Lögberg-Heimskringla - 19.06.1975, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 19.06.1975, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1975 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHED EVERY THURSDAY BY LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co Ltd. 67 ST ANNE'S ROAD. WINNIPEG. MANITOBA R2M 2Y4 CANADA TELEPHONE 247-7798 Et>ITOR> CAROLINE GUNNARSSON QOITOR EMERITUS: INGIBJORG JONSSON RRESIDENT. K. W. JOHANNSON, VICE-PRESIDENT, DR. L. SIGURDSON. SECRETARY-TREASURERV EMILY BENJAM1NSON. ADV'T MANAGER, S. ALECK THORARINSON SUBSCRIPTION $10.00 PER YEAR — PAYABLE IN ADVANCE — 8ECOND CL’ASS MAILING REGISTRATlON NUMBER 1667 - PRIN.TED BY GARDAR PRINTING LIMITED — PHONE 247-5140 MARGT ER AÐ ÞAKKA Þegar þetta eintak Lögbergs-Heimskringlu berst lesend- um í hendur verður skrifstofa blaðsins flutt í hin nýju heim- kynni sín að 67 St. Anne’s Road í Winnipeg, og blaðið byrj- að að búa þar um sig í hjáverkum. Vonandi rata þeir allir til okkar, sem eiga erindi við blaðið eða finna hjá sér hvöt til að skoða sig um í okkar nýju vistarveru- Það er hlutverk hvers blaðs að standa mitt í lífsstraumi þess mannfélags ,sem það á að þjóna, og þess vegna er það Lögbergi-Heimskringlu lífsspursmál að menn af íslensku bergi brotnir finni til náinna ættartengsla við blaðið, leiti til þess með áhugamál sín og með fréttir, sem gætu farið fram hiá því ef góðviljaðir landar ,sem vita hvað er að ger- ast hefðu ekki samband við það. Hið nýja símanúmer, sem okkur verður úthlutað birtist í blaðinu við fyrsta tækifæri. Hver manneskja, sem eyðir flestum sínum vökustund- um í samlífi við blað, skoðar það sem lifandi, sálugædda veru og þess vegna virðist ekki úr vegi að segja að blaðinu hafi liðið vel á Portage Ave., þó vistin þar entist tæplega árlangt. En margt var því til fyrirstöðu að viðstaðan gæti orðið lengri, ekki síst það að hvergi í námunda við þau húsa- kynni var hægt að leggja bíl lengur en fáar mínútur í einu. Þeim sem áttu erindi við blaðið eða við Garðar Printing Limited, gafst varla tími til að draga andann hvað þá held- ur ljúka erindum sínum. Nú er Garðar Printing Limited flutt í eigin húsakynni, en blaðið og prentfélagið eru óað- skiljanleg, þar eð Garðar hefur tekið að sér prentun Lög- bergs-Heimskringlu og allan ytri frágang þess, svo og ýmis- legt annað viðkomandi útgáfunni. Það varð blaðinu til láns að prentari sem er alinn upp við að setja íslenskt lesmál skyldi rata á slóðir þess- Hið nýja símanúmer Garðar Print- ing Limited er 247-5140. Allir sem leggja hönd að útgáfu blaðsins láta sér ant um að það gegni hlutverki sínu svo vel sem unnt er, og síðastliðið ár hefur margt gengið greiðara en það gerði um nokkuð undanfarið tímabil. Okkur hefur tekist að hafa bet- ur í kapphlaupum við þessa vikulegu “deadline”, sem er eins og reidd svipa yfir öllum blaðamönnum. Þó stundum hafi verið við ramman reip að draga þegar um 12 til 20 blaðsíðna eintök var að ræða, hefur tekist að koma blaðinu út og í póstinn á tilteknum tíma. Þetta er mikill hugarléttir öllum sem að blaðinu standa, því enginn blaðamaður vill standast sekur að því að geta ekki ráðið við þessa svoköll- uðu dauðalínu. Þetta er að miklu leyti því að þakka, að nú eru allir sem starfa við blaðið vandir að sóma þess, en líka nýjum aðferðum og nýrri tækni við uppsetningu og frágang blaðs- ins. Tæknin hefur að vísu sinn djöful að draga, en hann er sá að fyrir ástæður ,sem ekki er unnt að skýra í stuttri blaða grein, er ekki hægt að fara yfir prófarkir oftar en