Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1973 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Slreei, Winnipeg, Man. R3B 2M7 Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. Edlior Emeriius: INGIBJÖRG JÓNSSON Edilor: CAROLINE GUNNARSSON President, S. Aleck Thorarinson; Vice-President, K. W. Johannson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K.’Wilhelm Johannson. EDITORIAL CONSULTANTS: Winnipeg: Prof. Horaldur Bessa«on, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Voldimar J. Eylands, Tom Oleson, Dr. Thorvaldur Johnson, Dr. Philip M. Petursson, Hjalmar V. Larusson. Minneopolis: Hon. Valdimor Bjornson. Victoria, B.C.: Richard Beck. Icclond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jock. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second closs mail registration number 1667" Ræturnar liggja hrauninu dýpra „Ég byggi aftur á sama stað,“ sagði Vestmannaeyingur, sem hafði horft á hraunið gleypa heimili sitt í atrennunni 26. marz. Húsið hafði hann byggt fyrir rúmar fimm milljónir íslenzkra króna og notið þess í aðeins þrjú ár. Hann er ekki einn um þá fullvissu að hann haldi rót- festu í Eyjum, þótt hamstola náttúruöfl svifti hann eignum og þurrki út árangur margra ára erfiðis. Því verður mörg- um á að spyrja hvaðan Vestmannaeyingum komi þessi óbif- anlegi þrái, og traustið á mátt sinn og megin til að ryðja hraunið, eftir að eldfjallið er útgosið, byggja ný heimili, rækta upp jarðveginn, gera höfnina virka og stunda hinn gjöfula sjó, sem með öllu sínu ölduróti var traustur grund- völlur að hinni sérstæðu mannfélagsmenningu er þróast hafði í Eyjum. Sem stendur er þar ekki eins lífvænlegt um að litast og sumarið, sem Pétur Kidson Karlson gerði sér þangað ferð með Gullfossi, og ritaði all ítarlega grein um það sem fyrir augum bar í Atlantica & Iceland Review. Nú þykir tíma- bært að birta þá grein á ensku síðu þessa blaðs, því hún lýsir svo mörgu í fari og lífstíl þessara knáu sækónga, sem skýrt getur viðbrögð fólksins þegar reiðarslagið skall á, þéttlyndið sem ekki lét undan síga á fyrstu raunastund- inni, né bugast þótt enn meira herti að. Ef Vestmannaeyjar leggjast í rústir, leysist upp mann- félag svo sérstætt, að kannske finnst ekki annað því líkt nokkursstaðar í heiminum. Á svo lítilli eyju að hún gerir ekki betur en að jafnast á við landeign stórbónda í Kanada, bjuggu á sjötta þúsund manns, áttu glæsileg heimili með öllum nútíma þægindum, bíla, og svo fullkominn bátaflota og útgerðartæki að þeir lifðu ríkmannlega á afurðum hafs- ins. Vestmannaeyingar nutu þess að lifa friðsömu búsældar- lífi smáborgarbúans í aðeins 75 mílna fjarlægð frá höfuðstað landsins. En þangað þurftu þeir ekki annað að sækja en það sem þeim sýndist, helzt þá eitthvað af þeirri andans- fæðu sem safnast í mennta- og menningarmiðstöð þjóðar- innar. Allt annað, sóttu þeir í sjóinn við Eyjastrendur. Þetta var sjálfstætt fólk í sérstæðu mannfélagi. Pétur Karlson bendir á það í grein sinni að Vestmanna- eyingar taki flestum fram, jafnvel öðrum íslendingum, í „þjóðrækni“ og sjálfstæðiskennd, að þetta viðurkenni og virði landar þeirra en hafi þó stundum að gamni. Einu sinni tókst Reykjavíkur útvarpinu svo vel upp 1. apríl í því að leika sér að sjálfstæðis skilyrðum Vestmannaeyinga, að ein- hverjir landar þeirra létu víst gabbast stundarkorn. Fyrst kom sú frétt að Vestmannaeyingar hefðu sagt sig undan stjórn meginlandsins, lýst sig sjálfstæða þjóð og skipað sendiherra í Reykjavík. Þessu fylgdi svo ítarlegt viðtal við hinn nýja „sendiherra." Að sjálfsögðu var enginn fótur fyrir þessari skyndi- fregn, fremur en mörgum öðrum staðhæfingum sem gerðar eru áriega um allan heim 1. apríl, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hér var ljósi kímninnar brugðið að lífsviðhorfi og lífsskilyrðum hinnar