann skákar þá stundum þessu íslenzka þjóðarbroti sem þekkir Gimnar og ekki fagnar hjartanlega yfir því, að þessi háttprúði samferða maður og sjötíu ára drengur er hilltur, félaga sem ferðast hefur með okkur í hálfa öld og afkastað geysilega miklu verki, góðu og óeigingjörnu verki listarinnar, sem er hans lýsandi ljós í öllu sem hann aðhefst og leggur að hug sinn og hönd. Og hvert er verkefni vort í þessari fögru veröld vorri ef það er ekki það, að fegra málverk meistarans mikla svo vel sem að mögu- leikar standa til og kunnátta leyfir á hverju æviskeiði og spori einstaklingsns með eirv um fegrunar penzildrætti í alheims málverkið sem að aldrei verður fullkomnað. Frá sönnu menningarlegu tilliti er það frá voru sjónarmiði og margra, margra mjög fagurt hlutverk, sem aldrei má leggja á hilluna. — Fyrsia kynning. Þar sem mér gafst tækifæri á að skrifa nokkrar línur um hið marg- breytilega og umfangs mikla verk Gunnars í sambandi við heildar starfssemi hans við söngmál, félagsstörf og annan fjölþættan verkahring hans yfir það heila tekið í lausum dráttum. Og vil ég í því sam- bandi leyfa mér að segja frá fyrstu kynning okkar. Ég minnist þess og aldrei gleymi, að eftir að ég var nýkominn að heiman til Winnipeg, að ég var á gangi upp aðalstræti íslendinga, (Icelandic Main Street) og sá þá ungan mann álengdar koma á móti mér. Þegar við nálguðumst hvor annan, sá ég samstundis að það var ýmislegt í fari þessa manns, í útliti hans, göngu- lagi, andlitsdráttum og hátt- sem heillaði mig, og hvíslaði að mér, að hann mundi vera íslendirigur þessi maður. Eitthvað ekki ósvipað hygg ég að hann hafi hugsað til mín, því hann brosti alúð- lega við mér þegar við mætt' umst. Við kynntum hvor ann- an á íslenzka vísu, og samtím- is vorum við orðnir vinir. Maðurinn hafði eitthvað aðl aðandi og prúðmannlegt við sig. Hann var snyrtilegur til fara, kurteis vel, og fágaður í tali og bauð af sér góðan þokka sem féll mér prýðilega í geð. Þessi maður var Gunn ar Erlendsson. Hann var þá nýverið kominn frá Dan mörku, þar sem hann hafði verið urn skeið að nema píanóleik h j á snillingnum Haraldi Sigurðssyni frá Kald aðamesi. Við ræddum ýmis legt saman stutta stund, en þó nægilega lengi til þess að kynnast nokkuð. Og það hverfur aldrei mér úr minni hvað mér fannst mikið til um framkomu þessa unga manns Mig langaði til að kynnast honum mikið betur samstund- ! is. En auðvitað var það ekki mögulegt, eins og á stóð, því við vorum að fara sinn í hvora áttina í bili. Einnig fannst mér mikið til um hvað rödd hans var látlaus, mjúk og hljóm fögur, ekki há, en barst vel, og svo var hrynjandi orð- anna og íslenzka málsins með heimalands hreim, sem gaf mér til kynna að hann mundi ekki fyrir löngu síðan kom- inn að heiman. Það var eng- inn yfirlætis svipur yfir and- litinu, aðens bros og glettnis gaukar sem að blikkuðu mann frá augum hans, hvenær sem Deim þóknaðist að lyfta sér í dans. Og frá þessari stundu missti ég aldrei sjónar af Gunnari. Við vorrun þegar orðnir góðir vinir, aðeins fleiri samveru stundir og sam- vinna lá opin til meiri kynn- inga. Þá hugsaði ég mér, hversu undarlegt það var, en þó geðfellt, að finna með mér þá kennd er gaf mér að jafn- aði til kynna, hvernig persóna það var sem ég mætti í fyrsta sirm. Hún stóð fyrir framan mig eins og hálf opin bók, sem kennd mín kom mér í kynni við og brást mér ekki. Þannig var það í sambandi við Gunn- ar Erlendsson er ég leit hann í fyrsta sinn. Og sú fyrsta kynning hefur frekar styrks í því ljósi síðan. Ég sá í all vel þeim sem að halda sig meiri en hann. Þannig er hann | Það var engu líkara en hann Gunnari heilsteyptan og hátt- prúðan mannúðar félaga og' ferðalang með brosandi augu og glettnis gauka, góðan dreng. Það er ekki of sagt, því mér er vel ljóst að þann- ig eru flestir sinnaðir í garð Gunnars, eftir að hafa orðið þess aðnjótandi að kynnast honum. Og þegar þannig vinnst er víst að almanna rómur segir aldrei ósatt. Píanóleikarinn. Það ber hygg ég flestum saman um það, að Gunnar Erlendsson er góður píanóleikari. Það finnst mér líka. En það gat nú verið fyrir það, að ég heyrði hann til þess að gera nýverið eftir að ég kom að heiman, og þar af leiðandi næmur fyrir hrífandi íslenzku laganna þegar að hann lék þau. En mér fannst tónahafið áberandi fagurt í meðferð Gunnars á íslenzku lögunum sem hann lék. En sérstaklega hreif mig allur undirleikur hans. Þar fann ég að list hans naut sín bezt og náði hámarki sínu. Hjá honum var sólóisti og undirleikari svo nákvæm- lega eitt í meðferð lagsins, að unaðslegt var að jafnaði á að hlýða. Tóna stigið var vold- ugt og vítt og hlýtt, eftir því sem við átti. Hljómleikar hans áttu jafnan fagran ómgrunn í hjörtum flestra Íslendinga, sem og annara. Gunnar ferð- aðist um fagra og víðfeðma ;heima í hljómlistinni, og tíð- Framhald á bls. 7. Aðeins $100-00 ÍSLANDSFERÐ FRAM OG TIL BAKA FRÁ NEW YORK Lægstu fargjöld! Þoiu þjónusta! Ný lág fargjöld 1970 til íslands fyrir alla — — unga, aldna, skólafólk, ferðahópa! ísland er líka fyrir alla. Hið fagra ísland minninganna; nútíðar ísland sem erfitt er að ímynda sér; hið hrífandi ísland, sem frændur og vinir hafa skýrt ykkur frá — og sem þið getið sagt frá þegar heim kemur. Nýju fargjöldin frá New York-aðeins $100 fram og til baka með 15 mannahóp eða fl. Fyrir einstaklinga aðeins $120* fram og til baka fyrir 29-45 daga á íslandi; aðeins $145* upp að 28 dögum aðeins $87*. Aðra leið fyrir siúdenta er slunda nám á íslandi í 6 mánuði eða lengur. Fleiri lág fargjöld er gegna þörfum ykkar. *Lægstu fargjöld. Bætið við upp að $50 fyrir 1. júní til 9. ágúst. LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. ICELANDIC AIRLINES 'lfTf’flfel Frekari upplýsingar hjá ferðaumboðsmanni þínum eða Ieelandic Air Lines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.