Lögberg-Heimskringla - 18.10.1973, Síða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1973
Lögberg-Heimskringla
303 Kennedy Street, Winnipeg, Man. R3B 2M7
Published every Thursday by
Editor Emeritus: INGIBJÖRG JÓNSSON
Edilor: CAROLINE GUNNARSSON
Presidenf, S. Aleck Thororinson; Vice-President, K. W. Johannson; Secretary,
Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL CONSULTANTS:
Wínnipeg: Prof. Haroldur Bessason, chairm«a; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr
Valdimor J. Eylonds, Tom Oleson, Dr. Thorvatdur Johnson, Dr. Philip M
Petursson, Hjalmar V. Lorusson Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Vietorio,
B.C.: Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlocius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert
Jack.
Subscriplion $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
"Second class moil rcgistration number 1667"
Printed by /
WALLINGFORD PRESS LTD.
Enginn dottar yfir Eyrbyggja sögu
Enginn ætti að hafa Eyrbyggja sögu með sér í bólið ef til-
gangurinn er sá að lesa sig í svefn. Hún er ekki til þess fallin,
að minnsta kosti ekki eins og hún brunar fram í nýrri enskri
þýðingu eftir Hermann Pálsson og Paul Edwards, sem báðir
eru sérfróðir menn — Páll í íslensku, Edwards í ensku —
og kenna við Edinburgh háskólann.
Ég verð að játa það með kinnroða að hér er um að ræða
eina þeirra íslendinga sagna, sem ég hef ekki lesið á frum-
málinu, ekki einu sinni á bernskuárunum, þegar þessháttar
bækur lágu oft galopnar á glámbekk og freistuðu krakk-
anna, þeim til ævilangrar blessunar. Hefði maður einu sinni
byrjað að narta í Eyrbyggja sögu, það sé ég nú, hefði manni
sjálfsagt farið líkt og Skugga-Sveini með biblíuna forðum,
gleypt hana alla í einu, mismunurinn aðeins orðið sá að
hún hefði með árunum seitlað inn í innstu meðvitund og
komið þar að fullu gagni. Þá hefði maður heldur ekki þurft
að bíða fullorðins áranna og lesa hana í enskri þýðingu til að
komast á snoður um hvers maður hefir farið á mis við
fyrir eigin sök.
Þetta er fimmta enska þýðingin á Eyrbyggja sögu. Fyrst-
ur lagði skáldið Sir Walter Scott út í það árið 1813 að segja
söguna á ensku og fór eftir latneskri þýðingu Gríms Thor-
kclíns. Sir Walter hafði þau orð um söguna að af öllum
hinum margbreyttu íslensku bókmenntum væru engar
áhugaverðari en Eyrbyggjasaga. Góðar heimildir finnast
fyrir því að sagan hafi verið færð í letur um miðja þrett-
ándu öld, hafði hún því hreppt og haldið áhuga íslenzkrar
alþýðu og erlendra fræðimanna í nokkrar aldir þegar Sir
Walter Scott komst í hana.
Sagan cr ofin úr ótal litríkum þráðum mannlífsins, svo
margbreyttum, að það gegnir furðu að svo fastofið mynda-
tjald hefir orðið úr vefnaðinum að allir viðburðir tengjst
hver öðrum stefna í átt að óhjákvæmilegum örlögum ein-
staklinganna og mannfélagsins, sem þeir erjast og berjast í,
semja sættir og fitja upp á nýjum deiluefnum.
Þar kemur Snorri Goði fram á sjónarsviðið, alltaf sjálfum
sér líkur og auðþekktur, hvar sem hann kemur við Islend-
ingasögur, kænn og snar í snúningum eins og tuttugustu
aldar stjórnmálamaður þegar á þurfti að halda. Vel mundi
það samt koma sér fyrir okkar aldar stjórnspekinga ef Snorri
mætti rétta þeim hálfan mælir af forsjálni sinni yfir alda-
bilið sem skilur á milli-
Eyrbyggja saga gerðist á byltinga tímabili. Kristnin og
friðarboðskapurinn tók við af heiðinni trú, hetjudáðum og
blóðhefndum. Gekk Snorri, sem vígður var heiðnum goðum
í heiðnum hofum, vel fram í því að leiða íslendinga inn í
hinn nýja sið. Á tuttugustu öldinni hefir víst Joey Small-
wood ekki farið jafn lempilega að löndum sínum þegar hann
var að koma þeim inn í Kanadíska fylkissambandið. Hann
segist hafa orðið að draga Nýfundnaland á hnakkadramb-
inu, sparkandi og öskrandi, inn í tuttugustu öldina-
Þetta eru sjálfsagt útúrdúrar, en mér er aldrei mögulegt
að lesa svo fornsögur að nútíminn skjótist ekki óboðinn upp
,í huga mér og kinslóðirnar standa hlið við hlið til saman-
burðar. Kristin trú breyddist út um heiminn, en friðarboð-
skapurinn reyndist henni enn býsna erfiður viðureignar.
