Lögberg-Heimskringla - 06.02.1975, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1975
5
HRINGVEGURINN Á 5 DÖGUM Á PUTTANUM
Eftir Gísla Guðmundsson
ÞAÐ var um miðjan september að
Iijá mér bar mér óvæntan gest að
garði og þá ekki síður óvenjuleg-
an. Þetta var ungur kanadamað-
ur, Rick Entwistle að nafni, 27 ára
gamall veraldarflakkari.
Ekki bar hann það þó með sér
þar sem hann stóð á stéttinni fyr-
ir framan dyrnar, af meðalhæð og
grannvaxinn, með Ijóst, liðað hár
niðui á herðar. Klæddur var hann
í vandaðar leðurbuxur, vindjakka
og létta gönguskó á fótum. Um
öxl bar hann frekar litla,
úttroðna strigatösku og i hendi
einn af þessum fyrirferðar-
litlu svefnpokum, sem fram-
leiðendur hér hafa enn ekki
á boðstólum. Er hann var
kominn i inn á gólf sá ég að
hreinlæti og snyrtimennska ein-
kcnndi bæði hann sjálfan og far-
angur hans, meira að segja hið
síoa hár var hreint og vel hirt.
Þessi ungi maður færði mér
oréf og kveðju frá dóttur minni í
Winnipeg, með beiðni um fyrir-
greiðslu ef með þyrfti. Yfir kaffi-
bc !a fór ég að spyrja hann frétta
um ferð hans og frásögn hans
kom mér satt að segja á óvart. „£g
lagði af stað frá Vancouver og fór
fyrst til Winnipeg og Gimli til að
hitta foreldra mína. Þaðan fór ég
svo til Chicago, allt þetta á puttan-
um eins og vanalega. Hingað kom
ég svo með Loftleiðavél I morgun
og ætla nú að fara I kring um
Island á puttanum, geri ráð fyrir
viku til 10 dögum I það. Héðan
flýg ég til Luxemborgar og þaðan
til baka til Englands. Til Höfða-
borgar i Suður-Afríku fer ég svo
með skemmtiferðaskipi og hef svo
pantað far með öðru þaðan til
Nýja-Sjálands."
Ég er ekki frá þvi að neðri
kjálkinn á mér hafi farið að siga
yfir þessari frásögn sem var sögð
með hæglátri rósemi, ámóta og
um fyrirhugaða ferð austur yfir
fjall væri að ræða. Að ætla á
puttanum kring um Island um
þetta leyti árs fannst mér nokkuð
djarft fyrirtæki og fór eitthvað að
útlista það. En ég sá að maðurinn
var bæði þreyttur og syfjaður eft-
ir ferðina, hafði auk þess orð á
því að flugferðir færu í magann á
honum, svo að ég bauð honum til
sængur. Ekki vildi hann uppbúið
rum heldur breiddi svefnpokann
sinn á dívan og skreið i hann.
Hann svaf I striklotu til næsta
morguns, vaknaði alhress og eftir
smá árbit dreif hann sig af stað til
að skoða borgina. Ég bauð honum
gistingu aftur hvað hann þáði,
satt að segja var mér farið að
þykja þessi ungi maður ærið for-
vitnilegur og vildi láta hann leysa
betur frá skjóðunni.
Hann birtist aftur um kvöld-
matarleytið og var þá búinn að
fara furðulega víða um borgina,
skoða söfn og merka staði. Hann
hafði orð á því að sér fyndist
Reýkjavík falleg og hreinleg en
hrifnastur var hann af safni Ein-
ars Jónssonar. , Þar langaði mig
til að dvelja Iengur,“ sagði hann.
„Nú ætla ég af stað i
hingferðina I fyrramálið," bætti
hann við ósköp blátt áfram.
