Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1973 JŒfifd oq SkohLX sfJtih ^ahdtui ýahdáAA&Jon Auglýstar voru 24 stöður í Kenya og Tanzaníu á vegum að- stoðar Norðurlandanna við þró- unarlöndin. — Sjötíu íslendingar sóttu um þessar stöður, auk fólks frá öllum hinum Norður- löndunum. — Sjö Íslendingíir geta fengið þarna stöður, er það mun meira en búist var við. VeðurfræSingai segja að meðal- hilinn mánuðina júní til og með september yrði í ár 0,7 gráSum á selsíus. lægri en í meðalári. — Þá var úrkoma 26 mm meiri en i meðalári . í . Reykjavík, eSa 98 mm. Borgarráð Reykjavíkur hefur fengið dómkvadda menn til að kanna og meta tjón, sem varð í Reykjavík I ofviðrinu 22.—23. september sl., þannig að aðilar, sem urðu fyrir tjóni eigi mögu- leika á fjárhagsaðstoð frá Bjarg- ráðasjóði. Forseti íslands hefur aS tillögu DómsmálaráSherra skipað Þor- varS Kerúlf Þorsteinsson, deild- arstjóra i LandbúnaSarráSuneyt- inu til að vera bæjarfóketa á ísafirSi frá 1. október 1973. Austfirðingar fengu heldur bet- ur sumarauka aðfararnótt 1. okt. og fram eftir degi, en þá var hitinn víða 15—20 stig á selsíus og náði þessi hiti allt til Akur- eyrar. Mestur var hitinn á Dala- tanga en þar fór hitinn upp í 24 stig. — Þetta er sumsé hinn svokallaði Hnúkaþeyr. Samningar hafa tekist á milli Reykjavikurborg og Hafnarfjarð- arbæjar um lagningu hitaveilu í Hafnarfjörð og hefjast fram- kvæmdir væntanlega þegar á næsta árL Dr. Páll ísólfsson færði Alþingi íslands að gjöf fyrir nokkru handrit sitt að Alþingis-hátíðar- kantötunni, er hann samdi við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og frumflutt var á Alþingishátiðinni á Þingvöll- um 1930. — Alþingi ákvað að gefa verkið út á prenti. Selfoss eill af skipum Eimskipa- félags fslands strandaði við SeyS isf jörS 4 október sl., nánar tiltek- ið út af Vatnsdalseyri, marg- ítrekaðar tilraunir voru gerSar til aS ná skipinu á flot, en þaS tókst að lokum þann 9. okt, en til þess þurfti aS fá tvö varðskip, Þór og óðinn svo og Skógarfoss og Reykjarfoss. Breskum togurum við fsland hefur nú fækkað verulega, og halda sig mun utar en áður. — Þegar varðskipin nálgast hafa togararnir híft inn veiðarfærin og siglt sem hraðast út fyrir 50 mílna mörkin. Kennsla í Barna- og Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja mun hefj- ast þar bráðlega. — Samkvæmt könnun sem gerð var 31. ágúst verða 182 börn við nám í Vest- mannaeyjum í vetur. — Þegar hafa verið ráSnir 10 kennarar í fullu starfi og einn í hálfu starfL Strákagöng á Siglufirði lokuðust vegna skriðufalla er þar urðu beggja vegna við göngin, eftir miklar rigningar á Siglufirði í byrjun október. A fundi verðlagsráSs nýlega varð samkomulag um aS lágmarks- verð á firski sem gili hefur til 30. september slculi hækka um 15% að meðaltali frá 1. október 1973. Átta af tólf kúm bóndans á Snæringsstöðum í Vatnsdal lágu dauðar i fjósinu er komið var þar inn einn morguninn. — Er tjónið metið á upp undir eina milljón ísl. kr. miðað við árs- grundvöll, ekki sást á kúnum en fullvíst er talið að þær hafi drepist af raflosti vegna út- leiðslu í fjósinu og sennilega far- ið í brynningartækin. Það bar til tíðinda fyrir nokkru á Höfn i Homafirði að þangaS kom belgiskur togari með veik- an mann. Þótti mönnum sem möskvastærð á Irolli logarans væri eilthvað grunsamleg og v.oru tilkvaddir löggildingar- menn að líta á það. — Kom í Ijós að möskvamir voru allt niS- ur í 90 mm aS stærð en þeir meiga ekki vera minni en 120 mm hér við land. Þá var varpa togarans klædd innan með nilon. Ekki er sagan öll sögS þar með. Skipstjóranum mun ekki hafa lit ist á þá tilhugun að svara til saka fyrir ísl. dómstólum og lók til bragSs aS reyna að laumast burt um nóttina í skjóli myrk- ursins. En þá vildi ekki betur til en svo að logarinn slrandaði í innsiglingunni svo flóttatilraun- in rann út í sandinn. Austur á Skeiðarársandi er nú hafin bygging alstærstu brúar landsins, 904 metra brúar yfir Skeiðará sjálfa, en á sl. ári voru smíðaðar á sandinum tvær stór- brýr, 420 metra brú yfir Súlu og Núpsvötn og 376 metra brú yfir Gígju. Sala áfengis jókst um nærri 40 prósenl