Enn ata menn helgar slóðir blóði sínu og annarra og líkist
framferði þeirra mjög framferði heiðnu stórbokkanna í Eyr-
byggja sögu, nema hvað það blandaðist ekki jafn heilbrigðri
kymni.
Hér eru rammar draugasögur ofnar saman við skýrt skráð
ann raunveruleika mannlífsins á íslandi í fornöld fagrar
náttúrulýsingar og fögur ljóð. Þýðingin er svo slétt og
lipur, yfirlætislaus og skemmtileg að ég mana alla læsa
menn til að leggja frá sér bókina fyrr en sagan er útrunnin
á blaðsíðu 198. C.G.
Ofsótt og smað þjóð sem allstaðar
og hvergi ó heima
Þeir eru um alla Evrópu,
Vestur Asíu og Norður Af-
riku, Sígaunarnir, og halda
vanalega hópinn. Þó eru þeir
hvergi viðurkennd þjóð, því
þeir eiga ekki skráða sögu,
hafa hvergi rótfestu en eru
jafnan á reiki um lönd, sem
aðrir eigna sér, og reyna að
hafa ofan af sér með því að
syngja, spá í lófa og stunda
löngu úreltar handiðnir.
Hvergi segir nafn kyn-
flokksins rétt til uppruna
hans. Nafngiftin kom í öllum
tilfellum af misskilningi og
fáfræði þeirra, sem fyrir
voru þar sem þetta fólk nam
staðar. Á íslandi finnast þeir
víst ekki, þar eru þeir þó
það vel kunnir af söng og
sögu að þeir þurfa að eiga
nafn og heita þar Sígaunar,
en í Þýskalandi Zigauner. —
Hafa þeir sennilega þar verið
eignaðir Austurómverska rík
inu og taldir býsanskir, enda
kalla þeir málísku sína „rom
any,“ en hún er samt af ind-
verskum uppruna, mjög
blönduð Evrópumálum. Á
ensku ganga þeir undir nafn
inu „gypsies," af þeim mis-
skilningi að þar voru þeir í
langa tíð taldir vera af
egypskum uppruna.
Það gerir minnsta mun
hvort þeir eru kallaðir Sí-
gaunar eða gypsies, þar sem
hvorutveggja eru rangnefni,
því það er fullsannað að
þetta fólk flæmdist frá Ind-
landi á elleftu öld, af ein-
hverjum ástæðum, sem nú
eru mannkyninu liðnar úr
minni, og hafði þegar á fjórt-
ándu öld dreift sér víða um
heim. í samanburði við síðari
tíma, var fimtánda öldin
gullöld Sígauna í Evrópu. —
Þá gætti austrænna áhrifa
mjög í hljómlist kirkjunnar
og þá léku og rauluðu Sígaun
arnir sín angurblíðu lög og
ljóð í góðu yfirlæti í álfunni.
Þeir dittuðu upp á potta og
pönnur, því þeir voru af-
bragðs tinsmiðir, steyptu
múrsteina í hús og hallir,
lásu lófa manna eins og opna
bók og gerðu þeim opinbert
hvað lá þeim að baki og beið
þeirra í framtíðinni.
Sígaunarnir urðu svo eftir
í fimmtándu öldinni og gefa
sig enn ekki að öðrum iðn-
aðargreinum en þeim sem
löngu eru fallnar með öllu út
úr heimsmenningunni, enda
eiga þeir hvergi heima í
skipulögðu mannfélagi, hafa
engum herrum viljað þjóna.
hverju nafni sem þeir nefnd
ust og aldrei lagt sig niður
við bókstafinn. — Öll þeirra
fræði geymast í minnum
ættstofnanna mann fram af
manni. Auðveldisstjórn og
þjóðfélagsstjóm er þeim eitt
og hið sama, þv heimssagan
hefir farið fram hjá þeim
með öllu- Þeir eru ekki skatt
skildir þegnar nokkurs lands
og ekkert þjóðfélag styður
þá né vemdar. — Stundum
raula Sígaunar ævargamla
vísu: :
„Kvistur klofinn af mánatré,
kalinn, en laufin tvö ég sé,
á annað er letrað „þú
snauður ert,“
en hitt mér býður „æ frjáls
þú sért.“
I Ungverjalandi eru þeir
enn með vinsælustu tónlist-
armönnum á skemmtistöðum
í stórborgum landsins, þó
þeir séu algerlega ómenntað-
ir í'list sinni. Jafnvel þeir
sem hafa hlotið frægð í tón-
list og söng fyrirlýta bókstaf
inn, leggja ljóð sín og lög á
minnið og leika þau eftir
eyra.