blómlegu byggðar, sem þróast hafði í Eyjum, þar sem aðeins 2%% af þjóðarheildinni styrkti gífurlega efnahag landsins, með elju sinni, iðni, herkju og hagsýni. Af náttúrinnar hendi höfðu líka þessir ótrauðu sjó- menn þegið hina góðu höfn sína, sem sömu náttúruöflin keppast nú við að loka fyrir þeim. Vestmannaeyingar bjuggu við sæla einangrun, en heim- urinn lá opinn fyrir þeim. Þeir lögðu hvorki fé né vinnu í að laða til sín ferðalanga, en gerðu vel við þá sem komu. Þeir gátu skotist hvert, sem þeim sýndist, utanlands og inn- an, því efnahagurinn gerði þá frjálsa ferða sinna eins og fuglinn fljúgadi. Er þeim láandi að vilja endurheimta slík ævikjör. — C. G. Hundrað ára tímamót Fjórða bréf frá Þórði Árna- syni, skrifað Páli Jónssyni, smið á Hallkelsslöðum: Milivaukee, 24. júlí 1873. Góði vinur. Ef ég læt ykkur vita öðru hvoru, hvað mér líður, þá hefi ég enga afsökun, því að alltaf falla ferðir! Ég hefi líka gott næði, því að nú erum við setzt að, höfum tekið hús á leigu um þrjá mánuði. Þú verður að hnýta þessu bréfi aftan í bréfið, sem ég skrifaði honum Daniíel á Fróðastöðum, hafi hann fengið það, en það var skrifað á skipinu Manitoban sama daginn og það ætlaði að hafna sig í Quebeck, sem það og gerði, því urðu allir að vera búnir að ljúka við bréf sín áður en gengið var af skipi, því í Quebeck var eng- inn viðdvöl höfð, heldur strax farið í gufuvagn eftir sólarlag sama kvöldið. Quebeck er ekki stór borg, stendur hjá Lawrencefljóti, sem er önnur hin mesta á í Norður-Amer- íku, næst Missisippi. Langa leið var farið eftir ánni frá ósnum upp til bæjarins, þar var hún mjög straumlítil, en eins og breiður fjörður, breið- 'ari m i k 1 u en Hvalfjörður. Hún fellur til austurs land- norðurs. 1 hana rennur úr öll- um hinum miklu vötnum, sem liggja fyrir norðan Banda- fylkin og ótal margar ár stærri og smærri. Af Iandinu beggja megin Quebeck, lá járnbrautin, sem farin var í v e s t u r útsuður, sunnanvert við Savras, þar til miðja vegu frá Quebeck til Ontario-vatns, sem áin fellur úr. Þar lá dags, þann 18. júlí, eftir að vera fjóra sólarhringa á járn- braut, komum við hingað til okkar ákveðna staðar, eftir farsæla, langa ferð (lof sé Guði). Tvisvar var á leiðinni skipt um vagna, hvorutveggja sinni um miðnætti. Ómögu- legt var neitt að skrifa sér til minnis, af hristing í vögnun- um, varla heyrðist heldur mannsins mál fyrir skrölti og skarkala í hjólunum. Fyrsti gufuvagninn okkar dró sjö vagna fyrir utan kolavagninn, sem altíð er næstur. Vagnarn- ir voru misjafnir að lengd. Þeir lengstu 21 alin, styztir 15 alnir, á breidd rúmar 4 alnir. Stólar til beggja (handa) hliða, en gangur í miðju, rúm- lega fyrir tvo að sitja á hverj- um stól, tveir og tveir sneru saman. Þar var ónæðissamt og leiðinlegt að vera, ekkert rúm né legubekkur, aðrir vagnar voru betri með, þeir höfðu stóla með stoppuðum flossess- um og góðum rúmum, en þar hefur víst verið dýrara að vera. Víða var líka óskemmti- legt yfir landið að sjá, víða sást ekkert frá sér fyrir ó- ræktuðum skógum og þó var ljótast að sjá nýhöggvin rjóð- ur með sviðnum og brenndum stofnum og fúalurkum, en í bili voru þeir fallegir. Yfir höfuð virtist mér landið afar víð flatneskja og rennislétt. Jarðvegurinn grunnur og grýttur lengst af meðan veg- urinn lá yfir Canada, en er kom vestur yfir Sogið, sem ég áður nefndi, þá kemur maður í Missiourfylki og þar með fyrst inn í Bandafylkin. Þá var landið hólóttara og jarðvegur meiri. Moldin lítur brautin yfir ána á brú mikilli. Þá var farið eftir dimmum göngum um stund, á að geta sem stutt bæjarleið, til dæmis frá Hallkelsstöðum að Kols- stöðum. Ofurlítil skíma var þó oftast, því að smá gluggar voru hingað og þangað til beggja hliða. Veggir og hvelf- ing voru einungis úr járni. Eftir að yfir brúna var kom- ið, lá vegurinn með ánni að norðanverðu, til