Þó að ég væri nú farinn að sjá
að þessi un-' maður var enginn
aukvisi fannst mér ástæða
til aö vara hann við Is-
lensku veðurfari að haustlagi. Ég
dró fram vegakort og fór
að útskýra leiðina fyrir hon-
um, benti á fjallvegi sem væri
varasamt að leggja á i tvísýnu og
langt á milli byggða. Hann þakk-
aði mér upplýsingarnar en s^gði
svo brosandi: „Ég geng yfirleitt
ekkert, sest bara niður og bið
eftir næsta bil.“ Ég hælti við að
segja honum að það gæti verið
kaldsamt að sitja á steini í roki og
ngningu og langt á milli bila. Ég
hafði orðið mér úti um leyfi fyrir
hann hjá Noröurleið aö fá að sitja
i rútum þeirra á leiðinni til Ak-
ureyrar og fékk honum ávisun á
það. Hann spurði mig hvort ég
þyrfti að borga fyrir þetta og er
ég kvað nei við þakkaði hann fyr-
ir þetta og sagði: „Ég á nóga pen-
inga og get borgað fyrir mig.“
Satt að segja fannst mér hann
hafa góölátlegt gaman af þessu
bjástri mínu. Svo afsakaði hann
sig og skreið í pokann sinn en ég
sat eftir litlu fróðari um lifsævin-
týri þessa unga manns sem varð
mér æ forvitnilegri.
Um sjöleytið næsta morgun var
hann kominn á flakk, bað um
leyfi að fara í bað, þáði morgun-
mat og Ijélt siðan út I dumbungs-
þoku og sudda með skjóðuna um
öxl og svefnpokann undir hendi,
þakkaði fyrir sig með virktum. Er
ég horfði á eftir honum niður
götuna flaug mér i huga svip-
mynd frá liðnu sumri, kunningja-
hjón mín að búa sig út f sömu ferð
meó þvflfkt hafurtask að það rétt
rúmaöist f bilnum þeirra og
stærðar húsvagni. Samt hafi ég
minni áhyggjur að férð hans en
þeirra.
Það var á föstudagsmorgni sem
hann lagði af stað og yfir helgina
hvarf hann úr huga mér. En um
hádegi næsta miðvikudag var
dyrabjöllunni hringt og er ég opn-
aði dyrnar stendur hinn ungi,
kanadiski vinur minn á stéttinni
og heilsar mér glaðlega. Satt að
segja varð ég hálf hvumsa við,
hann kominn aftur eftir 5 daga,
svo að ég spurði hann hvort hann
hefði hætt við ferðina fyrir norð-
an. „Nei, ég er búinn að fara
hringinn," svaraði hann. „Ég var
á Selfossi í nótt, hefði vel getað
komist til Reykjavfkur en nennti
þvi ekki.“ Og nú ætla ég að láta
hann sjálfan segja ferðasögúna
eins og hann gerði það I bréfi er
hann skrifaði mér frá London.
Þýðingin er lausleg og svigar frá
mér.
„Nú er ég búinn að koma mér
fyrir f smábæ sunnan við London
og verð hér uns ég legg af stað
með skipinu þann 11. okt. til
Höfðaborgar. Þvi ætla ég nú að
standa við loforð mitt og reyna að
gefa þér lýsingu á ferð minni
kring um Island. Er ég lagði af
stað á föstudagsmorgni var dimm-
viðri og dálftil rigning. Er ég kom
niður á þjóðveginn norður
(Miklubraut) stansaði fyrsti bfll
sem bar þar að og hann flutti mig
norður að Stað (Staðarskála) þar
sem ökumaðurinn ætlaði i lax-
veiði. Ég sá lítið af umhverfinu á
leiðinni norður vegna þoku og
rigningar og vegurinn var slæmur
eftir umferð sumarsins. Við feng-
um okkur kaffi á leiðinni og kom-
um að Stað 13.30. Þá var Norður-
leið þar og mig langaði til að fara
með henni því ennþá var rigning
og rok. Þarna beið ég svo sem
hálfa stund, einir 7—8 bflar fóru
framhjá en svo stansaði bill sem í
voru tvær konur og tvö ung börn i
aftursæti og með þeim fór ég til
Blönduóss. Þær sögðust vera I
sumarfrfi og á leiðinni á ein-
hverja hátfð i sambandi við kind-
ur (voru að fara í réttirnar). Nú
var komið bjart veður en ennþá
hvasst. Ég fékk mér að borða á
hótelinu og Norðurleið kom á
meðan. Sfðan gekk ég austur úr
bænum, beið við veginn i um 20
min. og þá kom bóndi og flutti
mig um 20 km vegalengd. Þar
beið ég smástund uns ég komst f
bil hjá fjölskyldu sem var á leið
til Sauðárkróks og skildi mig eftir
f Varmahlíð. Þar við vegamótin
beið ég f um klukkustund, það
fóru stórir fjárhópar framhjá og
nú sást til fjalla og ég naut þess að
bíða þarna. Loks stansaði bill og f
honum maður á minum aldri,
sagðist vinna hjá símanum. Hann
flutti mig til Akureyrar, komum
þangað um sólsetur og þar gisti ég
á farf uglaheimili.
