Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1973 Ingvar Anderson látinn Ingvar Sólberg Anderson lézt 28. marz 1973, varð bráð- kvaddur á heimili sínu, að 48908 A. Delta (Tswassen), B.C. Ingvar, sem vinir og kunn- ingjar nefndu Andy, vair fæddur að Riverton, Man. 7. júlí 1928, sonur Ólafs og Margrétar Anderson, sem nú eru bæði látin. Hann var smiður að iðn, en tók út af asma (asthma), og hvarlaði þess vegna frá þeirri iðn um skeið og kepti gistihús fyrst í Quesnell, B.C., svo í Coquit- lam. Síðar byggði hann vand- að íbúðarhús í Tswassen, og tók að setja skápa í hús. Að því vann hann fram að síðustu stundu. Ingvar var prúðmenni í framkomu og einlægur vinur þeirra, sem hann tók tryggð við. Stór hópur vina og vanda- manna sakna þessa hógværa manns, sem kvaddur var burt á bezta aldursskeiði. Auk eftirlifandi eiginkonu, Sigrid, syrgja Ingvar ein dótt- ir, Kim og sonur, Mark Ingv- ar, tveir bræður, Marvin og Barney, tvær systur, Irene (Mrs. Frank Eyford) og Elsie (Mrs. Norm Einarson); tengda- faðir hans, Guðlaugur Jakob- son, tengdasystur og tengda- bróðir. Séra Strohotte flutti prívat minningarathöfn í Delta út- fararstofunni, en hinn látni var jarðsettur í Boundary Bay grafreitnum. Guð blessi minningu hans. H. J. Gjafir í Skógræktarsjóð Þjóðræknisdeildin „Gimli“, Gimli, Man............ $10.00 Adolph L. Holm, Gimli, Man............ $2.00 Dr. and Mrs. Richard Beck, Victoria, B.C........... $10.00 Með kærri þöklc söfnunarnefndar. Richard Beck, formaður. WESTMAN ISLANDS DISASTER FUND ICELAND NAME .........................: ADDRE&S ...................... AMOUNT $........... SEND TO: CANADA-ICELAND FOUNDATION 708-294 PORTAGE AVE., WINNIPEG. MAN R3C 0B9 M. — DO NOT DETACH — Your Subscription to the Lögberg-Heimskringla from............19.... to...........19.... $........ Kindly co-operaie wiih ihe publishers by paying your subscripiion in advance. Date...................19.... Enclosed find............................in payment of Lögberg-Heimskringla subscription $6.00 per year. All cheques should be made payable to Lögberg-Heimskringla 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG, MAN., CANADA F3R 2M7 TELEPHONE 943-9931 MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja John V. Arvidson, Pasior. Sími: 772-7444 9:45 a.m Sunday School 9:45 and 11:00 a.m. The Service ST YRKTARS JÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU í minningu um elsku foreldra og bræður mína og kæran frænda, Bjarna Elis G. Brandson, 1042 Clifton Bay, Winnipeg, Man. .... $20.00 * H: Hc In loving memory of my hus- band Willi Hansen Mrs. Helga Hansen, Ste. 1-96 Renfrew Street, Winnipeg, Man. ..... $25.00 # * * Mr. H. K. Halldorson, 35 Somerville Road, Regina, Sask. ..... $4.00 Mrs. V. Valgardsson, 1045-2nd Avenue, N.E. Moose Jaw, Sask.... $25.00 Mr. E Sigurdson, 556 McGee Street, Winnipeg, Man...... $10.00 Mrs. Helga Paul, 6106 Mojave Avenue, 29 Palms, Calif.... $10.00 Meðtekið með þakklæti K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, Man. R3G 1J5 Brothætt lög Tveir hörundsdökkir félag- ar höfðu lokið við að fá sér í soðið í hænsnahúsi einhvers bónda og voru á hröðum flótta. „Drottinn min, Móeses,“ stundi Sam, „afhverju held- urðu að þessar flugur elti okkur svona á röndum?