Landstjórnin í Ungverja-
landi leytaðist við að koma
Sigauna unglingum í tónlist-
arskóla, en varð ekki ágengt.
Börnin kærðu sig ekki um að
burðast með þungar bækur
og þoldu ekki veggi né lok-
aðar dyr. Þau struku úr skól-
unum, fóru á flakk með for-
eldrunum og halda enn á-
fram að taka undir þeirra
fornu ljóð, syngja frelsinu
lofí harma dauða og dimm
örlög og fagna gleðistundun-
um með angurblíðum tónum.
Grátekki bír í hverjum fiðlu
streng, segja þeir sem mest
unna Sígauna músík.
Svo telst til að um sjö
milljónir Sígauna hafi verið
á ferli í Evrópu þegar Hitler
tók þar við völdum og að
einn fjórði þeirra hafi verið
myrtur af Nasistum, án þess
að tekið væri eftir.
Þótt ekki sé þessum auðnu
lausa lýð smalað saman nú á
tímum með því fasta mark-
miði að tortíma þeim og
pína, eiga þeir enn ekki sjö
dagana sæla í Evrópu. Þeir
ráfa um löndin .tötrum
klæddir og matarlausir, ef
þeir sjá ekki sér færi á að
hnupla einhverju smáræði. -
Þeir búa í tjöldum og áskotn
ast stöku sinnum skildingar
fyrir að lesa farsæla framtíð
úr lófalínum einhvers forvit-
ins vegfarenda, sem leggur
lykkju á leið sína til að
spyrja dökkeygða og dular-
fulla dóttur þessa fornkunna
spámanna kynflokks spjörun
um úr um óorðna hluti.
Frjálsar sálir, frjálsar eins
og blærinn, snauðir menn, er
hafa valið sér það hlutskipti
að velta út fyrir hringiðu
heimsframfaranna, svelta
þar, þjást og deyja á ysta
jaðri mannkynsins án þess
að nokkur taki eftir.
SyýiU.
Hver hefur stolið skærun-
um mínum og hvernig á mað
ur að koma út blaði skæra-
laus?
Þið megið nú samt spyrja
hana Kolfreyju mína hvort
við gerum allt með skærum,
hún og ég- Henni finnst *að
oftar mætti grípa til þeirra
en gert er, því þessa stund-
ina er hún að verða mállaus
vegna þess að blekbandið,
sem hún talar með er allt
tanntuggið og eytt.
„Svona leggurðu mikið á
mig,“ sagði hún áðan, svo nú
er ég að leyta að skærunum.
„Ætli huldufólkið hafi ekki
fengið þau lánuð hjá þér?“
sagði Kolfreyja, en ekki þori
ég að hafa annað eins eftir
öðrum en Kolfreyju, því eng
ir aðrir en hún og ég trúa að
til sé huldufólk í þessu landi.
Það er ekki langt síðan ég
af eintómri kurteisi kenndi
huldufólkinu um að hafa
fengið lánaða hjá mér mjúka
inniskó. Þá sagði sú, sem ég
var að tala við að það kæm-
ist margt skrítið fyrir í koll-
inum á mér. — Þú ættir að
sópa einhverju af þessu út,“
sagði hún, þá rýmkaðist svo
til að skynsemin kæmist að,
og þú gætir rakið slóð fót-
anna á þér á meðan þeir
voru í þessum skóm og fund-
ið þá.“
„Jæja, sagði ég ósköp blíð
á svipinn, „á ég, þá að segja
að þú hafir stolið þeim —
væri það fallegra af mér? Þú
hefir alltaf haft ágirnd á
þessum skótetrum sagt að þú
vildir að þú ættir sundur-
tætt skóræxni sem færu
svona vel með tæmar á þér,
þú mundir þá aldrei þurfa að
píla af þér kornin ef þú geng
ir á svona skóm. Ætli þú haf-
ir ekki læðst heim með þá á
fótunum síðast þegar þú
komst til mín?“
Þetta djók tókst hálf illa
og betra er að eiga huldufólk
ið að, þegar hlutirnir hverfa
og einhverjum þar um að
kenna. Eg veit að huldufólk-
ið er til. Það gerir mér oft
greiða, af því ég hef ekki sál-
að því með vantrú eins %og
aðrir gera, en lofa því að lifa
og leika sér við mig, þó að
krakkarnir þess eigi það til
að stinga diskaþvöguna inn í
ofninn með keikinni og baka
úr henni bakteríurnar og
fela fyrir mér ráptuðruna
mína í frystiskápnum.
En af hverju siturðu nú
föst Kolfreyja mín? Æ, hún
er búin að skila skærunum,
blessuð huldukonan. — Hún
hefir stungið þeim undir
hana Kolfreyju á meðan við
vorum báðar bizzí. C G.