Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Side 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1973
GULNUÐ BLOÐ
GUÐRÚN FRA LUNDI
„Á ég að láta þér það eftir, Hilda mín. Mig
langar ekki sérlega mikið til að fara að búa aftur
í Grenivík."
„Það hefði ég verið búin að bjóða Guimari, ef
ég hefði ekki vitað, að Markús ráðstafaði því
svona.“
„Hver hefur 9agt þér það?“ spurði Margrét
hissa.
„Það hefur heyrzt eitthvað um það eftir Sól-
veigu í Múla,“ sagði Hilda.
En sú skrafskjóða,“ sagði Margrét-
„Það er ekki laust við að ég öfundi þig, þó að
það sé ekki fallegt," sagði Hilda. „Nú er Auð-
björg vesalingurinn að hugsa um að drífa sig til
Ameríku. Eg er hissa á því, ef hún getur farið frá
kerlingarstráinu henni móður sinni. Mér sýnist
henni fara aftur með hverjum mánuði. Líklega
væri bezt fyrir mig að fara þangað, en ég gæti
aldrei skilið við mömmu og systkinin. — En það
gæti verið, að mér myndi batna hóstinn þar.“
„Þú mátt ekki fara frá mömmu fyrr en Hanna
er fermd. Nú er ég að yfirgefa hana í annað sinn.
Bara að ég komi ekki heim til hennar aftur sem
vængbrotinn fugl,“ sagði Margrét raunamædd.
,Auðbjörg tárfel'ldi, þegar hún sá, að kommóð-
an Margrétar var flutt að Grenivík aftur.
„Sú ætlar ekki að syrgja Markús lengi, þó að
hún væri eyðilögð yfir veikindastríðinu í fyrra-
sumar. Það verður ekki langt þangað til hún
fer að lúra hjá Gunnari stórbónda. Þvílík bölvuð
skömm- Þama ætla þau að fara að búa saman alein
eins og áður,“ sagði hún.
Daginn eftir flutti Margrét og hafði með sér eina
systur sína. Hún lét hana sofa hjá sér.
„Þau ætla að koma krökkunum í fæði til henn-
ar, Melhúsahjónin. Vita sem er að það munar um
mannsfæðið" sagði Sigurlaug.
„Varla hefði Markús fræiidi verið ánægður yfir
því að hafa bæinn fullan af fólki, sem lítið gerir
annað en éta. En hvað er að tala um það. Það er
eins og fyrr, óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.
Ekki er ómögulegt að ský dragi fyrir sólu nú eins
og fyrr.“
„Þetta eru hans fyrirmæli heyri ég haft eftir
móður hans,“ sagði Kláus háðslega. „En hvað það
hefur átt að þýða fyrir Nikulás að fara að biðla
til hennar, get ég ekki skilið. Varla hefði hann
fengið mikið af skepnunum fyrst Gunnar var orð-
inn eigandi þeirra. Hann logar af illsku yfir að
hafa ekki eignast þær, enda er það laglagur hópur,
sem Gunnar fær þar fyrir ekld neitt.“
Þetta var vanalegt umræðuefni við hvem, sem á
heimilið kom. Stundum ráðgerðu þau gömlu hjón-
in að selja allt og drífa sig til Vesturheims. Böm
þeirra létu vel af sér þar.
Ekkert varð þó af því þetta vorið. Þau yrðu
líklega að bíða eftir, að amma gamla fengi hvíld
frá jarðlífinu, því að hvergi var pláss fyrir hana
annars staðar en hjá þeim. Engum gat heldur
dottið í hug að leggja upp með hana í aðra heims-
álfu, enda tæki hún það ekki í mál. Heldur færi
hún á sveitina.
34.
Það byrjaði sami búskapurinn á hinum pörtum
jarðarinnar og áður hafði verið. — Margrét var
myndarleg og vinsæl húsmóðir.
Svonia leið hálft annað ár.
Þær mæðgur, Auðbjörg og móðir hennar, von-
uðu að sú mikla álfkona í Háuborg færi eitthvað
að láta til sín taka, en það leit út fyrir að hún
væri orðin sinnulítil og afskiptalaus í seinni tíð.