A laugardagsmorgun fór ég á
fætur kl. 7 og komst f tveimur
áföngum austur fyrir fjörðinn.
Nú var sólskin og fagurt veður og
ég naut tilverunnar þarna I
brekkunum andspænis Akureyri.
Svo komu 3 strákar á minum aldri
f Volkswagen og með þeim var ég
svo allan daginn. Við stönsuðum
við Goðafoss, fórum austur um
Mývatn, að Dettifossi, Asbyrgi,
Húsavfk og komum aftur að
Reynihlíó um kl. 9 (vel af sér
vikið). Eftir dálitla hressingu á
hótelinu fóru strákarnir aftur til
Akureyrar en ég lagðist til svefns
f nálægri hlöðu.
Eftir um hálftfma bið á sunnu-
dagsmorguninn fékk ég far alla
leið til Reyðarfjarðar með manni
sem talaði enga ensku. Hann
benti mér bara á ýmsa merka
staði en annars var ferðin þögul.
Til Reyðarfiarðar komum við um
hádegið og ég fékk mér góðan
hádegisverð áður en ég fór út á
veginn aftur. 1 þetta sinn varð ég
að bíða I um klukkustund, það
fóru all margir bilar framhjá og
að lokum kom bill með fjölskyldu
innanborðs sem flutti mig að
Kirkjubóli (Stöðvarfirði). Eftir
hálftfma bið þar stansaði gamall
bóndi, tók mig upp f og flutti mig
að Heydölum (Breiödal). Hann
var sí-tautandi alla leiðina og bað
mig um 100 kr. er hann hleypti
mér út. Hefur sjálfsagt ekki falliö
geð hvernig ég ferðaðist og
haldið að ég lifði á sníkjum. Aftur
fékk ég far með fjölskyldu sem
flutti mig til Djúpavogs og kom-
um þangað um sólsetur. Tvö lítil
börn i aftursætinu störðu á mig
alla leiðina. Um nóttina svaf ég f
gömlum skúr nálægt veginum.
A mánudagsmorguninn var
komið rok og dimmviðri og það
fór að rigna rétt eftir að ég kom
upp á veginn. Umferð var
sama og engin og nú beið ég
í tvo tíma árangurslaust. Þá var
kominn í mig hrollur svo ég
gekk niður i bæinn og fékk mér
að borða á hótelinu. Svo fór ég
upp á þjóðveginn aftur og enn
varð ég að bíða f tvo tima i rign-
ingu og roki en þá kom bíll sem
flutti mig að Höfn i Hornafiröi.
Það var stöðug rigning og dimm-
viðri og ekkert útsýni. Ég var
blautur og hrakinn og ákvað þvi
að gista á hótelinu. Þar fékk ég
mér bað, þurrkaði og þvoði fötin
mín og átti ágæta nótt.
A þriðjudagsmorguninn var aft-
ur komið sólskin en vindurinn var
um 100 km á klukkustund. Fyrst
fékk ég aðeins far stutta vega-
lengd og beið þar svo í 2 tíma
þvf að umferð var mjög lít-
il. En svo stansaði enn ein
fjölskyldan og flutti mig að
Svfnafelli, stansaði á leiðinni við
jökulsá (á Breiðamerkursandi).
Frá Skaftafelli fékk ég
fljótlega far með strák á mínum
aldri sem fór með mig alla
leið að Selfossi og komum þar um
kvöldmat. Hann ók mjög hratt
alla leiðina og virtist ekkert
skeita um slæman veg. Nú nennti
ég ekki til Reykjavíkur, fékk mér
matarbita og fann síðan yfir-
gefna, gamla rútu sem ég svaf í
um nóttina. Til borgarinnar kom
ég svo á miðvikudagsmorguninn
eftir afar ánægjulega hringferð
um eitt fegursta og athyglisverð-
asta land sem ég hefi séð og vona
ég eigi eftir að heimsækja aft-
ur.“
Við þessa ferðasögu þefi ég
engu að bæta, Hún talar sfnu
máli. Þessi ungi maður fór suður
á Keflavikurflugvöll þetta kvöld
og til Luxemburg næsta morgun.
