Lögberg-Heimskringla - 06.02.1975, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1975
SNJÓFLÓÐIÐ f HNÍFSDAL 1910
Frú Steinunn Eyjúlfsson í Seattle skrifar L.-H.
27. janúar. „Þegar ég las um snjóflóðið í Neskaup-
stað, segir Steinunn, „komu upp í huga mínum
minningar frá snjóflóðinu, sem féll í Hnífsdal við
ísafjarðardjúp og 20 manns létu lífið. Nokkra tók
snjóflóðið með sér út í sjó, og tvennt fannst aldrei
svo ég vissi.”
Steinunn var á ísafirði þegar þessi sorglegi at-
burður gerðist, en Hnífsdalur er stutt fyrir utan
Isafjörð. Hún lætur fylgja erindi ort af séra Lár-
usi heitnum Thorarensen, sem þá var kandidat á
ísafirði:
Helengill flaug yfir felli
Um bergsala byggðina alla
fór bylgjandi náhljómur fjalla,
hann breiddist frá brún yfir grundir
og bylgjumar léku þar undir-
Er hel engill flaug yfir felli
sprakk fannhengja þung yfir svelli,
og steyptist sem myrðandi móða
á morgni yfir dalverpið hljóða.
Og saman í ástvina örmum
þar elskendur lokuðu hvörmum,
og aðrir á einstæðings brautum
þar andaðir hvíldust frá þrautum
Úr titrandi tælandi siónum
og teknir úr gröf upp úr snjónum
í moldu þið leggist í líni
á leið ykkar geislarnir skíni.
Nú sofið hér saman í friði
fyrst sólin er hnigin að viði,
og búið er heimsstríð að heyja
að hryggjast og gleðjast og deyja.
Oss setur hér hrelda og hljóða
af helgidóm föðursins góða.
með samhryggð af annara sálum
vér sameinumst þögulir tárum.
Ort hefur séra Lárus heitinn
Thorarensen þá kandidat á
ísafirði.
FARA MENN BRÁÐUM AÐ GERA SÉR
MAT ÚR FRÉTTABLÖÐUNUM?
Því verður vísft ekki neitað að flest blöð beri töluvert
af andlegu léttmeti fyrir lesendur. Að minnsta kosti fá all-
ir, sem nokkuð fást við blaðamensku að heyra það, að sumt
af þessu prentaða máli þeirra, sé ekki þess virði að eyða
pappír undir það. Þetta lætur maður sér lynda og tekur
sannleikanum með jafnaðargeði. Með einhverju þarf að
stoppa í götin milli fréttanna, og það í snatri, því alltaf er
maður í kapphilaupi við þetta eii'ífa “deadline,” sem sífellt
er á hælunum á manni, og verður því fjótaskrift á mörgu,
sem heimtað er á mmútunni-
En nú er nýtt komið upp á teninginn. Því er spáð að
innan skamms fari menn að stinga gaffli í görnlu frétta-
blöðin dín, bera þau sér til munns í smábitum og næra á
þeim Hkamann. Þau hafa nefnilega í sér mörg þau efni sem
liíkaminn þarf á að halda til að njóta samvistar við sálina til
lengdar, og góð næring er víst í þeim nema prentmáUnu. —
Blekið þarf að hreinsa úr blöðunum áður en menn leggja
sér þau tiil munns.
Margar milljónir manna í heiminum líða matarskort,
og enn fleiri líða fyrir skort á prótéin efni. Þetta les maður
um daglega í blöðunum, annars kæmi það flatt upp á mann
hvað vísindamenn eru famir að gera í málinu, en flest
vandamál heimsins lenda á þeim, hvort heldur er að halda
lífinu í mannfólkinu eða flýta fyrir því inn í eilífðina. —
Naut og kýr hafa ekki við að framleiða kjöt og mjólk handa
öllum, enda þarf ekki allt til þeirra að sækja, segja þeir sem
vitið hafa. Vel má búa til góðan mat úr mörgu, sem nú er
hent í sorpið, og pappír af öllu tagi leggur sitt til. — Mér
skilst að hann haldi öllum öðmm efnum saman, sé eins og
egg í pönnukökum.
Eg las þessa frétt einmitt í morgun, í einu hinu virðu-
legasta, fróðlegasta og skemmtilegasta blaði sem ég þekki,
“The Christion Sciance Monitor.” Þar er vandlega farið út
í allt málin uviðkomandi, vísindalegar rannsóknir, vélar og
hvaðeina, en við sleppum því, það er mér ofurefli að skilja
og skýra slíkt og annað eins, enda kærir sig enginn um að
ættfræða það, sem borið er á borð, ef það er gott á bragðið?