Reyndar sagðist Guðbjörg aldrei sjá þess merki,
að um neina trúlofun væri að ræða milli Gunnars
og Margrétar- Sambúðin væri náttúrléga fjarska
friðsöm, en það væri eins og einhver þunglyndis-
svipur á henni.
Það var Hilda sú eina, sem gat lífgað hana upp,
þegar hún kom. Hún gat nú líka komið öllum til
að hlæja, stúlkan sú. Samt duldizt það engum, að
heilsu hennar hnignaði með hverjum mánuði sem
leið. Hóstinn varð þrálátari en hann hafði verið
imdanfarin ár og hún horaðist stöðugt.
Eitthvað var verið að leita læknis, en það dugði
lítið. Brynhildur var áhyggjufull hennar vegna, en
faðir hennar bjóst við, að hún hresstist með sumr-
inu, eins og áður. Það var komið á þriðja ár, síðan
Markús sálugi var fluttur burt frá Grenivík til
hinztu hvíldar.
Þá fréttist það eftir Sólveigu, móður Gunnars,
að nú ætluðu þau Gunnar og Margrét að setja upp
hringana á jólunum. Hún væri nú víst loksins búin
að ráða það við sjálfa sig að giftast honum. Það
hefði nú svo sem verið ástæða til að vera lengi að
velta því fyrir sér að taka öðrum eins myndar-
manni, sagði hún- Og það voru víst margar konur,
sem voru á sömu skoðun.
Það var vel sótt kirkjan á jóladaginn.
Margrét hafði þann sið að veita öllum kirkju-
gestum kaffi, nema þeim, sem fóru inn til Sigur-
laugar.
Móðir mín fór allltaf inn í þá baðstofu, og ég
varð að fylgja henni, en þegar hún var ekki með
mér elti ég Hildu inn og drakk kaffi hjá Mar-
gréti. Hún var með mikið fínna brauð en þær á
hinu búinu.
Þennan dag varð ég að fara inn til Sigurlaugar.
Hún var lík og hún var vöm, sístynjandi og sveitt
og með sífelldar kvartanir yfir því, sem hún hafði
við að stríða.
Þegar Jóhanna dóttir hennar fór að spyrja hana
eftir því, hvort búið væri að setja upp hringana
þama á hinu búinu, svaraði hún stuttlega:
„Eg hef ekki grennslast eftir því, en mér sýnist
Brynhildur óvenju kvik í spori, þó að hún sé
náttúrlega all'taf sfearplég í hreyfingum. Það er
líka ðhætt um það, að hún þarf víst ekki að kvíða t
framtíð Margrétar í þetta sinn.“
„Það leit nú Hka nógu blómlega út í fyrra skipt-
ið,“ sagði Jóhanna
„Það sér nú enginn það ókomna út. Bezt að lofa
daga að kvöldi,“ sagði Sigurlaug spekingslega
Auðbjörg var með miklar háðsglósur um Mar-
gréti og Gunnar. Móðir hennar gaf henni aðvar-
amdi augnatUIit öðru hvoru, því að hún var gætin
í orðum.
,Þú skalt nú bara, Anna mín,“ sagði Auðbjörg
við mig, „reyna að óska þeim til hamingju, eins
og þú sérð hitt fólkið gera. Eg sagði nú eins og
Hvernig senda skal póst
fyrir hátíðirnar
Vertu viss um að utanáskrift
sendanda sé hér
á ensku eða frönsku.
Vertu viss um að
póstgjaldið sé nægilegt
áðurenn þú sendir póstinn.
Skrifaðu skýrt utaná bréfið.
Skrifaðu landið á frönsku eða ensku, ekki öðru máli.
Vefðu vel utanum alla pakka sem sendast yfir hafið og láttu vera
traustlega bundið utanum þá. Farðu með þá í næstu póstafgreiðslu
og fullvissaðu þig um að póstgjaldið sé rétt.
TIL ÍSLANDS
og að þeir komist af stað fyrir
Bréf og kort
Pakkar
í skip pósti
9. NÓVEMBER
í FLUGPÓSTI
7. DESEMBER
5. DESEMBER
I*
Canada Postes
Post Canada