En áður en hann fór af minum
fundi gat ég þó látið hann segja
mér töluvert um sig og sina hagi
og gef honum þvi aftur orðið:
„í móðurætt er ég íslenskrar ætt-
ar, ég held að langamma min hafi
verið fslensk. Foreldrar minir
bjuggu I Winnipeg en fóru mjög
oft um helgar norður til Gimli,
þar sem þau áttu hús. Eg var
búinn i skólanum nokkuð
snemma og leiddist mikið að bíða
eftir því að faðir minn losnaöi úr
vinnunni. Þvf tók ég upp á þvi að
fara út á þjóðvegina norður og fá
far með bílum á leið til Gimli,
mun hafa verið 9 ára er ég tók
upp á þessu og fékk auðvitað
skammir fyrir. En ég hélt upp-
teknum hætti og það var hætt að
skamma mig enda fór ég strax
varlega og margir bílstjórar
þekktu mig. Sumarið sem ég var
16 ára fór ég i mina fyrstu lang-
ferð á puttanum, vestur til borg-
arinnar Vancouver og til baka,
um 5000 km. vegalengd og farnað-
ist vel. Þá festist í mér flökkueðl-
ið og frá því að ég lauk miðskóla-
prófi hefi ég verið meira og
minna á flakki. Ég hefi farið um
bæði Norður- og Suður-Ameriku,
Astraliu, Nýja-Sjáland, alla Vest-
ur-Evrópu og töluvert um Asíu og
Afrfku. Á landi ferðast ég alltaf á
puttanum, vinn oft fyrir mér á
skipum en verð að borga flugfar.
Ég er aldrei peningalaus á þess-
um ferðum og sníki ekkert nema
fritt far. Ef fólk er með nesti og
býður mér með sér þigg ég það en
neita oft máltíðum sem mér eru
boðnar. Eg gæti þess vel að vera
alltaf hreinn og snyrtilega til
fara, klæði mig I hentugar og
sterkar flfkur en aldrei afkára-
lega. Ég get beðið rólegur tfmun-
um saman við veginn, lengsta bið
mfn var 18 timar. Oftast sef ég
úti eða f skýlum í svefnpokanum
minum, hefi vatnsheldan dúk til
að vefja mig i og nota hann sem
tjald er ég bið I regni. En ég fæ
mér gistingu við og við til að fara
f bað, snyrta mig og þvo af mér.
Ég er alltaf einn á ferð.
Mig hefur lengi langað til að
heimsækja Island þvf að norður á
Gimli heyrði ég svo mikið um það
talað af islenska fóikinu þar, sem
mér hefur ætið fallið.svo'vel við.
Og ég er ákaflega ánægður með
þessa daga mina hér, bæði landið
og fólkið, sem hefur verið mér svo
einstaklega gott. Nýja-Sjáland
hefur verið mitt uppáhaldsland
og ég er að hugsa um að setjast
þar að, suðureyjan þar minnir
mig mikið á Island. Én ég á áreið-
anlega eftir að koma aftur til Is-
lands og dvelja hér þá lengur."
Þannig fórust þessum unga
manni orð af munni og ég sé ekki
ástæðu til að vera að prjóna miklu
aftan við þau. Mér var mikil
ánægja að fá hann f heimsókn,
það er ekki á hverjum degi að
maður fyrirhittir svona sérstæðan
persónuleika. Það var fengur fyr-
ir mig að geta greitt götu hans
litillega þvi að hann var svo
skemmtilega ólikur þessu venju-
lega bakpokafólki, sem oftar en
hitt er bæði ágengt og snikið. A
umtali hans um lönd og þjóðir var
auðheyrt að hann hafði mjög
næma eftirtekt og góðan skilning
á því sem fyrir augu og eyru bar
og að veraldarflakkið hafði reynst
honum mikil fróðleiks- og menn-
ingarlind. Máske það sé nú eftir
allt saman besti skólinn.