Ef allt gengur vel fer maður að fá pappírskjöt í soðið
innan 25 ára, svo það getur orðið aðgalveislukosturinn þegar
haldið verður upp á næstu aldamót- Þá getur maður gert
sér gott af kræsingunum með góðri samvisku, því matseðl-
unum verður sjálfsagt haldið saman svo menn fái að borða
þá einhvern tíma seinna þegair þeir hafa lyst á.
Vísindamenn sögðu frá þessu bruggi sínu á fundi, sem
þeir héldu um síðustu mánaðarmót í Geneva, N.Y. Á þess-
háttar fundum koma þeir venjulega öllu upp um sig, en
enginn tekur eftir því nema blöð, sem eru svo samvi^kusöm
að vera alltaf allstaðar, svo þau geti sagt manni hvað muni
ske áður en það skeður.
Kjötið sem menn borða í framtíðinni verður ekki kjöt,
sagði einn vísindamaðurinn, en það fer eins vel undir tönn
og verður kryddað með ekta kjötsafa. Eins sagði hann að
mundi verða um mjólkina. Hún yrði samansett af alskonar
gerfiefnum en enginn mundi fynna það á bragðinu. Jurtir
og allskonar olía verða í öllu þessu kiamímeti.
En matarmestur er pappírinn, segja þeir. Hann er alveg
furðulegt hráefni í svonalagaðan samsetning, og best eru
fréttablöðin því þau eru eintómur selljulósi (cellulose), að
blekinu undanskildu og úr þeim má gera ágæta máltíð þeg-
ar þar að kernur.
Þau eiga eftir að koma mannkyninu að góðum notum
blessuð blöðin- C.G.
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. LTD.
512-265 Portaga Avenue, Winnipeg, Man. R3B 2B2
Edilor Emerilus: Ingibjörg Jonsson
Edilor: Caroline Gunnarason
President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson;
Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager,
S. Aleck Thorarinson.
Subscription $10.00 per year — payable in advance
TELEPHONE 943-9931
“Second class mail registration number 1667”
Printed by: GARDAR PRINTING LIMITED
Eg á einn lítinn nágranna,
sem hefur gaman af dyra-
bjöllunni minni og ég held
helst að hann hafi ekki sinnt
jólagjöfunum sínum fyrir
mér og bjöllunni. — Það er
bara verst að ég á bágt með
að stökkva upp á nef mér
við krakka og svo verður
auminginn litli fyrir von-
brigðum, nema þegar
mamma hans nær í hann og
tuskar hann til fyrir óþekkt-
ina.
Einu sinni kom ég til dyr-
anna, og þar stóð hann með
einn puttann á bjöllunni en
öll fötin sín og þurkuna á
öðrum handleggnum, „farðu
heim til þín og klifraðu aft-
ur ofan í baðið því nú ertu
orðinn óhreinn á fótunum,”
sagði ég.
„Nei, ég skríð heldur í rúm
ið mitt,” sagði strákur. —
„Mamma sér ekki fætumar
ef ég er nógu fljótur að
komast í rúmið.” Hann sagði
að hún væri alltaf að þvo sér
og reka sig í rúmið nú ætlaði
hann að fara sjálfur í bólið
áður en hún kæmi aftur inn,
þá losnaði hann að minnsta
kosti við að þvo sér tvisvar á
einu kvöldi
„Hvar er mamma þín?”
„Hún er ofan í kjallara að
þvo af því ég missti kókið
mitt ofan í rúmið.”
„Á ég að segja henni að þú
hafir komið með óhreinar
fætumar og narrað mig til
dyranna?”
Hann stakk upp í sig þum
alfingri og brosti út undir
eyru. „Þú segir ekki eftir
mér. Langar þig til að eiga
kött? Eg get náð þér í kött.”
„Af hverju segi ég ekki
eftir þér, og af hverju villtu
nú mér í kött?” spurði ég.
„Af þvi þú ert gráhærð
amma” flyssaði Htli snáðinn.
Atlar ömmur eiga kött, og ég
skal passa hann fyrir þig ó
hverjum degi ef þú segir
ekki eftir mér.”
„Maður má ekki hafa kött
í blokkinni ”
„Kellingin hinumegin á
kött. Haxm slapp út þegar ég
hringdi bjöllunni hennar í ó-
gáti. Ó hún var reið, ó það
var gaman, ég skal ná í gula
köttinn hennar handa okkur,
hún má ekki hafa hann
hvort sem er.” — Svo þaut
hann eins og á mjúkum katt
arlöppum að dyrum bonunn-
ar, með bjöllu puttann á
lofti. Þá heyrðist til mömmu
hans í stiganum og hann hipj
aði sig heim. C.G.