Lögberg-Heimskringla - 18.10.1973, Síða 1
Eorgsteinn Jonsson, Jan. 73
Box 218
REYKJAVIK, Iceland
Frón ræðir storfskró komandi órs
Sljórnarnefnd Þjáðræknisfélagsdeildarinnar Frón kemur saman föstudagskvöldið 19. októ-
ber á heimili forsetans, Mrs. Hrundar Skúlason og ræðir slarfskrá komandi árs. — Dregist
hefir að senda félagsmeðlimum innköllunarbr éf og væri það því einslaklcga vel þegið, ef
fólk af góðvilja, sendi ársgjaldið — $2.00 — til gjaldkera deildarinnar. Mr. Boldur Sigurd-
son, 286 Amherst St., Winnipeg R3J 1Y7.
?iögberg - ^etmskrtngla
k
StofnsS 14. Jan. 1888
Stofnað 9. sept. 1886
87. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGTNN 18. OKTÓBER 1973 @
>
NÚMER 31
(Tlmamynd: Gunnar)
Aðalbornir fjórfættir íslendingar
Sjálfsagt eru enn ofanjarð-
ar einhverjir Vestur-íslend-
ingar, sem hugsa til bemsku-
áranna og muna einhverjum
útvöldum íslenskum hundi
skemmtilega samvinnu, þeg-
ar báðir smöluðu fé um holt
og hæðir, eða vöktu samam
yfir túninu um bjartar sum-
arnætur.
Lítið virðist hafa borið á
íslenska hundinum í mörg
síðastliðin ár og margt virt-
ist benda til þess að helst
væru það skoskir fjárhund-
ar, sem ráðnir væru í vistir
á íslenskum sveitabæjum. —
Árið 1955 var vestur-íslensk-
um gesti á Austurlandi sagt
að varla finndust hreinrækt-
aðir íslenskir hundar í land-
inu annars staðar en á Eski-
firði.
En nú eru þessir aðalbomu
íslensku hundar farnir að
njóta sín á ný. Þeirra er oft
getið í hundafréttum heims-
ins, taka verðlaun á sýning-
um og eru mjög lofaðir fyrir
fegurð, geðprýði og persónu-
töfra. Ef tvífættir Islending-
ar hafa ekki skeytt um ætt-
Stefnir að samkomulagi
í landhelgismólinu?
Skejrti fra Associated Press
fréttastofunni í London
skýrði svo frá 15. oktober að
þann dag hefði Ólafur Jó-
hannesson forsætisráðherra
Islands og breski forsætisráð
herrann Edward Heaith, kom
ið sér saman um að vinna að
millibils samningi varðandi
landhelgisdeilima, sem nú
hefir staðið á fjórtánda mán-
uð milli þessara tveggja
þjóða.
Greinarhöfundur ber upp-
lýsta einkaaðila fyrir því að
miðpunkturinn í þessum sam
ræðum muni vera nýjar upp-
ástungur Heaths er stefna að
því að samkomulag geti orð-
ið um takmörkun á breskum
fiskiveiðum innan 50 míln-
anna.
í þessum upplýsingum er
ekki gert ráð fyrir að for-
sætisráðherrarnir komist að
formlegum samningum sin á
milli, er álitið að samræð-
umar stefni fremur að því að
skapa grundvöll undir áfram
haldandi „vopnahlé" með
íslenzku varðskipunum og
bresku skipunum á hinum
umdeildu miðum svo og
undirstöðu að nýjum fiski-
veiðisamningum.
artölur þessara fjórfættu
landa sinna eins og skyldi síð
ustu mannsaldrana og ein-
hversstaðar hefir komið
hlykkur á, verður ekki svo
framvegis. Nú er nefnilega
þetta hugþekka húsdýr orð-
ið eftirlæti breskra hunda-
vina og þeir sjá svo lun að
blóðið blandist ekki óæðri
efnum, að kynslóðirnar skrá
setjist eins og reglur standa
til.
íslenski hundurinn er jafn
gamall í landinu og land-
námið sjálft, því hann flutt-
ist þangað frá Noregi með
fyrstu landnámsmönnum ár-
ið 874. Hans er getið í Sturl-
unga sögu, sem skráð var á
þrettándu öld, segir þar að
heimilishundurinn hafi fylgt
mönnum hvar sem þeir fóru
og verið fylginautur þeirra í
öllum langferðum.
Á sautjándu öld var tekið
til þess af ritfærum ferða-
langi að íslendingar væru
mjög samrýmdir hundum
sínum og að sjaldan sæist
íslenskur alþýðumaður svo
ekki væri hundur í ferð með
honum.