“ „Þegiðu og hlauptu, “Mó- eses. „Þetta eru ekki flugur. Þetta eru byssuhögl.“ Lögreglustjórinn: „H v a ð ! Ætlið þið að telja mér trú um að þessi náungi hafi kyrkt stúl'ku til bana í miðjum sal frammi fyrir meira en 150 manns?“ Lögreglustjórinn: „Stendur heima. Það héldu allir að þetta væri danssýning.“ Vorveizlan ó Vasa Lund Ef að vanda lætur, verður hún með betri veizlum ársins, sú sem haldin verður 28. apríl n.k. á Vasa Lund, 5429 Roblin Blvd. Þá syngja Norðurlanda- menn í Winnipeg inn vorið, og þá verður nóg um glað- værð, hressandi drykki og góðan mat, því mat og drykk annast Svíarnir, og slíkt ferst engum betur en þeim. Síldin, laxinn og kjötbollurnar verð- ur allt á þessu víðfræga „smorgasbord“ þeirra, ásamt óteljandi öðrum réttum. Þ e s s i söngflokkur heitir nefnilega Svíakór, eða „Swed- ish Malevoice Choir,“ en í hópnum stinga samt saman nefjum allir norrænir söng- fuglar sem náð verður til í Winnipeg, þar á meðal íslend- ingar, og ekki verða íslenzku þjóðlögin útundan þegar þeir stilla saman raddimar, svo veggir og bitar bergmála hljóminn. Með þessari samkomu held- ur kórinn upp á 60 ára aldurs- afmæli sitt, og söngnum stjórpar elzti meðlimur hans, Eric Roos. Kl. 6.30 byrja menn á fyrstu hressingum, njóta samtals og selskapar hver við annan, svo verður tekið til matar síns, og að lokinni máltíð, farið að dansa. Inngangsmiðar kosta $6.00 á manninn og fást hjá öllum meðlimum kórsins og við dyrnar. ÚR BORG OG BYGGÐ Guðrún S. Axdal átti lengi heima í Cavalier, N. D„ en er nú flutt til Grand Forks og vill ekki að vinirnir missi sjónar af sér. Hún býr nú á Tufte Manor, 3300 Cherry St.. Grand Forks, N. D. ÍSLANDSFERÐ ER ÓGLEYMANLEG Við höfum farmiða og allar upplýsingar um ferðir til íslands Hringið eða skrifið til Björg Ágúslsson eða Carol Naphin Mackie Travel Tel: 269-4173 Universiiy Cenier I Hverskonar Island munt þú heimsækja 1973 ? • Er það hið hjarlkæra ísland, sem þú minnisl? • Er það ísland núlímans, sem þú geiur ekki ímyndað þér? • Er það ísland, sem þig dreymir um, en hefir aldrei séð? Á árinu 1973, er 111 ísland fyrir alla — ungi fólk, aldrað fólk, viðskipiamenn, slúdenta og ferðahópa. Og Loftleiðir (Icelandic Airlines) munu fljúga með ykkur þangað fyrir lægri fargjöld á hvaða árslíma sem er. LÆGSTU ÞOTUFARGJÖLD FRÁ NEW YORK: Ný fargjöld iil íslands eru aðeins $135 fram og iil baka upp að 21 dvalardegi á íslandi yfir yeirariímann (Greiða verður $100 fyrirfram fyrir ferðaþjónusiu á íslandi lil að njóia þessa fargjalds); eða aðeins * $155 fyrir 22 iil 45 daga ef engin ferðaþjónusia á íslandi óskasi. Vor- og sumarfargjöld eru hærri, en saml hin lægsiu þoiufar- gjöld iil íslands er nokkur áæilunar flugþjónusla hefir upp á að bjóða. Lofileiðir bjóða einnig lægslu fargjöld fyrir hópferðir unglinga. Leilaðu frekari upplýsinga og fáðu ferða bækling hjá ferðaumboðsmanni þínum eða Lofileiðum. ÞOTUFLUGÞJÓNUSTA TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NÖREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. ICEIANOIB IOFTIEIBIR 630 Fifih Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 South Wabash Avenue, Chicago, 111. 60603: Phonc (312) 372-4797

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.