mánuðina júlí-septem- ber miðað við sama tima i fyrra. Verðhækkun hefur orðið nokk- ur síðan í fyrra, en þó er um verulega neysluaukningu að ræða samkv. heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins MESSUBOÐ Fyrsla lúterska kirkja John V. Arvidson, Pastor. Sími: 772-7444 9:45 a.m. Sunday School 10:00 a.m. The Service HJÁLPARNEFND SAMBANDSAFNAÐAR í kæri minningu um — Lilliam Jones, Rósa Dahllke, Johanna Jeffery og Harry Reid. $20.00 Mrs. Margret Thorvaldson með þakklæti Kristín R. Johnson, féhirðir Leiðréfting 1 greininni um — Lome Bjamason „íslendingur frá Gimli lifandi liður í korn- verslun,“ L.-H. 27. sept. var það skakkt hermt að móðir Lornes væri látin. Þeir sem eiga hlut að eru beðnir afsök- unar á þessari leiðu villu. Þess má geta að síðastliðið sumar voru æskuvinir Lom- es Terry og Loma Tergesen á ferð í Evrópu og heimsóttu þá Lome og Brendu konu hans í Brussel. STYRKT ARS J ÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU Mr. og Mrs. Th. J. Palsson Arborg, Man. $100.00 Mrs Helgi Palsson, Arborg, Man. $10.00 Mr. og Mrs. Hjalti Tomasson, San Jose, Califomia $15.00 Kelso, Washington USA $5.00 Miss Hrefna Egilsdóttir R. N., Chicago, Illinois USA $10.00 Mrs. Guðrun B. Arnason Gimli, Man. $5.00 In loving memory of our aunt, Sigrun Lavergne. Margaret Tomasson, San Jose, Califomia, Bernice Swait, Ontario, Shirley Thorvardson, San Jose Sharon Thorgerson, Winnipeg, Man. $25.00 Mrs. H. Holm, Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, Treas., 910 Palmerston Ave., Winnipeg, Man. R3G 1J5 Dónarfregnir Magnús Jónatan Danielson andaðist 25. september 1973 á Árborg Memorial sjúkra- húsinu í Árborg, Man., 69 ára að aldri, og hafði átt við langvarandi sjúkdóm að stríða. Hann var fæddur að Gimli Man., 30. nóvember 1903, en flutti til Árborg á yngri ár- um og rak þar bifreiðaverk- stæði (garage) þar til heilsan tók að bila. Hann var í sveit- arstjóm R. M- og Bifrost um árabil, þjónaða í stjómar- nefnd „Chamber of Comm- erce“ var einn af þeim sem stofnaði fyrsta — „curling rink“ og „recreation centre“ bæjarins. Síðustu sex árin starfaði Magnús fyrir Ever- green skólahéraðið í Arborg, var fyrsti bílstjóri er ók böm um þar í skóla. Auk eftirlifandi eiginkonu, syrgja Magnús tvær dætur, Mrs. Beatrice Olafson í Riv- erton, Man., og Mrs. Harold Einarsson (Blanche) í Winni peg, einn sonur Roderic í Brandon, Man., 9 bamaböm og eitt bama-bamabam. — Einnig syrgir hann einn bróð ir, Ben Danielson og fjöldi annarra skyldmenna óg vina Tvo bræður haifði haníl misst, Guðjón í Árborg árið 1972, Helga að Gimli, 1973. Tengdasonur hans, Haraldur Olafson frá Riverton, lést órið 1971. Séra Robert Byhre flutti kveðjumál í lútersku kirkj- urrni að Árborg. RICHARD BECK: Andstæður Sumarkvöld Blærinn strýkur boga símim bláa voga, heiðar stjómur hátt í dýpi himins loga. Hauslmörk Bólstrar yfir bládjúps hyl brúnadökkir banga, þungt er öldu undirspil út við flúðavanga. Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvamarmeðal, sem hreinsar blóSið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hoUustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag 1 lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og íinnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. ...NEW! Lowestjetfares nonstop to Iceland from Chicago lcelandic Airlines (Loftleidir) now gives you a choice of non-stop scheduled jet flights to lceland from New York OR CHICAGO! All with lowest jet fares of any scheduled airline to lceland and to Luxembourg in the heart of western Europe. ALSO, regularly scheduled jet service from New York or Chicago, via lceland, to Oslo, Copen- hagen, Stockholm, Glasgowor London. You can stop over and visit lceland, at no extra air fare, on your way to the rest of Europe. For full details and folders on new fares, see your travel agent or contact: ICELANDIC LOFTIEIDIR 630 Fifth Ave., New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 S. Wabash Ave., Chicago, III. 60603; Phone (312) 372-4797 Phone Toll Free In Continental U.S.: (800) 221-9760

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.