Eitthvað mun hafa verið
um útflutning íslenskra
hunda á miðöldum. Á fimmt
Frambald á bls. 7.
Frændurnir í Vesturheimi fleiri en
gestina fró Akureyri hafði grunað
Áskell Jónsson vissi vel
hvar frændliðið í Vestur-
heimi var niðurkomið, þegar
hann lagði upp frá Akureyri
með Gunnhildi dóttur sinni
í kynnisför vestur um haf, en
ekki hafði hann rabbað lengi
við frændfólkið í Winnipeg
þegar hann fór að verða var
ættartengsla víðar en hann
hugði- — Þær geta verið
skemmtilegar könnunarferð-
ir íslendinga í nýju álfuna,
ekki síður en frændkönmm-
arferðir Vestur-lslendinga
„upp“ til íslands. Enda lét
Áskell vel af móttökimum
þegar hann leit inn hjá Lög-
berg-Heimskringlu með
frænku sinni, Mrs. Sigrún
McArthur, en hún er yngsta
dóttir móðursystur Áskells,
frú Sigrún Thorgrímssonar,
ekkja séra Adams heitins
Thorgrímssonar.
Fyrst var ferðinni heitið til
Winipeg á fund Sigrúnar, en
nú eru nöfnumar orðnar
þrjár, ein í hverri kynslóð,
því Hrund dóttir gömlu kon-
unnar lét heita í höfuðið á
henni.
Ferðin gekk með ágætum,
segir Áskell, flogið frá ís-
landi til New York með Loft
leiðum 1. oktober, svo skipt
um flugvél og komið til
Winnijjeg 2. oktober. Oft hef
ir verið rætt saman fram að
miðnætti, segir Áskell, því
Sigrún er stálminnug, fjörug
í anda og skemmtileg, fylg-
ist með öllu þó hún sé nú
komin hátt á níræðisaldur.
Þær systumar Aðalbjörg
móðir Áskells og Sigrún,
urðu eftir á íslandi þegar afi
hans, Jón Jónsson frá Mýri
í Bárðardal, flutti til Kanada
árið 1903, ekkjumaður með
sjö böm. Var Aðalbjörg þá
gift og átti eftir að eiga 9
börn, sem öll eru enn á lífi.
Sigrún giftist 1905, en 1913
fór maður hennar til Vestur-
heims og átti hún að fylgja
honum eftir með 4 böm
þeirra hjóna svo fljótt sem
því varð viðkomið, en þá
skall yfir fyrri heimsstyrjöld
in og ekki gat orðið af því að
fjölskyldan næði aftur sam-
an fyrr en árið 1919. Þrjú
börn þeirra séra Adams heit-
ins og Sigrúnar eru fædd í
Vesturheimi. Eru fjögur syst
kinanna enn á lífi, fróð um
flesta hluti og meira en í
meðallagi fær í íslenzku. —
Munu þau feðginin Áskell og
Gunnhildur hafa komist að
raun um það, og gaman þótti
þeim að skoða íslenzka bóka-
safnið á Manitoba háskólan-
um, þar sem Mrs- Hrund
Skúlason, frænka þeirra er
bókavörður.
Svo vel vildi til að Harald-
ur Bessason, prófessor og for
maður íslensku deildar há-
skólans, átti erindi í bóka-
safnið á meðan Áskell var
þar staddur, og sýndi honum
og sagði margt merkilegt um
þessa stofnun, þar á meðal
þao aö uir. 21,000 manns væri
þar að staðaldri alla daga —
„einn tíundi af fólksfjöldan-
um á öllu íslandi!“ sagði Ás-
kell.
Honum lék hugur á að
Skoða sig um í tónlistardeild
háskólans og kvað sér hafa
litist vel á það sem þar bar
fyrir augu og eyru, en Ás-
Framhald á bls. 6.
íslensk kvikmynd
hlaut
gullverðlaun í
Bandaríkjunum
„Eldeyjam" kvikmynd af
eldgosinu í Vestmannaeyj-
um, fékk gullverðlaun á
kvikmyndahálíðinni At-
lanta Film Feslival — í
Bandaríkjunum og keppti
þar við 2000 heimildar-
myndir, sem bárust á há-
tíðina. Allar tegundir kvik
mynda eru sendar á þessa
kunnu kvikmyndahátíð.
Eldeyjan var tekin af
Páli Steingrímssyni og Ás-
geir Long Ernst Kettler.
Fyrst var kvikmyndin val
in í hóp þriggja bestu
heimildarkvikmynda, en
úrslitin urðu þau að kvik-
myndin lenti í fyrsta sæti
og hreppti gullverðlaun. -
— Engin peningaverðlaun
fylgja þessum gullverð-
launum.