einu sinni. Þe9s vegna getur prentvillum fjölgað, en þetta er sameigin- legt vandamál allra blaða núorðið og gagnslaust að deila við dómarann um það. En blaðamenn eru því vanir að vinna öll sín verk í flýti- Þeim gefst sjaldan tfmi til að fága og snurfusa ritmálið. Það fer í snatri úr ritvélinni beint til prentarans og þaðan að augum almennings. Þess vegna kemur það mjög svo nota- lega við tilfinningarnar þegar lesendur lýsa velþóknun sinni yfir framistöðu blaðsins. Þegar tekið er tillit til þess hve uppteknir flestir eða allir eru nú á dögum við eigin dagsstörf, er það meira en svo þakkarvert hve margir gefa sér tíma til að skrifa hlý vinabréf um leið og þeir senda ársgiöld sín fyrir blaðið eða gjafir í styrktarsióðinn. Stundum hafa þessi bréf ekkert annað erindi en bað eitt að tjá ánægju og vinar þel höfund- arins. Þessar orðsendingar eru kærkomnar og ritstjóranum ómetanleg uppörvun, því til þess er leikurinn gerður að ná athygli lesenda og halda því. Ljúft væri ritstjóranum að geta svarað öllum þessum bréfum, hveriu fyrir sig, en hún verður að láta sér nægja að þakka þau öll í einu og reyna að vera þeirra verðug í framtíðinni. C.G- Syíakonimgur gefur blað úr KRINGLU KARL 16. Gústaf Svfakonungur mun fyrir hönd Svía færa tslendingum að gjöf eitt skinnblað úr handritinu Kringiu þegar hann kemur til tslands í opinbera heim- sókn f næstu viku. Skinnblaðið hefur að geyma kafla úr ólafs sögu helga, en blaðið er hið eina sem varðveitzt hefur úr þessu eizta handriti Heimskringlu. Dr. Bjarni Aðaibjarnarson hef- ur gert rækilega grein fyrir þessu handriti í formála 3. bindis út- gáfu Heimskringlu á vegum Forn- ritafélagsins (1951). Hyggur hann að íslenzkur maður hafi rit- að Kringlu nær 1260 eða litlu síð- ar. Ferill hennar er gersamlega ókunnur þangað til Norðmennirn- ir Laurents Hanssön og Mattis Störssön fengu hana í hendur um miðja 16. öld. Sfðan lenti hún í háskólabókhlöðunni í Kaup- mannahöfn og hníga rök að því að hún hafi verið meðal bóka A.S. Vedels, er afhentar voru háskóla- bókhlöðunni 1595, eða meðal bóka ArildHwitfeldts.er afhentar voru henni 1618. Jón Eggertsson frá ökrum skrifaði meginhluta Kringlu upp fyrir Antikvitetskollegiet I Upp- sölum á árunum 1681—82, og fengu Svíar uppskrift hans 1687. Þormóður Torfason fékk Kringlu að láni til Noregs 1682 og hafði hana lengi, ef til vill allt til 1718. Er handritið í verkum Þor- móðar jafnan nefnt Kringla (eftir upphafi Ynglingasögu: Kringla heimsins, sú er mannfólkið bygg- ir). Asgeir Jónsson gerðist skrifari Þormóðar 1688 og dvaldist með honum um langt árabil. Þykir allt benda til, að hann hafi á fyrstu árunum, sem hann var í þjónustu Þormóðar, skrifað Kringlu upp, og er sú uppskrift varðveitt f Arnasafni í Kaupmannahöfn. Rit- hönd Árna Magnússonar er á tveimur blöðum þessarar upp- skriftar og hefur hann að líkind- um ritað þau síðla árs 1689, er hann dvaldist með Þormóði. Árni kallaði Kringlu Codex Academieus primus (þ.e;: fyrsta bók í háskólabókhlöðu). Allur bókaforði háskólabók- hlöðunnar í Kaupmannahöfn brann í brunanum mikla haustið 1728, þar á meðal Kringla. Engiun veít núj með hverjum hætti Kringlublaðið barst til Svfþjóðar seint á 17. öld (það var ekki I handritinu, þegar Asgeir Jónsson skrifaði það upp), en sú hending að það var viðskila við handritið hefur orðið því til bjargar. Kringlublaðið hefur um langan aldur verið varðveitt í Konungs- bókhlöðu í Stokkhólmi, Cod. Holm. Isl. perg. fol. nr. 9. Kon- ungsbókhlaðan er landsbókasafn Svía. