Lögberg-Heimskringla - 23.11.1972, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 23.11.1972, Blaðsíða 7
1 Dr. Steinn var meðal styrk- ustu stofna Nýja íslands og stóð af sér sviptivinda sam- tíðarinnar jafnauðveldlega og stuðlabergið sem forfeður hans höfðu að tákni um trygg- lyndi og festu. Hégóma- og tildursleysi voru ríkir þættir í fari hans. Hann kom til dyr- anna eins og hann var klædd- ur og hafði mikla sæmd af. Slíkir eiginleikar eru gulli betri, ekki sízt á okkar há- væru öld, sem er einlægt að ota að okkur yfirborðskennd- um auglýsingum og markhtl- um orðum. Umhyggja dr. Steins fyrir mönnum og málefnum var sprottin af greindarlegri íhug- un fremur en geðhrifum líð- andi stundar. Fyrir þá sök báru menn óskorað traust til hans, hvort heldur sem hann var kvaddur að sjúkrabeði sveitunga sinna eða til fylgis við málefni þeirra á þingi. Hann gat sér orðstír í hví- vettna og naut ekki hvað sízt virðingar meðal andstæðinga sinna á stjórnmálasviðinu. Til forna töldu menn slíkt orð- spor góðs drengs aðal, og nú minnist ég þess, að íslenzku- menn halda því fram að orð- in drengur og drangur séu merkingarskyld, þannig að bæði séu þau í ætt við óbifan- leik bjargsins eða klettsins sem haggast ekki í veðrum. Samkvæmt þeirri forn- íslenzku lífsskoðun sem hér býr að baki hefði dr. Steinn hlotið hinar hæstu einkunnir. Dr. Steinn átti yfir að ráða sérstæðri og skemmtilegri kímnigáfu. „Hvað ætlið þið eiginlega að gera við öll þessi fjöll þama á íslandi?“, spurði hann mig endur fyrir löngu. Mér vafðist tunga um tönn, en minntist þess þó að hafa heyrt einhvern ávæning af því, að Steinn bóndi á Gauta- stöðum í Stíflu, langafi dr. Steins og langa-langafi minn, hefði fundið ásauð sínum beitilönd í fjallshlíðunum um- hverfis Stífluna, og þá stund- ina held ég, að við höfum báðir kennt hóflegs ættar- stolts. Byggðir okkar fólks eru að vísu komnar í eyði, en við höfðum það nú samt á til- finningunni, að gamli Steinn, forfaðir okkar, hefði ekki ein- ungis grætt nokkuð á því sjálfur að klífa í brattann, heldur hefði það brekkumeg- in (þetta orð kemur fyrir í Konungsskuggsjá) sem hann sótti í fjöllin gengið að ein- hverju leyti í erfðir. Kynni mín af dr. Steini sannfærðu mig um, að svo hefði verið. Fyrir rúrnu ári lagði ég leið mína um Stíflu' í Fljótum norður, hiria fornu ættbyggð okkar dr. Steins læknis. Á Gautastöðum í Stíflu hófst frændsemi okkar, en sú jörð er í eyði og einnig næsti bær, Tunga, það fornfræga höfuð- ból. Enn sem fyrr blasir þó Tungudalurinn við vegfarend- LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. NÓVEMBER 1972 7 Dr. Steinn Ólafur Thompson Framhald af bls. 5. * um, en þangað á forfaðir okk- ar, Steinn bóndi, að hafa gengið oftlega. Sauðahjarðir hans breiða sig nú ekki leng- ur um hlíðarnar, og fjárgöt- urnar eru fyrir löngu orðnar hluti af órjúfanlegri kyrrð eyðidalsins, en hreinlegt yfir- bragð fjallanna er enn hið sama og á dögum Steins bónda. Sagt er að fólk beri lengi svipmót þeirra dvalar- staða, sem forfeður þeirra byggðu