Lögberg-Heimskringla - 12.06.1975, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.06.1975, Síða 1
/7 Jan 75 Mra Helgi Danielson Bojc 10 GIMDI, Man. ROC ÍEO MUNH) ÚTVARP ÍSLAND, CKJS 810, WINNIPEG á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8:30 e.h. Dagskrárstjóri, Guðbjartur Gunnarsson 89. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. JÚNl 1975 NÚMER 22 LEIFUR HALLGRÍMSSON FORMAÐUR BETELNEFNDAR Leifur Hallgrímson, Q. C-, var kosinn formaður stjórn- arnefndar Betelstofnunar, sem var haldinn á Betel heimilinu í Selkirk 4. maí sl. Hann tekur við af dr. Ge- orge Johnson, er hafði gegnt embættinu undanfarin tvö ár. Varaformenn eru W. H. Finnbogason og Dennis B- Sigurdson; heiðurs formað- ur dr. P. H. T. Thorlakson, M. D., Fyrrverandi formað- ur dr- George Johnson, M.D., gjaldkeri K. W. Johannson, ritari Freeman Skaptason, heiðurs félagi Norman Stev- ens, Gimli, Man. Aðrir í nefndinni eru Grett ir Eggertson, S. A. Thorar- inson, Gordon Gíslason, dr. T- Kenneth Thorlakson, M. D. og A. P. Johannson allir búsettir í Winnipeg; John Guttormson, Lundar, Man., Stefan Sigurdson, Riverton, Man., H. Henrikson, Walter Dryden, Mrs- L. Thompson, Selkirk, Man., Mrs. Violet Einarson, Ernest Stefanson, Johann T. Arnason, Miss Sigríður Hjartarson, Gimli, Manitoba. TIL CAVILIER NORTH DAKOTA 15. JÚNl TILVONANDI VESTURFARAR UPPLÝSTIR UMGANG MÁLSINS Hinn 26. maí sl- var haldinn fundur á Hótel Sögu á vegum Þióðræknisflagsins í Reykjavík með þeim hluta ferðahóps- ins sem ætlar til Kanada í sumar — en fer ekki vestur á Kyrrahafsströnd. Var skýrt frá tithögun í Manitöba, hátíðshöldunum og ferða lögum í aðrar íslendingabyggðir og frekari móttöku gesta. Á myndinni til hægri stendur séra Ólafur Skúlason við há- talarann og skýrir málið, en tvisvar þurfti Guðión Einars- son liósmyndari að færa til myndavélina svo hún næði öll- um áhéyrendahópnum. SAGA BETELSTOFNUMAR KEMUR ÚT A NÆSTUNNI Nú er Frón deild Þjóðrækn- isfélagsins í Winnipeg búin að ganga frá öllu viðvíkj- andi hópferð suður fyrir lín- una til að fagna þar lýðveld- is hátíð íslands með sem flestum af íslenskum upp- runa. Ferðinni er heitið til Cavil ier, N. D. sunnudaginn 15- júní og verður lagt upp frá Fyrstu lútersku kirkju, 580 Victor St. í hópferðarbílum kl. 9.00 að morgni. Ætlast er til að ferðafólkið hafi með sér nesti til dagsins, því að- fangastaðurinn er hinn orð- lagði skrúðgarður, Gunn- lögson Park í grennd við Cavalier, sem umhverfið þáði að gjöf frá íslenskum landnema- Ferðin bostar hvem mann aðeins $6.00 og farið má panta af forseta Fróns, Garð ari Garðarssyni. Símanúmer hans heima er 253-2495, en á skrifstofunni 247-5140. Engin skemmtiskrá er fyr Framh. & bls. 8. Frú Ingibjörg S. Goodrid- ge hefur verið falið að skrá sögu Betelstofnunarinnar frá því að fyrsta Betel heimilið tók til starfa í Winnipeg fyr ir 60 árum, sagði dr. George Johnson, M- D. á ársfundi Betelnefndarinnar 4. maí sl. Dr. Johnson hefur verið for- maður Betel nefndarinnar 2 undanfarin ár, en lét af em- bætti í fundarlok. Sagan verður skráð á ensku og skreytt myndum. Er gert ráð fyrir að bókin geti komið út í júnílok. — ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ STYÐUR LÖGBERG-HEIMSKRINGLU Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefur frá upphafi tilveru sinnar látið sér annt um íslenska blaðaútgáfu vestanhafs, og síðastliðin ár hefur það stutt Lögberg- Heimskringlu með höfðinglegum fjárfram lögum. Sá styrkur kemur sér vel, því fjár- hagur blaðsins er jafnan knappur og sí- fellt barist í bökkum við að halda áfram útgáfunni. Samvinna blaðsins við Þjóð- ræknisfélagið er hin heillavænlegasta, enda hugðarmál beggja óaðskiljanleg. Nýverið afhenti gjaldkeri Þjóðræknis- félagið, Grettir Leo Johannson blaðinu $1000 að gjöf frá félaginu. Bankaávísunn fylgdi bréf dagsett 6. júní 1975. Þau um- mæli sem fylgja gjöfinni eru aðstendum blaðsins svo kærkomin að bréfið er birt orðrétt á blaðsíðu 2- Freeman Skaptason hefur umsjón með útgáfunni, en Garðar Printing Limited í Winnipeg mun annast prent- un hennar og ytri frágang. Sagan verður rakin í stuttu máli en engu sleppt sem varðar þróun stofnunar- innar. Ingibjörg hefur grann skoðað efnið, farið vandlega yfir fundargerðir og önnur plögg, sem fyrir hendi eru- Mun margt koma fram í sögu þessarar merku stofn- unar, sem nú er gleymt — mörg viðfangsefni á dagskrá sem á sinni tíð liðu mönnum úr minni jafnótt og þeim voru góð sgil gerð. Fer vel á því að rifja upp þennan kafla sögunnar á aldarafmæl isári vananlegs landnáms ts- lendjnga í Vesturheimi. Bók- in verður til sölu á rýmilegu verði á báðum Betel heimil- unum og víðar. í ársskýrslu sinni lét dr. Johnson vel yfir framgangi flestra mála, sem nefndin hefur farið með á árinu, að því einu undanskildu að enn hefur ekki tekist að fá sam- þykki Manitobastjórnar til Framh. & bls. 8. Flutt í ný heimkynni að 67 St. Anne's Road Fimmtudaginn 12. júní flytur skrifstofa Lög- bergs-Heimskringlu í sín nýju heimkynni að 67 St Anne’s Road, og bráð- lega verður hægt að til- kynna hið nýja símanúm er, sem okkur verður út- hlutað. Garðar Printing Limi- ted er flutt nú þegar og komið í fullan gang. — Sími Garðar Printing Limited er 247-5140, en heima símanúmer rit- stjórans er 774-9921-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.