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra hefur blaðinu verið valinn staður i Landsbókasafni Is- lands þegar hingað kemur. Þar eru þegar varðveittar ýmsar merkar opinberar sænskar bóka- gjafir t.d. bæði frá 1930 og 1944. Verður efnt til sýningar á völdum bókum úr þessum gjöfum í Lands- bókasafni, og verður hún opnuð almenningi miðvikudagsmorgun 11. júní. A þeirri sýningu verður einnig Kringlublaðið, en Svfakon- ungur mun afhenda forseta ís- Iands það í Landsbókasafninu við sérstaka athöfn þriðjudaginn 10. júnf að viðstöddum Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra. Vorvísa Fæðist vindur hláku hlýr hæðir rindar titra. Glæðist yndi fönnin flýr Flæðin linda glitra. Vetrarnætur Blíðu sólar þrýtur þrek þíðu skjólin fenna. Hríðargjólu frostin frek fríðu blómin spenna. Ásgeir Gíslason. Þessi tími sem maður eyð- ir í að rabba í fóninn fer ekki til einskis, það er ég far in að sjá. Nú dúsum við Kol- freyja á öfuga enda Litla Ós- lands í Winnipeg, fréttalaus ar og ráðalausar af því að enginn kemst að eyrunum á okkur til þess að hella í þau úr frétta skjóðunum. „Telefón kompaníið er fjandi lengi að því sem lítið er,” sagði Kolfreyja mín við mig áðan og er nú alveg hætt að rífast við mig, held- ur víst að ég hafi nóg á minni könnu, þar sem ég krýp yfir kössum og skúff- um í leit að hinu og þessu, sem var allt á réttum stað í ruslahrúginu á deskinu mínu áður en við fluttum hingað suðureftir. — Allt er þetta einhversstaðar og kem ur sjálfsagt í leitirnar þegar maður hættir að leita að því. „Þú verður bara að spinna eitthvað upp úr heilanum í þér,” sagði Kolfreyja. „Svoleiðis er nú ekki allt- af vel þegið Kolfreyja mín,” sagði ég, en það væri telefón kompaníinu mátulegt að skrökva einhverju upp á það einmitt núna og koma því fyrir á besta stað á framsíð- unni- „Ekki myndi ég ráðleggja þér það,” sagði Kolfreyja spekingslega, „þú ættir að vera farin að þekkja það, að svoleiðis kjaftæði yrði því bara að þúsund dollara aug- lýsingu og þú hefðir ekki tú- skilding upp úr því. Eg hef ekki svo sjaldan heyrt þig predika það að vont “public- ity” sé betra en ekkert, svo þú hefðir mest upp úr því að þegja í þetta sinn og bíða bara þolinmóð eftir fóninum þínum.” Eg er henni hálfpartinn sammála, skessunni minni gömlu, og það má hún eiga að hún er með liðugra móti þessa dagana, kannski af því að ég er svo æst alveg fram í fingurgóma út af þessu seinlæti með símann, að putt arnir ganga eins og af raf- magni, þó þeir séu ekki í neinu sambandi við heilann. „Ætli telefón kompaníið láti ekki svona af skömmum sínum,” segir Kolfreyja svo upp úr eins manns hljóði, — „bara til þess að láta mann finna að maður má ekki án þess vera.” Já ætli það gæti ekki átt svoleiðis óknytti til ,og þá ætti það skilið að tekið væri í lurginn á því ef það væri þá til nokkurs. C.G. JÓHANN J. E. KÚLD: fslenskt landnám í Kanada Þeir brutust vestur úr afdal frá orfi og frá árum í brimavör. Frá bæjarhúsum byggðum úr torfi, með Biblíu og Eddu í för. Harður var stofninn, hertur í eldi, við hungur og marga kvöl. Er sulturinn grisjaði fólkið og felldi, þá fannst ekki á öðru völ. Þeir bitu á jaxlinn og bölvuðu í hljóði, brutust svo vestur um haf. Þeir helguðu byggð sína lífi og ljóði og launuðu þeim sem gaf. öld er nú liðin frá upphafi ferða, ennþá má rekja þau spor, þó sum fari efalaust óljós að verða, um Islandings landnámsvor- Það biðu ei landnemans búnkar af rósum, bundnar í sigurkrans. En tækifæri á leiðum hans ljósum, laun hins þrautseiga manns.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.