Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Blaðsíða 1
Eergsteinn Jonsson, Jan. 73 Eox 218- FiEYKJAVIK, Iceland • » Nú er að koma skriða á allt — hvað er að frétta? Nú eru sumarleyfin alveg útrunnin fyrir flestum, komið fram á haust og allt iðjuleysi for- bannað. Allstaðar er verið að halda fundi og skriður komin á allt félagslíf. Hinir og þessir af íslenskum ættum eru sjálfsagt að afkasta öllu mögulegu. Allt eiga lesendur Lögbergs-Heims- kringlu að fá að vita. Þess vegna eru menn beðnir að hringja lil blaðsins, ef þeir komast eftir einhverju sem þeim fixmst að eigi að komast á prent. Högberg - Heímökrtngla Stofnað 14. jan. 1888 Stofnað 9. sept. 1886 87. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1973 @ NÚMER 32 fílafur Júhanne&son. forsxtisrúðherra við komuna til Keykjavlkur MeA honum er Hannes Júnsson. blahafulltrúí. Grundvöllur lagður að samkomulagi um landhelgi Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra íslands, kom heim 16. október frá London þar sem hann ræddi landhelg ismálið við Edward Heath forsætisráðherra Breta....... Ólafur sagði að viðræðum ar hefðu farið fram í vinsam legum anda og hlutaðeig- endur skiptst á tillögum og skýringum. Sagði ólafur að ekki hefði náðst sá árangur sem hann hefði óskað í þess- um viðræðum. — En milli funda fóru fram viðræður milli Heath og breska út- gerðamanna og staðfesti Ól- afur að þær hefðu greinilega haft mikil áhrif, sagði blaða- Haldið upp á silfurbrúðkaup Mr. og Mrs. Theodore Amason halda upp á 25 ára hjúskaparafmæli sitt 11. nóvember. — Vinum þeirra og vandamönnum er boðið að koma heim til þeirra þann dag kl. 2.00 til 5.00 e.h. og kl. 7.00 tU 9.00 að kvöldinu. mönnum að líklega væru nú fáanlegur grundvöllur til þess að setja niður viðræður að ná bráðabirgðasamkomu- lagi. Ekki svaraði hann öll- um spumingum fréttamanna um efnisatriði, kvaðst ekkert vilja um það segja fyrr en hann vissi um undirtektir samráðherra sinna og utan- ríkismálanefndar Alþingis. - Ríkisstjómarfund átti að halda 17. október, kl. 11. NTB-fréttastofan hefir eft- ir Ólafi Jóhannessyni að hann útiloki ekki möguleik- ana á því að íslensk varð- skip hefji á nýjan leik að ,áreita‘ bresku togarana eins og Bretar kall'a það, Sama fréttastofa hefir það eftir breskum aðilúm að gert sé ráð fyrir svari íslensku ríkis- stjórnarinnar eftir tvær vik- ur. I lok viðræðna forsætisráð herra Islands og Bretlands í Downing St. 10, London var gefin út svohljóðandi sam- eiginleg fréttatilkynning: „Forsætisráðherrarnir skipt ust á skoðunum um bráða- birgðal'ausn deilunnar. — Forsætisráðherra Islands mun gefa ríkisstjóminni skýrslú um málið.“ Aldarafmæli Halldóru Bjarnadóttur Halldóra Bjamadóttir mim enn eiga ítök i hugum hinná mörgu Vestur-íslendinga, er kynntust henni þegar hún dvaldist þeirra á meðal fyr- ir liðlega 35 árum Þeim vin- áttuböndum sem þá tengdust hefir verið dyggilega haldið við af frú Halldóru og hinum mörgu, sem muna hana, tígu- lega, viðmótsþýða og fróða, þegar hún var að kynna ís- lenskar hannyrðir hér vestra. Síðan hefir hún tek- ið á móti fjólda Vestur-ís- lenskra gesta á heimili sínu á Blönduósi, skrifað hingað bréf á ritvélina sína og ritað imdir íagurlega með styrkri hönd. Eftir wpferð Winni- peg íslendinga 1971, birtist í Lögbergi-Heimskringlu á- varp, sem Halldóra flutti þeg ar einhverjir úr hópnum heimsóttu Blönduós. Þá á- minnti hún gestina um að halda við íslenskum blöðum í vesturheimi. — „1 guðanna bænum látið þau ekki niður falla. Það er lífæðin,“ sagði hún. Þar talaði blaðamaðurinn í Halldóru og er það því sér- lega skemmtilegt að sjá mynd af henni við ritvélina sína, sem fylgdi blaðagrein er birtist um hana í Þjóðvilj- anum þegar hún átti 100 ára afmæli 14. október. Fríð er hún enn og tíguleg í peysu- fötunum, ekki síður en í sam fellu og skauti forðum, og skotthúfan fer henni mæta vel við vinnuna, því myndin sýnir glöggt að Halldóra er með allan hugan við að segja ritvélinni fyrir verkum. Höfundur afmælisgreinar- innar hefir það eftir kunn- ingjakonu Halldóru að hún hafi ætlað sér að verða hundrað ára. — Þetta hefir henni nú tekist eins og svo margt annað sem hún ætlaði sér um ævina- Stundum bar á því að hún léti sér fátt finnast um kven- réttindabaráttuna og gerði sér gaman af Kvenréttinda- félagi Islands, samt var hún sjálf forystukona í félags- málum kvenna og formaður — Sambands norðlenskra kvenna. Mestan þátt átti hún líka í Heimilisiðnaðarfélagi IsLands, stofnaði tóvinnu- skóla á Svalbarði við Eyja- fjörð 1946 og starfaði skólinn þar til 1955. Hún var ráðu- nautur almemnings í heimil- isiðnaði frá 1922 og stóð fyrir sýningum á íslenskum heim- ilisiðnaði erlendis. Þegar hið mikla rit henn- ar, Islenskur vefnaður kom út, árið 1966, var hún komin yfir nýrætt, hafði unnið að því í mörg ár. — Bókin er skreytt mörgum góðum myndum og setti höfundur ek!ki fyrir sig hið gífurlega verð á myndamótunum, hló bara og hélt sínu striki. Skriftir og blaðamenska munu hafa verið Halldóru mjög að skapi frá bernsku. Ársritið Hlín stofnaði hún árið 1917 og hélt því úti í hálfa öld. Það var um langt skeið vettvangur íslenskra kvenna, sem fengust við skriftir, en persónuleiki rit- stjórans setti mjög svip á ritið. Enn ritar Halldóra dálk 1 norðlenska ritið „Heima er bezt.“ — Lögberg-Heims- kringla þakkar henni margra ára vináttu og hlýhug, og óskar henni ótal arðríkra á- nægjustunda við ritvélina sína. íslenskukennsla í Edmonton — Blaðið Scandinavian Centre News, sem gefið er út í Edmonton. segir að ís- lendingafélagið þar í borg „Icelandic Society" hafi haft fyrirspurnir um hvort hugsaniegt væri að fá ís- lensku kennda við Grant McEwan Community Coll- ege. Ungirlektir voru góð- ar, en félaginu sjálfu fal- ið að hafa upp á kennara í þessari námsgrein. Og átti að hef jast handa samstund is um að verða sér úti um slíkan kennara. Halldúra Bjarnadúttir vift ritvélina

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.