vesturs, lítið til útsuðurs, svo í sömu átt að norðanverðu við Ontario, langa leið, þar fyrir vestan var komið að sogi einu, sem lá þvert yfir, milli tveggja vatna og féll í suður. Þar var einn bær hvoru megin og ferja á milli til að ferja gufu- vagnana. Á henni voru þrjár vagnbrautir úr járni, svo að hún getur ferjað þrjár lestir í einu og féll við brautimar beggja vegna á landi, henni var róið með gufuafli. Þaðan lá brautin í vestur að Michig- anvatni, en það liggur til norð- urs og suðurs. Yfir það var farið þvert í vestur á gufuskipi til Milvaukee. Það er 21 míla dönsk og hér um bil þrisvar sinnum eins langt. Að kvöldi út eins og hvítur leir, sem ekki hrundi, þar sem grafin voru göng fyrir járnbrautina, rúmlega mannhæð. Klettar og klappir eru rauðgráar á lit, þó voru innan um lausagrjótið hnöllungsgrjót, öldungis eins og á íslandi. Af íslenzkum grösum héf ég ekki séð nema baldursbrá, vallhumar, smá sóleyjar og skarifífil. Baldurs- bráin er leggmjórri og hærri og blómhöfuðið miklu minna og vesaldarlega héma, lyktin ekki eins sterk, en óþægilegri og væmnari, sama er um vall- humarinn að segja. Það vant- ar mikið á, að hann hafi eins sterka og þægilega lykt hérna, enda finnst mér af flestum trjám og grösum væmin og óþægileg lykt. Strax, sem hingað kom, vor- um við sótt ásamt farangri okkar á vögnum og keyrðir til vors húss. Þar komu strax landar okkar um kvöldið, varð þar margur feginsfundur. Sumir fundu feður, syni og bræður, en mig þekkti eng- inn. Þar vorum vér allir um nóttina. Þar var óspart veitt og margréttað og góð rúm. Framhald á bls. 5. Einhver strákurinn hefir stolið Speglinum mínum, en hver það hefir verið er eftir að vita, því ég sá fleiri enn einn kíkja í hann, þar sem hann lá k deskinu mínu. En þar kennir svo rnargra grasa, að maður tekur ekki eftir því þótt eitthvað hverfi, nema það sé eitthvað sérstakt, eins og Spegillinn. Hann er frá Reykjavík, en ekki get ég eiginlega sagt hvenær hann kom hingað vestur til mín, því það hafði gleymst að dagsetja bréfið sem fylgdi honum, og var ekki við öðru að búast, því það var frá ritstjóra, og þeim er til alls trúandi, eða það skilst manni stundum á fólk- inu. Spegillinn er Humor-blað, segir ritstjórinn í bréfinu, en það þurfti nú ekki eða segja mér, því ég sá strax og ég fór að glugga í hann að hann er gefinn út í þeim tilgangi að gera mönnum glatt í geði, því þar er eitthvað handa öllum til að hlæja að, kímnissögur og skrítlur handa þeim, sem ekki heimta allt fyrirhafnar- laust, og myndir handa hin- um, sem ekki nenna að lesa. Ritstjórinn h e i t i r Sigurður Jónasson, en þá gátu hefði ég aldrei ráðið ef hann hefði ekki haft varann á og vélritað nafnið sitt fyrir neðan undir- skriftina, og svo þar fyrir neð- an þá athugasemd að hann sé ættaður frá Flatey á Norður- Islandi. Ætli við séum ekki allir í ætt við hann, við land- arnir sem kunnum bezt við okkur á sléttunum hérna í Kanada. Hann segist ekki fá Lög- berg-Heimskringlu, en hafa fundið addressuna okkar í gamalli matreiðslubók. Þetta er kannske satt, og veit á gott, ef svo er, því hann hefir lík- lega gaman af að sjóða saman fleira góðgæti en hnyttið les- mál. Svo spillist enginn rit- stjóri á því að lesa matreiðslu- bækur. Þar er ekki annað að finna en holt ritmál, þó ein- stöku sinnum sé slett dropa og dropa af rommi eða brenni- víni í bezta matinn hjá þeim. Og það veit ég með sjálfa mig, að ef ég vil lesa mér eitthvað til uppbyggingar, þá sezt ég út í horn með matreiðslubók. Svo verða þessar bækur fróð- legri með aldrinum, því þar rissar maður svo margt sem á að vera „okkar á milli,“ skruddumar og manns sjálfs, svo sem síma númer, sem þurfa að geymast á sínum stað en ekki mega liggja á glámbekk, og kannske líka addressu Spegilsins. — C. G.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.