lengst. Því var það eðlilegt umræddan dag, að mér fyndist svipurinn yfir Tungudal einhvem veginn minna mig á yfirbragð lækn- isins í Riverton. Vafalaust hefir hann sjálfur fundið til þessa skyldleika, og einmitt þess, vegna hefir spurningin, sem hann forðum varpaði fram við mig, um Islandsfjöll, átt sér talsvert dýpri rætur en ég í fljótu bragði áttaði mig á. Dr. Steinn var fæddur í Sel- kirk, sonur þeirra hjóna, Sig- urlaugar Steinsdóttur frá Vík í Héðinsfirði og Sveins Tóm- assonar frá Skarði í Lundar- reykjadal. Hann lauk B.A. prófi við Manitóbaháskóla ár- ið 1914, gegndi herþjónustu í heimsstyrjöldinni fyrri frá 1916 til 1918. Hann lauk lækn- isprófi við Manitóbaháskóla árið 1921 og gerðist ári síðar læknir í Riverton, þar sem hann átti heima æ síðan. Hann var fylkisþingmaður Gimli- kjördæmis frá 1945 til 1958. Á r i ð 1923 kvæntist dr. Steinn Þórdísi Önnu dóttur þeirra hjóna frú Guðrúnu Eir- íksdóttur og Gunnsteins Ey- jólfssonar rithöfundar og tón- Framhald af bls. 3. Ólu dóttur sinni og manni hennar, Bert Astrope. Auk Mrs. Atsrope lifa Guð- rúnu tvö önnur börn, Mrs. Melba Phillips í Winnipeg, og Bill sonur hennar í Vancouv- er, 13 barnabörn og fimm barna-barnabörn. skálds. Frú Þórdís er kona stórglæsileg og góðum kostum búin. Frú Þórdís lifir mann sinn ásamt börnum þeirra hjóna fjórum að tölu. Dr. Steinn hefir nú kvatt þennan heim eftir langt og margbrotið ævistarf, og mun orðstír hans lengi hfa. Guðrún var j arðsungin af Archdeacon J. Hood frá St. James Anglican kirkjunni í Poplar Park, og borin til graf- ar í reit fjölskyldunnar í kirkjugarðinum þar af Jónasi Guttormson og fimm dætra- sonum: Landon, Bert og Eric Astrope, Lorne og David Phil- lips. DÁNARFREGNIR Hefirðu nokkurntíma farið með “management consnltant” í hreinsun ? MANITOBA DEPARTMENT OF INDUSTRY AND COMMERCE NORQUAY BUILDING, WINNIPEG, MANITOBA R3C 0P8 Hon. Leonatd S. Eyans, Minister Leonard Remis, Deputy Minister „Taken him to the cleaners,“ eins og þar stendur? Það höfum við gert, og Dale Mac- Farlane þykir vænt um. Þetta er liður í því starfi Iðnaðar og Verzl- unardeildar Mamtobafylkis, sem stefnir að þróun iðnaðar framtaka í bæjum og byggðum fylkisins. Það er leitast við að veita smærri at- hafna- og verzlunarmönnum út um land tilsögn í að stjórna fyrirtækj- um, sem þeir standa fyrir. Við prófuðum f y r s t hugmyndina í Dauphin, og sáum að tilraunin þar tókst vel. Upp að þessu hafa fleiri enn tuttugu sveitaþorp í Manitoba notið þessarar hjálpar. í Portage la Prairie, vakti ráðgjafi er ferð- ast um fylkið á okkar vegum, máls á því við Dale MacFarlane, sem stjórnar „laundromat“, að hann mundi geta dregið að sér fleiri viðskiptavini ef hann breytti um með auglýsingar. Dale tók ráðum hans, og segir nú sjálfur að hann hafi haft stóran hagnað af árangr- inum. Viltu fræðast frekar um þetta prógram okkar? Hafðu þá samband við okkur, það getur far- ið með þig eins og Dale og marga aðra, að það verði fyrirtæki þínu til stórgróða.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.